85. fundur 07. september 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Múli í Landsveit, breyting á aðalskipulagi

1507007

Rangárþing ytra hefur veitt heimild til landeigenda um að leggja fram deiliskipulag af lóðum innan jarðarinnar Múla í Landsveit. Skipulagsnefnd samþykkti á síðasta fundi að gerðar yrðu breytingar á aðalskipulagi samhliða framlögn deiliskipulags.
Skipulagsnefnd telur eftir nánari skoðun að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar.

2.Merkurhraun, Efnisnáma, breyting á aðalskipulagi 2010-2022

1301015

Svanur G. Bjarnason fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu í námukerfi Vegagerðarinnar í Merkurhrauni ofan Galtalækjar. Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi þar sem breyta þarf landnotkun á svæði námunnar í Merkurhrauni. Lýsing skipulagsáætlunar hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulaginu. Ábending við lýsinguna barst frá Skipulagsstofnun þess efnis að hugað verði að þeim þáttum sem skipta máli miðað við aðstæður á skipulagssvæðinu og gerð verði grein fyrir þeim þáttum í umhverfisskýrslu tillögunnar.
Skipulagsnefnd telur að hugað hafi verið að öllum þáttum í umhverfisskýrslu tillögunnar sem lúta að ábendingu Skipulagsstofnunar og leggur því til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Stóru-Vellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi vegna landnotkunar á svæðum úr landi Stóru-Valla. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu og leggur til að fallið verði frá frekari kynningu, þar sem hlutaðeigandi landeigendur hafa þegar lýst yfir vilja sínum til breytinga á landnotkun. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Múli í Landsveit, deiliskipulag

1508040

Sveitarstjórn hefur samþykkt heimild til skipulagsgerðar fyrir svæði úr landi Múla í Landsveit. Gert verði ráð fyrir 7 lóðum og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. Skipulagsnefnd ákvað á síðasta fundi sínum að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi samhliða deiliskipulagi. Eftir að hafa skoðað málið betur leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá kröfum um breytingu á landnotkun í þessu tilfelli.
Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Leynir úr landi Stóra-Klofa II, deiliskipulag

1507020

Sveitarstjórn hefur samþykkt heimild til skipulagsgerðar fyrir svæði úr landi Leynis, Stóra-Klofa. Gert verði ráð fyrir 4 frístundalóðum og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. Skipulagsnefnd ákvað á síðasta fundi sínum að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi samhliða deiliskipulagi. Eftir að hafa skoðað málið betur leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá kröfum um breytingu á landnotkun í þessu tilfelli.
Skipulagsnefnd telur að falla eigi frá kröfum um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi. Ekki sé um að ræða eiginlegt frístundasvæði heldur lóðir innan jarðarinnar til uppbyggingar fyrir eigendur jarðar. Því verði eingöngu ráðist í gerð deiliskipulags fyrir svæðið þar sem afmarkaðar verði lóðir til uppbyggingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framkomna tillögu að deiliskipulagi og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Ársel úr landi Neðra-Sels, Deiliskipulag

1306007

Rangárþing ytra hefur gefið heimild til landeiganda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á jörðinni Árseli, sem er 53 ha, skipt út úr jörðinni Neðra Seli í Holtum. Tillagan fór í auglýsingu og barst athugasemd frá nærliggjandi landeiganda vegna aðkomumála að spildunum á svæðinu. Ekki hefur náðst samkomulag um breyttar aðkomur og því er tillagan tekin fyrir aftur.
Skipulagsnefnd telur að reynt hafi verið til þrautar að leita eftir samkomulagi landeigenda á svæðinu um aðkomur að spildum innan þess. Nefndin telur að í ljósi þess að landskipti voru ágreiningslaus á milli sömu aðila, og enginn ágreiningur um aðkomur að útskiptum spildum við gerð landskiptanna, skuli tillagan samþykkt. Skipulagsnefnd telur jafnframt að ekki sé þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Gaddstaðaflatir deiliskipulag hestasvæðis

1501005

Rangárþing ytra hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi á svæðinu sunnan við hótel Stracta. Skipulagt verður svæði fyrir hestatengda starfsemi og fleira. Tillagan var auglýst frá 18.6.2015 til 30.7.2015 og bárust engar athugasemdir. Athugasemdir höfðu áður borist frá Heilbrigðiseftirliti sem búið var að taka tillit til á uppdrætti. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar voru m.a. gerðar athugasemdir við að ekki hefði verið fjallað um athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins, skilgreiningu byggingaskilmála, hugtakanotkun við skilgreiningu á húsagerðum og að ekki hefði verið aflað umsagnar Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlits og texti í greinargerð á uppdrætti lagfærður með tilliti til þess. Nefndin telur einnig að búið sé að skýra betur hugtök og skilgreiningu í texta greinargerðar. Til áréttingar vill nefndin taka fram að ekki eru uppi áform um vegagerð á svæðinu í náinni framtíð. Gert verði ráð fyrir núverandi vegum til uppbyggingar 1. áfanga þessa deiliskipulags en frekari vegagerð verði tekin til umfjöllunar við endurskoðun aðalskipulags Rangárings ytra. Áformaður vegur á uppdrætti er ekki forsenda uppbyggingar á svæðinu. Leitað var umsagnar Minjastofnunar eins og annarra og beiðni þess efnis send 12. júní sl. Vegna sumarleyfa barst umsögn Minjastofnunar ekki fyrr en eftir tilkynningu til Skipulagsstofnunar. Umsögnin liggur því fyrir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki ákvörðun um götuheiti innan svæðisins. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

8.Reynifell, lóðir B5 og B7, br. á deiliskipulagi.

1508044

Friðrik karl Weisshappel, fyrir hönd eigenda lóða nr. B-5 og B-7 í landi Reynifells, óskar eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Reynifell, þar sem umræddum lóðum verði skipt upp til helminga skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og telur að ósk um breytingu á gildandi deiliskipulagi þurfi að koma frá félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu í heild sinni, þar sem um íþyngjandi breytingu á svæðinu er að ræða.

9.Neðra-Sel 1d, deiliskipulag

1509005

Eigendur spildu úr landi Neðra-Sels, nefnt Neðra-Sel 1d, óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt. Spildan sem um ræðir er 11,3 ha að stærð og verðu nýtt til landbúnaðar. Heimild verði til að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu eða gripahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

10.Öldur III á Hellu. Röðun lóða

1509002

Á gildandi uppdrætti fyrir Öldur III eru lóðir ónúmeraðar. Við stofnun lóðar við Langöldu, í tengslum við byggingu einbýlishúss á henni, var tekið mið af röðun lóðanna frá Eyjasandi og hún stofnuð sem nr. 11 við Langöldu. Gögn sem gerð voru í ferli skipulagsins sýna þó aðra númeringu skv. meðfylgjandi skjali.
Skipulagsnefnd telur að fara skuli eftir númeringu fyrri gagna og felur skipulagsfulltrúa að gera nauðsynlegar breytingar á númeringu nýstofnaðrar lóðar við Langöldu. Langalda 11 verði því Langalda 18 skv. fyrri gögnum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?