30. fundur 14. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:15 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hugrún Pétursdóttir varamaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Áður en gengið var til dagskrár gaf varaoddviti sveitarstjóra orðið til að fara yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 12

2101001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34

2012002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Staðsetning á umræddu skilti hefur ekki hlotið lögbundna afgreiðslu í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Því telur nefndin að fjarlægja skuli viðkomandi skilti þar sem ekki þykir ástæða til slíkra íþyngjandi ákvæða fyrir íbúa í botni Fossöldu eða í botngötum almennt. Samhliða kallar nefndin eftir að unnið verði heildstætt og leiðbeinandi yfirlit yfir staðsetningu umferðarmerkinga á Hellu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar og felur sveitarstjóra að láta taka saman yfirlit um staðsetningu umferðarmerkinga á Hellu.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd tekur undir með forstöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar og leggur til að erindi umsækjenda verði hafnað. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, útliti og formi viðkomandi svæðis, auk þess að umrædd aukning fer ekki umfram nýtingarhlutfall lóðarinnar. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til frekari grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa ásamt því að samþykki nærliggjandi landeiganda liggur þegar fyrir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd samþykkir meðfylgjandi tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt sé breytingin einungis gerð sem leiðrétting á áður samþykktu ferli. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur ekki þörf á að grenndarkynna breytinguna frekar fyrir aðilum og leggur því til að fallið verði frá grenndarkynningu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem núverandi tillaga víkur að engu leyti frá áherslum og efnistökum þeirrar tillögu sem kynnt hefur verið í fyrra ferli og er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag, telur nefndin fyrir sitt leyti ekki þörf á kynningu skipulagslýsingar og leggur til að fallið verði frá kynningu hennar. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðni umsækjenda og leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi landnotkun frístunda verði breytt í landbúnaðarsvæði á umræddu svæði. Nefndin vill jafnframt árétta að þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði að landeigendur gangi frá slíku hið fyrsta. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 34 Skipulagsnefnd hefur veitt heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, útliti og formi viðkomandi svæðis í meginatriðum, auk þess að umrædd aukning fer ekki umfram nýtingarhlutfall lóðanna. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur ekki ástæðu til frekari grenndarkynningar þar sem breytingin muni ekki hafa nein áhrif á aðra en umsækjendur sjálfa ásamt því að samþykki aðliggjandi landeigenda liggur fyrir. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða

3.Erindi frá oddvita

1904016

Erindi frá oddvita vegna leyfis frá störfum í sveitarstjórn.
Fyrir liggur erindi frá Björk Grétarsdóttur oddvita um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum til 1. mars 2021. Sveitarstjórn samþykkir leyfið samhljóða. Varamenn taka sæti Bjarkar í nefndum og stjórnum og varaformenn taka við keflinu þar sem það á við. Skipa þarf formann í faghóp um þróun skólasvæðis á Hellu þar til Björk kemur til starfa á ný. Tillaga er um að Ágúst Sigurðsson taki það hlutverk að sér fram til 1. mars 2021.

Samþykkt samhljóða.

4.Lánasjóður sveitarfélaga - lán til fjármögnunar framkvæmda

2101005

Formleg bókun vegna lántöku.
Sveitarstjórn Rangárþing ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 130.000.000, með lokagjalddaga þann 05.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, verðbótum auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir síðasta árs hjá sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

5.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Samningur við Arkís til staðfestingar.
Fyrir fundinum liggur tillaga að Hönnunarsamningi um arkítektúrhönnun vegna þróunar skólasvæðis á Hellu við ARKÍS arkítekta ehf. Miðað er við allt að 2.000 m2 skólabyggingu og 1.200 m2 leikskólabyggingu ásamt aðlögun á núverandi byggingum 1.200 m2 og gerir samningurinn ráð fyrir heildarþóknun til ARKÍS ehf allt að kr. 12.850.000 án virðisaukaskatts. Áætlað er að verkefnið taki um 4 mánuði og ARKÍS skili vinnu sinni í formi frumdraga, byggingar- og kröfulýsingar og kostnaðaráætlunar til afgreiðslu hjá verkkaupa þann 20. apríl 2021.

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrirliggjandi samning og feli sveitarstjóra að undirrita hann og gera viðeigandi ráðstafanir til að hefja verkið.

Samþykkt samhljóða.

6.Bergrisinn bs - aðalfundur 2020

2011048

Afgreiða þarf viðaukasamning.
Fyrir liggur erindi til aðildarsveitarfélaga Bergrisans bs um viðaukasamning við Sólheima í Grímsnesi um aukna þjónustu á Sólheimum í Grímsnesi vegna flutnings þjónustuþega frá Breiðabólsstað. Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki viðaukasamninginn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

7.Tillaga frá Á-lista um íbúafund

2101014

Rafrænn íbúafundur til kynningar á fjármálum.
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að sveitarstjórn boði til rafræns íbúafundar þar sem sveitarstjóri kynni nýsamþykkta fjárhagsáætlun og fari yfir helstu áherslur í rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirbúa fundinn og miðað við að hann verði haldinn fyrstu vikuna í febrúar.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

1910043

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

9.Strandverðir Íslands - kynning

2101003

Ósk um samstarf við hreinsun stranda.
Tillaga er um að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

10.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál; Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Lögð fram og rædd drög að umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Tillaga um að fela byggðarráði að ganga frá umsögninni í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

11.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Fundargerð 1. fundar 8.1.2021
Til kynningar.

12.SASS - 565 stjórn

2101008

Fundargerð.
Til kynningar.

13.Aðalfundur SASS 2020

2009015

Fundargerð
Til kynningar.

14.Aðalfundur HSL 2020

2101012

Fundargerð.
Til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 83 fundur

2101013

Fundargerð 10122020
Til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum.
Til kynningar.

17.Íbúafundur um skipulagsmál

2101006

Upplýsingar um Íbúafund um skipulagsmál 19.01.2021
Til kynningar.

18.Nýsköpunardagurinn 2021

2101010

Áhrif COVID-19 á opinbera þjónustu - lærdómur til framtíðar.
Til kynningar.

19.Landgræðslan - Bændur græða landið 2020

2101009

Bændur græða landið árið 2020.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt rafrænt með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?