7. fundur 26. október 2022 kl. 08:15 - 09:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að að taka inn nýtt mál, Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki vegna breytingar á reglugerð 1212/2015, sem verði dagskrárliður nr. 3 og aðrir dagskrárliðir færast til sem því nemur. Það var samþykkt samhljóða.
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 2-4.

1.Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 2

2210006F

Fundargerð Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefndar frá 19. okt. s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar fyrir utan lið 5.
  • Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 2 Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Lagt er til að viðburðurinn fari fram sunnudaginn 20. nóvember og verður miðað við aldurshópinn 60 ára og eldri. Nefndin tekur að sér nánari undirbúning. Bókun fundar Byggðarráð leggur til að viðburðurinn verði fyrir aldurshópinn 67 ára og eldri og kostnaður færist á atvinnumál. Nefndinni falið að undirbúa viðburðinn.

    Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-september 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki vegna breytingar á reglugerð 1212/2015

2210070

Fjárhagsáætlun 2022 - sérstakur viðauki vegna breytinga með reglugerð 1212/2015
Klara Viðardóttir, fjármálastjóri, fór yfir áhrif reglugerðar 1212/2015 á fjárhagsáætlun 2022 en með henni verða þau byggðarsamlög sem sveitarfélagið er aðili að tekin beint inn í fjárhagsáætlun sveitarfélagins að teknu tilliti til eignarhluta í byggðarsamlögunum.

Áhrif viðaukans eru þau að rekstrarniðurstaða í A og B hluta lækkar um 7,6 millj. en hefur jákvæð áhrif á handbært fé um kr.41,8 millj. og fjárfesting eykst um 8,9 millj.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2208121

Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2023-2026
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2023-2026 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

Ákveðið að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall fyrir árið 2023 hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra verði 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

5.Úthlutun lóða - uppfærðar reglur

2210055

Uppfærðar og endurskoðaðar reglur um úthlutun lóð í Rangárþingi ytra
Farið var yfir reglur um úthlutun lóða í Rangárþingi ytra.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra ásamt formanni skipulags- og umferðarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara núgildandi reglur og leggja fram tillögu á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Samtök um kvennaathvarf. Styrkbeiðni.

2210024

Beiðni Samtaka um kvennaathvarf um fjárstuðning fyrir árið 2023.
Lögð fram beiðni Samtaka um kvennaathvarf um fjárstuðning að fjárhæð kr. 200.000 fyrir árið 2023.

Byggðarráð leggur til að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 100.000 og færist styrkurinn á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

7.Ábendingar vegna aðgengismála - gátt

2210012

Ábendingr sem fram hafa komið um aðgengismál.
Lagðar fram tvær ábendingar sem fram hafa komið um aðgengismál er varðar aðgengi að íþróttamiðstöð og rafhleðslustöð við Miðjuna.

Byggðarráð leggur til að vísa ábendingunum til skoðunar hjá Þjónustumiðstöð.

Samþykkt samhljóða.

8.Fosshólar land 3 - ósk um nafnabreytingu í Giljatunga

2208063

Eigendur Fosshóla lands 3, L214314, óska eftir að fá að breyta heiti lands síns. Þau óska eftir að Giljatunga verði samþykkt sem nýtt heiti. Umsókn send með tölvupósti 6.7.2022.
Lög fram beiðni eigenda Fosshóla lands 3, L214314, sem óska eftir að fá að breyta heiti lands síns í Giljatungu.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Giljatungu.

Samþykkt samhljóða.

9.Héraðsnefnd - 1. fundur

2210040

Fundargerð 1. fundar Héraðsnefndar Rangæinga þann 20. sept. s.l. Beiðni um tilnefningar í Náttúru- og gróðurverndarnefnd, umferðaröryggisnefnd og öldungarráð.
Lög fram fundargerð 1. fundar Héraðsnefndar Rangæinga þann 20. sept. s.l. en þar kemur fram beiðni um tilnefningar í Náttúru- og gróðurverndarnefnd, umferðaröryggisnefnd og öldungarráð.

Byggðarráð leggur til að vísa tilnefningunum til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Sameining Landgræðslu og Skógræktar í forathugun

2208095

Sameining Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Yfirlýsing Matvælaráðherra og umsagnarbeiðni í samráðsgátt
Farið var yfir áform um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins og í því sambandi yfirlýsingu Matvælaráðherra og umsagnarbeiðni um tillögu ráðherra í samráðsgátt.

Byggðarráð leggur mikla áherslu á að ef til sameiningar kemur verði ein forsendan að starfstöðin í Gunnarsholti eflist og dafni með sameiningunni. Í því sambandi má benda á að tækifæri eru til að starfstöðin í Gunnarsholti fái aukin verkefni, en mikill mannauður er á staðnum og mannvirki sem hægt er bæta við starfsemi og þróa frekari verkefni. Starfsemin í Gunnarsholti er rótgróin og lykill að fræða- og vísindasamfélagi í sveitarfélaginu og á Suðurlandi öllu á þessu sviði. Mikilvægt er að efla starfsemi vísinda og fræða á svæði þar sem þörf er fyrir að auka fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir háskólamenntað fólk.

Samþykkt og sveitarstjóra falið að senda bókun byggðarráðs sem umsögn í samráðsgáttina.

11.Sigurhæðir - umsókn um styrk

2210059

Beiðni Sigurhæð um styrk fyrir starfssemi sína
Lögð fram beiðni Sigurhæða um styrk fyrir starfssemi sína á árinu 2023 að fjárhæð kr. 614.000-894.000 en starfsstöðin er á Selfossi.

Byggðarráð frestar því að taka afstöðu til erindisins og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

12.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Staða á úthlutuðum lóðum á Hellu
Farið yfir stöðu lóðaúthlutuna á Hellu.

Lagt fram til kynningar.

13.Samtök orkusveitarfélaga - 51. stjórnarfundur

2210033

Fundargerð 51. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19. sept. s.l.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerð 20. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins

2210053

Fundargerð 20. fundar svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendisins frá 27. sept. s.l.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerð 587. fundar stjórnar SASS

2210047

Fundargerð 587. fundar stjórnar SASS frá 7. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

16.Aukafundur stofnenda Arnardrangs hses

2209087

Fundargerð stofnenda Arnardrangs hses frá 7. okt. s.l. og samþykktir félagsins.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð 914. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2210064

Fundargerð 914. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. okt. s.l
Lagt fram til kynningar.

18.Ársfundur náttúrverndarnefnda

2210052

Fundarboð á ársfund náttúrverndarnefnda þann 10. nóv. n.k.
Lagt fram til kynningar.

19.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022

2210034

Fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóv. n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?