20. fundur 03. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Svavar Leópold víkur sæti undir afgreiðslu þessa máls.

1.Ægissíða 3 ásamt Gunnarsholtsey. Staðfesting á afmörkun.

2312042

Landeigandi að Ægissíðu 3, L165455, óskar eftir staðfestingu sveitarfélagsins á ytri afmörkun jarðar sinnar ásamt afmörkun Gunnarsholtseyjar, en eignarhluti Ægissíðu 3 er 38,89% í sameignarhlutdeild eyjunnar. Uppdráttur frá Landnotum dags. 23.10.2023, undirritaður af þinglýstum eigendum aðliggjandi jarða. Eigandi Efri-Rauðalækjar lands L165078 skrifaði ekki undir á þeim forsendum að aðkoma frá Árbæjarvegi að landi sínu skildi ekki vera talin hluti af eign hans.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Ægissíða 3 ásamt Gunnarsholtsey fyrir sitt leyti.
Svavar kemur aftur inn

2.Eystri-Kirkjubær. Staðfesting á ytri afmörkun

2312041

Eigendur jarðanna Eystri- og Vestri-Kirkjubæja, óska eftir að fá staðfest mörk Eystri-Kirkjubæjar gagnvart Vestri-Kirkjubæ. Eystri-Kirkjubær með L193437 yrði 640 ha að stærð í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 12.12.2023. Stærð Vestri-Kirkjubæjar L164526 verði enn óviss og leiðréttist síðar.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Eystri-Kirkjubær fyrir sitt leyti.

3.Hákot L165388 Landskipti. Brimnes.

2312044

Eigandi Hákots L165388 óskar eftir að fá að skipta út og staðfesta lóð úr jörðinni. Lóðin mun fá heitið Brimnes, stærðina 15.612 m² og 237047 skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 10.11.2023. Jörðin Hákot mun minnka sem nemur útskiptri lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

4.Lýtingsstaðir landskipti. Lýtingsstaðir land 6

2401002

Landeigandi að Lýtingsstöðum L165121 óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, um 1,84 ha lóð. Lóðin fengi heitið Lýtingsstaðir land 6 og landeignanúmerið L237081. Jörðin Lýtingsstaðir L165121 minnkar sem nemur útskiptri lóð. Landnotkun breytist ekki frá því sem nú er. Gögn frá Punktum og hnitum ráðgjöf, dags. 12.11.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt.

5.Ægissíða 4. Landskipti og staðfesting á afmörkun.

2312052

Eigandi Ægissíðu 4, L165440, óskar eftir að sveitarfélagið staðfesti afmörkun landsins. Landið er skráð 10,2 ha en mælt 10,7 ha að stærð. Jafnframt óskar hann eftir að fá að skipta út úr jörð sinni tveimur spildum. Önnur spildan verður 10,2 ha að stærð og fengi heitið Obbugarður og Lxxxxxx. Hin spildan yrði 3462,5 m² að stærð, fengi heitið Skúti og Lxxxxxx. Ægissíða 4 L165440 yrði 1921,7 m² að stærð eftir skiptin. Gögn í samræmi við uppdrætti frá Landnotum dags. 29.12.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Ægissíðu 4, L165440, fyrir sitt leyti. Að auki gerir nefndin engar athugasemdir við landskiptin né fyrirhuguð heiti á útskiptum spildum og leggur til að þau verði samþykkt.

6.Vigdísarvellir 3. Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit.

2312036

Lóðarhafar Vigdísarvalla 3 óska eftir að fá að setja hús sitt um 1,3 metra útfyrir skilgreindan byggingareit, eins og hann er sýndur í deiliskipulagi. Breytingin yrði að aftanverðu.
Breytingin myndi kalla á endurskoðun á deiliskipulagi fyrir svæðið og jafnframt þyrfti að endurauglýsa lóðirnar til að reglum um lóðarúthlutun yrði framfylgt. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði hafnað.

7.Hvammsvirkjun. Heimild UST til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1

2401001

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að stofnunin hefur lagt fram áform um að veita heimild skv. 18 gr. laga um stjórn vatnamála vegna breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 MW Hvammsvirkjun.
Lagt fram til kynningar.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103

2311013F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 103 er að ræða.
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 103. Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
    Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
    Skila þarf inn aðaluppdráttum ásamt skráningartöflu.
    Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur skilað inn og undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
    Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
    Vantar að skilgreina flóttaleiðir.
    Vantar að skilgreina öryggisgler í gólfsíðum gluggum.
    Byggingarstjóri á eftir að staðfesta sig á verkið.
    Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
    Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
    Óljóst er hvort sótt er um íbúðarhús eða sumarhús.
    Einungis er heimilt að byggja allt að 60 m² gestahús / sumarhús.
    Skila þarf inn réttum aðaluppdráttum.
    Skilgreina þarf og sýna svefnloft og flóttaleiðir frá því.
    Skila þarf inn skráningartöflu á excel-formi.
    Byggingarstjóri á eftir að staðfesta sig á verkið
    Afgreiðslu er frestað þar til brugðist hefur verið við athugasemdum.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 103 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
    Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar við aðaluppdrætti:
    Vantar að sýna slökkvitæki.
    Vantar að skilgreina öryggisgler í gólfsíðum gluggum.
    Skila þarf inn skráningartöflu á excel-formi.
    Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Lúnansholt IV. Breyting á landnotkun

2312037

Eigendur Lúnansholts IV óska eftir að fá að breyta landnotkun á svæðum sínum úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Áform eru um fast aðsetur á svæðinu ef breytingar verða að veruleika.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að heimild verði veitt til breytingar á landnotkun umrædds svæðis og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að setja það í gang. Í gildi er deiliskipulag fyrir Lunansholt II, lönd 3, 4 og 5, sem samþykkt var í B-deild stjórnartíðinda 7.4.2014. Nefndin leggur til að heimild verði samhliða veitt til umsækjanda til breytinga á gildandi deiliskipulagi þar sem byggingarheimildir verði uppfærðar í samræmi við breytta landnotkun.

10.Helluvað 2 breyting á deiliskipulagi

2312050

Eigandi Helluvaðs 2 óskar eftir að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Helluvað 2 sem samþykkt var í B-deild stjórnatíðinda 27.7.2020. Breytingarnar gera ráð fyrir viðbótarbyggingareit þar sem gert verði ráð fyrir byggingu þriggja gestahúsa allt að 40 m2 hverju fyrir sig. Lögð er fram tillaga frá Eflu dags. 18.12.2023
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Þjóðólfshagi. Ósk um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi.

2203008

Eigendur lóða innan núverandi sumarhúsasvæðis í Þjóðólfshaga hafa óskað eftir eða ekki gert athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar um að landnotkun lóðanna verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarbyggð þar sem áform eru uppi um skráningu lögheimilis á svæðinu. Landnotkun nokkurra lóða hefur þegar verið breytt í íbúðarnotkun. Lýsing hefur verið kynnt. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 með fresti til athugasemda til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir. Umhverfisstofnun bendir á að skipulagsáætlanir sveitarfélagsins rýri ekki verndarsvæði fuglalífs á svæðinu. Umsagnir frá Minjastofnun og Veitum hafa ekki borist en ekki voru gerðar athugasemdir af þeirra hálfu við kynningu lýsingar fyrr á árinu.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

12.Borg, Þykkvabæ. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2309019

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Borg í Þykkvabæ og Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði fyrir bæði svæðin. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt. Tillaga að breytingum vegna Borgar var auglýst frá og með 16.11.2023 með fresti til athugasemda til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Rarik, Landsneti, Vegagerðinni, Veitum og heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir. Umhverfisstofnun bendir á að skipulagsáætlanir sveitarfélagsins rýri ekki verndarsvæði fuglalífs á svæðinu. Umsagnir frá Minjastofnun hafa ekki borist.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

13.Gaddstaðir land (Gaddstaðaey) L196655. Heimild til skipulags

2303048

Eigandi Gaddstaðaeyjar leggur fram fyrirspurn um heimildir til skipulags. Um er að ræða byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bílaumferð og umferð gangandi fólks. Áform eru um að skipuleggja eyjuna til íbúðahúsabyggðar (fasta búsetu) og fyrir verslun og þjónustu. Að auki verði eyjan skipulögð til útivistar með lagningu göngustíga og fl. Lýsing var í kynningu til 27. desember og bárust nokkrar umsagnir. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir því að frekari skipulagsvinnu verði frestað þar til hægt verði að leggja mat á verndargildi eyjunnar að teknu tilliti til fuglalífs og gróðurs. Umhverfisstofnun bendir á að skoða þarf áhrif á fuglalíf og bakkagróður, Vegagerðin gerir engar athugasemdir, Veitur óska eftir góðu samráði. Veiðifélag Ytri-Rangár gerir athugasemdir við uppbyggingu á bakka árinnar þar sem um mikilvægan veiðistað er að ræða. Veiðifélagið óskar jafnframt eftir sérstakri kynningu um málið. Skipulagsstofnun telur þörf á að skilgreina betur áformin í tengslum við stefnu sveitarsfélagsins í uppbyggingu íbúðahverfis og svæðis til verslunar og þjónustu,
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu.

14.Háteigur Þykkvabæ. Deiliskipulag lóðar.

2311068

Eigendur lóðarinnar Háteigs í Þykkvabæ óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. Um er að ræða áform um uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa fyrir allt að 25 gesti. Samhliða er óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Sameiginleg lýsing skipulagsáforma vegna breytingarinnar á aðalskipulaginu og vegna deiliskipulagsins hefur verið kynnt. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni, Veitum, Rarik og Umhverfisstofnun sem gerðu engar athugasemdir og frá Skipulagsstofnun sem gerði ekki athugasemdir við lýsinguna en lagði fram nokkrar ábendingar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsganir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu.

15.Bjargshverfi - Deiliskipulag

2311062

Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Lýsing hefur verið kynnt og bárust umsagnir frá Vegagerðinni sem gerði engar athugasemdir, frá Rarik, Mílu og Veitum sem gerðu ekki athugasemdir en óskuðu eftir frekara samstarfi þegar ljóst er hvenær framkvæmdir hefjast, frá Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn, frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir, frá Landsneti sem ítrekaði að fullt tillit verði tekið til staðsetningar jarðstrengja og að þeir verði sýndir á skipulagsuppdrætti, frá eigendum Auðkúlu, sem leggjast alfarið gegn því að núverandi aðkeyrsla frá Suðurlandsveginum verði aflögð og að vegtenging og göngustígur úr Bjargshverfi að Auðkúlu sé óþarfur, frá eigendum lóðar innan skipulagssvæðisins, sem gera athugasemdir við staðsetningu göngustígar innan lóðar þeirra og frá Skipulagsstofnun sem gerði ekki athugasemdir við lýsinguna lagði fram nokkrar ábendingar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsganir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu.

16.Borg lóð, Þykkvabæ. Skipulagsmál

2211039

Veiðifélags Ytri-Rangár hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Borg lóð í Þykkvabæ. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, þar sem umrædd lóð verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til gisti- og veitingaþjónustu. Gert verði ráð fyrir allt að 500 m² þjónustuhúsi fyrir allt að 20 gesti. Tillagan var auglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir og frá Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn. Umsagnir frá Minjastofnun og Veitum hafa ekki borist.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Þjóðólfshagi deiliskipulag íbúðabyggðar.

2307006

Gísli Sverrir Árnason formaður sumarhúsafélagsins Þjóðólfs leggur fram tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Þjóðólfshaga fyrir hönd félagsins. Skipulagssvæðið er um 40 ha að stærð. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Nú þegar er búið að byggja á 23 lóðum á skipulagssvæðinu. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Tillagan var endurauglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Minjastofnun sem gerði engar athugasemdir en áréttaði staðsetningu á fornleifum innan beitarlandsins, frá Veitum, Vegagerðinni, Rarik og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir, frá Minjastofnun sem áréttaði nauðsyn þess að raska ekki fornleifum og Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn. Eigendur Þjóðólfshaga 2 lýstu yfir áhyggjum sínum af að lóð innan íbúðasvæðisins beri sama nafn og bú þeirra og það valdi ýmsum ruglingi.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Deiliskipulag

2203105

Sveitarfélagið í samvinnu með lóðarhöfum frá Árbyrgi að Heiðarbrún með báðum meðtöldum hafa sameinast um gerð deiliskipulags fyrir íbúðasvæði austan Árbæjarvegar. Skipulagið tekur til 17 lóða og í gildi eru þrjú deiliskipulög á svæðinu frá árunum 2011 til 2021 og verða þau felld úr gildi við gildistöku þessa skipulags. Undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar milli bygginga og vega liggur fyrir frá Innviðaráðuneytinu. Tillagan hefur verið send til grenndarkynningar til allra lóðarhafa á svæðinu og jafnframt auglýst frá og með 20.4.2022 til og með 1.6.2022. Ábending barst frá landeiganda um breytingar á innkeyrslu að lóðum, beiðni annars landeiganda barst um fjölgun lóða úr sínu landi. Ábending barst frá Skipulagsstofnun vegna fjölda lóða og skilgreiningu þeirra. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á skilgreiningu lóða hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Tillagan var endurauglýst frá og með 16.11.2023 til og með 28.12.2023. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Rarik og Mílu sem gerðu engar athugasemdir, frá Umhverfisstofnun sem taldi ekki þörf á umsögn, frá Vegagerðinni sem taldi of stutt á milli vegtenginga milli Heiðarbóls og lóða Heiðarbrúnar II.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórunn Dís víkur sæti við afgreiðslu þessa erindis.

19.Meiri Tunga 2 deiliskipulag ferðaþjónustu

2307001

Landeigendur Meiri Tungu 2, L190166, hafa lagt fram deiliskipulag úr hluta jarðarinnar. Um rúmlega 1,1 ha svæði verði notað undir uppbyggingu ferðaþjónustu í formi gistingar í allt að fimm gistiskálum. Aðkoman að svæðinu er frá Ásvegi /(275) og um sama aðkomuveg og að íbúðarhúsinu á Meiri Tungu 7. Skipulagsgögn eru frá Eflu dags. 29.6.2023. Tillagan var auglýst frá og með 19.7.2023 til og með 30.8.2023. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun óskaði eftir frekari skýringum á nokkrum atriðum áður en afstaða verður tekin hvort heimild verði til birtingar í B-deild.
Vegna afgreiðslu skipulagsstofnunar, dags. 21 des. vill skipulags- og umferðarnefnd taka fram að tafla 1. á bls. 18 á ekki við þar sem gert er ráð fyrir lóð undir rekstur sem heimilaður er. Á landi í ábúð er heimilt að starfrækja rekstur á landbúnaðarsvæðum sem ekki tengist beint landbúnaðarframleiðlslu. Heimilt er að hafa sérhæfðar byggingar fyrir aðra atvinnustarfsemi s.s. smáiðnað, smiðju, verkstæði, gistiheimil, gestahús, verslun og eða veitingarekstur, svo fremi sem heildarstærð slíkra bygginga fari ekki yfir 1500m². Önnur atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum bls. 17 í greinargerð ask. Því er um sambærilega lóð að ræða og ef byggja ætti fjós eða fjárhús á jörðinni.
Þá vill nefndin taka fram að hér er um deiliskipulagsbreytingu að ræða, sem fjallar um nýjan byggingareit, ekki eru gerðar breytingar á þegar skipulögðu svæði s.s. innan byggingareits B1, þar sem heimilað er að byggja allt að 380m². Um stærðir bygginga má sjá skráningu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ef þörf er á.
Skipulagsnefnd telur nægilegt að heildargestafjöldi komi fram, ekki sé þörf á að tíunda hvað rúmast í hverju húsi fyrir sig. Nefndin telur athugasemdum Skipulagsstofnunar fullsvarað og telur ekki ástæðu til breytingar á framlagðri tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu fyrir birtingu í B-deild stjórnartíðinda.
Þórunn Dís kemur aftur á fundinn.

20.Þingskálavegur, Heiði-Bolholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2310040

Vegagerðin hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að endurbyggja Þingskálaveg milli slitlagsenda frá Heiði að Örlygsstaðamelum. Fyrirhugað er að endurbyggja veginn og leggja á hann bundið slitlag á um 7,5 km kafla. Jafnframt er fyrirhugað að færa veginn að hluta við Heiðarlæk og setja nýtt stálræsi þar í nýrri veglínu. Skipt verður um nokkur önnur ræsi á framkvæmdasvæðinu og önnur lagfærð þar sem það á við. Umsókn barst 13.10.2023. Sveitarstjórn á fundi sínum 8.11. sl samþykkti veitingu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdin er háð tilkynningu til Skipulagsstofnunar og meðfylgjandi er ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar

21.Galtalækur L164973. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2312043

Eigendur Galtalækjar L164973, Kári Steinar Karlsson og Ragnheiður Aradóttir óska eftir framkvæmdaleyfi til ræktunar skógar á samtals 199,9 ha svæði úr jörð þeirra, skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Álit frá Skógræktinni liggur fyrir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir. Samþykki nærliggjandi landeigenda liggur fyrir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á umræddu svæði. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi og svæðið verði fært í Skógræktar- og landgræðslusvæði. Að auki verði skoðað með breytingar á landnotkun fyrir stærra svæði en hér er til umræðu. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni.

22.Sigöldustöð. Mat á umhverfisáhrifum.

2206026

Landsvirkjun hefur lagt fram umhverfisskýrslu vegna stækkunar Sigöldustöðvar. Meðfylgjandi er álit Skipulagsstofnunar vegna ofangreindrar framkvæmdar skv. lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?