3. fundur 24. október 2022 kl. 15:30 - 17:34 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Jóhannsson Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

1.Kynning á Sportblaer

2210068

Kynning á Sportabler er og hvernig það er að nytist tómstundastarfi sveitarfélaga.
Mælist er til frá nefndinni að sveitarfélagið vinni áfram með að innleiða Sportabler í samstarfi við tómstunda og íþróttafélög okkar. Ragnar starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram með Sportabler verkefnið með sveitar- og fjármálastjóra Rangárþing ytra.

2.Frístundastyrkir

2209020

Tillaga um úthlutun og upphæðar frístundarstyrks fyrir 2023.
Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að koma með tillögur að útfærslu fyrir reglulegan fund byggðarráðs í október.
Nefdin leggur til að frístundastyrkur fyrir börn og unglinga sveitarfélagsins verði 50.000 kr fyrir árið 2023. Miðað er við fæðingarár barnins við úthlutun á frístundastyrk, 6 til 16 ára. Lagt er til að nefndin endurskoði úthlutunn og safni saman tölfræði um nýtingu styrks haustið 2023 og árlega eftir það.

3.Þjónustusamningur UMF Hekla - endurskoðun

2210005

Lagt fram erindi frá stjórn UFH Heklu um endurskoðun á þjónustusamningi milli félagsins og sveitarfélagsins. Lagt er til að vísa erindinu til heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar til að vinna að endurskoðun á samningnum.
Nefndin leggur til að fundað verði með stjórn Ungmennafélagsins Heklu og formanni nefndarinnar ásamt starfsmönnum sveitarfélagins sem málið varðar.

4.Tillaga D-listans um bætta samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs

2209037

Sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að gera tillögur að bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu. Hópurinn vinni náið með skólastjórnendum og fulltrúum íþrótta- og tómstundafélaga. Samhliða verði skoðað með hvaða hætti megi nýta íþróttamannvirki sveitarfélagsins sem best sem og að koma upp akstri á milli skólasvæða eftir að skóla lýkur til að samþættingin nái tilætluðum árangri. Hópurinn skili tillögum og kostnaðargreiningum til sveitarstjórnar fyrir árslok.
Nefndin vísar málinu um samþættingu skólana til Odda bs. Endurskoða þarf núverandi skipulag þar sem skólarnir hætta ekki á sama tíma sem er að mati nefndarinnar grunnforsenda fyrir bættri samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu. Óskað er eftir samstarfi við Odda bs til að bæta samþættingu. Nýting íþróttamannvirkja er í skoðun hjá nefndinni.

Fundi slitið - kl. 17:34.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?