67. fundur 04. mars 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðmundur Ingi Gunnlaugsson aðalmaður
  • Valmundur Gíslason
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Lóð Olíudreifingar ehf - deiliskipulag

1402056

Olíudreifing óskar eftir að sveitarfélagið deiliskipuleggi svæði undir olíubirgðastöð félagsins þar sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið felldi úr gildi starfsleyfi félagsins vegna þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir umrædda starfsemi.
Skipulagsfulltrúa falið að senda Olíudreifingu gildandi deiliskipulag.

2.Grashagi, ósk um deiliskipulag

1402059

Fitjamenn ehf óska eftir heimild sveitastjórnar til að fá að deiliskipuleggja svæði í Grashaga við Launfitjasand til uppbyggingar á skála fyrir ferðamenn.
Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022

3.Þjóðólfshagi 21 og 25, umsókn um breytingar á deiliskipulagi

1401024

Ágúst Rúnarsson óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt í landi Þjóðólfshaga úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Umsækjandi áformar stofnun lögbýlis á lóð sinni ásamt flutningi á lögheimili þegar breytingin hefur átt sér stað. Lögð er fram lýsing á áætlunum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og fer fram á að kallað verði eftir samþykki annarra lóðarhafa innan gildandi deiliskipulagssvæðis.

4.Meiri-Tunga 3, deiliskipulag

1402066

Ketill Gíslason óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði úr landi sínu, meiri-Tungu 3. Deiliskipulagið tekur til nýrrar íbúðarhúsalóðar, þriggja lóða fyrir útihús og þriggja lóða fyrir frístundahús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Svínhagi SH-17, deiliskipulag

1403002

Drífa Kristjánsdóttir og Björn Þorgrímsson óska eftir heimild sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt úr landi Svínhaga merkt SH-17. Áform eru uppi um að byggja einbýlishús ásamt bílgeymslu, gestahúsum og véla- og tækjageymslu. Landið er 3,1 ha. að stærð.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

6.Orkufjarskipti, Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðaralögn

1402055

Orkufjarskipti, kt. 561000-3520, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Tengivirki vestan Rangár að símstöð Mílu við Þrúðvang 10 á Hellu. Tilgangur með lögninni er að tryggja fjarskiptamál tengivirkisins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með þeim skilyrðum að frágangur lagnaleiðar verði með þeim hætti að umhverfi hljóti ekki skaða af. Verktaki skal einnig gerður ábyrgur fyrir því að ganga frá slitlagi á Þrúðvangi þannig að sár verði ekki varanleg. Einnig skal verktaki skila inn hnitsetningu á lagnaleiðinni.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?