28. fundur 26. maí 2020 kl. 16:00 - 17:55 https://us02web.zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Samúel Örn Erlingsson embættismaður
  • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Klara Viðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hugrún Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Ösp Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Ársskýrslur skólanna 2019-2020

2005042

Kynning skólastjóranna á verkefnum síðasta árs.
Skólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig og fóru yfir þau atriði sem skólastefnan kveður á um að skuli farið yfir á vorfundi Odda bs. Jafnframt voru lögð fram gögn til kynningar og umræðu. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti að skýrslur skólastjóranna hafi verið fullnægjandi og taki á þeim atriðum sem skólastefnan kveður á um. Vorfundur Odda bs vill færa skólastjórnendum og starfsfólki innilegar þakkir fyrir góð störf m.a. á þeim erfiðu Covid19 tímum sem gengið hafa yfir á síðustu mánuðum.

Samþykkt samhljóða.

2.Skóladagatöl 2020-2021

2004025

Skóladagatölin lögð fram til staðfestingar.
Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gert er ráð fyrir að allir skólarnir taki þátt í svokölluðum Menntadegi á vegum Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna þann 12 ágúst n.k. en svokallaður Oddadagur verði í staðinn með breyttu sniði. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og mögulegt er. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2020-2021 og var það samþykkt samhljóða.

3.Efling náms í upplýsingatækni og forritun

1901030

Sameiginleg þarfagreining skólanna varðandi vinnu og búnað.
Kristín Sigfúsdóttir kynnti drög að þarfagreiningu sem grunnskólar Odda bs hafa unnið í sameiningu. Þarfagreiningin fjallar jöfnum höndum um hug- og vélbúnað sem festa þarf kaup á til að treysta grunn fyrir eflingu náms í upplýsingatækni og forritun. Jafnframt er fjallað um aukið vinnuframlag til þessara þátta. Vorfundur Odda bs leggur til að þarfagreiningunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs fyrir Odda bs með það að markmiði að byggja enn frekar undir þennan þátt skólastarfsins. Jafnframt verði upplýsingatækni og forritun bætt við sem sérstökum áhersluþætti í skólastefnu Odda bs.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með tölvupósti að afloknum fundi.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?