88. fundur 07. desember 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Stóru Vellir, landskipti

1511043

Óðinn Pálsson óskar eftir að fá að skipta um 17,4 ha spildu út úr landi sínu, Stóru Völlum, landnr. 165011.
Spildan fær landnr. 223839 og fær nafnið Stóru Vellir lóð 12.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Kaldakinn 165093, landskipti og stofnun lóðar

1511066

Skeiðvellir ehf, eigendur Kaldakinnar landnr. 165093 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 5.890 m² spildu sem fær landnr. 223801. Ný spilda heitir Kaldakinn sumarhúsalóð. Sumarhús, 49,8 m², sem áður var á jörðinni Kaldakinn 165093 færist yfir á nýja lóð við stofnun hennar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Neðra-Sel 1d, deiliskipulag

1509005

Eigendur spildu úr landi Neðra-Sels, nefnt Neðra-Sel 1d, hafa fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt. Spildan sem um ræðir er 11,3 ha að stærð og verðu nýtt til landbúnaðar. Heimild verði til að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu eða gripahús. Tillagan var auglýst frá 19. október til 25. nóvember og bárust engar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

4.Nefsholt, deiliskipulag tjaldsvæðis

1510032

Engilbert Olgeirsson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja svæði undir tjaldsvæði ásamt því að skipuleggja svæði undir gistiskála til útleigu fyrir ferðamenn. Tillagan var auglýst frá 19. október til 25. nóvember. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um skilgreiningu byggingarreglugerðar á orðinu smáhýsi og að hér væri frekar um gistiskála eða gestahús að ræða í þeim skilningi. Ekki bárust frekari athugasemdir við tillöguna.
Orðið smáhýsi hefur verið fellt út úr texta greinargerðar og gistiskáli kemur í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

5.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús

1510001

Þór Þorsteinsson hefur fengið heimild sveitarstjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði undir alifuglahús. Til stendur að byggja eldishús fyrir kjúklinga sem á að geta annað allt að 60.000 fuglum og verði um 3.500 m² að stærð. Tillagan var send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila ásamt því að hún var auglýst frá 19. október til og með 25. nóvember. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps þar sem farið er fram á að öllum áformum um byggingu alifuglahúsa við útjaðar vatnsverndarsvæðisins verði frestað. Lagt er fram álit ÍSOR dags. 22. nóvember 2015, þar sem fram kemur að fara skuli með gát varðandi allar framkvæmdir nærri Kerauga, þar sem svæðið er afar viðkvæmt gagnvart mengun. Miklar líkur séu á að áformað alifuglahús sé á vatnasviði lindarinnar, Kerauga.

Einnig barst sambærileg athugasemd frá landverndarsviði Landgræðslu ríkisins þar sem lýst er áhyggjum af nálægð slíkra bygginga við vatnsverndarsvæðið.

Nærliggjandi landeigendur neðan við Kerauga gera athugasemdir við nálægð við vatnsverndarsvæði.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir athugasemdir við stærð yfirlitssvæðis á uppdrætti. Jafnframt gerir eftirlitið athugasemdir við að afmörkun vatnsverndarsvæðis sé afar þröngt afmarkað og vitnar í áður nefnda skýrslu ÍSOR þess efnis. Eftirlitið bendir á að sýna þurfi staðsetningu tengdra bygginga svo sem hauggeymslu og fóðursílóa auk hreinsivirkja á uppdrætti deiliskipulagsins. Einnig þurfi staðsetning olíuskilju að koma fram á uppdrætti. Í frárennsliskafla greinargerðarinnar skuli koma fram að við staðsetningu hauggeymslu skilu tekið mið af hversu auðvelt verði að fylla hana og komast að henni til tæmingar og viðhalds. Auk þess skuli þess gætt að hún verði a.m.k. 10 km frá öllu yfirborðsvatni og framræsluskurðum. Jafnframt þurfi að koma fram að við ákvörðun um stærð hennar skuli miðað við að hún sé nægilega stór til að geta tekið við mestu hugsanlegu birgðum af úrgangi sem þarf að geyma á þeim tíma sem óæskilegt er eða bannað að dreifa búfjáráburði. Auk þess telur eftirlitið að forðast skuli að dreifa áburði á svæði þar sem jarðvegsdýpt nær ekki 30 sm og þar sem sprungur eru í berggrunninum, vegna hættu á mengun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands getur ekki veitt jákvæða umsögn um fyrirhuguð áform vegna nálægðar byggingarsvæðis við hið skilgreinda vatnsverndarsvæði og leggur til að fundinn verði annar heppilegri staður innan jarðarinnar.

Umhverfisstofnun telur að um neikvæð sjónræn áhrif geti orðið af tilteknum byggingum þar sem þeim er ætluð staðsetning á mjög flötu landi. Jafnframt bendir UST á að áform um nýtingu úrgangs sem áburðar verði í fullu samráði við viðkomandi heilbrigðiseftirlit.
Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda.

Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni.

6.Grásteinn, deiliskipulag aðkoma flatbytna í Ytri-Rangá

1506027

Landeigendur Grásteins hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði í landi sínu sem áformað er að nýta til ferðaþjónustu við Ytri-Rangá. Skipulagstillagan er lögð fram sem grundvöllur fyrir fyrirliggjandi ósk um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðusköpunar við Ytri-Rangá. Tillagan var auglýst frá 19. október til 25. nóvember ásamt því að leitað var umsagna hjá lögbundnum umsagnaraðilum. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands telur að vanti að gera grein fyrir hvernig frágangi víkurinnar og þess efnis sem fellur til við útgröftinn verði háttað. Einnig vantar að tilgreina hvort vélknúnum bátum verði heimilt að lenda í víkinni og ef svo er, með hvaða hætti brugðist verði við mengunarvörnum.

Gunnar Jóhannsson formaður veiðifélags Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár ítrekar fyrri umsögn veiðifélagsins og telur að um mistúlkun nefndarinnar hafi verið að ræða við afgreiðslu hennar á síðasta fundi. Í fyrsta lagi sé um að ræða Veiðifélag Ytri-Rangár og vesturhluta Hólsár en ekki vesturbakka Hólsár, eins og segir í bókun skipulagsnefndar. Ítrekuð er afstaða félagsins vegna áforma umsækjanda þar sem veiðifélagið getur ekki samþykkt fyrihugaðar siglingar nema þá tímabundið en þó með þeim fyrirvara að núverandi leigutaki samþykkti það því það er hans að segja hvort það trufli hans starfsemi. Það er því ljóst að hann getur ekki heldur gefið leyfi til annarrar starfsemi nema fyrir þann tíma sem hann hefur ána á leigu. Einnig tekur formaður það fram að hann telur það ekki á forræði félagsins að veita leyfi til framkvæmda við ánna.

Landeigendur nærliggjandi jarðar, Fagurhóls, mótmæla harðlega því bátalægi sem búið er að gera við Ytri-Rangá og fara fram á að framkvæmdin verði sögð lögleysa og að árbakkinn verði færður aftur til fyrra horfs eftir því sem unnt er. Landeigendur furða sig jafnframt á að sveitarstjórn skuli hafa fallist á að auglýsa lögleysu sem búið er að framkvæma í veikri von um það að lögleysan verði með því gerð lögleg.

Minjastofnun Íslands telur að vitaskuld hefði átt að bíða með framkvæmdir þar til minjavörður hefði tekið út svæðið með tilliti til fornleifa. Minjaverði virðist þó sem enginn skaði hafi verið unninn og gerir því ekki veður út af framkvæmdinni.

Landgræðslan gerir ekki athugasemdir við umrædda framkvæmd en áréttar að krafist verði ábyrgðar framkvæmdaaðila eða landeigenda komi til landbrotsaðgerða vegna framkvæmda af þessu tagi.

Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að áætluð vík verði þannig gerð að auðvelt verði að endurheimta bakkann eins og hann er fyrir framkvæmdir. Jafnframt bendir UST á að gætt sé að rými fyrir aðkomu meðfram ánni.

Vegagerðin gerði ekki athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd telur að taka eigi fullt tillit til framkominna athugasemda.

Á grundvelli framkominna athugasemda hafnar skipulagsnefnd tillögunni og skal landinu og árbakkanum komið í fyrra horf.

7.Árbæjarhellir land 2, deiliskipulag

1511003

Árbæjarhellir ehf, landeigandi að Árbæjarhelli 2, landnr. 198370, óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja um 12 ha spildu úr landi sínu. Gert verði ráð fyrir fjórum lóðum undir frístundahús. Lögð er fram lýsing og tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Sel 202401, Deiliskipulag

1512013

Hannes Guðmundsson fyrir hönd Sólveigar Halblaub, eiganda að Seli 202401, óskar eftir heimild til að fá að leggja fram deiliskipulag af landi Sólveigar. Fyrirhugað er að skipta landinu upp í fjórar lóðir ásamt sameign allra. Nánari lýsing verður framlögð við gerð skipulagstillögunnar. Umrætt land er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.
Snorri Sturluson fulltrúi Bíókraft ehf kynnir fyrirliggjandi matsáætlun.

9.Vindorkubú við Þykkvabæ

1410031

Bíokraft ehf 640812-1680 hefur óskað eftir að hafin verði skipulagsmeðferð vegna áforma um að reisa allt að 13 vindmyllur til orkuframleiðslu í svokallaðri Austurbæjarmýri. Lögð er fram matsáætlun til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Fulltrúi Bíókraft ehf lýkur kynningu sinni og yfirgefur fundinn.

10.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

1510033

Erindisbréf nefnda. Byggðaráð vísaði erindisbréfi skipulagsnefndar til skoðunar og yfirferðar
Breyta þarf orðalagi undir 3. gr. þar sem talin eru upp viðfangsefni nefndarinnar. Þar segir að nefndin skuli fjalla um umsóknir um leyfi til verklegra framkvæmda. Lagt er til að orðalag skuli vera þannig að nefndin skuli fjalla um umsóknir tengdum veitingu framkvæmdaleyfa.



Að öðru leyti gerir nefndin ekki frekari athugasemdir við framlögð drög að erindisbréfi.
Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og Björn Sigurðsson frá Bjössa ehf kynna hugmyndir sínar.

11.Hugmyndir um byggingu smáíbúðahverfis á Hellu

1512009

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt viðrar hugmyndir sínar um byggingu smáíbúða á Hellu.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir góða kynningu og afar áhugaverðar hugmyndir.
Björn Jóhannsson og Björn Sigurðsson ljúka kynningu sinni og yfirgefa fundinn.

12.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Hugmyndir að merkingum við sleppistæði og göngustíg að skóla, við Þingskála.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að gangbraut og merkingum.

13.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra stefnir að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Lagðar eru fram fundargerðir síðustu tveggja funda stýrihóps til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?