70. fundur 05. júní 2014 kl. 11:00 - 13:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Guðmundur Ingi Gunnlaugsson aðalmaður
  • Guðfinna Þorvaldsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Uxahryggur I, landskipti

1403024

Afkomendur Magnúsar Guðmundssonar, eiganda jarðarinnar Uxahryggjar I, landnr. 164561 hafa óskað eftir að fá að skipta jörðinni í spildur og lóðir. Jörðin Uxahryggur 1 (164561) GPS mæld, hnitsett og stærðarmæld. 324,84 ha. (298.76 ha. sunnan þjóðvegar, 26.08 norðan vegar 18.26 7,82).
Þremur nýjum spildum og 5 lóðum skipt úr jörðinni þannig; "Uxahryggur" landnr. 222417 verður 112.58 ha. "Uxahryggur 1a" landnr. 222418 verður 74.67 ha., "Uxahryggur 1b" landnr. 222419 verður 47.85 ha.
Nýju lóðirnar 5 norðan þjóðvegar verða: "Uxahryggur lóð 2" = 4.50 ha. landnr. 222420, "Uxahryggur 1 lóð 1" = 3.08 ha. landnr. 222421, "Uxahryggur 1a lóð 1" = 6.11 ha., landnr. 222422, "Uxahryggur 1b lóð 1" = 4.57 ha. landnr. 222423, og Uxahryggur 1 lóð 2 = 7.82 ha. landnr. 222424.
Nafnabreyting: Lóðin "Uxahryggur 1 lóð"(219337) er 2.22 ha. fær nýtt heiti: "Uxahryggur lóð 1" (219337).
Stærð Uxahryggjar 1(164561) eftir skipti verður 63.66 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Kambur lóð 6, landskipti

1405021

Þórdís Ingólfsdóttir óskar eftir að skipta út lóð úr landi sínu, Kambi, landnr. 165098, við Gíslholtsvatn. Ný lóð mun fá nafnið Kambur lóð 6 og verður 15.252 m³ að stærð með landnr. 222385.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Austvaðsholt I, landskipti

1405027

Helgi og Jón Gunnar Benediktssynir óska eftir að fá að skipta landi sínu til helminga úr landi Austvaðsholts I, landnr. 164963. Fyrir liggur dómur Hérðasdóms Suðurlands nr. E-156/2009 frá 9.12.2009 um landamerki og er uppdráttur gerður í samræmi við þann dóm, eins og segir í greinargerð skiptagerðar.
Austvaðsholt I er skipt í 2 jafna hluta auk einnar minni lóðar fyrir útihús.
Stærð Austvaðsholts Ib, landnr. 164963 verður eftir skiptin 176,5 ha og þar af eru um 41 ha ræktað land.
Stærð Austvaðsholts Ic, landnr. 164965 verður eftir skiptin 176,5 ha og þar af eru um 47 ha ræktað land.
Afmörkuð er 0,37 ha lóð fyrir útihús við aðkomuveg að Austvaðsholti Ib. Á lóðinni er hesthús sem færist yfir á Austvaðsholt Ib, 164963. Ný lóð fær landnr. XXXXXX og verður í óskiptri sameign beggja jarðanna.
Skipulagsnefnd vísar erindinu frá þar sem ekki liggja fyrir skýr gögn um landamerki.

4.Haukadalur 219699, vatnsból sett inná aðalskipulag.

1305023

Torfi Kristjánsson fyrir hönd landeigenda óskar eftir því að vatnsveita verði sett inná skipulag. Starfsleyfi hefur verið veitt á vatnsveituna þar sem fyrirhugað er að eigandi Svínhaga muni nýta sér hana. Sveitastjórn samþykkti að hefja gerð breytinga á aðslkipulagi með fyrirvara um að enginn ágreiningur yrði um staðsetningu vatnsbólsins. Lýsing hefur verið kynnt og bárust athugasemdir frá JP-lögmönnum fyrir hönd landeiganda.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindins þar sem ljóst er af fyrirliggjandi gögnum að ágreiningur er á milli landeigenda á viðkomandi svæði.

5.Kot, Jónskot, breyting á aðalskipulagi

1401006

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun svæðis í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breytingu á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði fyrir Jónskot úr landi Kots. Lýsing hefur verið kynnt ásamt fyrirliggjandi tillögu og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Rangárþing ytra, breytingar á aðalskipulagi fyrir Rangárflatir á Hellu

1311031

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun svæðis í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða færslu á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs. Lýsing hefur verið kynnt ásamt fyrirliggjandi tillögu og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hallstún, austan Landvegar. Breyting á aðalskipulagi.

1310043

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun svæðis í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Um er að ræða breytingu á landbúnaðarsvæði í frístundasvæði í Melbæ úr landi Hallstúns ásamt breytingu á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði á spildu úr landi Hallstúns austan Landvegar. Lýsing hefur verið kynnt ásamt fyrirliggjandi tillögu og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Fögruvellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Ólöf Rún Tryggvadóttir óskar eftir því að gerð verði breyting á landnotkun á hluta af jörð sinni í aðalskipulagi Rangárþings ytra. Jörðin nefnist Fögruvellir og er um 32 ha. úr landi Stóru-Valla. Lögbýli er skráð á jörðina. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Áform umsækjanda eru að fytja lögheimili sitt á jörðina á næstu árum. Erindi umsækjanda var frestað á síðasta fundi vegna ónógra upplýsinga.
Skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingar á landnotkun á tilteknu svæði úr landi Stóru-Valla með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda innan svæðisins.

9.Meiri-Tunga 3, deiliskipulag

1402066

Ketill Gíslason hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja svæði úr landi sínu, meiri-Tungu 3. Deiliskipulagið tekur til nýrrar íbúðarhúsalóðar, þriggja lóða fyrir útihús og þriggja lóða fyrir frístundahús. Tillagan var auglýst frá 10.3.2014 til 24.4.2014. Athugasemd barst frá Vegagerð ríkisins um að afleggja þurfi núverandi aðkomuslóða frá Landvegi að efra svæðinu. Einnig barst ábending frá Minjastofnun um aðkomu að uppgreftri þegar áformaðar byggingar verði reistar. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að sýna þurfi staðsetningu rotþróa og siturlagna. Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við uppröðun mannvirkja á landbúnaðarsvæði á efra svæðinu og telur heppilegra að röðun verði í þyrpingum frekar en að raða húsunum í röð meðfram þjóðvegi. Ekki bárust aðrar athugasemdir.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við athugasemdir á nýjum uppdrætti. Lagfæringar eru það veigalitlar að ekki er talin þörf á að hefja ferli að nýju. Því leggur skipulagsnefnd til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.

10.Dynskálar 28-36, breyting á byggingareitum, deiliskipulag

1306067

Breyting á deiliskipulagi við Dynskála. Byggingareitir færðir til suðurs til jafns við aðra reiti vestan Langasands. Fjarlægð frá miðju Suðurlandsvegar er því 19 metrar. Samþykktir hafa borist frá lóðarhöfum í kring. Samþykki Vegagerðar liggur einnig fyrir skv. tölvupósti frá 14.5.2014.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem byggingarreitir við Dynskála meðfram Suðurlandsvegi verði færðir sunnar til jafns við aðra reiti vestan Langasands. Jafnframt verði settar fram tillögur til lóðarhafa um samræmdan frágang við lóðamörk meðfram Suðurlandsvegi.

11.Öldur II, deiliskipulag

1405024

Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja ferli við deiliskipulag í þéttbýli sem ber nafnið Öldur II. Deiliskipulag fyrir Öldur II öðlaðist ekki gildistöku í fyrra ferli og því þarf að hefja ferli uppá nýtt. Áður gerðar breytingar sem gerðar hafa verið á svæðinu verða því teknar inn í nýju skipulagi. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Öldur II.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Rangárflatir 4, breyting á deiliskipulagi

1301010

Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðslkipulagi vegna landnotkunar við Rangárflatir 4. Samhliða breytingunni er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Deiliskipulagið tekur til stækkunar á verslunar- og þjónustulóð undir hótel Stracta. Gildandi deiliskipulag er dagsett 26.11.2012.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Landsvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar. Beiðni um umsögn

1305012

Með tölvupósti dags. 21. janúar 2014 var lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW send til umsagnar Vegagerðar ríkisins, Rangárþings Ytra, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar Íslands og Landsnets auk Skipulagsstofnunar. Nú hefur verið unnin tillaga að aðalskipulagsbreytingu og er hún nú til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Tillagan er hér jafnframt send til umsagnar.
Skipulagsnefnd telur að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitastjórnar síðan 3.6.2013 og fer fram á viðræður við Landsvirkjun um mögulegar mótvægisaðgerðir áður en skipulagstillaga verður fullgerð.

14.Fagurhóll, deiliskipulag

1405022

Bjarnleifur Bjarnleifsson og Lilja Gunnarsdóttir óska heimildar sveitastjórnar til að deiliskipuleggja land sitt, Fagurhól úr landi Snjallsteinshöfða. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd veitir umsækjanda heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Árbakki, óveruleg breyting á deiliskipulagi

1405013

Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir óska heimildar til að gera smávægilegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka, samþ. 14.9.2006. Breytingin fellst í því að fyrirhuguð reiðhöll færist til innan lóðar.
Skipulagsnefnd veitir umsækjanda heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem einungis sé verið að færa til byggingar innan lóðar. Því færi um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. þar sem tiltekin breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.

16.Lýtingur, breyting á deiliskipulagi

1406006

Hörður Kristjánsson óskar eftir heimild sveitastjórnar til mega breyta gildandi deiliskipulagi á lóð sinni, Lýtingi landnr. 165243. Gildandi deiliskipulag er síðan 26.5.2011. Breytingin felur í sér að svæðið er stækkað um 1,1 ha og skiptist sú viðbót á milli lóða nr. F4 og F5. Lóðamörk verða færð í girðingu umhverfis svæðið og breytast því lóðamörk lítillega við það. Byggingarskilmálum er einnig breytt lítillega. Lögð er fram tillaga að breytingunni´.
Skipulagsnefnd veitir umsækjanda heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem einungis er um stækkun svæðis að ræða og skilmálar haldast að langmestu leyti óbreyttir frá fyrra deiliskipulagi. Því færi um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. þar sem tiltekin breyting hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda.

17.landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Landsvirkjun hefur lagt fram drög að tillögu að matsáætlun vegna uppbyggingar á allt að 200 MW vindlundar við austanvert Búrfell. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní 2014.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögunni og fer fram á ítarlegar viðræður við Landsvirkjun og kynningu á framangreindum áformum.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?