93. fundur 09. maí 2016 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Anna María Kristjánsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Vatnskot 2, landskipti

1604026

Gunnar Guðmundsson eigandi Vatnskots 2 óskar eftir landskiptum úr jörð sinni. Heildarstærð jarðarinnar er um 62,5 ha skv. útreikningi frá Landnotum ehf. Afmörkuð er 23,6 ha spilda í heimalandi ásamt 26,4 ha spildu í Fjarkastokki. Spilda við Hólsá mæld og stofnuð. Fær landnúmerið 224200 og verður 4.090 m³ að stærð. Heiti nýrrar lóðar verður Vatnskot 2 lóð 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti eða við staðfest afmörkuð landamerki.

2.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar

1601002

Sveitarfélagið vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breyttrar landnotkunar á Hellu. Athafnasvæðinu A5 og iðnaðarsvæðinu I3 verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að hluta opins svæðis til sérstakra nota (O7) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði með starfsemi tengdri ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn ásamt því að nýtast íbúum. Áfram verður gert ráð fyrir mögulegum léttum hreinlegum iðnaði og annarri athafnastarfsemi í bland við verslunar- og þjónustusvæði, sérstaklega fjær Suðurlandsvegi. Samhliða breytist gatnakerfi, göngu- og reiðleiðir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Heysholt Breyting á deiliskipulagi

1602043

Guðmundur Björnsson hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi frá 7.6.2013 fyrir Heysholt. Í stað lóðar undir þyrpingu frístundahúsa og lóðar undir þjónustuhús verða þær lóðir sameinaðar í eina þar sem gert er ráð fyrir hótelbyggingu. Tillagan var auglýst frá 17. mars 2016 til 28. apríl 2016. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna frágangs og stærðar á rotþróm. Ábending barst frá Umhverfisstofnun vegna stærðar á áformuðu hóteli. Athugasemd barst frá Ingvari Þór Magnússyni sem lýsir yfir áhyggjum af að fyrirhugað uppbyggingarsvæði lendir á tilgreindu jarðskjálftasprungsvæði.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

4.Múli í Landsveit, deiliskipulag

1508040

Guðmundur R. Guðmundsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Múla í Landsveit. Gert er ráð fyrir 7 lóðum innan 13 ha svæðis. Íbúðarhús sem tilheyrir jörðinni Múla er innan svæðis. Tillagan var auglýst að nýju eftir breytingar á fyrri tillögu frá 17. mars 2016 til 28. apríl 2016. Athugasemdir bárust frá Heibrigðiseftirliti Suðurlands vegna afmörkunar á vatnsverndarsvæði umhverfis borholu í túni ásamt því að skýra þarf betur ástæður þess að ekki skuli vera um sameiginlegar rotþrær að ræða.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

5.Öldur 3, breyting á deiliskipulagi vegna lóðar undir spennistöð

1602067

Rarik hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi fyrir Öldur 3 á Hellu. Komið verði fyrir lóð undir spennistöð fyrirtækisins norðan við lóð nr. 18 við Langöldu. Tillagan var auglýst frá 17. mars 2016 til 28. apríl 2016 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

6.Haukadalur 219110, deiliskipulag

1602049

Magnús Hafsteinsson hefur lagt fram deiliskipulag fyrir 2 ha spildu úr landi sínu Haukadalur 210910. Gert verði ráð fyrir tveimur frístundalóðum þar sem heimilt verði að byggja sumarhús, gestahús og geymslu. Tillagan var auglýst frá 17. mars 2016 til 28. apríl 2016. Athugasemd barst frá eigendum tilgreindrar vatnsveitu sem ráðgert er að tengjast skv. tillögunni.
Felld hafa verið niður áform um tengingu við vatnsveitu á svæðinu. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

7.Svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag

1601008

Eignarhaldsfélagið RSS ehf leggur fram deiliskipulag af svæðinu sunnan Suðurlandsvegar, austan Gaddstaðavegar. Áform eru uppi um byggingu þjónustuhúsa og markaðsaðstöðu ásamt tengingu við reið- og göngustígakerfi Hellu. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið lagfæringar á tilvísunum í aðalskipulag á uppdrætti. Einnig þarf að fjarlægja myndræn áform um undirgöng en gefinn möguleiki á þeim ef þörf krefur, sbr. texta í aðalskipulagi. Einnig verði fellt út í greinargerð að sveitarfélagið sjái um uppsetningu og rekstur sorpíláta á svæðinu.

8.Geymslusvæði á Hellu, deiliskipulag

1605006

Rangárþing ytra hefur samþykkt að útbúið verði geymslusvæði austan við núverandi hesthúsahverfi á Hellu. Svæðið sem um ræðir er á skilgreindu íbúðarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.
Lögð er fram hugmynd að deiliskipulagi frá Eignaumsjón Rangárþings ytra. Lagt fram til kynningar.

9.Hraðahindrun í Þykkvabæ

1508018

Borist hefur erindi frá íbúum um uppsetningu hraðahindrunar við Stóra Rimakot. Farin var vettvangsferð með fulltrúa Vegagerðarinnar og aðstæður skoðaðar á staðnum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með lögreglustjóra um umferðaröryggi og umferðarhraða í sveitarfélaginu. Unnið verði að tillögu um gangbraut / hraðahindrun við Stóra Rimakot. Afgreiðslu frestað.

10.Saurbær í Holtum, hraðahindrun

1604046

Bæring Jón Guðmundsson fyrir hönd ábúenda á Saurbæ óskar eftir aðgerðum til að sporna við hraðakstri í gegnum bæjarhlaðið að Saurbæ. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur færsla vegarins eins og sýnd er á uppdrætti aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 ekki komið til umræðu innan stjórnsýslu Vegagerðarinnar síðan við vinnslu aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina vegna erindisins. Afgreiðslu frestað.

11.Reiðleið með vegi í Þykkvabæ

1604055

Kristín Bjarnadóttir fyrir hönd nokkurra hestamanna í Þykkvabæ óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar reiðvegar meðfram veginum á milli Austurbæja í Þykkvabæ.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í áform um lagningu reiðvegar ef fyrir liggja bæði samþykki íbúa við umræddan veg ásamt því að samþykki Vegagerðarinnar fáist fyrir þverunum. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við Vegagerðina um næstu skref. Afgreiðslu frestað.

12.Landmannalaugar, umsókn um stöðuleyfi fyrir íbúðargáma

1604053

Bergur Sveinbjörnsson sækir um stöðuleyfi fyrir 6 gistieiningum til ferðaþjónustu í Landmannalaugum.
Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar.

13.Rangárbakkar 1-3, áform um skipulag

1605009

Framkvæmdahópur á vegum Kaupfélags Skagfirðinga leggur fram til kynningar áform um uppbyggingu á lóðunum við sláturhúsið á Hellu.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir frekari kynningu á framlögðum áformum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?