Sveitarstjórn Rangárþings ytra

26. fundur 11. maí 2016 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Guðmundur Daníelsson sat fundinn undir lið 3 og Klara Viðarsdóttir aðalbókari sat fundinn undir lið 4 og 5. Áður en gengið var til dagskrár fóru sveitarstjóri og oddviti yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Til umsagnar frá Alþingi 670. mál

1605014

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir)
Lagt fram til kynningar.

2.Til umsagnar frá Alþingi 673. mál

1605013

Frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð
Lagt fram til kynningar.

3.Stjórn Félags- og skólaþjónustu - 19. fundur

1605017

Fundargerð frá 26042016
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Félagsmálanefnd - 33 fundur

1605018

Fundargerð frá 25042016
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 42

1605002

Fundargerð frá 10052016
Lagt fram til kynningar.

6.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 23

1605004

Fundargerð frá 10052016
Lagt fram til kynningar.

7.Stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga

1605015

Fundargerð frá 29042016
Lagt fram til kynningar.

8.HES - stjórnarfundur 171

1605016

Fundargerð frá 20042016
Lagt fram til kynningar.

9.246.fundur Sorpstöð Suðurlands

1605004

Fundargerð frá 25042016
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

10.Umhverfisnefnd - 9

1604015

Fundagerð frá 03052016
Tillaga er um að staðfesta fundargerðina.Samþykkt samhljóða.

11.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93

1604002

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti eða við staðfest afmörkuð landamerki. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti eða við staðfest afmörkuð landamerki.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Felld hafa verið niður áform um tengingu við vatnsveitu á svæðinu. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Felld hafa verið niður áform um tengingu við vatnsveitu á svæðinu. Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið lagfæringar á tilvísunum í aðalskipulag á uppdrætti. Einnig þarf að fjarlægja myndræn áform um undirgöng en gefinn möguleiki á þeim ef þörf krefur, sbr. texta í aðalskipulagi. Einnig verði fellt út í greinargerð að sveitarfélagið sjái um uppsetningu og rekstur sorpíláta á svæðinu. Bókun fundar Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið lagfæringar á tilvísunum í aðalskipulag á uppdrætti. Einnig þarf að fjarlægja myndræn áform um undirgöng en gefinn möguleiki á þeim ef þörf krefur, sbr. texta í aðalskipulagi. Einnig verði fellt út í greinargerð að sveitarfélagið sjái um uppsetningu og rekstur sorpíláta á svæðinu.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Lögð er fram hugmynd að deiliskipulagi frá Eignaumsjón Rangárþings ytra. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lögð er fram hugmynd að deiliskipulagi frá Eignaumsjón Rangárþings ytra. Lagt fram til kynningar.

 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með lögreglustjóra um umferðaröryggi og umferðarhraða í sveitarfélaginu. Unnið verði að tillögu um gangbraut / hraðahindrun við Stóra Rimakot. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með lögreglustjóra um umferðaröryggi og umferðarhraða í sveitarfélaginu. Unnið verði að tillögu um gangbraut / hraðahindrun við Stóra Rimakot. Afgreiðslu frestað.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina vegna erindisins. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að óskað verði eftir viðræðum við Vegagerðina vegna erindisins. Afgreiðslu frestað.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd tekur jákvætt í áform um lagningu reiðvegar ef fyrir liggja bæði samþykki íbúa við umræddan veg ásamt því að samþykki Vegagerðarinnar fáist fyrir þverunum. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við Vegagerðina um næstu skref. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Skipulagsnefnd tekur jákvætt í áform um lagningu reiðvegar ef fyrir liggja bæði samþykki íbúa við umræddan veg ásamt því að samþykki Vegagerðarinnar fáist fyrir þverunum. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við Vegagerðina um næstu skref. Afgreiðslu frestað.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar.

  Niðurstaða sveitarstjórnar:
  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 93 Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir frekari kynningu á framlögðum áformum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

12.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 9

1605001

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

13.Ársreikningar samstarfsverkefna 2015

1604042

Ársreikningar Leikskólinn á Laugalandi, Menningarmiðstöðin á Laugalandi, MML leiguíbúðir, MML eignasjóður og Vatnsveita bs
4.1 Leikskólinn á Laugalandi 2015.Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 53.767.233. kr. Þar af framlag Rangárþings ytra 33.874.156 kr. Eignir samtals í árslok 2015 námu 5.336.894 kr. samkvæmt efnahagsreikningi.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leikskólans á Laugalandi fyrir árið 2015 fyrir sitt leyti.4.2 Menningarmiðstöðin á Laugalandi 2015.Heildarrekstrarkostnaður á árinu nam 185.631.129 kr. Þar af framlag Rangárþings ytra 118.914.898. kr. Eignir samtals í árslok 2015 námu 21.056.084 kr. samkvæmt efnahagsreikningi.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Menningarmiðstöðvar á Laugalandi fyrir árið 2015 fyrir sitt leyti.4.3 Ársreikningur MML Leiguíbúðir 2015.Rekstrartekjur á árinu námu 2.983.819kr. Rekstrarniðurstaða var neikvæð um 1.337.599. Eignir samtals í árslok 2015 námu 4.484.925. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Leiguíbúða á Laugalandi fyrir árið 2015 fyrir sitt leyti.4.4 Ársreikningur MML Eignasjóður 2014.Rekstrartekjur á árinu námu 67.305.920. kr. Rekstrarniðurstaða var jákvæð 27.874.470. kr. Eigið fé í árslok 2015 var 112.477.383 kr. samkvæmt efnahagsreikningi.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Eignasjóðs Laugalandsskóla fyrir árið 2015 fyrir sitt leyti.4.5 Ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2015

.

Rekstrartekjur á árinu námu kr. 48.258.000. kr. Rekstrarhagnaður á árinu var 10.123.000 kr. Eigið fé í árslok 2015 nam 139.804.000 kr.Til kynningar

14.Ársreikningur 2015

1604041

Ársreikningur Rangárþings ytra lagður fram til síðari umræðu.
Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2015 var staðfestur af byggðaráði miðvikudaginn 27. apríl 2016 og lagður fyrir sveitarstjórn. Hann var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sama dag og var vísað til seinni umræðu. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikning sveitarfélags á tveimur fundum í sveitarstjórn.Ársreikningurinn hefur að geyma ársteikninga fyrir þær rekstrareingingar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess það er A og B hluta sbr. 60.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Í A hluta er öll starfsemi sem að hluta, eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum, en auk Aðalsjóðs er um að ræða Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyritækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta eru Leiguíbúðir, Félagslegar íbúðir, Fráveita, Vatnsveita, Húsakynni bs. og Suðurlandsvegur 1-3 ehf.Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu kr. 1.431.066 þúsund. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um kr. 100.448 þúsund. Eigið fé í árslok 2015 var kr. 1.170.726 þúsund.Sveitarstjórn staðfestir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2015.Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við rekstur innan ramma fjárhagsáætlunar sem skilar sér í bættri afkomu.

15.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Verk- og kostnaðaráætlun
Tillaga er um að staðfesta verk- og kostnaðaráætlun fyrir endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra og fela sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu á kostnaðarþátttöku skipulagsstofnunar. Rétt er að taka fram að í áætluninni er gert ráð fyrir kaupum á skipulagsráðgjöf af Steinsholti sf að upphæð 9 m. króna. Þessi upphæð er hærri en viðmiðunarreglur sveitarfélagsins varðandi útboð kveða á um. Það er álit sveitarstjórnar að beita skuli undantekningarheimild innkaupareglna sveitarfélagsins í þessu tilfelli og af hagkvæmnisástæðum sé rétt að semja við Steinsholt sf um þennan verkþátt án undangengis útboðs.Samþykkt samhljóða.

16.Landmannalaugar, samningur við vinningshafa

1510072

Samningur við VA-arkítekta.
Tillaga er um að staðfesta samning við VA-arkítekta um þarfagreiningu, skipulag og hönnun í Landmannalaugum.Samþykkt samhljóða.

17.Nefsholt, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1602073

Rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í gistiskálum á tjaldsvæði í Nefsholti, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.Samþykkt samhljóða.

18.Uxahryggur I lóð, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1605003

Rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í 63,2 m² sumarhúsi á Uxahryggur 1.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?