3. fundur 18. júlí 2022 kl. 08:15 - 11:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2

2206008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða matsáætlun en áskilur sér rétt til frekari umsagnar á síðari stigum ef þurfa þykir. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er efnistaka á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd efnistaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Afgreiðslu um framkvæmdaleyfi er frestað þar sem frestur landeigenda til athugasemda í samráðsferli er til 15. júli. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Ingvar P Guðbjörnsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins og víkur af fundi undir þessum lið.
    Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og ábendingar. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 2 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Rekstraryfirlit jan-júní 2022
KV fór yfir rekstur sveitarfélagsins það sem af er ári.

3.Átak í málefnum tvítyngdra barna

2206065

Áskorun frá foreldrum tvítyngdra barna í Grunnskólanum á Hellu sem vilja sjá meira fjármagn í sérkennslu og að mótuð verði stefna í málefnum tvítyngdra nemenda.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Á 2. fundi sveitarstjórnar 22. júní s.l. samþykkti sveitarstjórn beiðni Odda bs. um viðbótarstöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023. Ljóst er að þörfin er brýn og vísar byggðarráð erindinu til stjórnar Odda bs.

Samþykkt samhljóða

4.Erindi frá Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu

2207003

Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu vill kanna hvort mögulegt sé að bjóða uppá fleiri slætti og aðstoð við hreinsun beða gegn sanngjarnri greiðslu.
Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu (FEBRANG) fyrir erindið. S.l. haust samþykkti sveitarstjórn Rangárþings ytra samræmdar reglur í Rangárvallasýslu um garðslátt fyrir eldri borgara eftir að erindi hafði borist með þeirri beiðni frá FEBRANG. Því miður hefur sveitarfélagið ekki tök á að breyta í sumar þeirri þjónustu sem reglurnar kveða á um. Byggðarráð óskar eftir samtali við FEBRANG um tillögu að breytingum á reglum um garðslátt og aðra garðaþjónustu sem snýr að eldri borgurum. Einnig leggur byggðarráð til að vísa erindinu til öldungaráðs til umræðu og tillögugerðar.
Erindinu vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023-2026.

Samþykkt samhljóða

5.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Samningur um flutning í nýtt hesthúsahverfi til staðfestingar - Hesthúsvegur 13
Hesthúsvegur 13

Lagt fram samkomulag við Húsaneshesta ehf um flutning í nýtt hesthúsahverfi í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins á 32. fundi þann 11. mars 2021 og samningur um kaup sveitarfélagsins á Hesthúsvegi 13 á Hellu. Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samkomulag og kaupsamning. Jafnframt er Klöru Viðarsdóttur kt. 111079-3669 starfandi sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita öll skjöl og samninga vegna kaupanna.

Samþykkt samhljóða

6.Ósk um breytingu á heiti lóðar Hjallanes lóð landnr. 165026

2207002

Eigendur lóðarinnar Hjallanes lóð 2, landnúmer 165026 óska eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Huldusel.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Huldusel.

Samþykkt samhljóða

7.Ósk um breytingu á heiti lóðar

2207009

Ingunn Wernersdóttir og Bjarni Hafþór Helgason óska eftir því að breyta heiti á landi sínu Hvammur III, land 4, landnúmer 209760 í Vaðhvammur.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við heitið Vaðhvammur.

Samþykkt samhljóða

8.Ósk um breytingu á heiti lóðar Háfshjáleiga land 5, landnr. 207728

2207015

Fannar Ólafsson f.h. Þórshús ehf óskar eftir að breyta heiti á landi félagsins Háfshjáleiga land 5, landnr. 207728 í Kviós.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar byggðarráðs. Formanni byggðarráðs falið að afla frekari gagna.

9.Frystihólf í Þykkvabæ

2207010

Rekstur frystihólfa í Þykkvabæ
Í fjárhagsáætlun 2022-2025 var gert ráð fyrir að rekstri frystihólfa væri hætt frá og með
hausti 2022 og var lagt upp með að notendum yrði kynnt fyrirhuguð lokun í upphafi árs
2022. Í ljósi þess að sú kynning hefur ekki farið fram þá verður rekstri frystihólfanna
haldið áfram. Ljóst er að búnaðurinn er orðinn gamall og óvíst hversu lengi hann mun endast og því rekstraröryggi hólfanna ekki tryggt. Lagt til að byggðarráð leggi fram framtíðarfyrirkomulag á rekstri frystihólfanna á næsta reglulega fundi byggðarráðs.


Samþykkt samhljóða

10.Trúnaðarmál

2207021

Fært í trúnaðarmálabók

11.Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra

2207020

Skipun í vinnuhóp
Lagt er til að skipa vinnuhóp um framtíðarskipulag útiíþróttaaðstöðu í Rangárþingi ytra. Lagt til að fulltrúar verði:

Ástþór Jón Ragnheiðarson (formaður)
Erla Sigríður Sigurðardóttir
Sóley Margeirsdóttir
Heiðar Óli Guðmundsson

Að auki starfi með vinnuhópnum heilsu- íþrótta- og tómstundafulltrúi. Hópurinn kalli til sín fulltrúa starfandi íþróttafélaga til samráðs eftir þörfum ásamt forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa. Vinnuhópurinn skal koma með tillögur að framtíðaruppbyggingu útiíþróttaaðstöðu í Rangárþingi ytra, nánari lýsing í fylgiskjali. Vinnuhópurinn skili af sér ekki síðar en 1. nóvember 2022. Greitt verður fyrir fundi líkt og í öðrum nefndum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

12.Framtíðarbyggingarland við Hellu

2207019

Huga þarf áfram að framtíðarbyggingarlandi við Hellu. Byggðarráð felur sveitarstjóra og oddvita að taka upp viðræður við landeigendur Helluvaðs 1 um hugsanleg kaup sveitarfélagsins á landi.

Samþykkt samhljóða

13.Ritun bókar um landnámsöldina í Rangárvallasýslu

2207018

Erindi frá Gunnari B Guðmundssyni
Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún kom á fund oddvita og sveitarstjóra og kynnti
bók sem er í ritun hjá honum sem er áætlað að fari í prentun í ágúst á þessu ári. Efni
bókarinnar er landnámsöldin í Rangárvallasýslu. Gunnar vildi kanna hug
sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu að kosta og gefa út landakort í lit sem sýndi
staðsetningu landnámsbýla og landamerki.

Byggðarráð þakkar fyrir afar áhugavert framtak en telur að verkefni sem þetta ætti best heima hjá Héraðsnefnd Rangæinga, sem er sameiginlegur vettvangur sveitarfélaganna og hefur sinnt menningu og sögu héraðsins. Lagt er til að vísa erindinu til Héraðsnefndar Rangæinga.

Samþykkt samhljóða

14.Ráðning sveitarstjóra

2206012

Ráðningarsamningur við nýjan sveitarstjóra til staðfestingar
Ráðningarsamningur við nýjan sveitarstjóra til staðfestingar.
Lagt er til að ráða Jón Guðmund Valgeirsson í starf sveitarstjóra Rangárþings ytra
kjörtímabilið 2022-2026. Starfið var auglýst og 25 umsóknir bárust, þar af voru 5 dregnar til baka. Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Fyrir liggur ráðningarsamningur undirritaður af oddvita Rangárþings ytra með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Lagt er til að byggðarráð staðfesti ráðningarsamninginn. Jón mun hefja störf 15. ágúst 2022.

Samþykkt samhljóða

Bókun fulltrúa D-lista:
Fulltrúi D-lista kom að því að taka viðtöl við umsækjendur um starf sveitarstjóra. Það er mat undirritaðs að Jón G. Valgeirsson hafi verið hæfastur í starfið. Því samþykki ég ráðningarsamninginn og vænti góðs samstarfs við sveitarstjóra á kjörtímabilinu.
Ingvar P. Guðbjörnsson

15.Skráning á vefgátt almannavarna

2207013

Erindi frá Almannavörnum
Lagt er til að sveitarstjóri Rangárþings ytra verði skráður tengiliður sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

16.Sandalda 8. Umsókn um lóð

2207012

Magnús Garðarsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 8 við Sandöldu til að reisa á henni einbýlishús sbr. umsókn dag. 6.7.2022. Umsækjandi hyggst byrja framkvæmdir strax og að framkvæmdatími verði 6 mánuðir.
Lagt er til að úthluta Magnúsi Garðarssyni lóð nr. 8 við Sandöldu til byggingar á einbýlishúsi.

Samþykkt samhljóða

17.Miðvangur 3. Umsókn um lóð

2206018

Berglind Kristinsdóttir óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 3 við Miðvang á Hellu til að byggja á henni verslunarhús úr timbri. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sept/okt 2022 og áformaður byggingartími er 4-6 mánuðir.
Lagt er til að úthluta Berglindi Kristinsdóttur lóð nr. 3 við Miðvang til byggingar á verslunarhúsi.

Samþykkt samhljóða

18.Félagsmála- og barnaverndarnefnd

2207024

Þann 29 apríl s.l. samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um frestun niðurlagninga barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu hefur verið með verkefni barnaverndarnefndar og er heimilt að fela nýrri félagsmálanefnd tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. janúar 2023.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkir fyrir sitt leyti að fela félagsmálanefnd tímabundin verkefni barnaverndarnefndar til 1. janúar 2023.

Samþykkt samhljóða

19.Samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2207027

Fyrri umræða
Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu leitaði til óháðra ráðgjafa um gerð úttektar á stjórnskipulagi og verklagi byggðarsamlagsins með hliðsjón af lögum um samþættingu í þágu farsældar barna. Niðurstaða ráðgjafa var að skipulagið vinni ekki með samþættingunni og voru lagðar fram nokkrar breytingartillögur. Endurskoða þarf samþykktir byggðarsamlagsins af þessum sökum og voru tillögur um breytingar á samþykktunum samþykktar á aðalfundi Félags- og skólaþjónustunnar þann 7. júlí sl. Samþykktirnar liggja nú fyrir hjá aðilarsveitarfélögunum til tveggja umræðna.

Byggðarráð Rangárþings ytra vísar umræðu um samþykktir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. til síðari umræðu.

20.Fögruvellir 2. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2206074

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafar Rúnar Tryggvadóttur fyrir hönd Leiguvíkur ehf, kt. 690515-1050, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "G" í húsnæði félagsins á lóðinni Fögruvellir 2, Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Leiguvíkur ehf til gistingar í flokki II, tegund G í húsnæði félagsins á lóðinni Fögruvellir 2 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

21.Þrúðvangur 6. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2207028

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Arnars Freys Ólafssonar fyrir hönd félagsins Southdoor ehf um rekstrarleyfi til gistingar í flokki IV, tegund A í húsnæði félagsins að Þrúðvangi 6 á Hellu.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Southdoor ehf til gistingar í flokki IV, tegund A í húsnæði félagsins að Þrúðvangi 6 á Hellu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

22.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 19

2206007F

Fundargerð 19. fundar stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 hf.
Til kynningar

23.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 222

2206005F

Til kynningar

24.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2022

2206061

Fundargerð aðalfundar Suðurlandsvegar 1-3 hf
Til kynningar

25.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 1

2205002F

Fundargerð 1. fundar Skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra - kynningarfundur.
Til kynningar

26.Stjórnarfundur Lundar 4 júlí 2022

2207001

Fundargerð 1. fundar stjórnar Lundar
Til kynningar

27.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2207007

Fundargerðir 910. og 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Til kynningar

28.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - 584. fundur

2207006

Fundargerð 584. fundar stjórnar SASS
Til kynningar

29.Auka aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

2207005

Fundargerð auka aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Til kynningar

30.Fundargerðir og ársskýrsla Skógasafns og ársreikningur ársins 2021

31.Aðalfundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla og V-Skaftafellssýslu bs.

2207011

Fundargerð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu til kynningar
Til kynningar

32.Félags- og skólaþjónusta - 61 fundur

2207030

Fundargerð 61. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu
Til kynningar

33.Félags- og skólaþjónusta - 62 fundur

2207023

Fundargerð 62. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu
Til kynningar

34.Umsögn innviðaráðuneytisins v. samþykkta um Byggðasamlagið Odda bs

2206078

Til kynningar

35.Ákall til sveitarstjórna um allt land - bréf frá kennurum - Menntun til sjálfbærni

2206079

Áskorun frá kennurum víða um landið til sveitarstjórna að vera fyrirmynd í loftlagsmálum og leggja áherslu á menntun til sjálfbærni.
Til kynningar

36.Fundarboð Ársfundur Náttúruverndarnefnda 2022

2206077

Til kynningar

37.Ársreikningur orkusveitarfélaga 2021

2207016

Til kynningar

38.Útisvæði

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?