81. fundur 11. maí 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Hrólfstaðahellir, landskipti,

1504014

Landeigendur Hrólfsstaðahellis, landnr. 164981, óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, hluta sem sýnt hefur verið fram á að tilheyri íslenska ríkinu og þinglýst hefur verið sem slíkum. Ný spilda verði 145 ha að stærð og fengi landnr. 223212 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Umsókn um lóð innan Álftavatnssvæðis

1503072

Holtungar ehf hefur óskað eftir lóð innan skipulagðs svæðis við Álftavatn undir gistiskála / ferðaþjónustu. Byggðaráð samþykkti að úthluta lóðinni til þeirra á fundi dags. 29.4.2015. Auglýsa þarf lóðina skv. skilmálum forsætisráðuneytisins áður en af úthlutun getur orðið.
Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lóðina. Tillaga að auglýsingu lögð fram og samþykkt.

3.Stóru-Vellir, breyting á aðalskipulagi

1404007

Landeigendur hafa óskað eftir að landnotkun verði breytt á spildum þeirra úr landi Stóru-Valla. Breyting verði úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Áform sumra umsækjanda eru að fytja lögheimili sitt á jörðina á næstu árum. Lagt er fram yfirlit yfir svæðið sem um ræðir.
Skipulagsnefnd leggur til að þar sem eigendur hafa lýst sig samþykka því að breytt verði úr landnotkun frístundasvæðis yfir í landbúnað að nýju, skuli gerð breyting á aðalskipulagi. Skipulagsfulltrúa verði falið að hefja þá vinnu sem fyrst. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa og landeigendum heimilað að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

4.Gaddstaðaflatir deiliskipulag hestasvæðis

1501005

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir núverandi reiðhöll og nýtt hesthúsasvæði á Gaddstaðaflötum á Hellu. Nýja hesthúsasvæðið er austan við núverandi reiðhöll og keppnissvæði á Gaddstaðaflötum. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að framkomnar hugmyndir verði kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins.

5.Svínhagi SH-17, deiliskipulag

1403002

Rangárþing ytra hefur samþykkt deiliskipulag af lóðinni Svínhagi SH-17 ásamt lóð SH-21 úr landi Svínhaga. Skipulagið tók gildi með auglýsingu í B-deild 14.10.2014.
Í ljósi aðstæðna á staðnum þarf að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulaginu vegna fjarlægðar mannvirkja frá Selsundslæk. Leitað hefur verið eftir undanþágu frá ráðuneyti og fékkst umrædd undanþága með bréfi dags. 8.5.2015.
Skipulagsnefnd leggur til að lóðarhöfum verði veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi, sem uppfylla þá skilmála sem felast í undanþágunni frá ráðuneyti Umhverfis- og auðlindamála.

6.Ölversholt 2, Umsókn um deiliskipulag

1505004

Guðbjörg E Benjamínsdóttir óskar eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af jörð sinni, Ölversholt 2.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?