4. fundur 12. ágúst 2019 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Sindri Snær Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hjalti Tómasson Formaður

1.Umhverfisverðlaun 2019

1908005

Farið yfir tilnefningar sem borist hafa til Umhverfisnefndar vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2019.
Nefndin fór yfir þær tilnefningar sem borist hafa. Þær eru: Kvistir, Hótel Landborgir, Sigalda 4, Freyvangur 19, Oddakirkjugarður, Borgarsandur 6. Umhverfisnefnd vill þakka þeim sem sendu tilnefningar.
Ákveðið að fara í skoðunarferð og skoðaðir þeir garðar og staðir sem fengu tilnefningu. Nefndin gerir hlé á afgreiðslu sinni klukkan 15.40. Fundi fram haldið klukkan 16.25. Nefndarfólk náði niðurstöðu um viðurkenningu fyrir vel hirtan og snyrtilegan garð. Fundarmenn samþykkja að viðurkenningar verði veittar á Töðugjöldunum. Formanni falið að útvega viðurkenningar.

2.Umhverfismál. Hugmyndir

1806032

Farið yfir helstu málefni er snúa að fegrun umhverfis og ásýnd innan þéttbýlisins á Hellu.
Málið var rætt og er í ferli.

3.Hella, Dynskálar, deiliskipulag

1301030

Í gildi er deiliskipulag af iðnaðarlóðum við Dynskála meðfram Suðurlandsvegi. Í skipulaginu er kveðið á um aðkomu sveitarfélagsins og lóðarhafa um samvinnu við lóðafrágang.
Nefndin telur fulla þörf á að kalla til samstarfs við lóðarhafa um frágang á lóðamörkum lóðanna við Dynskála og leggur til að boðað verði til fundar um þau mál. Stefnt er að því að fundur verði mánudaginn 16. september nk og verði klukkan 17.00

4.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Umhverfisnefnd Rangárþings ytra hefur hafið vinnu við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?