75. fundur 06. nóvember 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Jaðar 165399, stofnun lóðar vegna spennustöðvar RARIK ohf

1410026

RARIK ohf óskar eftir að stofnuð verði lóð úr landi Jaðars 165399 vegna spennistöðvar. Lóðin verði 56 m² og fær landnr. 222806. Nærliggjandi lóðarhafar gera ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.

2.Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

1401006

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breytingu á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir. Ábending barst frá Umhverfisstofnun um að hluti skipulagssvæðis njóti verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og minnt á mikilvægi þess að vel verði staðið að framkvæmdum á fráveitukerfi.
Skipulagsstofnun hefur gert athugasemdir við að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ábendinga Umhverfisstofnunar þar sem bent er á verndargildi hrauns og að forðast skuli röskun þess eins og kostur er.
Skipulagsnefnd telur að tilteknar ábendingar komi fram í tillögunni með fullnægjandi hætti og að ekki sé ástæða til að bregðast frekar við þeim.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Jónksot og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

3.Hallstún, austan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.

1310043

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Ábendingar bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir. Í umsagnarferli barst athugasemd frá Umhverfisstofnun þar sem gerð var athugasemd við að vantaði að gera grein fyrir áhrifum aðalskipulagsbreytingarinnar á mýrlendi sem njóta sérstakrar verndar.
Skipulagsnefnd bendir á að um sé að ræða framræst mýrlendi, sem rýrir verndargildi þess, en jafnframt verði bætt inn ákvæði í greinargerð um að við gerð deiliskipulags fyrir svæðið verði forðast að raska mýrlendi.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulaginu fyrir Hallstún og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

4.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Rangárflatir á Hellu

1311031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir. Beiðni um umsagnir voru sendar til Heilbrigðiseftirlits, Minjastofnunar, Vegagerðar ríksisins og Umhverfisstofnunar. Umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar var ítrekuð athugasemd frá fyrri tíð þar sem lögð var áhersla á að setja þurfi ítarlegri stefnu um svæðið svo sem umfang uppbyggingar, yfirbragð byggðar og hvaða þjónustu á að veita á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til að málinu verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að setja fram viðeigandi texta í samráði við formann skipulagsnefndar.
Bjarni Freyr, Brynjólfur og Magnús Már frá Volcano Huts kynnir áform fyrirtækis síns.

5.Volcano Huts, áform um uppbyggingu á hálendi

1410032

Bjarni Freyr frá ferðaþjónustufyrirtækinu Volcano Huts Þórsmörk óskar eftir fundi með skipulagsnefnd vegna áforma um frekari uppbyggingu ferða- og gistiþjónustu á hálendi. Fyrirtækið hefur rekið fjallaskála og veitingaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk frá árinu 2012.
Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu og mun fjalla nánar um erindið þegar áform liggja fyrir.
Bjarni Freyr, Brynjólfur og Magnús Már víkja af fundi. Skipulagsnefnd þakkar fyrir góða kynningu.
Halldór Jónsson og Snorri Sturluson frá Bíókraft ehf kynna fyrirhuguð áform um vindorkubú.

6.Vindorkubú við Þykkvabæ, Umsókn um skipulag

1410031

Bíokraft ehf 640812-1680 hefur óskað eftir að hafin verði skipulagsmeðferð vegna áforma um að reisa allt að 10 vindmyllur til orkuframleiðslu á landi Hábæjar norðan við Þykkvabæ.
Fulltrúar fyrirtækisins, þeir Steingrímur Erlingsson og Snorri kynna áform fyrirtækisins.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en minnir á að orkuframleiðsla umfram 2 MW kann að vera umhverfismatsskyld í samræmi við viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Leita skal eftir mati Skipulagsstofnunnar þegar heildarorkuvinnsla liggur fyrir.

Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst þar sem íbúum á svæðinu verði kynnt væntanleg áform. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að undirbúningi ásamt fulltrúum Bíokraft.
Halldór og Snorri víkja af fundi. Skipulagsnefnd þakkar góða kynningu.

7.Stekkur úr landi Mykjuness, deiliskipulag

1407019

Guðbjörg Eiríksdóttirog Þórarinn Magnússon leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt, Stekk úr landi Mykjuness. Skipulagið tekur til um 8 ha svæðis þar sem ráðgert er að byggja íbúðarhús, gestahús, geymslu og skemmu/útihús.
Tillagan var auglýst frá 11.9.2014 til 23.10.2014 og barst athugasemd frá Umhverfisstofnun sem vildi að sett yrði inn áætluð notkun á fyrirhugaðri 850 m² skemmu sem ráðgert er að rísi á spildunni auk þess að bent var á reglugerð varðandi frárennsli. Ekki var um frekari athugasemdir að ræða.
Skipulagsnefnd telur að almennt sé nægilegt að tilgreina skemmu/útihús í deiliskipulagi, en í þessu tilfelli gera landeigendur ráð fyrir að um reiðskemmu verði að ræða. Þá er bætt við ábendingu um að hreinsivirki skuli uppfylla kröfur reglugerða um frávetur og skólp.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum en telur að umræddar breytingar séu ekki þess eðlis að kalli á endurauglýsingu og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

8.Lerkiholt í landi Meiri-Tungu, Deiliskipulag

1304013

Steinn Guðjónsson, eigandi Lerkiholts, leggur fram deiliskipulag af spildu sinni. Á fyrri stigum hafði ekki verið sótt um undanþágu vegna fjarlægðarákvæða í reglugerð fjarlægðar á milli alifuglahúss í landi Meiri-Tungu 2 og þegar byggðs íbúðarhúss í Lerkiholti. Fyrir liggur staðfest undanþága frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Haukadalur lóð B, deiliskipulag

1407018

Ingólfur Örn Steingrímsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til tveggja frístundalóða auk lóða undir íbúðarhús og skemmur. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla.
Tillagan var auglýst frá 11.99.2014 til 23.10.2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til að sótt verði um undanþága til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis gagnvart fjarlægð frá ám og vötnum, gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 60/2013.

10.Svæðisskipulag undirbúningur og pælingar 2014

1410029

Sveitarfélögin Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhreppur hafa unnið sameiginlega stefnumörkun fyrir stóran hluta af hálendissvæðum sveitarfélaganna. Rammaskipulag Suðurhálendis, dags. 21.3.2013. Rammaskipulagið tekur til stefnumörkunar í skipulags- og byggingarmálum á Suðurhálendinu, einkum á sviði ferðaþjónustu og samgangna. Sveitarfélögin stefna nú að því að vinna svæðisskipulag fyrir suðurhálendið á grunni fyrirliggjandi rammaskipulags. Svæðisskipulag miðhálendis Íslands 2015 fellur væntanlega úr gildi á næsta ári og því brýn þörf á að styrkja skipulag svæðisins þar sem afar torsótt hefur verið að gera breytingar á því síðan samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands var lögð niður árið 2009.
Skipulagsnefnd leggur til að hafin verði vinna við gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið skv. 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á grunni Rammaskipulags suðurhálendisins. Skipulagið verði unnið í samstarfi við Rangárþing eystra og Skaftárhrepp.

11.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun óskar eftir því við sveitastjórn að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 vegna vindmylla í Búrfellslundi, allt að 200MW vindlundi.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að unnið verði að breytingu á svæðisskipulagi Miðhálendis 2015 með Skipulagsstofnun, skv. heimild í lögum nr. 123/2010

12.Vegagerðin, Sprengisandsleið, MÁU, drög að tillögu að matsáætlun

1410052

Vegagerðin sendir hér til kynningar drög að tillögu að matsáætlun, vegna fyrirhugaðravegaframkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands, frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal, í Rangáþringi ytra, Ásahreppi og Þingeyjarsveit.
Lagt fram til kynningar.

13.Landsnet, Sprengisandslína MÁU, drög að tillögu að matsáætlum

1411001

Landsnet hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats fyrir Sprengisandslínu. Skýrslan er send til kynningar og upplýsingar.
Lagt fram til kynningar

14.Hald á Holtamannaafrétti, stofnun lóðar, beiðni um umsögn

1410023

Skipulagsfulltrúi Ásahrepps óskar eftir umsögn sveitastjórnar Rangárþings ytra vegna stofnunar lóðar undir gangnamannahúsið að Haldi í Holtamannaafrétti. Lóðin er ca. 0,5 ha. að stærð og er skipt út úr þjóðlendunni Holtamannaafréttur lnr. 221893. Meðfylgjandi er tillaga að lóðablaði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lóðablað.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?