74. fundur 02. október 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Austvaðsholt I, landskipti

1405027

Helgi og Jón Gunnar Benediktssynir hafa óskað eftir að fá að skipta landi sínu til helminga úr landi Austvaðsholts I, landnr. 164963. Fyrir liggur dómur Hérðasdóms Suðurlands nr. E-156/2009 frá 9.12.2009 um landamerki og er uppdráttur gerður í samræmi við þann dóm, eins og segir í greinargerð skiptagerðar.
Austvaðsholt I er skipt í 2 jafna hluta auk einnar minni lóðar fyrir útihús.
Stærð Austvaðsholts Ib, landnr. 164963 verður eftir skiptin 176,5 ha og þar af eru um 41 ha ræktað land.
Stærð Austvaðsholts Ic, landnr. 164965 verður eftir skiptin 176,5 ha og þar af eru um 47 ha ræktað land.
Afmörkuð er 0,37 ha lóð fyrir útihús við aðkomuveg að Austvaðsholti Ib. Á lóðinni er hesthús sem færist yfir á Austvaðsholt Ib, 164963. Ný lóð fær landnr. XXXXXX og verður í óskiptri sameign beggja jarðanna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ágreiningur er á milli núverandi eigenda Austvaðsholts I og Austvaðsholts II um ytri mörk jarðarinnar. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri marka jarðarinnar.

2.Saurbær lóð D, landskipti

1410001

Ólafur Pálsson, Jón Pálsson og Elías Pálsson sækja um stofnun lóðar úr Saurbæ, landnr. 165155. Ný lóð verður með heitið Saurbær, lóð D, landnr. 222675, stærð 35000 m²
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædd landskipti.

3.Selalækur, 2&3 og 4, landskipti

1410003

Þórir og Bjarni Jónssynir, eigendur Selalækjar 2&3 og Guðjón Egilsson eigandi Selalækjar 4 hafa óskað eftir umsögn sveitastjórnar vegna áforma um landskipti úr jörðinni Selalækur. Jörðin Selalækur í Rangárþingi ytra, liggur sunnan Suðurlandsvegar og á land að Hróarslæk og Ytri-Rangá. Í fasteignamati er jörðin skráð sem Selalækur 2-3, landnr. 164547 og Selalækur 4, landnr. 164546. Auk þess var hluti jarðarinnar í óskiptri sameign landnr. 164548 sem nú er skipt milli jarðanna. Þá hefur verið skipt út úr jörðinni lóð fyrir íbúðarhús, Selalæk 1, landnr. 164549 og lóð fyrir íbúðarhús að Selalæk 4, landnr. 219996.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.
Anna María yfirgaf fundinn við afgreiðslu næsta máls.

4.Helluvað 3, deiliskipulag

1406014

Steinsholt sf, fyrir hönd Ara Árnasonar á Helluvaði 3, hafa fengið heimild sveitastjórnar til að fá að deiliskipuleggja part úr jörðinni sem frístundasvæði. Gert er ráð fyrir að skipta út úr Helluvaði 3 svæði fyrir frístundalóðir en nú þegar hefur einni frístundalóð, um 0,2 ha, verið skipt út úr jörðinni.
Svæðið er um 16 ha að stærð og gert verður ráð fyrir 6 lóðum. Svæðið eru blásnir sandmelar, mjög gróðurrýrir en lækjarfarvegur liggur um svæðið vestanvert.
Aðkoma er af Rangárvallavegi nr. 264 skammt ofan Suðurlandsvegar, um veg að Gilsbakka og áfram veiðislóða að Ytri-Rangá og af honum verður gerður nýr, um 300m langur aðkomuvegur að frístundahúsunum.
Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra í tengslum við skipulag svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Anna María kemur aftur á fundinn.

5.Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

1401006

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi fyrir Jónskot og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endalegrar meðferðar.

6.Hallstún, austan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.

1310043

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi fyrir Hallstún og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

7.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Rangárflatir á Hellu

1311031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi fyrir Rangárflatir á Hellu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

8.Svínhagi, SH5, deiliskipulag

1301032

Sigrún Erna Geirsdóttir og Kjartan Þór Halldórsson hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja 3 ha eignarlóð sína nr. SH-5 úr landi Svínhaga, landnr. 211016.
Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Erindið hefur verið til meðferðar síðan í byrjun árs 2012 en áformuð vegtenging fékk ekki heimild Vegagerðar og auk þess skorti undanþágu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti vegna fjarlægðar frá tengivegi. Heimild Vegagerðar ríkisins liggur fyrir ásamt því að undanþága hefur verið veitt frá ráðuneyti.
Tillagan var send lögbundnum umsagnaraðilum ásamt því að vera auglýst en sökum tímaákvæða verður að hefja ferlið að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt vísar skipulagsnefnd til afgreiðslu nefndarinnar frá 28.1.2013 um að fallið skuli frá lýsingu og kynningu skv. 40. gr. sömu laga.

9.Svínhagi R-24-25, breyting á deiliskipulagi

1305038

Björgvin S. Stefánsson hefur fengið heimild sveitarfélagsins til að deiliskipuleggja lóðir sínar nr. R-24 og R-25 í landi Svínhaga. Lóðirnar verði sameinaðar í eina. Deiliskipulag fyrir heildarsvæðið, Heklubyggð, hefur öðlast gildistöku og því er unnt að hefja tiltekna breytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun hefur lagt fram áform um að reisa allt að 200 MW vindmyllugarð við austanvert Búrfell. Landsvirkjun hefur lagt fram tillögu að matsáætlun. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillöguna.
Lagt fram til kynningar.

11.Jarlsstaðir, breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun.

1302038

Þór Þorsteinsson hefur fengið heimild til breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra í landi sínu Jarlsstöðum úr landi Stóru-Valla, landnr. 205460. Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt áformum um golfvöll. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 17.7.2014 - 1.8.2014 og bárust engar athugasemdir.
Kynningu á tillögunni lauk þann 3.9.2014 og bárust engar athugasemdir.
Heimild hefur verið fengin frá Skipulagsstofnun um auglýsingu á tillögunni að uppfylltum smávægilegum lagfæringum í greinargerð.
Skipulagsnefnd leggur til að niðurstaða sveitastjórnar í greinargerð verði á þessa leið:

Framkvæmdin fellur að markmiði sveitarstjórnar um fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri og með nýjum golfvelli styður hún við uppbyggingu í tengslum við útivist. Framkvæmdin styrkir sömuleiðis atvinnulíf á svæðinu en skerðir jafnframt landbúnaðarland, sem reyndar er lítið nýtt, enda að stórum hluta blásið hraun. Þá skerðist eldhraun, svæði sem nýtur verndar skv. 37 gr. laga nr. 44/1999. Hraunið er allt blásið og sandi orpið sem takmarkar talsvert náttúruverndargildi þess. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum til að takmarka mengunarhættu út frá iðnaðarstarfsemi. Þá verður gerð grein fyrir frárennsli og hreinsivirki í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda. Við gerð deiliskipulags fyrir svæðið verði tekið tillit til hraunmyndana og hraunkanta og þeim hlíft við raski og minnt er á ákvæði aðalskipulags varðandi stærðir frístundalóða og að hugað sé að mikilvægum náttúruminjum og jarðmyndunum. Þá minnir sveitarstjórn á ákvæði skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um að ekki verði reist mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.

12.Litli-Klofi C2, byggingarleyfi

1409028

María Antonsdóttir óskar eftir leyfi til að byggja 120 m² sumarhús á lóð sinni C2 í landi Litla-Klofa. Svæðið er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi en ekki liggur fyrir deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur að þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu þurfi að grenndarkynna áform umsækjanda. Nefndin felur byggingarfulltrúa að leita umsagna hjá aðliggjandi lóðarhöfum á svæðinu og samþykkir að veita skuli byggingarleyfi þegar jákvæð niðurstaða liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?