1601002
Sveitarfélagið vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breyttrar landnotkunar á Hellu. Athafnasvæðinu A5 og iðnaðarsvæðinu I3 verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Gert er ráð fyrir að hluta opins svæðis til sérstakra nota (O7) verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði með starfsemi tengdri ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn ásamt því að nýtast íbúum. Áfram verður gert ráð fyrir mögulegum léttum hreinlegum iðnaði og annarri athafnastarfsemi í bland við verslunar- og þjónustusvæði, sérstaklega fjær Suðurlandsvegi. Samhliða breytist gatnakerfi, göngu- og reiðleiðir.