79. fundur 09. mars 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Svínhagi SH-17, byggingarleyfi

1405020

Minnisblað lagt fram vegna frekari rökstuðnings við ósk um undanþágu vegna fjarlægðar frá ám og vötnum.
Nefndin samþykkir framlögð drög að rökstuðningi og felur skipulagsfulltrúa að senda rökstuðninginn til ráðuneytisins ásamt fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Margrét Arnardóttir og Björk Guðmundsdóttir frá Landsvirkjun kynna hugmyndir um breytingar á afmörkun verndarsvæðis við Búrfell.

2.Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu

1401025

Fulltrúar Landsvirkjunar leggja fram hugmyndir að breytingum á mörkum verndarsvæðis við Búrfell í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ætlunin er að vera með örstutta kynningu á verkefninu og því sem snýr að skipulagsmálum á svæðinu.
Lagt fram til kynningar
Fulltrúar Landsvirkjunar víkja af fundi og þakkað fyrir góða kynningu.

3.Haukadalur lóð B, deiliskipulag

1407018

Minnisblað lagt fram vegna ákvörðunar um veitingu frekari rökstuðnings við ósk um undanþágu frá fjarlægð að ytri-Rangá.
Nefndin hafnar beiðni um undanþágu. Ljóst er að staðsetning á mannvirki svo skammt frá Ytri-Rangá takmarkar nauðsynlegt rými fyrir aðkomu að og meðfram ánni. Nægt rými er fyrir mannvirki á umræddri lóð.

4.Álftavatn stöðuleyfi fyrir gistiskála

1502084

Haraldur Eiríksson fyrir hönd Holtunga ehf óskar eftir stöðuleyfi til að staðsetja 31 m² gistiskála við Álftavatn til útleigu fyrir ferðamenn og veiðimenn.
Málinu frestað.

5.Fjallafang, Landmannalaugar, stöðuleyfi

1502080

Guðjón Sívertsen fyrir hönd Fjallafangs 620600-2610 óskar eftir leyfi til að staðsetja söluskúr í Landmannalaugum eins og undanfarin ár.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi frá 15. júní til 15. september 2015. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að staðsetja umrædda starfsemi.

6.Landmannalaugar, umsókn um stöðuleyfi fyrir greiðasölu

1502030

Finnbogi Helgi Karlsson, kt: 010168-3849, óskar eftir leyfi til að staðsetja greiðasölu í Landmannalaugum. Umrædd hús eru frá Hafnarbakka.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi frá 15. júní til 15. september 2015. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að staðsetja umrædda starfsemi.

7.Hagi lóð 165217, byggingarleyfi sumarhús

1503032

Sigurður Jónsson óskar eftir leyfi til að byggja rétt um 60 m² sumarhús á lóð sinni við Gíslholtsvatn. Áform eru einnig uppi um að lóðinni verði skipt í tvennt.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?