16. fundur 12. júlí 2023 kl. 08:15 - 10:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
 • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
 • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður byggðarráðs lagði til að við dagskránna myndi bætast við tvö mál, liður 19, framlenging á samstarfsamningi við Golfklúbbinn á Hellu (GHR) og liður 20, umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Suðurlandi vegna rekstarleyfis í Eirð (Hagi lóð) L165214.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14

2306001F

 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Farið yfir stöðu merkinga. Tómas mun yfirfara listann fyrir næsta fund nefndarinnar í ágúst. Bókun fundar
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd áréttar að gisting til útleigu á frístundasvæðum er því aðeins heimil skv. skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins ef félag sumarhúsaeigenda eða lóðarhafar á svæðinu samþykkja slíka starfsemi. Erindið skuli því grenndarkynnt öðrum lóðarhöfum áður en afstaða verður tekin um framhaldið. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar
  Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir gögn málsins og leggur til að samið verði við Eflu um að hefja vinnu við flokkun landbúnaðarlands. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt. Byggðarráð leggur áherslu á að gott samráð verði haft við hagaðila.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingareitur verði afmarkaður á nýjan leik. Nefndin telur réttast að umsækjendur fái heimild til að leggja fram tillögu á eigin kostnað að breytingum á gildandi deiliskipulagi. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd breyting skuli teljast óveruleg þar sem hún hefur afar lítil áhrif á landnotkun svæðisins og ekki mikil áhrif á einstaka aðila innan þess. Málsmeðferð skuli því vera í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til varðveislu.
  Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

  IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu frá Eflu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu frá Eflu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Fundargerð 25. fundar Svæðiðsskipulagsnefndar Suðurhálendis var lögð fram til kynningar ásamt fylgigögnum. Tillaga að svæðisskipulagi er lögð fram til afgreiðslu.
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra leggur til með vísan til 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042.
  Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu lóðarhafa að svo stöddu með fyrirvara um jákvæða afstöðu Skógræktarfélags Rangæinga og annarra lóðarhafa á svæðinu. Nefndin telur rétt að umsækjandi fái heimild til að leggja fram tillögu á eigin kostnað til nauðsynlegra breytinga á gildandi deiliskipulagi áður en endanleg afstaða verður tekin. Grenndarkynna skuli tillögu umsækjanda til allra lóðarhafa á svæðinu. Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

2.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 1

2306007F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 1 Spurningar Samgöngunefndar eru þess eðlis að þeim verður ekki öllum svarað á einum fundi að til þess að svara þeim, þarf nefndin yfirlit yfir stöðu samgöngumannvirkja og þörf á úrbótum. Að mati umhverfis- hálendis og samgöngunefndar er það hlutverk sveitarstjórnar að skilgreina stefnu í samgöngumálum og leggja fram sýn á aðra þætti svo sem samgönguframkvæmdir utan sveitarfélagsins. Nefndin frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Lagt til að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um stöðu samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu og þörf á úrbótum fyrir næsta fund nefndarinnar.

  Samþykkt samhljóða.

3.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

2307001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • 3.1 2303068 Fjárfesting Vatnsveitu Rangárþings y. og Ásahrepps 2023
  Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4 Opnun tilboða í verkið Bugavegur-Djúpós var fimmtudaginn 29.júní. Þrjú tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.
  Þjótandi ehf 34.400.000 kr.
  Heflun ehf 28.215.000 kr.
  Nautás ehf 29.153.000 kr.
  Kostnaðaráætlun Vatnsveitu 23.580.000 kr.

  Vegna aukinnar vatnsnotkunar í Þykkvabæ og er nauðsynlegt að bæta í áætlaðar framkvæmdir ársins og leggja lögnina að dæluhúsi við Djúpós í þessum áfanga og miðast tilboðsverð við það.
  Með þessu þarf að gera viðauka á árinu og lítur út fyrir að hann verði nær 12.000.000kr.
  Lagt er til að viðauki verði gerður þegar líður á árið og fyrirsjéð hvort aðrar tekjur fjárfestinga hafi áhrif á lokaniðustöðu.

  Fundurinn samþykkir framlögð gögn og leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið standist hann kröfur útboðsgagna. Framkvæmdastjóra er falið að undirbúa viðaukann og leggja fram á næsta fundi.

  Samþykkt samhljóða.

  Bókun fundar
  Lagt til að niðurstaða stjórnar verði samþykkt.

  Samþykkt samhljóða.

4.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 4

2306008F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
 • 4.1 1311025 Þétting byggðar lausar lóðir
  Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 4 Stýrihópurinn leggur til að lóðin nr. 8 við Breiðöldu verði auglýst til úthlutunar. Svæðið norðan við blokkina, við enda Bergöldu, verði áfram nýtt sem opið svæði til útivistar.
  Varðandi skipulagt leiksvæði við Baugöldu verði tillaga nefndarinnar frá fundi 7.12.2020 uppfærð og svæðið gert að tveimur íbúðarhúsalóðum, einbýli eða tvíbýli.
  Samhliða verði hugað að frágangi á skilgreindu leiksvæði milli Baugöldu og Langöldu.
  Norðan við Hólavang 9-11 leggur stýrihópurinn til að afmörkuð verði lóð undir tveggja hæða íbúðarhúsnæði.
  Bókun fundar Lagt til að taka jákvætt í tillögu stýrihópsins og vísa til skipulags- og umferðarnefndar til frekari úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða.
 • 4.2 1601008 Faxaflatir, svæði sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulag
  Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 4 Stýrihópurinn leggur til að farið verði í breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið í heild og fengnir verði ráðgjafar til að vinna nýjar tillögur í samráði við skipulags- og umferðarnefnd. Bókun fundar Lagt til að tillaga stýrihópsins verði samþykkt. Sveitarstjóra falið að leita tilboða í ráðgjafavinnu.

  Samþykkt samhljóða.

5.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 229

2306005F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

6.Byggðarráð - vinnufundur - 13

2306004F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

7.Starfsmannamál

2307008

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

8.Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

2306064

Byggðarráð Rangárþings ytra beinir því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar Landsvirkjunar verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar allrar og það á ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. Slík framkvæmd væri til þess fallin að nærsamfélagið njóti betur auðlinda sinna þar sem um 60% af framleiðslu fyrirtækisins verður til á Suðurlandi. Einnig væri þessi aðgerð í takt við orkunýtingarstefnu SASS 2017-2030.

Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að senda áskorunina til stjórnar Landsvirkjunar og annarra sem málið varða.

9.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Afstaða Vegagerðarinnar vegna erindis um Héraðsveg að Gaddstöðum.
Lagt fram svar Vegagerðarinnar vegna beiðni sveitarfélagsins um að vegurinn á Gaddstöðum verði flokkaður sem héraðsvegur en Vegagerðinn hafnar beiðninni.

Lagt til að fela sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að kæra ákvörðun Vegagerðarinnar til Innviðaráðuneytisins og óska eftir flýtimeðferð í málinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Umhyggjudagurinn

2306050

Erindi frá Umhyggju vegna Umhyggjudagsins.
Lagt fram erindi frá Umhyggju, félagi langveikra barna, varðandi Umhyggjudag á landsvísu sem stendur til að haldinn verði 26. eða 27. ágúst nk þar sem óskað er eftir því að fólki verð boðið frítt í sund á milli klukkan 14-16.

Lagt til að erindið verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Ungmennafélagið Hekla. Auglýsingar í íþróttahúsi.

2307015

Lagt fram erindi frá UMF Heklu þar sem félagið óskar eftir því að nýta veggi íþróttasalarins í Íþróttahúsinu á Hellu undir auglýsingarskilti.

Lagt til að samþykkja erindið en leggja verður áherslu á að stærð skilta verði samræmd eins og kostur er og samráð verði haft við íþróttamiðstöðina um framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða.

12.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Verksamningur vegna uppsteypu.
Lagður fram undirritaður verksamningur um uppsteypu 2. áfanga við stækkun Grunnskólans á Hellu milli Rangárþings ytra og Steypustöðvarinnar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

13.Erindi frá BÍ til sveitarfélaga varðandi lausagöngu búfjár

2307014

Lagt til að vísa erindinu til fjallskilanefnda sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

14.Ósk um niðurfellingu eða styrk 2023

2306051

Beiðni frá Árbæjarsókn í Holtum.
Lagt til að veita styrk á móti fasteignagjöldum vegna safnaðarheimilis Árbæjarkirkju í samræmi við reglur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

15.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Lagt til að samþykkja beiðni Mosfells ehf um afturköllun ákvörðunar varðandi innköllunar lóðarinnar Rangárflatir 2 með þeim skilyrðum að eftirstöðvar gatnagerðargjalda verði greidd á eindaga 15. ágúst nk., byggingarframkvæmdir verði hafnar eigi síðar en 12. mars 2024 og þær verði í samræmi við skilmála lóðarinnar. Lóðarhafi skal jafnframt leggja fram glögga og tímasetta framkvæmdaáætlun í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Lyngalda 1. Umsókn um lóð

2302104

Lyngalda 1 og Lyngalda 3. Vaxtagreiðslur gatnagerðargjalda.
Lögð er fram beiðni lóðarhafa að Lyngöldu og 1 og Lyngöldu 3 um að greiðsla vaxta, skv. reglum sveitafélagsins, af eftirstöðvum gatnagerðargjalda hefjist ekki fyrr en lóðirnar eru tilbúnar til afhendingar af hálfu sveitarfélagsins.

Lagt er til að vaxtagreiðslur af greiðslu gatnagerðargjalda hefjist þann 1. október 2023 í samræmi við verksamning vegna gatnaframkvæmda.

Samþykkt samhljóða.

17.Kjarralda 1, Umsókn um lóð

2110080

Kjarralda 1 og Kjarralda 3. Upphaf framkvæmda.
Lögð er fram beiðni lóðarhafa að Kjarröldu 1 og Kjarröldu 3 um framlengingu á fresti að hefja framkvæmdir vegna aðstæðna og einnig er óskað eftir upplýsingum um stöðu gatnaframkvæmda.

Upplýst er að götulýsing verður komin með haustinu og stefnt er að malbikun götu á næsta ári eftir því sem fleiri lóðir byggjarst upp. Lagt er til í ljósi aðstæðna að samþykkja frest til að hefja framkvæmdir til 1. október nk.

Samþykkt samhljóða.

18.Hrafnskálar 1. Umsókn um lóð

2305069

Beiðni um lækkun gatnagerðargjalda.
Lögð er fram beiðni lóðarhafa að Hrafnskálum 1 um afslátt af gatnagerðargjöldum.

Lagt er til að hafna beiðninni.

Samþykkt samhljóða.

19.Framlenging samnings

2307019

Framlenging samnings við GHR til eins árs.
Lagt fram samkomulag um framlengingu til eins árs á samningi við Golfklúbbinn á Hellu.

Lagt til að samþykkja framlengingu og fela sveitarstjóra að undirrita.

Samþykkt samhljóða.

20.Eirð (Hagi lóð). L165214. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2307018

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Thor Ólafssonar fyrir hönd Íslenska nýsköpunarfélagsins ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "B" á gististað félagsins á lóðinni Eirð (Hagi lóð L165214), Rangárþingi ytra. Umsókn barst 10.7.2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

21.Klettholt C. Breyting á heiti landsins. Hekluholt.

2306049

Eigendur Klettholts C, L231192, óska eftir að fá að breyta heiti lands síns í Hekluholt, skv. erindi þess efnis sent með tölvupósti 23. júní sl.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.

22.Birkivellir. Umsókn um lögbýli

2303038

Eigandi Birkivalla, L226584, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 8. mars 2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni.

Samþykkt samhljóða.

23.Oddspartur Loki. Beiðni um umsögn vega rekstrarleyfis til veitingareksturs.

2307009

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Vilhjálms Antons Einarssonar fyrir hönd félagsins Helja Stay ehf, kt. 460623-0220, um rekstrarleyfi til veitingareksturs í flokki II, tegund "C", í Oddsparti Loka, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 5. júlí 2023.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi fyrirliggjandi umsögn um rekstrarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

24.Drög að samgönguáætlun 2024-2038

2307010

Umsagnarbeiðni frá Innviðaráðuneytinu.
Byggðarráð leggur áherslu á að aukið fjármagn verði sett í viðhald tengi- og héraðsvega með það að markmiði að þeir verði lagðir bundnu slitlagi sem fyrst.

Lagt til að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

25.Skattalegt umhverfi orkuvinnslu

2307013

Umsagnarbeiðni frá starfshópi Fjármála- og efnahagsráðherra.
Byggðarráð leggur áherslu á að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings vegna nýtingu orkuauðlinda í sveitarfélaginu og að tekið verði tillit til bæði orkumannvirkja og meginflutningslína Landsnets við breytingar á lagaumhverfi tengdu þessum málum.

Samþykkt samhljóða.

26.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 931. fundar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2302037

Fundargerð 65. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerð 597. fundar stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar.

29.Stofnun veiðifélags - efra svæði Eystri-Rangár

2305065

Boð á stofnfund þann 12. júlí nk.
Lagt til að Eggerti Val Guðmundssyni oddvita sé falið að fara með umboð Rangárþings ytra á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

30.Aukaaðalfundur Veiðifélags Landmannaafréttar 2023

2306029

Fundargerð aukaaðalfundar 22. júní s.l.
Lagt fram til kynningar.

31.Umsókn um tækifærisleyfi - Flughátíð Hellu

2306060

Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Suðurlandi vegna beiðni um tímabundið áfengsileyfi Flugmálafélags Íslands vegna flughátiðar á Hellu 4-9. júlí.
Lagt fram til kynningar.

32.Kvikmyndatökur við Móhnúka

2306058

Beiðni Truenorth um kvikmyndatökur við Móhnúka í þrjá daga á tímabilinu 10-15 júlí.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?