35. fundur 19. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fjarfundi í gegnum Teams
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson varaformaður bauð fundarmenn velkomna og athugaði hvort gerð væri athugasemd við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Áður en gengið var til dagskrár lagði varaformaður til að við dagskránna bætist liður 7. Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla og var það samþykkt samhljóða.

1.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Svar frá Menntamálastofnun
Lagt fram svar frá Menntamálastofnun við umsókn Odda bs um ytra mat á leikskólum byggðasamlagsins. Stuðningur fékkst við úttekt á Leikskólanum á Laugalandi en ekki Leikskólanum Heklukoti að þessu sinni. Rætt um að það væri mun betra ef báðir leikskólarnir væru teknir út á sama tíma. ÁS falið að ræða við leikskólastjórana og Menntamálastofnun um að úttekt færi fram skólaárið 2021-2022 og þá fyrir báða skóla samtímis. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

2.Erindi frá leikskólastjóra Heklukots

2101027

Erindi um starfsdag ofl.
2.1. Tilfærsla á starfsdögum í maí 2021
Lagt fram erindi frá Rósu Hlín Óskarsdóttur starfandi leikskólastjóra á Heklukoti vegna tilfærslu starfsdaga en ekki verður af námsferð starfsmanna til útlanda vegna aðstæðna sem skapast vegna COVID19. Óskað er eftir að færa einn dag til 18. júní. Foreldraráð hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemdir.

Samþykkt samhljóða og jafnframt ítrekað mikilvægi þess að þessi breyting sé kynnt vel meðal foreldra.

2.2. Útskriftarárgangur
Um nokkurt skeið hefur verið rætt um kosti þess að börn sem eru að ljúka leikskólagöngu sinni komi ekki aftur á leikskólann að sumarfríi loknu heldur fari á e.k. skóladagheimili þar til grunnskólinn byrjar. Oftast er um að ræða 2-3 vikur og er margt sem mælir með þessu fyrirkomulagi. Viðræður hafa átt sér stað milli leik- og grunnskólans um fyrirkomulag ef af þessu yrði. Stjórn Odda bs tekur vel í þessa hugmynd en óskar eftir að málið verði útfært betur hvað varðar kostnað og fyrirkomulag. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Nemendur Odda 2020-2021

2101026

Yfirlit frá skólunum.
Lagt fram yfirlit frá skólunum um nemendur skólaárið 2020-2021. Fram kom að heildarfjöldi nemenda í grunnskólum Odda bs er 214, þar af 133 í Grunnskólanum á Hellu og 81 í Laugalandsskóla. Heildarfjöldi barna á leikskólum Odda bs er 126, þar af 84 í Heklukoti og 42 í Leikskólanum á Laugalandi.´

Til kynningar.

4.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Skóladagheimili og mötuneyti
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstafanir gagnvart skóladagheimili og skólamötuneyti.

5.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs

2009040

Vegna bókunar sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Odda bs fyrir árið 2021 kom fram eftirfarandi ábending frá sveitarstjórn Rangárþings ytra. "Að gefnu tilefni, m.a. vegna viðbragða frá íbúum, beinir sveitarstjórn því til stjórnar Odda bs að athugað verði hvort að megi hliðra þannig til innan þess fjárhagsramma sem settur hefur verið fyrir Odda bs 2021 að tímabundnir akstursstyrkir til leikskólastarfsmanna geti engu að síður haldist út það tímabil sem upphaflega var gert ráð fyrir en falli ekki niður fyrr eins og lagt var upp með í áætluninni."

Tillaga um að fela ÁS að fara yfir þetta atriði með leikskólastjórum og leggja fram upplýsingar eða eftir atvikum tillögu á næsta fundi Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

6.Samstarfssamningur um landshlutateymi

2011033

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um skólavist - Hafnarfjarðarbær

2011044

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

8.Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla

2101030

Sigurjón Bjarnason skólastjóri kom til fundar og afhenti uppsagnarbréf sitt en hann stefnir að því að láta af störfum í lok þessa skólaárs. Þess má geta að Sigurjón hóf störf við Laugalandsskóla haustið 1988 sem stærðfræðikennari og staðgengill skólastjóra og hefur síðan starfað sem skólastjóri frá vorinu 1993. Stjórnarmenn notuðu tækifærið og færðu Sigurjóni þakkir og óskuðu honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Fylgiskjöl:
Fundargerð yfirlesin og samþykkt í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?