65. fundur 08. janúar 2014 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðfinna Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Austvaðsholt, landskipti

1401005

Jón Gunnar Benediktsson og Helgi Benediktsson hafa óskað eftir umsögn sveitastjórnar um landskipti úr jörð þeirra. Stofnuð verður lóðin Austvaðsholt 1, lóð 1 með landnúmerinu 222005 og verður hún 3.770 m³ að stærð. Tiltekin lóð verður í eigu Jóns Gunnars eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við landskiptin.

2.Lunansholt 2, breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

1306054

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun í landi Lunansholts 2.
Tillagan hefur verið auglýst og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

3.Haukadalur 219699, vatnsból sett inná skipulag.

1305023

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda óskar eftir því að vatnsból verði sett inná aðalskipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna og fyrirhugað er að eigandi Svínhaga muni nýta sér hana. Varðandi reglur um grannsvæði vatnsbóla hefur borist athugasemd frá landeiganda sem á land rétt ofan við borholuna. Ekki liggja fyrir skipulagsáform af hans hálfu á þeim hluta landsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að þar sem um verulega stækkun á vatnsveitu er að ræða, að gerð verði lýsing á skipulagsverkefninu sem lögð verði fyrir sveitastjórn og farið verði um málsmeðferð skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skilyrt er að stækkun á veitunni skerði ekki nýtingarrétt annarra aðila sem fyrir eru á svæðinu, án þeirra samþykkis og þeim verði kynnt áformin bréflega. Jafnframt verði mengunarvörnum gerð góð skil í texta lýsingarinnar.

4.Hagi lóð, landnr. 165261, deiliskipulag

1310052

Ingimundur Gíslason hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja lóð sína, landnr. 165216 úr landi Haga við Gíslholtsvatn. Lóðin er 1,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir að skipta henni í 3 parta þar sem heimilt yrði að byggja sumarbústað á hverri lóð. Óskað hefur verið eftir undanþágu vegna fjarlægða frá vatni.
Umsögn Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur ekki borist. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar jákvæð umsögn Umhverfis- og auðlindaráðuneytis liggur fyrir.

5.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Hallstún, og Rangárflatir

1311031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til að breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæðis fyrir Jónskot úr landi Kots verði tekin sérstaklega til meðferðar. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og telur skipulagsnefnd að búið sé að uppfylla ákvæði 30. gr. skipulagslaga um lýsingu fyrir öll verkefnin.

Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram þar sem kynntar voru áætlanir Hallstúns og Rangárflata annars vegar og Kots hins vegar.

Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Galtalækur 2, br. á aðalskipulagi fiskeldi

1308026

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 hvað varðar landnotkun þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir fiskeldi. Tillagan var send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun og hafa gögn verið lagfærð m.t.t. ábendinga sem bárust frá þeim. Tillagan var auglýst frá 21.11.2013 til og með 2.1.2014 og bárust engar athugasemdir í auglýsingaferlinu. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun um hvernig stuðlað verði að vörnum gagnvart blöndun eldisfisks og villtra fiskistofna í nágrenninu og hefur því verið svarað.
Skipulagsnefnd telur að sérhæfðar mengunarvarnir einstakra svæða eigi ekki beint heima í aðalskipulagi, heldur verði þeim gerð skil í greinargerð og skilmálum deiliskipulags fyrir svæðið. Deiliskipulagið er í vinnslu og hefur verið unnið samhliða breytingunni á aðalskipulaginu.

Mengunarvörnum hefur þó verið gerð skil í greinargerð aðalskipulagstillögunnar og telur skipulagsnefnd að þar með sé komið til móts við framkomnar athugasemdir.

Skipulagsnefndin samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Galtalækur 2, Fiskeldi 214057, deiliskipulag

1306058

Stefanía Karlsdóttir fyrir hönd Íslenskrar matorku hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja svæði undir fiskeldi í landi Galtalækjar.
Tillagan var auglýst frá 21.11.2013 til og með 2.1.2014 og bárust athugasemdir frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem farið var fram á nánari útfærslu á tilhögun skipulagsins. Svar hefur verið sent til þeirra þar sem nánari skýringar hafa verið settar fram. Ekki bárust fleiri athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Öllum mengunarvörnum hefur verið gerð góð skil í greinargerð deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða afgreiðslu á breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

8.Hólavangur, Umsókn um óskipulagða lóð

1311030

Andri Leó Egilsson óskar eftir að fá að byggja raðhús á opnu svæði við Hólavang, vestanmegin. Lóðin hefur ekki verið stofnuð. Áform eru um byggingu tveggja íbúða parhús á einni hæð á lóðinni.
Skipulagsnefnd leggur til að umrætt svæði verði tekið undir lóð fyrir parhús á einni hæð. Nefndin leggur því til að lóðin verði auglýst til byggingar skv. lóðaúthlutunarreglum sveitarfélagsins að undangenginni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal send til íbúa Hólavangs ásamt eigendum lóða vestan Hólavangs.

9.Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.

1309029

Vegna óska landeigenda að Keldum hefur verið rannsakað áhrifasvæði vatnsverndasvæðis. Fyrir liggur skýrsla frá ÍSOR sem unnin var að beiðni sveitastjórnar Rangárþings ytra fyrir hönd Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps. Stjórn vatnsveitunnar tók erindið til skoðunar á fundi sínum þann 13. nóvember 2012 þar sem samþykkt var að beina því til sveitastjórnar Rangárþings ytra að gera breytingar á aðalskipulagi í samræmi við tillögu ÍSOR. Lýsing var gerð og hefur verið kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga. Lýsingin var einnig kynnt nærliggjandi sveitarfélagi, Rangárþingi eystra, og voru ekki gerðar neinar athugasemdir við lýsinguna. Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga hefur farið fram.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

1401006

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun þriggja svæða í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breyting á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots, einnig í Melbæ úr landi Hallstúns, breyting á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns, norðan Ölversholtsvegar og færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og rann út frestur til ábendinga þann 3. janúar 2014. Engar ábendingar bárust. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipuluagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd leggur til að breyting á aðalskipulagi vegna frístundasvæðis fyrir Jónskot úr landi Kots verði tekin sérstaklega til meðferðar. Sameiginleg lýsing hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og telur skipulagsnefnd að búið sé að uppfylla ákvæði 30. gr. skipulagslaga um lýsingu fyrir öll verkefnin.

Kynning skv. 2. mgr. 30. gr. hefur farið fram þar sem kynntar voru áætlanir Hallstúns og Rangárflata annars vegar og Kots hins vegar.

Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Fjallabak, skipulag miðhálendisins

1212031

Tillaga að rammaskipulagi fyrir suðurhálendið lögð fram að lokinni auglýsingu. Farið yfir athugasemdir sem borist hafa. Athugasemdir komu frá sveitastjórn vegna marka hverfisverndar og að mörk sveitarfélaganna væru rétt á uppdráttum. Mörk hverfisverndar hafa verið lagfærð og sett skv. þjóðlendulínu innan sveitarfélagamarka Rangárþings ytra og eystra. Sveitarfélagamörk eru eingöngu sett inn til skýringar og eru skv. samþykktu aðalskipulagi Rangárþings ytra.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að rammaskipulagi fyrir Suðurhálendið með þeim breytingum að skipulagssvæðið verði látið fylgja þjóðlendulínu. Bætt verði inn reit fyrir fjallasel sem verði settur við Grashaga. Jafnframt verði fyrirhugað skálasvæði við Hafrafell fært inn fyrir þjóðlendulínu norðan Hafrafells og fjallasel við Foss fellt út. Að samþykktum þessum breytingum leggur skipulagsnefnd til að gerðar verði þær breytingar sem þarf á aðalskipulagi Rangárþings ytra sem fram eru lagðar í rammaskipulaginu.

12.Grashagi, fyrirspurn um byggingarleyfi

1312005

Fitjamenn óska eftir leyfi til byggingar á skála í Grashaga við Ljósártungur. Erindið var tekið fyrir á fundi Samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar þar sem ekki var unnt að veita jákvæða umsögn vegna þess að hugmyndin samræmdist ekki þeim áformum sem getið er um í rammaskipulagi Suðurhálendis. Erindið var einnig rætt á fundi með fulltrúum Rangárþings ytra í stýrihópnum fyrir rammaskipulag Suðurhálendisins, þar sem sama afstaða var tekin.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til rammaskipulag fyrir Suðurhálendið hefur verið afgreitt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?