5. fundur 11. nóvember 2014 kl. 09:40 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Yngvi Karl Jónsson
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
 • Haraldur Eiríksson
 • Sigdís Oddsdóttir
 • Ágúst Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundur dróst um 40 mínútur vegna umræðna um almannavarnir og viðbrögð við mögulegu rafmagnsleysi.
Oddviti setti fund og lagði til breytingu á dagskrá. Við bætist liður 12. fundargerð 32. fundar stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, aðrir liðir færast niður. Samþykkt samhljóða

1.Hreppsráð Rangárþings ytra - 5 fundur

1410003

Fundargerð frá 28.10.2014
Fundargerðin er staðfest samhljóða

2.Samgöngu- og fjarskiptanefnd 2 fundur

1411031

Fundargerð frá 18.09.2014
Fundargerðin er staðfest samhljóða

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd 1 fundur

1411024

Fundargerð frá 29.9.2014
3.1 Ábendingum Atvinnu- og menningarmálanefndar um erindisbréf fyrir nefndina vísað til vinnu við endurskoðun samþykkta fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.3.2 Samþykkt tillaga Atvinnu- og menningarmálanefndar um að skipa undirbúningsnefnd um mögulegan Fjölskyldugarð. Tillaga um að skipa Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, Þorgils Torfa Jónsson og Sigdísi Oddsdóttur. Sveitarstjóri og forstöðumaður áhaldahúss starfi með nefndinni.

Samþykkt samhljóða3.3 Hugmyndum um útfærslu á Töðugjöldum og 17. júní hátíðahöldum er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.3.4 Tillaga Atvinnu- og menningarmálanefndar um 50.000 kr. styrk til Ungmennafélagsins Framtíðar vegna 17 júní

Samþykkt samhljóða

4.Fundargerð Fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar 23.10.2014

1410054

Óskað er eftir stuðningi við betri merkingar á réttardilkum í Reyðarvatnsréttum og girðingu um næturhólf í Árbæ.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða

5.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur

1410001

Fundargerð frá 6.11.2014
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd telur að tilteknar ábendingar komi fram í tillögunni með fullnægjandi hætti og að ekki sé ástæða til að bregðast frekar við þeim.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Jónksot og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að tilteknar ábendingar komi fram í tillögunni með fullnægjandi hætti og að ekki sé ástæða til að bregðast frekar við þeim.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Jónskot og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd bendir á að um sé að ræða framræst mýrlendi, sem rýrir verndargildi þess, en jafnframt verði bætt inn ákvæði í greinargerð um að við gerð deiliskipulags fyrir svæðið verði forðast að raska mýrlendi.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Hallstún og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd bendir á að um sé að ræða framræst mýrlendi, sem rýrir verndargildi þess, en jafnframt verði bætt inn ákvæði í greinargerð um að við gerð deiliskipulags fyrir svæðið verði forðast að raska mýrlendi.
  Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Hallstún og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd leggur til að málinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að setja fram viðeigandi texta í samráði við formann skipulagsnefndar. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að málinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að setja fram viðeigandi texta í samráði við formann skipulagsnefndar.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu og mun fjalla nánar um erindið þegar áform liggja fyrir. Bókun fundar Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu og mun fjalla nánar um erindið þegar áform liggja fyrir.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en minnir á að orkuframleiðsla umfram 2 MW kann að vera umhverfismatsskyld í samræmi við viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Leita skal eftir mati Skipulagsstofnunnar þegar heildarorkuvinnsla liggur fyrir.
  Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst þar sem íbúum á svæðinu verði kynnt væntanleg áform. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að undirbúningi ásamt fulltrúum Bíokraft.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en minnir á að orkuframleiðsla umfram 2 MW kann að vera umhverfismatsskyld í samræmi við viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Leita skal eftir mati Skipulagsstofnunnar þegar heildarorkuvinnsla liggur fyrir.
  Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst þar sem íbúum á svæðinu verði kynnt væntanleg áform. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að undirbúningi ásamt fulltrúum Bíokraft.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd telur að almennt sé nægilegt að tilgreina skemmu/útihús í deiliskipulagi, en í þessu tilfelli gera landeigendur ráð fyrir að um reiðskemmu verði að ræða. Þá er bætt við ábendingu um að hreinsivirki skuli uppfylla kröfur reglugerða um frávetur og skólp.
  Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum en telur að umræddar breytingar séu ekki þess eðlis að kalli á endurauglýsingu og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að almennt sé nægilegt að tilgreina skemmu/útihús í deiliskipulagi, en í þessu tilfelli gera landeigendur ráð fyrir að um reiðskemmu verði að ræða. Þá er bætt við ábendingu um að hreinsivirki skuli uppfylla kröfur reglugerða um frávetur og skólp.
  Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum en telur að umræddar breytingar séu ekki þess eðlis að kalli á endurauglýsingu og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd leggur til að sótt verði um undanþága til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis gagnvart fjarlægð frá ám og vötnum, gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 60/2013. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að sótt verði um undanþága til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis gagnvart fjarlægð frá ám og vötnum, gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 60/2013.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni Rammaskipulags suðurhálendisins. Skipulagið verði unnið í samstarfi við Rangárþing eystra og Skaftárhrepp. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni Rammaskipulags suðurhálendisins. Skipulagið verði unnið í samstarfi við Rangárþing eystra og Skaftárhrepp.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að unnið verði að breytingu á svæðisskipulagi Miðhálendis 2015 með Skipulagsstofnun, skv. heimild í lögum nr. 123/2010 Bókun fundar Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að unnið verði að breytingu á svæðisskipulagi Miðhálendis 2015 með Skipulagsstofnun, skv. heimild í lögum nr. 123/2010

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 75 fundur Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lóðablað. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lóðablað.

  Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar

6.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga árið 2014 Haldinn 10.október

1410064

Lagt fram til kynningar

7.Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns fyrir árið 2013

1411002

Fundargerð frá 29.8
Lagt fram til kynningar

8.Stjórn Brunavarna Rang fundargerð 38. fundar

1411021

Fundargerð stjórnar og fjárhagsáætlun 2015
Lagt fram til kynningar og fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015 fyrir Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða

9.Sorpstöð Rangárvallasýslu 161. stjórnarfundur

1411022

Fundargerð stjórnar og fjárhagsáætlun 2015
Lagt fram til kynningar og fjárhagsáætlun Sorpstöðvar Rangárvallasýslu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015 fyrir Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða

10.Tónlistarskóli Rangæinga fundargerð stjórnar 5.11.2014

1411020

Einnig fjárhagsáætlun 2015 og fleiri gögn
Lagt fram til kynningar og fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015 fyrir Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

11.Félags- og skólaþjónusta Rang og V-Skaft 11 fundur

1411026

Fundargerð stjórnar og fjárhagsáætlun 2015
Lagt fram til kynningar og fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustunnar vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015 fyrir Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða

12.Vatnsveita 32. fundur stjórnar

1411039

Fundargerð 32 fundar stjórnar
Í ljósi hættu á vatnsflóðum tengdum mögulegu gosi í Bárðarbungu gæti komið til langvarandi rafmagnsleysis. Stjórn Vatnsveitunnar hefur gert áætlun um nauðsynlegar ráðstafanir til að halda vatnsveitu gangandi með varaafli og óskar eftir stuðningi sveitarstjórnar um að fjármagna kaup á lágmarksbúnaði.

Sveitarstjóra falið að vinna með framkvæmdastjóra Vatnsveitunnar að útfærslu þessarar áætlunar og sveitarstjórn mun bregðast við auknum útgjöldum þegar hún liggur endanlega fyrir.Samþykkt samhljóða

13.Samband íslenskra sveitarfélag fundargerð 821

1411023

Fundargerð frá 31.10
Lagt fram til kynningar

14.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, aðalfundur 2014

1411025

Fundargerð frá 10.10
Lagt fram til kynningar

15.SOS 234 stjórnarfundur

1411030

Fundargerð frá 6.10
Lagt frá til kynningar

16.Eldvarnaeftirlit - drög að gjaldskrá

1411032

Tillaga frá Brunavörnum Rangárþings
Lagt er til að gjaldskrá um eldvarnareftirlit frá Brunavörnum Rangárþings verði samþykkt fyrir hönd Rangárþings ytra. Gjaldskráin tekur mið af sambærilegum gjaldskrám í nágrannasveitarfélögum.Samþykkt samhljóða

17.Leikskólastjóri Laugalandi erindi

1411027

Um starfsmannamál
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur leikskólastjóra um mönnun með fagfólki við leikskólana. Mikilvægt er að hvetja fólk til náms á þessu sviði. Minna má á að um nokkurt skeið hefur verið möguleiki að fá styrk til náms frá sveitarfélaginu (sjá reglur um námsstyrki frá 7/4/2011). Tillaga er um að fræðslunefnd fjalli um málið, skoði þær reglur sem eru í gildi og leggi fram hugmyndir til úrbóta.Samþykkt samhljóða

18.Lundur - endurnýjun yfirdráttarheimildar

1410060

Ósk um áframhaldandi ábyrgð aðildarsveitarfélaga
Samþykkt samhljóða að sveitarfélagið ábyrgist áfram heimildina til eins árs. Heimildin er að upphæð kr. 15 milljónir.

19.Kauptilboð landspilda landnr. 191441

1411035

Kauptilboðinu er hafnað á þeim forsendum að hér er um að ræða spildu sem skipulögð hefur verið fyrir byggingalóðir og upplýsingar á heimasíðu því misvísandi. Að gefnu tilefni er sveitarstjóra falið að taka saman yfirlit um þær eignir sem hafa verið á söluskrá með það fyrir augum að endurskoða listann og uppfæra.Samþykkt samhljóða
Ágúst Sigurðsson vék af fundi

20.Tillaga frá Á-lista um aksturskjör sveitarstjóra

1411033

Tillaga frá Á-lista um aksturskjör sveitarstjóra

Á-listinn leggur til að samþykkt verði að breyta aksturskjörum sveitarstjóra, frá því sem samþykkt var af meirihluta í upphafi kjörtímabils 2014. Sveitarstjóri nýti bifreið skrifstofu og/eða fái greitt eftir akstursdagbók í rökstuddum undantekningartilvikum eins og tíðkast yfirleitt í svona starfi. Sú fjárhæð sem sparast verði nýtt til uppbyggingar leikvalla í sveitarfélaginu.Greinargerð: Samkvæmt núverandi kjörum sveitarstjóra eru greiddar fastar greiðslur til sveitarstjóra kr. 232.000 fyrir hvern mánuð ársins sem gera um 2,8 milljónir á ári óháð því hvort að um sé að ræða raunverulegan akstur eða ekki. Tillagan felur í sér að sveitarstjóri nýti bifreið skrifstofu við dagleg störf sín líkt og áður var gert og nú hefur t.d. verið ákveðið í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi eystra. Í rökstuddum tilvikum þar sem sveitarstjóri telur ástæðu til að nýta sína eigin bifreið við sín störf verði greitt eftir akstursdagbók. Rekstrarkostnaður bifreiðar sveitarfélagsins vegna þessarar tillögu Á-lista er áætlaður 550 þúsund á ári, samkvæmt upplýsingum úr bókhaldi Rangárþings ytra, í stað 2,8 milljóna og er hagræðingin því í kringum kr. 2,2 milljónir á ári.

Yngvi Karl Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Sigdís OddsdóttirTillagan borin upp til atkvæða.

Tillagan felld með jöfnum atkvæðum 3 (ÞTJ, HE, SHG) gegn 3 (YKJ, MHG, SO).Bókun D-lista

Kjör sveitarstjóra eiga ávallt að vera til skoðunar eins og aðrir kostnaðarliðir sveitarfélagsins. En þar sem sveitarstjóri er nýlega ráðinn til starfa telur D-listinn ekki rétt að breyta ráðningarkjörunum á þessari stundu.

Þorgils Torfi Jónsson, Haraldur Eiríksson, Sólrún Helga GuðmundsdóttirBókun Á-lista:

Fulltrúar Á-lista harma að meirihluti sveitarstjórnar sé því mótfallinn að hagræða í rekstri sveitarfélagsins á þennan hátt, sérstaklega þegar svo augljós sparnaður blasir við.

Yngvi Karl Jónsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Sigdís Oddsdóttir
Ágúst Sigurðsson tók aftur sæti á fundinum

21.Fyrirspurnir frá Á-lista 11.11.2014

1411034

Söguritun Hellu;Viðbygging við Lund;Suðurlandsvegur 1-3 ehf.;Upptökur af sveitarstjórnarfundum
1.
Söguritun Hellu

Hver er staða verkefnisins?

Hvenær er áætlað að sagan verði gefin út?

Á Rangárþing ytra afrit af handriti?Svar: Verkefnið er á lokastigi í undirbúningi til prentunar, verið er að safna myndum m.a., heildstætt handrit hefur ekki borist með formlegum hætti. Fjallað verður um framhald útgáfunnar við gerð fjárhagsáætlunar.2. Viðbygging við Lund

Hver er staða verkefnisins?

Er búið að gera samning við Lund um aðkomu forstöðumanns eignarumsjónar að byggingarframkvæmdunum?

Er búið að bóka kynningarfund með stjórn Lundar eins og ákveðið var á 4. fundi hreppsnefndar, 14. október s.l.?Svar: Stjórn Lundar er að undirbúa verkefnið. Samningur um aðkomu forstöðumanns eignaumsjónar hefur verið ræddur en eftir er að setja hann formlega niður á blað. Búið er að óska eftir fundi við fyrsta tækifæri.3. Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

Hvað er búið að fara mikið fjármagn í ár í Suðurlandsveg 1-3 ehf.?

Þarf að gera ráð fyrir einhverju fjármagni í Suðurlandsveg 1-3 ehf. á næsta ári, þ.e. í fjárhagsáætlun?Svar: Á 1. fundi hreppsráðs var ákveðið að veita Suðurlandsvegi 1-3 lán að fjárhæð kr 5 milljónir. Annað hefur ekki verið lánað síðan. Fjárhagsáætlun er í undirbúningi og þessi mál þar til skoðunar.4. Upptökur af sveitarstjórnarfundum

Eru til vinnureglur um myndbandsupptökur af sveitarstjórnarfundum?

Hver er stefna sveitarstjórnar í birtingu upptaka af sveitarstjórnarfundum?

Er til vinnuregla um birtingu upptöku sveitarstjórnarfunda á heimasíðu Rangárþings ytra?Svar:Ekki eru til mjög mótaðar vinnureglur. Sveitarstjórn hefur ekki tekið afstöðu í málinu ennþá. Upptökur eru birtar á heimasíðu um leið og þær eru tilbúnar.

22.Brunabótafélag - útgreiddur arður 2014

1411029

Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?