9. fundur 26. mars 2015 kl. 15:00 - 15:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit 26032015

1503068

Yfirlit launa, málaflokka og skatttekna í samanburði við fjárhagsáætlun í lok febrúar 2015
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka febrúar 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 24.03.2015.

2.Ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2014 - skýrsla

1503056

Skýrsla mars 2015 frá RRF
Skýrslan lögð fram til kynningar. Tillaga um að halda við fyrsta tækifæri samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, kynna skýrsluna og leggja á ráðin um frekari sókn í ferðamálum. Sveitarstjóra falið að undirbúa þetta.Samþykkt samhljóða

3.Uppfært hluthafasamkomulag

1503061

Til stendur að slíta félaginu Verkalýðshúsið ehf. Endurnýja þarf því hluthafasamkomulag eigenda Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
Lögð fram tillaga að nýju hluthafasamkomulagi fyrir Suðurlandsveg 1-3 ehf. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóra verði falið að staðfesta nýtt hluthafasamkomulag fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða

4.Vinnureglur vegna upptöku á fundum sveitarstjórnar

1503069

Lögð fram tillaga að vinnureglum vegna upptöku frá fundum sveitarstjórnar
Lagt fram til kynningar

5.Sorphirðumál í sveitarfélaginu

1503031

Sorpílát í nánd við sumahúsahverfi
Endurskoða þarf þjónustu við sumarhúsaeigendur hvað sorphirðu varðar. Sveitarstjóra falið að ræða við samstarfsaðila í Sorpstöð Rangárvallasýslu, vinna málið áfram og leggja fram mótaða tillögu fyrir sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða

6.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum

1502003

Oddasókn óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti fyrir safnaðarheimilið
Tillaga um að veita sókninni styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015 enda hefur umsækjandi staðfest að engin starfsemi í ágóðaskyni fer fram í húsnæðinu. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda. Styrkurinn verður greiddur 1. september 2015 að þessum skilyrðum uppfylltum.Samþykkt samhljóða

7.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum

1502091

Rangárhöllin
Tillaga um að veita félaginu styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015 enda hefur umsækjandi staðfest að engin starfsemi í ágóðaskyni fer fram í húsnæðinu. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda. Styrkurinn verður greiddur 1. september 2015 að þessum skilyrðum uppfylltum.Samþykkt samhljóða

8.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum árið 2015

1503047

Rangárbakkar
Tillaga um að veita félaginu styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015 enda hefur umsækjandi staðfest að engin starfsemi í ágóðaskyni fer fram í húsnæðinu. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda. Styrkurinn verður greiddur 1. september 2015 að þessum skilyrðum uppfylltum.Samþykkt samhljóða

9.Styrkbeiðni

1503051

Styrkbeiðni vegna útg. ljóðmæla Helgu Pálsdóttur
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða

10.Styrkur v/menningaferðar

1503049

Nemendur í þýskuáfanga hjá ML
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða

11.Sólheimar 85 ára

1503059

Ósk um styrk til að endurbyggja Sólheimahús
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða

12.Stuttmyndagerð - stuðningur

1503065

Nemandi við Kvikmyndaskólann óskar eftir stuðningi við gerð lokaverkefnis - stuttmyndar.
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

13.Umsókn um menningarstyrk og samstarf

1503057

Verkefnið söngur vættanna
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða

14.Átak í þágu fornbýlisins á Keldum - ósk um stuðning

1503054

Styrkbeiðni vegna undirbúnings
Samþykkt samhljóða að styðja þetta mikilvæga framtak með 100.000.- kr. Kostnaður greiðist af lið 21011 (sveitarstjórn).

15.Umsókn um lóð - Dynskálar 20

1503020

Nánari upplýsingar um byggingaáform
Byggðarráð staðfestir að frekari upplýsingar um byggingaráform sem óskað var eftir við samþykkt lóðaumsóknar í sveitarstjórn hafa borist.

16.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5

1503002

Lagt fram til kynningar

17.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6

1503004

Lagt fram til kynningar

18.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7

1503006

Lagt fram til kynningar

19.Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 2

1503001

Lagt fram til kynningar

20.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5

1501010

Vísað er til afgreiðslu einstakra liða en fundargerðin að öðru leyti til kynningar
  • 20.8 1502065 Ósk um framlag - NKG
    Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5 Fræðslunefnd leggur til að beðninni verði hafnað að þessu sinni. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu fræðslunefndar.

21.239 fundur Sorpstöðvar suðurlands

1503035

Fundargerð frá 02032015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

22.Stjórn SSKS - fundargerð 10032015

1503060

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar

23.Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar - 3

1503062

Fundargerð 26022015
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

24.Til umsagnar frá Alþingi - 166 mál

1503053

Tillaga til þingsályktunar um að draga úr notkun plastpoka
Lagt fram til kynningar

25.Til umsagnar frá Alþingi - 503 mál

1502075

Frumvarp til laga um farmflutninga á landi
Lagt fram til kynningar

26.Landsnet, Hellulína 2 í jörðu

1502013

Landsnet undirbýr lagningu 66 kV jarðstrengs, Hellulínu 2, ásamt ljósleiðara um 13 km leið milli Hellu og Hvolsvallar. Óskað er eftir staðfestri yfirlýsingu landeiganda til þinglýsingar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða yfirlýsinguna en leggur áherslu á að þar sem fara þarf um malbikuð plön og vegi sé tryggt að framkvæmdaaðili gangi frá þannig að jafngott sé og áður. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita yfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

27.Hugmyndagáttin mars 2015

1503066

Ábendingar sem borist hafa frá síðasta fundi.
Borist höfðu þrjú skilaboð í hugmyndagáttina. Ákveðið var að fjalla um eitt þeirra í byggðarráði. Um var að ræða ábendingu um snjómokstur. Sveitarstjóra falið að bregðast við eða koma ábendingum og hugmyndum á framfæri við forstöðumenn viðeigandi stofnana og /eða viðeigandi formenn nefnda sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða

29.Brú frá Múlakvísl

1501024

Erindi til Vegagerðar frá Rangárþingi ytra um hvort bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl megi nú fá til langþráðrar tengingar Rangárþings ytra innbyrðis.
Byggðarráð fagnar því að vegagerðin taki undir rök sveitarfélagsins um mikilvægi framkvæmdarinnar með tilliti til náttúruvár og almennrar umferðar á svæðinu. Byggðarráð telur einboðið að brúnni ásamt vegtengingu verði komið inn á næstu vegaáætlun.Samþykkt samhljóða

30.Trúnaðarmál 26032015

1503067

Fært í trúnaðarmálabók.

31.Trúnaðarmál 26032015 b

1503070

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?