76. fundur 27. nóvember 2014 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ásgeir Jónsson frá Steinsholti sf. sem fulltrúi framkvæmdaaðila, kynnir stöðu verkefnisins.

1.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Þingskjal 273 / 2014, sem liggur fyrir Alþingi, gerir ráð fyrir breytingu á Rammaáætlun á þann veg að Hvammsvirkjun flyst úr biðflokki yfir í nýtingarflokk. Gert er ráð fyrir Hvammsvirkjun í Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Staða verkefnisins kynnt og helstu breytingar sem orðið hafa á útfærslu þess frá því að umhverfismat var unnið árið 2003.
Lagt fram til kynningar.
Ásgeir Jónsson fer af fundi. Skipulagsnefnd þakkar fyrir góða kynningu.

2.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Rangárflatir á Hellu

1311031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010. Auk þess var tillagan auglýst frá 17.7.2014 - 28.8.2014 og bárust engar athugasemdir. Beiðni um umsagnir voru sendar til Heilbrigðiseftirlits, Minjastofnunar, Vegagerðar ríksisins og Umhverfisstofnunar. Umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við tillöguna. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar var ítrekuð athugasemd frá fyrri tíð þar sem lögð var áhersla á að setja þurfi ítarlegri stefnu um Rangárflatir svo sem umfang uppbyggingar, yfirbragð byggðar og hvaða þjónustu á að veita á svæðinu. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir leiðrétta greinargerð og telur að áform komi skýrt fram í henni. Tillagan verði því send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

3.Mörk þjóðlendu á Landmannaafrétti

1307024

Stofnun þjóðlendunnar Landmannaafréttur.
Skipulagsnefnd leggur til að stofnuð skuli þjóðlendan Landmannaafréttur og taki hún það svæði sem Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að tilheyri Landmannaafrétti. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að staðfesta þau mörk við Þjóðlendunefnd.

4.Svínhagi RS-9, deiliskipulag

1404020

Deiliskipulag fyrir RS-9 úr landi Svínhaga var sett í ferli á árinu 2011 en hefur ekki verið lokið. Málið er því tekið aftur til meðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst óbreytt frá 8. maí til 20. júní. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og vegna þeirra hefur uppdrætti verið breytt ásamt skilmálum fyrir svæðið. Jafnframt hefur eigandi gert fleiri breytingar á skilmálum.
Helstu breytingar eru þessar:
a)
Vegtenging hnitasett við Þingskálaveg
b)
Lóðir RS8 og RS9 verði sameinaðar í eina RS9
c)
Vegaðkomu breytt við gömlu lóðarmörkin í samræmi við núverandi slóða
d)
Stóri landbúnaðarbyggingarreiturinn fjarlægður (ekki lengur í nálægð við vatnsból og fornmynjar)
e)
Tveir nýir byggingarreitir settir á skipulagið. Annar fyrir gróðurhús og hinn fyrir hesthús/fjárhús
f)
Fornminjar merktar og staðsettar inná grunn.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið verði um málsmeðferð eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða þar sem nefndin telur umræddar breytingar þess eðlis að kalli á endurupptöku skipulagsferils.

5.Lerkiholt í landi Meiri-Tungu, Deiliskipulag

1304013

Deiliskipulagstillaga fyrir Lerkiholt úr landi Meiri-Tungu var auglýst árið 2013 og rann frestur til athugasemda út 1. ágúst sama ár. Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar í lok árs 2013 kom í ljós að ekki hafði verið sótt um undanþágu vegna fjarlægðar frá alifuglahúsi og var þegar brugðist við því. Heimild ráðuneytis barst í október 2014 þar sem fallist var á að veita undanþáguna.
Skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga kemur fram að hafi auglýsing um samþykkt deiliskipulags ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan eins árs frá því að athugasemdarfresti lauk, teljist deiliskipulagið ógilt og fari þá um málsmeðferð í samræmi við 41. gr.
Sá tímafrestur rann út 1. ágúst sl. og þarf því að endurtaka málsmeðferð tillögunnar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Nefndi telur að þar sem forsendur hafi ekki breyst frá því tillagan var auglýst í fyrra skiptið sé ekki ástæða til þess að leita að nýju eftir umsögnum.

6.Lokun fyrir umferð á milli Laufskála og Útskála á Hellu

1311002

Sveitastjórn vísaði erindinu til Skipulagsnefndar á fundi þeirra 1. nóv. 2013, með ósk um að málið verði skoðað með hagsmunaaðilum. Lokun var sett til bráðabirgða á milli Laufskála og Útskála skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að opnuð verði einstefnuleið frá Útskálum inná Laufskála. Jafnframt verði skipulag á bílastæðum við og á skólasvæðinu endurskoðað og merkingar fyrir umferð yfirfarnar.

7.Litlit-Klofi 6, br. á deiliskipulagi

1411078

Aðalsteinn Sigfússon og Sólveig Friðbjarnardóttir óska eftir heimild til að gera smávægilegar breytingar á gildandi deiliskipulagi, samþ. 26.11.2013, fyrir lóð sína Litla-Klofa 6. Aðkomu að lóðinni yrði breytt. Samþykki lóðarhafa þeirrar lóðar sem vegurinn lægi eftir liggur fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Litla-Klofa 6. Jafnframt leggur nefndin til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Því verði tillagan grenndarkynnt þeim lóðarhöfum sem aðkomu eiga að umræddum vegi að lóðinni Litli-Klofi 6.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?