10. fundur 22. febrúar 2023 kl. 08:10 - 10:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður leggur til að liður 29 verði felldur niður þar sem um tvítekningu er að ræða og var það samþykkt.

Undir lið 5-7 sat Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi fundinn.

1.Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 3

2302002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest
  • Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 3 Nefndin leggur til að styrkja fjölskylduhátíð á Hellu um 50.000 kr og jafnframt aðstoð markaðs- og kynningarfulltrúa við að vekja athygli á viðburðinum. Bókun fundar Byggðarráð leggur til að tillaga nefndarinnar um styrk að fjárhæð kr. 50.000 og aðstoð markaðs- og kynningarfulltrúa verði samþykkt. Kostnaður færist á markaðs- og kynningarmál.

    Samþykkt samhljóða.

2.Upplýsingar um tekjustreymi vegna orkumannvirkja

2302122

Á fundinn mætir Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinn í fjarfundi og gerir grein fyrir vinnu sem sveitarfélagið hefur unnið um tekjustreymi vegna orkumannvirkja.

Byggðarráð þakkar Haraldi Þór fyrir góða kynningu.

Til upplýsingar er sveitarstjóri kominn í starfsnefnd Samtaka orkusveitarfélaga um orkuvinnslu á Íslandi þar sem verið er að fjalla um hagsmuni orkusveitarfélaga til framtíðar.

3.Rekstaryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúarmánuð.

Lagt fram til kynningar.

4.Lyngalda og Melalda- Gatnagerð

2209078

Lyngalda. Gatnaframkvæmdir.
Fyrir liggur að borist hafa umsóknir í allar lóðir í Lyngöldu nema eina einbýlishúsalóð í kjölfar auglýsingar.

Byggðarráð metur það svo að skilyrði séu fyrir því að úthluta lóðunum formlega og farið verði í gatnaframkvæmdir. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að bjóða út gatnagerð í Lyngöldu.

Samþykkt samhljóða.

5.Lyngalda 1, lóðaúthlutun

2302018

Lyngalda 1
Gildar umsóknir eru:

BF-Verk ehf
Klakafell ehf
Dýralæknir Sandhólaferju ehf
Grétar J. Guðmarsson
Smári Guðmarsson
Ómar Högni Guðmarsson
Lagsarnir ehf
Fossbygg ehf
Kjarralda ehf
Siggi Byggir ehf
SG eignir ehf
Helgatún ehf
Sigurður Einar Guðmundsson
Helgi Gíslason
Green Data ehf
Gísli Rúnar Sveinsson
Eiður Einar Kristinsson
Guðmundur Sigurðsson
Jón Axel Ólafsson
Plentuz fjárfestingar ehf
JH Vinnustofa ehf
Straumar ehf
Edda eignarhaldsfélag ehf
Einibrekka ehf
Ólafur Ásgeir Jónsson
Jón Viðar Guðjónsson
Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf
Arnar Jónsson Köhler
Ó. Jónsson ehf
Heildarfjöldi umsókna var 29.
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:

1. Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf.
2. SG eignir ehf
3. BF-Verk ehf
4. Siggi Byggir ehf
5. Arnar Jónsson Köhler

Samþykkt samhljóða.

6.Lyngalda 2, lóðaúthlutun

2302035

Lyngalda 2
Gildar umsóknir eru:

BF-Verk ehf
Dýralæknir Sandhólaferju ehf
Grétar J. Guðmarsson
Smári Guðmarsson
Ómar Högni Guðmarsson
Lagsarnir ehf
Fossbygg ehf
Kjarralda ehf
Siggi Byggir ehf
SG eignir ehf
Helgatún ehf
Sigurður Einar Guðmundsson
Helgi Gíslason
Green Data ehf
Gísli Rúnar Sveinsson
Eiður Einar Kristinsson
Guðmundur Sigurðsson
Jón Axel Ólafsson
Plentuz fjárfestingar ehf
JH Vinnustofa ehf
Straumar ehf
Edda eignarhaldsfélag ehf
Einibrekka ehf
Jón Viðar Guðjónsson
Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf
Arnar Jónsson Köhler
Skuggabrún ehf
Naglafar ehf
Ólafur Ásgeir Jónsson
Ó. Jónsson ehf
Heildarfjöldi umsókna var 30.
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:

1. BF-Verk ehf
2. Helgi Gíslason
3. Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf
4. Helgatún ehf
5. Plentuz fjárfestingar ehf

Samþykkt samhljóða.

7.Lyngalda 3, lóðaúthlutun

2302036

Lyngalda 3
Gildar umsóknir eru:

BF-Verk ehf
Dýralæknir Sandhólaferju ehf
Grétar J. Guðmarsson
Smári Guðmarsson
Ómar Högni Guðmarsson
Lagsarnir ehf
Fossbygg ehf
Kjarralda ehf
Siggi Byggir ehf
SG eignir ehf
Helgatún ehf
Sigurður Einar Guðmundsson
Helgi Gíslason
Green Data ehf
Gísli Rúnar Sveinsson
Eiður Einar Kristinsson
Guðmundur Sigurðsson
Jón Axel Ólafsson
Plentuz fjárfestingar ehf
JH Vinnustofa ehf
Straumar ehf
Edda eignarhaldsfélag ehf
Einibrekka ehf
Jón Viðar Guðjónsson
Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf
Arnar Jónsson Köhler
Ólafur Ásgeir Jónsson
Ó. Jónsson
Heildarfjöldi umsókna var 28.
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:

1. Straumar ehf
2. SG-Eignir ehf
3. Edda eignarhaldsfélag ehf
4. Helgatún ehf
5. Jón Axel Ólafsson

Samþykkt samhljóða.

8.Lyngalda 5. Umsókn um lóð

2302095

Jón Axel Ólafsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 5 við Lyngöldu til að byggja á henni einbýlishús úr timbri sbr. umsókn dags. 15.2.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er vorið 2024 og áætlaður byggingartími 3-4 mánuðir.
Lagt er til að úthluta lóð nr. 5 við Lyngöldu til Jóns Axels Ólafssonar til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

9.Sæluvellir 7. Umsókn um lóð

2009025

Beiðni um rökstuðning vegna úthlutunar.
Lögð fram beiðni lóðarhafa að hesthúsalóðinni Sæluvöllum 7 um rökstuðning fyrir úthlutun lóðarinnar Sæluvalla 5 en umsækjandi hafi talið að þetta væri ein og sama lóðin.

Lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins um málið. Byggðarráð telur að úthlutunin hafi verið gerð í þeirri trú að umsækjandi hafi einungis verið að sækja um lóðina Sæluvelli 7 en ekki einnig Sæluvelli 5. Byggðarráð felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við umsækjendur um mögulegar lausnir.

Samþykkt samhljóða.

10.Minnisblað - Ágangur búfjár

2302015

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár.

Byggðarráð leggur til að erindinu verði vísað til fjallskilanefnda sveitarfélagsins til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Erindisbréf nefnda
Farið var yfir vinnu sem þarf að fara fram við endurskoðun á erindisbréfum nefnda sveitarfélagsins, m.a. í kjölfar breytinga á nefndarskipan í endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að vinna erindisbréfin áfram í samræmi við endurskoðaðar samþykktir og leggja fyrir næsta reglulega fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

12.Framtíðarskipulag stjórnsýslu

2301047

Ráðning ráðgjafa.
Lagður fram verksamningur við Rögn ráðgjöf um verkefnið.

Byggðarráð leggur til samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillaga D lista um samstarfssamning við Samtökin ´78

2301008

Upplýsingar um mögulega þjónustu.
Lagðar fram upplýsingar um mögulega þjónustu Samtakanna 78 við sveitarfélagið.

Byggðarráð leggur til að vísa tillögunni í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024-2027. Jafnframt óskar byggðarráð eftir áliti stjórnenda leik- og grunnskóla og yfirmanna stofnana á hvaða fyrirkomulag á fræðslu henti best innan þeirra starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

14.Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu

15.Bílaþvottaplan Ægissíðu 4

2302077

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að ganga til samninga til eins árs við eigendur Ægissíðu 4 í samræmi við samskipti á milli aðila að undanförnu. Sveitarfélagið mun fá til afnota aðstöðu fyrir bílaþvottaplan sem fyrir er á þeirra landi.

Samþykkt samhljóða.

16.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Beiðni um Héraðsveg
Lagt fram erindi frá Hagsmunafélagi Gaddstaða að sveitarfélagið hlutist til um að sæki til Vegagerðarinnar um að vegur á svæðinu verði héraðsvegur.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að sækja um til Vegagerðarinnar að vegurinn falli undir héraðsvegi.

Samþykkt samhljóða.

17.Erindi vegna aðfallsvatns - Þykkvabæjar ehf.

2302086

Vandamál vegna aðfallsvatns við starfssemina.
Lagt fram erindi frá eigendum verksmiðjunnar Þykkvabæjar í Þykkvabæ um vandamál sem hafa skapast vegna aðfallsvatns við verksmiðjuna.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að ræða við Ræktunarfélag Djúpárhrepps um stöðu á ástandi frárennslisskurða.

Samþykkt samhljóða.

18.Vinnuhópur um skipulagsmál

2302115

Byggðarráð leggur til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að vinna að ákveðnum skipulagsmálum á Hellu, s.s. endurskoðun á Miðbæjarskipulagi, göngu- og reiðleiðum, hverfisskipulagi, umferðaröryggismálum og þéttingu byggðar. Lagt er upp með að hópurinn skili vinnu sinni um mitt sumar 2023.

Lagt til hópinn skipi:
Gunnar Aron Ólason, formaður.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir.
Þröstur Sigurðsson.

Til vara:
Berglind Kristinsdóttir.
Eggert Valur Guðmundsson.
Svavar L. Torfason.

Samþykkt samhljóða.

19.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2023

2302124

Lögð fram tillaga að gjaldskrá þjónustumiðstöðvar fyrir árið 2023. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir breytingar á gjaldskránni.

Byggðarráð leggur til að gjaldskráin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

20.Styrkbeiðni vegna Suðurlandsdeildar 2023

2301077

Lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 55.000 vegna Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum 2023.

Byggðarráð leggur til að umsóknin verði samþykkt og færist á kostnað vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

Samþykkt samhljóða.

21.Afmælisár Karlakórs Rangæinga - styrkbeiðni

2302109

Lögð fram beiðni um auglýsingu vegna 30 ára afmælistónleika Karlakórs Rangæinga.

Byggðarráð leggur til að keypt verði auglýsing að fjárhæð kr. 50.000 og færist á kostnað vegna markaðs- og kynningarmála.

Samþykkt samhljóða.

22.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

2302123

Sóknarnefnd Odda óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023.

Lagt til um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

23.Fundargerðir 2023

2302037

Fundargerð 55. og 56. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2023-2026

25.Fundur með Landsvirkjun - minnisblað

2302014

Lagt fram til kynningar.

26.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Lagt fram til kynningar.

27.Lundarskarð - Umsögn Vegagerðarinnar um nýjan hérðsveg

28.Endurskoðun 2022

2212038

Lagt fram til kynningar.

29.Erindi vegna aðalfundar - Lánasjóður sveitarfélaga

2302080

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?