82. fundur 08. júní 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Snjallsteinshöfði I, landskipti

1501051

Jón Hjörtur Skúlason, fyrir hönd eigenda að Snjallsteinshöfða 1, landnr. 165008, óskar eftir landskiptum úr jörðinni. Stofna skal 3 spildur úr jörðinni ásamt að stofna svæði undir veg að upprunaspildu. 3 spildur verða vestan við Árbæjarveg. Snjallsteinshöfði 1B, landnúmer 223327 verður 57,1 ha, Snjallsteinshöfði 1C, landnr. 223328 verður 38,3 ha og Snjallsteinshöfði 1D, landnr. 223329 og verður 20,2 ha. Vegurinn fær nafnið Snjallsteinshöfði 1 vegur, landnr. 223330 og verður 1,839 m² að stærð. Snjallsteinshöfði 1 eftir skiptin verður 25,0 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til að málinu verði framhaldið þegar staðfesting um aðkomur inná Árbæjarveg liggur fyrir frá Vegagerð ríkisins.

2.Svörtuloft 2, landskipti

1506004

Eigendur Svörtulofta 2 landnr. 219865 óska eftir umsögn vegna áforma um landskipti úr jörð sinni. Ný spilda, Svörtuloft 1a, fær landnr. 223334 og verður 7,09 ha að stærð. Svörtuloft 2 verða eftir skiptin 5,76 ha. Áformað er að ný spilda muni sameinast spildu úr landi Minni-Valla síðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Minni-vellir, landskipti

1506005

Landeigendur Minni-Valla, landnr. 164995 óska eftir að skipta úr landi sínu tveimur spildum. Lóð 1, landnr. 223337 og yrði 39,3 ha. Áformað er að hún sameinist Svörtuloftum 2 og noti því sömu aðkomu, og Lóð 2, landnr. 223338 og yrði 2,9 ha. Gert er ráð fyrir að hún sameinist Svörtuloftum 1 eftir landskipti þeirra á milli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Selalækur 2 & 3, Landskipti

1506010

Landeigendur að Selalæk 2 & 3 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni. Jörðin Selalækur 2-3 (164547) er 227.8 ha. Þrjár nýjar spildur verður skipt úr jörðinni: Selalækur 3, landnr. 223340 verður 7.633m2, Selalækur 3 land A, landnr. 223341 verður 17.556m2 og
Selalækur 3 land B, landnr. 223342 verður 50.000m2. Jörðin eftir landskipti verður Selalækur 2 (164547) alls 220.3 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

5.Svínhagi SH-17, breyting á deiliskipulagi

1505025

Landeigandi hefur fengið heimild til að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhaga SH-17 sem samþykkt var 14. október 2014. Um er að ræða breytingu á fjarlægð íbúðarhúss frá Selsundslæk og fjölgun byggingareita á lóðinni í tvo. Undanþága liggur fyrir frá UAR með bréfi dags. 8. maí 2015. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lögð fram dags. 11.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Haukadalur lóð B, deiliskipulag

1407018

Ingólfur Örn Steingrímsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til tveggja frístundalóða auk bygginga íbúðarhúss og skemmu. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla. Tillagan var auglýst frá 15. apríl til og með 29. maí og bárust engar athugasemdir á auglýsingatíma. Ábending barst frá Umhverfisstofnun um að ekki skuli raska birkikjarri.
Skipulagsnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun og leggur til að auglýst tillaga verði send Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Gaddstaðaflatir deiliskipulag hestasvæðis

1501005

Rangárþing ytra hefur hafið deiliskipulagsferli á svæðinu sunnan við hótel Stracta. Skipulagt verður svæði fyrir hestatengda starfsemi og fleira. Kynning á fyrirliggjandi tillögu hefur farið fram til hagsmunaaðila og er tillagan lögð fyrir til samþykktar.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hungurfit, breyting á deiliskipulagi

1505051

Hungurfit, breyting á deiliskipulagi vegna rangrar staðsetningar á lóðamarkalínu milli lóðanna Þ1 og Þ2. Línan færist um 5 metra til austurs og jafnar þar með svæðið á milli mannvirkja á lóðunum.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skipulaginu til að rétta af lóðamörk. Leita skal samþykkis annarra lóðarhafa á svæðinu.

9.Efra-Sel 2, lóð 222958, Deiliskipulag

1505028

Rúnar Örn Indriðason fyrir hönd föður síns óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð sína úr landi Efra-Sels 2. Gert er ráð fyrir frístundalóð þar sem heimilt yrði að byggja sumarhús, geymslu og gestahús.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til skipulagsgerðar og að ferli hefjist þegar niðurstaða hefur fengist frá Vegagerðinni á tengingu inná Bjallaveginn.

10.Svörtuloft, Deiliskipulag

1506011

Landeigendur Svörtulofta úr landi Minni-Valla óska eftir að fá að deiliskipuleggja lóðir sínar vegna frekari áforma um byggingar. Tillaga þess efnis var lögð fram á árinu 2005 en tók aldrei gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Nú þegar eru tvö sumarhús á tveimur lóðum innan svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Landsnet, breyting á Sigöldulínu 3

1505049

Landsnet undirbýr breytingu á Sigöldulínu 3, 220 kV línu sem liggur á mili Sigöldu og Búrfells. Heildarlengd línunnar er 36,8 km og eru 22,3 km innan Rangárþings ytra. Fjöldi mastra er 101, þar af eru 62 möstur innan Rangárþings ytra. Tilkynning barst frá Landsneti með tölvupósti 30.4.2015. Álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir þar sem niðurstaða stofnunarinnar var að framkvæmdin væri ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matskyldu. Meðfylgjandi er því lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Landsneti.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Landsnets á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Skilmálar taki m.a. á að öllu raski á umhverfi verði haldið í lágmarki.

12.Grásteinn, umsókn um framkvæmdaleyfi

1506007

Landeigendur Grásteins landnr. 174770 óska eftir framkvæmdaleyfi til að móta viðlegu úr bakka Ytri-Rangár, vegna áforma um ferðaþjónustu. Framkvæmdasvæði er u.þ.b. 420 m².
Skipulagsnefnd átelur landeiganda fyrir að hefja framkvæmdir án nauðsynlegra leyfa. Fyrir liggur að framkvæmdin þarf að vera í samræmi við skipulag sem hún er ekki. Nefndin telur þó að framkvæmdin sem slík sé ekki þess eðlis að hún kalli á meðferð skv. lögum um umhverfismat en að hún falli undir leyfisskyldu. Landeiganda verði því gert að deiliskipuleggja svæðið sem áformað er að nýta til starfseminnar og leggur Skipulagsnefnd til að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildistöku.

13.Minjastofnun, Stefnumótun um verndun fornleifa og byggingararfs 2015-2020

1506009

Minjastofnun óskar eftir umsögnum um drög að stefnumótun um verndun fornleifa og byggingararfs
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?