68. fundur 04. apríl 2014 kl. 09:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðfinna Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Háfshjáleiga, spilda úr 207728, landskipti

1402053

Eigendur Þórshúss ehf óska umsagnar Rangárþings ytra um landskipti úr landi Háfshjáleigu, landi 5. Um er að ræða stofnun tveggja lóða úr landnr. 207728, 97 ha að stærð. Báðar nýju lóðirnar verða 36,5 ha að stærð hvor og restin því 24 ha. Nýjar lóðir fá landnr. 222102 og 222103.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar sem enn liggur ekki fyrir staðfesting á landamerkjum upprunaspildunnar með landnr. 207728.

2.Ægissíða I og IV, landskipti og samruni.

1402067

Þórhallur Ægir Þorgilsson óskar eftir heimild sveitastjórnar til landskipta úr landi sínu, Ægissíðu I, landnr. 165446. Stofnuð verður ný lóð, 4,2 ha. að stærð og fær landnr. 222250. Ný lóð verður sameinuð Ægissíðu IV, landnr. 165440. Eftir samrunann verður Stofnuð ný lóð, 1,4 ha. að stærð sem fær landnr. XXXXXX. Kvöð verður á Ægissíðu IV um aðkomu að nýju lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

3.Heiði, landskipti

1402068

Páll Melsted, fyrir hönd eigenda, óskar eftir heimild sveitastjórnar til landskipta úr landi sínu, Heiði. Um er að ræða 60 ha. svæði sem er í eigu íslenska ríkisins og fær landnr. 222268.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

4.Marteinstunga, landskipti

1404004

Gunnar Guttormsson óskar eftir staðfestingu sveitastjórnar á landskiptum úr jörð sinni, Marteinstunga landnr. 165127. Stofnuð verður ný lóð landnr. 222287, 1,1 ha. að stærð. Eftir stofnun mun ný lóð sameinast lóðinni Lýtingur, landnr. 165243.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

5.Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

1401006

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi þar sem 3 ha spilda úr landbúnaðarsvæði í landi Kots verði breytt í frístundasvæði.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hallstún, austan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.

1310043

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði F27, verði minnkað úr 52 ha í 12 ha. Restin verði gerð að landbúnaðarsvæði. Breytingin tekur einnig til nýs frístundasvæðis úr landi Hallstúns, merktu F72.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Hallstún, og Rangárflatir

1311031

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að breyta landnotkun í aðalskipulagi. Um er að ræða færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Lýsing var kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust athugasemdir sem búið er að taka tillit til í gerð tillögunnar. Tillagan hefur einnig verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var til sýnis frá 25. mars til og með 28. mars 2014 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Galtalækur 2, br. á aðalskipulagi fiskeldi

1308026

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022 hvað varðar landnotkun á um eins ha. svæði úr landi Galtalækjar II, þar sem landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir fiskeldi. Tillagan hefur hlotið tilskilda málsmeðferð skv. skipulagslögum og þarfnast eingöngu staðfestingar Skipulagsstofnunar á tilteknum breytingum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Galtalækur 2, Fiskeldi 214057, deiliskipulag

1306058

Stefanía Karlsdóttir fyrir hönd Íslenskrar matorku hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land undir fiskeldi í landi Galtalækjar II. Tillagan hefur hlotið tilskilda málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga. Gerð var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem fyrirhugað svæði verður að iðnaðarsvæði og voru báðar tillögur auglýstar samhliða. Tillagan að breytingu á aðalskipulaginu er til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og barst athugasemd frá stofnuninni vegna tilvísunar í rangt ákvæði skipulagslaga, þar sem vísað var í 3. mgr. 30. gr. en hefði átt að vera vísað til 2. mgr. 32. gr. Til að dagsetningar á uppdráttum aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsins haldist í hendur þarf að endurtaka afgreiðslu í nefndinni.
Skipulagsnefnd samþykkir því fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Baugalda 9-13, breyting á deiliskipulagi

1311029

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á deiliskipulagi við enda Baugöldu á Hellu. Gildandi deiliskipulag er síðan 2004 og er fyrir Öldur II. Innan lóðar nr. 9-13 verður heimilt að byggja fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða áður. Aðkomu bíla við endalóðir verður breytt lítillega á kostnað lóðarinnar nr. 7 við sömu götu. Grenndarkynning hefur farið fram og rann athugasemdarfrestur út þann 17. janúar sl. Ekki bárust neinar athugasemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

11.Ölversholt, Deiliskipulag

1302059

Magnús K. Sigurjónsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 3 og Einar Benjamínsson fyrir hönd eigenda Ölversholts 1 hyggjast deiliskipuleggja land sitt þar sem óskað er eftir að komi íbúðar- og frístundahúsabyggð á hluta landsins. Tillagan er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 er varðar landnotkun og byggingarheimildir. Heimild til deiliskipulagsgerðar var veitt á fundi skipulagsnefndar þann 26.3.2013 og samþykkt tillaga til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun vegna skráðra fornleifa og hefur framlögð tillaga verið lagfærð. Ekki var um frekari athugasemdir að ræða.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á lýsingu þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?