86. fundur 12. október 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Vindás, landskipti úr Oddatorfu

1509023

Margrét Jónsdóttir, Jón Jónsson og Sólveig Jónsdóttir sem eru að 3/4 hluta eigendur Vindáss óska eftir landskiptum úr Oddatorfu. Landskiptanefnd óskar eftir umsögn sveitarsjórnar. Um er að ræða 949 ha svæði. Vindás á 13,88 % af heildarsvæðinu og verður því 131,7 ha að stærð eftir skiptin. Landnúmer verður það sama og er þegar skráð á Vindás, 164566.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Flagbjarnarholt neðra, Landskipti

1509059

Valmundur Gíslason óskar eftir að fá að skipta út úr landi sínu, Flagbjarnarholti Neðra, landnr. 164999, 1,98 ha spildu. Spildan myndi í framhaldinu sameinast Rauðhóli, landnr. 195807, og verða 2,23 ha eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Fellsmúli fiskeldi, deiliskipulag

1306039

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á framkvæmd fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla. Óskað var umsagnar um hvort og þá á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Fyrir liggur ákvörðun um matsskyldu frá Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.

4.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun samkvæmt gildandi aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Fyrir liggur sameiginleg Skipulags- og matslýsing.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og leggur til að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að leitað verði umsagnar þeirra aðila sem tilgreindir eru í lýsingunni.

5.Grásteinn, deiliskipulag aðkoma flatbytna í Ytri-Rangá

1506027

Landeigendur Grásteins hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði í landi sínu sem áformað er að nýta til ferðaþjónustu við Ytri-Rangá. Skipulagstillagan er lögð fram sem grundvöllur fyrir fyrirliggjandi ósk um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðusköpunar við Ytri-Rangá. Óskað var eftir umsögnum Fiskistofu og stjórnar veiðifélags Ytri-Rangár. Stjórn veiðifélagsins samþykkti á fundi sínum um daginn að hún hefði ekkert við hugmyndir um bátasiglingar á ánni að athuga tímabundið, en að óskað verði eftir aðkomu þeirra við frekari leyfisveitingar. Jafnframt gerir stjórnin engar athugasemdir við þær framkvæmdir sem þegar hafa verið gerðar við ánna. Í svari Fiskistofu kemur fram að þar sem Fiskistofa sé ekki lögbundinn umsagnarðaili um skipulagsmál á þessu stigi, og í ljósi þess að fyrir liggur kæra frá þeim á hendur framkvæmdaaðila, muni þeir ekki veita efnislega umsögn á þessu stigi málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitað var eftir umsögnum Fiskistofu og Veiðifélags Ytri Rangár og vesturbakka Hólsár vegna deiliskipulagstillögunnar. Veiðifélagið gerði ekki athugasemdir en Fiskistofa kaus að veita ekki umsögn.

Áréttað er að allar framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 metrum frá bakka, sem áhrif geta haft á fiskigengd þess, afkomu fiskstofna, aðstæður til veiði eða lífríki vatnsins að öðru leyti, eru háðar leyfi Fiskistofu, sbr. 33. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Svörtuloft, Deiliskipulag

1506011

Landeigendur Svörtulofta úr landi Minni-Valla hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar vegna frekari áforma um byggingar. Tillaga þess efnis var lögð fram fyrir nokkrum árum síðan en tók aldrei gildi. Tillagan var auglýst frá 16.7.2015 til 27.8.2015. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna afmörkunar á vatnsbóli. Ábending barst einnig frá Umhverfisstofnun um að hlífa skuli votlendi við Leirtjörn eins og kostur er.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Fulltrúar Landsvirkjunar, Margrét Arnardóttir og Jóna Bjarnadóttir ásamt Rúnari Bjarnasyni frá Mannviti kynna fyrirliggjandi frummatsskýrslu.
Viðstaddur kynninguna var einnig sveitarstjóri Rangárþings ytra, Ágúst Sigurðsson.

7.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun hefur lokið við frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum og hefur hún verið í kynningu síðustu daga. Fulltrúar Landsvirkjunar kynna niðurstöður fyrirliggjandi skýrslu.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd þakkar Landsvirkjun góða kynningu.

8.Neðra-Sel 1d, deiliskipulag

1509005

Eigendur spildu úr landi Neðra-Sels, nefnt Neðra-Sel 1d, leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Spildan sem um ræðir er 11,3 ha að stærð og verðu nýtt til landbúnaðar. Heimild verði til að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu eða gripahús.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Merkurhraun, Efnisnáma, breyting á aðalskipulagi 2010-2022

1301015

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi þar sem breyta þarf landnotkun á svæði námunnar í Merkurhrauni. Lýsing skipulagsáætlunar hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillaga var lögð fram á síðasta fundi og var búið að taka tillit til ábendinga við lýsingu við afgreiðslu hennar. Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust á kynnnigartíma tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Stóru-Vellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi vegna landnotkunar á svæðum úr landi Stóru-Valla. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Tillaga var lögð fram á síðasta fundi og var búið að taka tillit til ábendinga við lýsingu við afgreiðslu hennar. Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust á kynnnigartíma tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Múli í Landsveit, breyting á aðalskipulagi

1507007

Vegna áforma landeigenda Múla í Landsveit um uppbyggingu á húsnæði umfram ákvæðis í aðalskipulagi þarf að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi aðalskipulagi. Tillaga var lögð fram á síðasta fundi og var búið að taka tillit til ábendinga við lýsingu við afgreiðslu hennar. Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram. Engar athugasemdir bárust á kynnnigartíma tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Nefsholt, deiliskipulag tjaldsvæðis

1510032

Engilbert Olgeirsson óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði undir tjaldsvæði ásamt að fá að setja niður nokkur smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

13.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 4.300 m² að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Landmannalaugar, framkvæmdaleyfi til göngustígagerðar

1510044

Umhverfisstofnun óskar eftir framkvæmdaleyfi til að breyta legu göngustígar uppá Laugahraun ásamt endurbótum á núverandi stíg um Laugahraun.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

15.Endurskoðun aðalskipulags 2014-2015.

1305001

Sveitarstjórn hefur ákveðið að láta fara fram endurskoðun á nokkrum þáttum í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi verk- og kostnaðaráætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?