Skipulagsnefnd Rangárþings ytra

83. fundur 06. júlí 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Eyjasandur 2, stækkun lóðar

1506026

Glerverksmiðjan Samverk ásamt Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra óska eftir að fá að stækka lóðir sínar í vesturátt skv. meðfylgjandi uppdrætti. Svæðið er allt í eigu Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun lóðanna.

2.Kaldakinn 165092, landskipti

1507008

Margrét Eggertsdóttir eigandi Köldukinnar 165092 óskar eftir að fá að skipta út spildu úr landi sínu skv. meðfylgjandi uppdrætti. Kaldakinn 165092 er í dag 229,2 ha en verður 215,2 ha eftir landskiptin. Ný spilda fær landnr. XXXXXX og verður 14 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Lyngás fyrirspurn vegna byggingarlóða á opnu svæði

1506028

Bergur Sveinbjörnsson leggur fram fyrirspurn um að fá að nýta óbyggt svæði næst Suðurlandsvegi fyrir 2-3 íbúðarhúsalóðir. Umrætt svæði er skilgreint sem opið svæði í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið vegna fjarlægðartakmarkana í skipulagsreglugerð.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti Vegagerðar ríkisins.

4.Grásteinn, deiliskipulag fyrir bátalægi í Ytri-Rangá

1506027

Landeigendur Grásteins leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði í landi sínu sem áformað er að nýta til ferðaþjónustu við Ytri-Rangá. Skipulagstillagan er lögð fram sem grundvöllur fyrir fyrirliggjandi ósk um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðusköpunar við Ytri-Rangá.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Fiskistofu og Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár, þar sem afgreiðsla málsins er fordæmisgefandi.

5.Svörtuloft, Deiliskipulag

1506011

Landeigendur Svörtulofta úr landi Minni-Valla óska eftir að fá að deiliskipuleggja lóðir sínar vegna frekari áforma um byggingar. Tillaga þess efnis var lögð fram fyrir nokkrum árum síðan en tók aldrei gildi. Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi að auglýsa tillöguna óbreytta en landeigandi hefur lagt fram áform um breytingu á áður gerðum skilmálum og því er tillagan tekin til meðferðar að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Rangárflatir 4, breyting á deiliskipulagi

1301010

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir svæði innan miðbæjar á Hellu, Rangárbakkar. Þjónustusvæði vestan við Gaddstaðaveg er stækkað og gerðar eru breytingar á skilmálum fyrir lóðir við Rangárflatir. Sameinaðar verða 3 lóðir sunnan Rangárflata í eina lóð Rangárflatir 4. Hún stækkar einnig umtalsvert.
Breyting á stækkun þjónustusvæðis hefur tekið gildi í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að lóðamörk að vestanverðu verði samsíða lóðamörkum að austanverðu, þar sem þau eru breiðust.

7.Litli-Klofi 2, deiliskipulag

1507002

Ómar Rafnsson óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæðið Litli-Klofi 2 í Landsveit. Meðfylgjandi tillaga gildir fyrir frístundalóðir í landi Litla-Klofa 2 í Rangárþingi Ytra. Í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 er umrætt svæði, sem lóðirnar eru á, skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.
Deiliskipulagið er nú tekið upp og auglýst að nýju eftir að hafa fengið fulla málsmeðferð samkvæmt skipulags og byggingarlögum frá 1997. Því ferli
tókst því miður ekki að ljúka þar sem misfórst að auglýsa skipulagið í B-deild stjórnartíðinda. Í millitíðinni er búið að deiliskipuleggja, auglýsa og samþykkja formlega eina lóð innan þessa skipulags,lóð nr. 6 sem samþykkt var 11.10.2012, auglýst í B-deild og öðlaðist gildi 26.11.2013.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þar sem mikil breyting hefur orðið á eignarhaldi lóða innan svæðisins frá fyrra ferli skipulagsins er rétt að öllum eigendum verði send tillagan til skoðunar við upphaf auglýsingar.

8.Búrfellsvirkjun deiliskipulag

1506041

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt meðfylgjandi lýsingu deiliskipulags fyrir Búrfellsvirkjun. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra fyrir 7. ágúst nk.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu.

9.Flokkun vega utan vegakerfis Vegagerðarinnar vegna utanvegaakstur

1309023

Starfshópur á vegum þáverandi umhverfisráðherra var skipaður árið 2008. Hópnum var ætlað að kortleggja vegi og slóða á hálendi Íslands og meta hvaða vegir skyldu verða lokaðir til frambúðar og hverjir skyldu vera opnir. Leitað var eftir samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög um tillögur um flokkun veganna. Meðfylgjandi er álit Umhverfisstofnunar á flokkun vega innan Friðlands að fjallabaki.
Nefndin leggur til að tillögur Umhverfisstofnunar verði teknar til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Skipulagsnefndar og Hálendisnefndar Rangárþings ytra.

10.Beindalsholt 1, byggingarleyfi gistiskáli

1506045

Magnús Sigurðsson og Sigurður Borgþór Magnússon fyrir hönd eigenda að Beindalsholti 1, landnr. 194943 óska eftir leyfi til að byggja gistiskála úr timbri á lóð sinni. Áform eru uppi um útleigu á gistingu til ferðamanna.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

11.Múli lóð 213140, byggingarleyfi

1507006

Valgarður Guðmundsson og Eva Ósk Guðmundsdóttir fyrir hönd og með samþykki lóðareiganda óska eftir leyfi til að byggja 40 m² sumarhús á lóðinni Múli lóð 213140.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við tilsvarandi breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins samhliða gerð deiliskipulagsins.

12.Múli í Landsveit, breyting á aðalskipulagi

1507007

Vegna áforma landeigenda Múla í Landsveit um uppbyggingu á húsnæði umfram ákvæðis í aðalskipulagi þarf að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi aðalskipulagi. Lögð er fram lýsing að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra þar sem lagt er til að um 10 ha svæði verði breytt úr landbúnaðarnotum í frístundanot. Vinna við nýtt deiliskipulag hefst samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?