24. fundur 13. apríl 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Magnús H. Jóhannsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættist liður 9. Helluþorp 90 ára, 17. Lundur - stjórnarfundur 24 og 18. Lundur - stjórnarfundur 25, aðrir liðir færast til í samræmi. Það var samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 20

1603001

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92

1603012

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ágreiningur er á milli eigenda lóðarinnar Burstabrekku, landnr. 165224 og aðila landskiptanna um afmörkun lóðarinnar. Lóðin er innan upprunalandsins ásamt aðkomuvegi. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri afmörkunar þeirrar lóðar né til eignarhalds á aðkomuvegi í tengslum við þessi landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ágreiningur er á milli eigenda lóðarinnar Burstabrekku, landnr. 165224 og aðila landskiptanna um afmörkun lóðarinnar. Lóðin er innan upprunalandsins ásamt aðkomuvegi. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri afmörkunar þeirrar lóðar né til eignarhalds á aðkomuvegi í tengslum við þessi landskipti.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar. Gísli Gíslason ráðgjafi mun uppfæra lýsinguna í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar. Gísli Gíslason ráðgjafi mun uppfæra lýsinguna í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað að sinni eða þar til álit ÍSOR fyrir Rangárþing eystra liggur fyrir. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað að sinni eða þar til álit ÍSOR fyrir Rangárþing eystra liggur fyrir.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Farið var yfir efni og áherslur í lýsingu. Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og metnar. Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við allar athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til að lagfærð lýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Farið var yfir efni og áherslur í lýsingu. Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og metnar. Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við allar athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til að lagfærð lýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar.
    Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar.
    Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Farið var yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til niðurstaða liggur fyrir úr yfirstandandi rannsókn á vatnasviði svæðisins. Bókun fundar Farið var yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til niðurstaða liggur fyrir úr yfirstandandi rannsókn á vatnasviði svæðisins.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og yfirfarnar.
    Skipulagsnefnd telur að áform landeigenda samræmist ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 um heildarstærðir bygginga sem tengjast ferðamennsku á landbúnaðarsvæðum.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
    Bókun fundar Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og yfirfarnar.
    Skipulagsnefnd telur að áform landeigenda samræmist ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 um heildarstærðir bygginga sem tengjast ferðamennsku á landbúnaðarsvæðum.
    Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd telur að tillaga C eigi að vera til hliðsjónar við gerð deiliskipulags af svæðinu. Skipulagsnefnd leggur því til að hafin verði vinna við deiliskipulag á grunnskóla- og íþróttasvæðinu á grundvelli tillögu C. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að tillaga C eigi að vera til hliðsjónar við gerð deiliskipulags af svæðinu. Skipulagsnefnd leggur því til að hafin verði vinna við deiliskipulag á grunnskóla- og íþróttasvæðinu á grundvelli tillögu C.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt skv. gr. 5.9.2 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
    Nefndin telur hagsmunaaðila vera íbúar nærliggjandi lóða í götunni.
    Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt skv. gr. 5.9.2 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
    Nefndin telur hagsmunaaðila vera íbúar nærliggjandi lóða í götunni.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Skipulagsnefnd hafnar erindinu og leggur til að tiltekinni starfsemi verði frekar fundinn staður á lóð sorpstöðvarinnar á Strönd, og sótt verði um byggingarleyfi í stað stöðuleyfis. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við umsækjanda um framtíðarstaðsetningu umræddrar starfsemi. Bókun fundar Skipulagsnefnd hafnar erindinu og leggur til að tiltekinni starfsemi verði frekar fundinn staður á lóð sorpstöðvarinnar á Strönd, og sótt verði um byggingarleyfi í stað stöðuleyfis. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við umsækjanda um framtíðarstaðsetningu umræddrar starfsemi.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 92 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn telur að þær hugmyndir sem kynntar eru í skýrsludrögunum séu mjög áhugaverðar og leggur til að áfram verði unnið eftir þeirri línu sem þar er lögð.

    Samþykkt samhljóða.

3.Oddi bs - 3

1603009

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Oddi bs - 3 Tillaga er um að efna til átaks til eflingar leikskólastigsins. Aukinn kostnaður á árinu 2016 er áætlaður um 3 m. króna miðað við að kostnaður við átakið reiknist frá og með 1. september. Stjórn óskar eftir þessu aukaframlagi frá sveitarfélögunum fyrir árið 2016.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að efna til átaks til eflingar leikskólastigsins. Aukinn kostnaður á árinu 2016 er áætlaður um 3 m. króna miðað við að kostnaður við átakið reiknist frá og með 1. september. Stjórn óskar eftir þessu aukaframlagi frá sveitarfélögunum fyrir árið 2016.


    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Tillaga um að sveitarstjórn samþykki viðauka I við fjárhagsáætlun ársins 2016 að upphæð 2.560 þ. króna til Odda bs. vegna sérstaks átaks til eflingar leikskólastigsins. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Samþykkt samhljóða.
  • Oddi bs - 3 Fyrir liggur minnisblað. Eftir skoðun málsins telur stjórn Odda best að halda áfram með núverandi fyrirkomulag.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Fyrir liggur minnisblað. Eftir skoðun málsins telur stjórn Odda best að halda áfram með núverandi fyrirkomulag.

    Niðurstaða sveitarstjórnar:
    Lagt fram til kynningar.

4.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Niðurstaða tilboða í styrki - Ísland ljóstengt.
Fyrir liggur að tilboð Rangárþings ytra í fjármuni á vegum verkefnis stjórnvalda um Ísland ljóstengt skilaði þeim árangri að sveitarfélaginu stendur til boða styrkur á árinu 2016 að upphæð 118.050.000 kr. Sveitarstjórn fagnar þessari ánægjulegu niðurstöðu.



Tillaga er um að þiggja styrkinn og að fela sveitarstjóra að ganga til samninga fyrir hönd sveitarfélagsins og vinna verkefnið áfram.



Samþykkt samhljóða.

5.Ungmennaráð

1603024

Starfsemi ráðsins
Fyrir liggur samantekt um starfsemi Ungmennaráðs Rangárþings ytra. Sveitarstjórn telur mikilvægt að hvetja til virkrar þátttöku ungmenna við mótun starfs á vegum sveitarfélagsins. Tillaga um að fela sveitarstjóra að virkja starfsemi ráðsins og undirbúa að ráðið geti tekið til starfa af fullum krafti næsta haust.



Samþykkt samhljóða.

6.Rekstur Brúarlundar

1504002

Samningur við Ungmennafélagið
Tillaga er um að staðfesta fyrirliggjandi samning um leigu á hluta sveitarfélagsins í Brúarlundi til Ungmennafélagsins Merkihvols.



Samþykkt samhljóða.

7.Fyrirspurnir og erindi frá Á-lista 2016

1601019

Fyrirspurnir um stöðu mála
Hver eru framtíðaráform um húsnæði og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hellisins.



Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

Magnús H. Jóhannsson





Tillaga um að fela sveitarstjóra að taka saman stöðuskýrslu varðandi framtíðaráform Hellisins og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Jafnréttisáætlun

1510053

Endurskoðuð jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Fyrir liggur tillaga að endurskoðaðri jafnréttisáætlun eftir umfjöllun í Atvinnu-, menningarmála og jafnréttisnefnd. Tillaga er um að staðfesta jafnréttisáætlunina.



Samþykkt samhljóða.

9.Helluþorp 90 ára

1604018

Undirbúningur
Árið 2017 verður Helluþorp 90 ára en miðað hefur verið við að upphafsárið sé 1927. Tilefni er til þess að minnast afmælisins með viðeigandi hætti og rétt að hefjast handa fljótlega við undirbúning. Þannig væri gott að huga strax að umhverfismálum og kannski hægt að nota tækifærið og hvetja til átaks í þeim efnum. Tillaga er um að atvinnu- og menningarmálanefnd haldi utan um undirbúning fyrir afmælið og umhverfisnefnd skipuleggi umhverfisátak með starfsmönnum sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

10.Þjóðólfshagi 3, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1603052

Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II í gestahúsi sínu við Þjóðólfshaga 3.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

11.Ketilhúshagi 33, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II í sumarhúsi í land

1603051

Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II í sumarhúsi félagsins í landi Ketilhúshaga.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

12.Rauðhóll, beiðni um umsögn um rekstrarleyfi

1604011

Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki I í íbúðarhúsi sínu á Rauðhóli, Rangárþingi ytra.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

13.Reynifell lóð F-2, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

1603059

Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II í sumarhúsi á lóð nr. F-2 í landi Reynifells.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.



Samþykkt samhljóða.

14.Húsakynni bs - 8

1604001

Lagt fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 32 fundur

1603056

Fundargerð frá 21032016
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Lundur - stjórnarfundur 23

1603057

Fundargerð frá 21032016
Lagt fram til kynningar.

17.Lundur - stjórnarfundur 24

1604023

Fundargerð frá 06042016
Lagt fram til kynningar.

18.Lundur - stjórnarfundur 25

1604024

Fundargerð frá 12042016
Stjórn Lundar óskar eftir að samningur við þjónustumiðstöð Rangárþings ytra, um eftirlit með framkvæmdum viðbyggingar, verði framlengdur til áætlaðra loka framkvæmdatíma þ.e. út janúar 2017.



Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá viðeigandi samningi.

19.Fjallskilanefnd Landmannaafréttar

1604002

Fundargerð frá 10022016
Lagt fram til kynningar.

20.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 178

1604019

Fundargerð frá 07042016
Lagt fram til kynningar.

21.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 46

1604020

Fundargerð frá 05042016
Lagt fram til kynningar.

22.Stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga - 837

1603054

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

23.Námsferð um íbúalýðræði

1603036

Samband Íslenskra Sveitarfélaga skipuleggur námsferð til Svíþjóðar til að kynnast aðferðum til eflingar íbúalýðræðis 29 ágúst-1 september 2016.
Lagt fram til kynningar.

24.Stöðuskýrsla sjúkraflutinga HSU

Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?