221. fundur 09. maí 2022 kl. 10:30 - 12:20 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir varaformaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hulda Karlsdóttir embættismaður
  • Einar Bárðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir Fundarritari
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1.

1.Ársreikningur 2021

2204050

Ársreikningur fyrir árið 2021 lagður fram.
Ársreikningur 2021 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur. Reksturinn gekk ágætlega á árinu og voru útgjöld og tekjur nokkuð yfir áætlun. Tap ársins var 6,6 m.kr. Eigið fé í árslok nam 200,7 m.kr.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2022

2203022

Rekstraryfirlit janúar - mars 2022 lagt fram til kynningar
Rekstraryfirlit frá janúar til mars lagt fram til kynningar

3.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál.
Hulda Karlsdóttir fór yfir ýmis rekstrarmál.

4.Sorphirða

2203024

Lagt fram lokaeintak af greinargerð um sorphirðu.
Framkvæmdastjóri hefur tekið saman greinargerð um reynsluna af fyrirkomulagi sorphirðu og jafnframt var gerð verðkönnun á útvistun verkefnisins til samanburðar við eigin reynslu af rekstrinum.

Samdóma mat stjórnar var að halda áfram núverandi rekstrarfyrirkomulagi, en ráðast jafnframt í stefnumótunarvinnu og samtal við íbúa um framtíðarfyrirkomulag sorphirðu.

5.Samskipti við Umhverfisstofnun

1811019

Farið yfir stöðu mála vegna fráviks í reglubundnu eftirliti Umhverfisstofnunar á urðunarstaðnum á Strönd.
Formanni falið að svara erindi Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

6.Farvegur úrgangs frá Sorpstöð Rangárvallasýslu

1901059

Lagður fram samningur um afsetningu úrgangsefna fyrir árið 2022.
Í kjölfar verðkönnunar á afsetningu úrgangsefna var ákveðið að semja við Íslenska gámafélagið og gildir það samkomulag út árið 2022.

7.Flokkun á lífrænum úrgangi

1901057

Bokashi gerjun í Rangárvallasýslu - Skýrsla úr 2. áfanga tilraunverkefnis lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar skýrsla úr 2. áfanga tilraunaverkefnis Jarðgerðarfélagins, Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Landgræðslunnar um Bokashi gerjun.

Stjórn samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og samþykkir þátttöku í styrkumsókn, til eflingar hringrásarhagkerfisins á vegum Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins, vegna verkefnisins.

8.Hringrásarhagkerfið - breytt úrgangsstjórnun

2203028

Lagt fram minnisblað til kynningar með upplýsingum um verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfið" en umfangsmiklar breytingar verða 1. janúar 2023 vegna gildistöku nýrra laga frá júní 2021 um flokkun og endurvinnslu, hollustuhætti, mengunarvarnir, úrvinnslugjald o.fl.
Skýrsla frá Eflu um greiningu á útfærslum "Borgað þegar hent er" lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

310. stjórnarfundur SOS - fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?