37. fundur 28. júní 2017 kl. 15:00 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 2. Umhverfisnefnd - 11 fundur, 9. Austvaðsholt 1B og Austvaðsholt 2 - staðfesting á markalínu. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 3 og 6 og Haraldur Birgir Haraldsson undir liðum 1 og 2.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116

1706004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Erindinu vísað til endurskoðunar deiliskipulags fyrir svæðið. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði undanþága vegna fjarlægða á svæðinu. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd telur að ekki sé verið að auka við fjölda íbúðarhúsa á bújörðinni þar sem núverandi íbúðarhús verður fellt úr þeirri notkun og gert að þjónustuhúsi. Eitt nýju húsanna tekur því við hlutverki þess og þar með ættu fyrirliggjandi áform að samræmast skilmálum í aðalskipulagi sveitarfélagsins um fjölda bygginga á landbúnaðarjörðum. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd staðfestir að þyrlupallur er ekki lengur hluti af deiliskipulagi. Nefndin telur að brugðist hafi verið við öllum fram komnum athugasemdum og samþykkir tillöguna til endanlegrar afgreiðslu skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur þörf á að grenndarkynna breytinguna.
    Skipulagsnefnd telur jafnframt að umrædd breyting sé ekki til þess fallin að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi mæti á fund sumarhúsafélagsins sé þess óskað. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd þakkar umsagnaraðilum og setur fram svör sín við fram komnum athugasemdum og ábendingum:

    Vegagerðin veitti umsögn með bréfi dagsett 30. maí 2017 þar sem eftirfarandi athugasemdir er gerðar við tilkynninguna.

    Vegagerðin telur rétt að fram komi að núverandi Landmannalaugarvegur (F224) er 2,4 km langur og liggur frá Fjallabaksleið nyrðri (F208), suður yfir Námskvísl og framhjá núverandi tjaldsvæði í Landmannalaugum. Skv. nýja deiliskipulaginu mun Landmannalaugavegur enda við ný bílastæði norðan Námskvíslar og verða u.þ.b. 1,7 km langur. Nýju bílastæðin við Námskvísl og Námshraun verða ekki á forræði Vegagerðarinnar. Einnig er rétt að taka fram að breytingar á gatnamótun Landmannalaugarvegar og Fjallabaksleiðar nyrðri eins og þær eru kynntar í deiliskipulaginu eru ekki komnar inn í samgönguáætlun og er því ekki vitað hvort/hvenær af framkvæmdum geti orðið.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili tekur undir þetta og finnst eðlilegt að Landmannalaugarvegur (F224) endi við nýju bílastæðin við Námskvísl þegar gerð þeirra verður lokið.

    Framkvæmdir eins og lýst er í deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar eru háðar hefðbundnum framkvæmdaleyfum frá sveitarfélagi, en að öðru leyti ekki háðar leyfum er varða starfssvið Vegagerðarinnar.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili þakkar þessar upplýsingar.

    Veðurstofan veitti umsögn með bréfi dagsett 6. júní 2017 þar sem eftirfarandi athugasemdir er gerðar við tilkynninguna.

    Rekstrartími og álag. Þar sem ger er ráð fyrir að rekstrartími verði ekki lengdur og álag á svæðið aukist ekki er mikilvægt að það komi skýlaust fram að mat á umhverfisáhrifum miði við núverandi rekstrartíma og óbreytt álag. Einnig komi fram að komi til breytinga á rekstrartíma og álagi, einkum að vori og vetri, verði skylt að endurmeta vá- og áhættuþætti.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili tekur undir þetta og ef komi til breyting á rekstrartíma eða álagi verði endurmetnir vá- og áhættuþættir.

    Kalt og heitt grunnvatn. Eðlilegt er að metið verði hver kalda- og heitavatnsþörfin sé og hvort tryggt sé að geymirinn anni því álagi. Þetta er sérlega mikilvægt hvað heita vatnið varðar og möguleg áhrif heitavatnsupptöku á vatnsstöðu náttúrulauganna.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili tekur undir þetta og vill fara í samvinnu við Veðurstofu Íslands að skoða þetta mál.

    Varnargarðar. Veðurstofan hefur fengið þær upplýsingar frá Landsvirkjun að til séu eldri rennslisraðir úr Jökulgilskvísl og staðurinn hafi verið erfiður í rekstri. Þrátt fyrir að gögnin kunni að vera af misjöfnum gæðum væri rétt að kanna þau og meta hvort þau geti hjálpað til við að finna skilyrði um hönnun sem standist skilgreindan endurkomutíma.
    Út frá framlögðum gögnum mætti ætla að vatnshraði og rofmáttur vatnsins fremur en vatnshæðin sé það sem skipti máli á þessu svæði. Sýnilega er um nokkra staði að ræða þar sem mjög líklegt er að straumálag yrði mikið við flóð í Jökulgilskvísl. Hugsanlega væri unnt að setja upp vatnafræði- og straumfræðilíkan sem líkir eftir vatnshraðanum til að afmarka þá staði betur.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Sveitarfélagið þakkar þessa ábendingu og vill fá Veðurstofuna í samráð við hönnun varnarmannvirkja.

    Þekkt dæmi eru um að það hafi grafið svo mikið úr varnargörðum í flóðum að þá þurfti grjót til að verjast rofi. Vegna stutts viðbragðstíma var þó tekið úr Laugahrauni. Slíkt er engan veginn góður kostur og getur slík efnistaka haft áhrif á ásýnd svæðisins.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Sveitarfélaginu er vel kunnugt um það efnisnám sem þurfti að gera í Laugahrauninu en er á móti allri slíkri efnistöku í dag.

    Mikilvægt er að kalla eftir frekari mati á þessum þáttum, sem og upplýsingum um hönnun varnargarðanna og tryggja faglegt samráð við undirbúning og hönnun. Þar má m.a. nefna hvaða rofvörn er notuð þar sem líklegt er að straumur leggist á garðana. Þá er mikilvægt að setja fram áætlun um hvernig unnt væri að bregðast við miklu rofi í aftakaflóði, komi til slíkra atburða.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Sveitarfélagið tekur undir þetta og áttar sig á mikilvægi þess að tryggja faglegt samráð við hönnun varnarmannvirkja þá m.a. við Veðurstofuna og Vegagerðina. Meta þarf áherslur um að setja fram áætlun um hvernig verði brugðist við rofi.

    Í framhaldi af ofansögðu er eindregið mælt með að lúkning á hönnun varnargarða verði sett sem skilyrði fyrir framkvæmdaleyfi.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Sveitarfélagið tekur undir þetta en vill þó benda á að uppbygging er áætluð í að minnsta kosti þremur áföngum.
    Áfangi 1: Aðstaða við Námskvísl: Þjónustuhús, ný snyrtiaðstaða fyrir laugargesti, nestisaðstaða og kynningar fyrir daggesti og annað göngufólk. Dagaðstaða landvarða sem sjá um eftirlit og upplýsingagjöf. Bílastæði fyrir 10 rútur og um 60 bíla hannað í miklu jafnvægi við náttúruna og jarðefni á svæðinu. Uppbygging rofvarna í tengslum við göngustíg meðfram akvegi frá syðri hluta Námshrauns og inn að áningarstað við Námskvísl. Göngustígur að Laugarsvæði og ný aðstaða við laug. Áframhaldandi ný gönguleið að skála FÍ. Uppbygging varnargarðs norðan Námshrauns úr jarðefnum á svæðinu í minnstu mögulegri hæð. Hæð og styrkur þannig prófaður. Göngustígur mótaður samtímis.
    Áfangi 2: Aðstaða norðan Námshrauns. Tjaldsvæði, bílastæði og rútustæði. Gestastofa og snyrtingar. Landvarðaskálar og 5 gestaskálar. Manngerð laug og baðaðstaða. Skáli og aðstaða hálendisvaktar. Uppbyggður göngustígur frá manngerðri laug yfir Námshraunið tengist áningarstað við veg suður af Námshrauni. Á núverandi svæði Ferðafélags Íslands verður snyrtingahús rifið og byggð þess í stað viðbygging við gamla skálann sem hýsir snyrtingar og baðaðstöðu fyrir skálagesti innangengd úr skála og snyrtiaðstaða aðgengileg utan frá fyrir tjaldgesti. Áningarstaður verður mótaður með timburpalli umhverfis gamla skálann.
    Áfangi 3: Hestagerði með skála fyrir starfsmenn, gestaskáli og hestaskýli.
    Sveitarfélagið myndi ekki veita framkvæmdarleyfi fyrir hvern áfanga fyrir sig nema að hönnun varnargarða verði lokið innan hvers áfanga.

    Heilbrigðiseftirlit Suðurlands veitti umsögn með bréfi dagsett 12. júní 2017 þar sem embættið metur málið svo að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum vegna eftirfarandi atriða:

    Umfang, m.a. vegna þess að aðeins er gert ráð fyrir að fyrirhuguð uppbygging skv. deiliskipulagstillögunni geti annað þeim fjölda, sem áætlað er að komi í dag, sbr. umfjöllun í kafla 4.1.1., en ekki fyrirsjáanlegri aukningu til framtíðar litið. Svæðið hefur verið á válista Umhverfisstofnunar um árbil, og því er mikilvægt að með framkvæmdinni náist það markmið að draga úr álagi á umhverfis og bæta ástand svæðisins til lengri framtíðar. Telur embættið ekki raunhæft að miða fyrirhugaða uppbyggingu einungis við að mæta þörfum þess fjölda ferðamanna sem heimsækir svæðið í dag, en taka ekki tillit til mögulegrar þróunar í fjölda ferðamanna og aukinnar ásóknar til framtíðar litið.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Tilgangurinn með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum innan Landmannalaugasvæðisins er að skapa aðstæður sem draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmið er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Sveitarfélagið hefur átt samræður við hina ýmsu hagsmunaðila og stofnanir sem tengjast Landmannalaugum og er niðurstaðan úr þeim samræðum og með greiningu á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í Landmannalaugum í tengslum við ferðamennsku að hófleg fjölgun sé best. Þó gera skipulagsáætlanir ráð fyrir að gistiplássum fjölgi um 42 í skálum, 200 tjöldum og þegar svæðið allt verðu fullbyggt er gert ráð fyrir 210 stæðum fyrir einkabíla, 30 rútustæðum og fyrir stóra bíla og 50 stæðum fyrir húsbíla en hafa komið nokkrar athugasemdir um að gert sé ráð fyrir of mörgum bílastæðum. Í dag er svæðið á rauðum lista náttúrfræðistofnunar og er einn af hvötunum að þessum framkvæmdum að koma Landmannalaugum af þeim lista. Sveitarfélaginu finnst að það gæti þurft að grípa til ákveðinna takmarkana um aðgengi inn á svæðið. Rangárþing ytra ætlar að skoða það í samvinnu við aðrar stofnanir á svæðinu hvort tekið verði upp bílastæðagjald og möguleika á að sekta þá sem leggja ekki innan bílastæðis.

    Mótvægisaðgerðir, m.a. vegna þess að ekki er fjallað um mótvægisaðgerðir aðrar en þær sem snúa að framkvæmdunum sjálfum, þ.e. að byggingar séu hljóti ekki skaða af, en ekkert er fjallað um það hvernig bregðast skuli við ef ágangur á svæðinu eykst umfram áætlanir og þolmörkum umhverfis og landgæða er ógnað.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili þakkar þessa ábendingu en eins og fram hefur komið þá er Rangárþing ytra að skoða það í samvinnu við aðrar stofnanir á svæðinu hvort tekið verði upp bílastæðagjald og með því stjórna fjölda gesta innan svæðisins. Ef í ljós kemur að ágangur á svæðinu aukist umfram áætlanir og að þolmörkum umhverfis og landgæða verði ógnað þá verði settar frekari takmarkanir á fjölda gesta í Landmannalaugum m.a. með lokunar á hluta bílastæða.

    Vöktun m.a. vegna þess að ekki er gert ráð fyrir annarri vöktun en sýnatöku úr grávatni, sbr. umfjöllun um í kafla 6, en grávatn er fráveituvatn frá t.d. handlaugum og sturtum sem leiða má framhjá rotþróm beint í siturlagnir eða púkk vegna þess að það er lítið sem ekkert mengað af örverum. Fráveita frá salernum og eldhúsvöskum á að fara í rotþrær með siturlögnum til hreinsunar enda er það mjög mengað af örverum og næringarinnihald hátt og vakta skal útrásir slíkrar fráveitu skv. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Að mati embættisins er nauðsynlegt að skipuleggja vöktun vegna áhrifa framkvæmdanna utan framkvæmdasvæðisins sjálfs í samhengi við verndaráætlanir í friðlandinu

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Framkvæmdaraðili vill benda á að vinna við verndaráætlun Suðurhálendis er yfirstandandi og á sveitarfélagið Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun fulltrúa í þeirri vinnu. Sveitarfélaginu er að sjálfsögðu annt um friðlandið allt og nærsvæði þess og hagsmunir þess að það verðir fyrir sem minnstu raski og það verði ekki fyrir skerðingu eða skaði. Sveitarfélagið sér þó ekki í fljótu bragði hvaða vöktun Heilbrigðiseftirlitið er að tala um en er tilbúið að skoða það í samvinnu við stofnunina.

    Embættið telur í ljósi staðsetningar og umfangs framkvæmdarinnar að varanleg umhverfisáhrif hennar, önnur en sjónræn og staðbundin í næsta nágrenni hennar vegna uppbyggingar mannvirkja, geti reynst umtalsverð og óafturkræf, þar sem með bættri aðstöðu og aðgengi megi búast við auknum fjölda ferðamanna á svæðinu frá því sem nú er. Ekki sé raunhæft við fyrirhugaða uppbyggingu að gera aðeins ráð fyrir engri eða óverulegri fjölgun ferðamanna frá því sem er í dag, heldur þurfi að horfa til lengri framtíðar.

    Viðbrögð framkvæmdaraðila:
    Sveitarfélagið getur ekki tekið undir þessa athugasemd. Ekki er verið að fara í framkvæmdir sem leiða af sér bætt aðgengi að Landmannalaugasvæðinu heldur er verið að bæta aðgengi og stýringu innan Landmannlaugasvæðisins. Framkvæmdaraðilar telja sig vera að horfa til lengri framtíðar og með þessu að fara í framkvæmdir með sjálfbærni að leiðarljósi. Ný mannvirki verða gerð þannig að auðvelt verði að fjarlæga þau án þess að þau skilji eftir sig fótspor. Mesta fjölgun ferðamanna undanfarin ár er í þeim hópi ferðamanna sem stoppar stutt við í Laugum og er uppbygging innviða í skipulagi að stærstum hluta ætluð þeim. Þeir sem aðhyllast náttúruferðamennsku eiga enn þá góðan möguleika á að stunda sína útivist í “einveru" eins og verið hefur. Megin þungi þjónustu verður færður frá viðkvæmu svæði við Laugahraun með sitt sérstæða gróðurlendi. Skipulag svæðisins byggir á þeirri hugmynd að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins á svæðinu við Laugahraunið. En til þess að það sé hægt er ekki hægt að hafa ótakmarkaðan gestafjölda í Landmannalaugum og því er aftur bent á að Rangárþing ytra ætlar að skoða það í samvinnu við aðrar stofnanir á svæðinu hvort tekið verði upp bílastæðagjald og möguleika á að sekta þá sem leggja ekki innan bílastæðis.

    Nefndin áréttar jafnframt svar sitt sem sent var til Skipulagsstofnunar 7.6.2017 og er svohljóðandi:
    Með bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 09.05.2017 sl. óskaði stofnunin eftir umsögn Rangárþings ytra um tilkynningarskýrslu vegna framkvæmda í Landmannalaugum í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
    Starfræktur hefur verið vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga sem Rangárþing ytra hefur átt fulltrúa í en aðrir fulltrúar í hópnum koma frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Umhverfisstofnun, Ferðafélagi Íslands og Forsætisráðuneytinu. Vinnuhópurinn hefur fundað reglulega síðan haustið 2015 og eru þessar áætlanir í Landmannalaugum afrakstur þeirrar vinnu.
    Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um og yfir 130.000 ferðamenn á hverju ári. Í dag er megin þjónustukjarninn undir Laugahrauni en lögð er áhersla á að færa meginþunga þjónustu norður fyrir Námshraun og dagaðstöðu norður fyrir Námskvísl og þannig hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmið skipulagsins er að styrkja ímynd Landmannalauga sem stórbrotið náttúrusvæði og þannig raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Sveitarfélagið bendir á að viðkomandi framkvæmdir eru háðar veitingu framkvæmdaleyfis sbr. reglugerð nr. 772/2012. Sveitarfélagið er leyfisveitandi en leita skal umsagnar Forsætisráðuneytis og Umhverfisstofnunar við veitingu leyfa innan Friðlands að fjallabaki. Sveitarfélagið bendir jafnframt á að allar byggingarframkvæmdir á svæðinu eru háðar byggingarleyfi sbr. mannvirkjalög og byggingarreglugerð. Sveitarfélagið hefur með höndum leyfisveitingar en leita skal umsagnar Forsætisráðuneytis og Umhverfisstofnunar við veitingu leyfa innan Friðlands að fjallabaki.
    Sveitarfélagið telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og telur framkvæmdina ekki vera háða mati á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 116 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi bréf og telur að brugðist sé vel við mótvægisaðgerðum og frágangi í gögnum framkvæmdaaðila. Nefndin áréttar og treystir því að framkvæmdin hafi ekki áhrif á afhendingu heits vatns á verktíma. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Umhverfisnefnd - 11

1706005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Umhverfisnefnd - 11 Umhverfisnefnd vill hrósa Ungry fyrir vel unnið verkefni og fagnar öllum hugmyndum sem snúa að fegrun samfélagsins og telur að með þessu móti verði ímynd sveitarfélagsins jákvæð út á við. Ef af verkefninu verður vill nefndin jafnframt hvetja aðila til að ganga vel frá skreytingum svo ekki þurfi að eltast við afganga út um víðan völl. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun umhverfisnefndar og feli Markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Þjónustumiðstöð.

    Samþykkt samhljóða.
  • 2.2 1706024 Úrgangsmál
    Umhverfisnefnd - 11 Umhverfisnefnd telur að þar sem ekki sé um starfsemi að ræða sem byggir á starfsleyfi er ekki séð að aðkoma Heilbrigðiseftirlits geti orðið. Nefndin leggur því til að sveitarstjórn bregðist við og ræði við hlutaðeigandi aðila um úrbætur svo komast megi hjá enn meiri og alvarlegri mengun en þegar er orðið. Bókun fundar Tillaga er um að fela sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umhverfisnefnd - 11 Umhverfisnefnd hefur ákveðið að senda bréf út til allra íbúa sveitarfélagsins þar sem íbúar verði hvattir til að kynna sér fyrirkomulag á nýju geymslusvæði sveitarfélagsins. Með nýju geymslusvæði opnast nýr möguleiki fyrir almenning til að geyma bíla, gáma og annað lausafé sem ekki hefur heimild til að standa annars staðar. Þar sem um afmælisár sveitarfélagsins er að ræða er tilefni til að vekja fólk til umhugsunar um nærumhverfi sitt. Formanni er falið að útbúa bréf í samráði við Skipulagsfulltrúa og senda til umsagnar fundarmanna áður en það verður sent í dreifipósti. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun umhverfisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Rekstraryfirlit 23062017

1706034

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins jan-maí 2017
Farið var yfir rekstur sveitarfélagsins fram til loka maí 2017.

4.Lögreglusamþykkt fyrir Suðurland

1706012

Seinni umræða
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra staðfesti fyrirliggjandi tillögu að lögreglusamþykkt fyrir Suðurland.

Samþykkt samhljóða.

5.Þjóðlendur. Úthlutun lóða á hálendi

1704051

Tillaga að leiguverði lóða á hálendi
Samkvæmt gildandi samþykktum sveitarfélagsins Rangárþings ytra þá miðast leiguverð lóða við 1% af fasteignamati þeirra. Hins vegar þá þarf að taka afstöðu til leiguverðs fyrir tjaldsvæði við gististaði á hálendi innan sveitarfélagsins þar sem gert er ráð fyrir leigu til 3 ára. Tillaga er um að árlegt leiguverðið ákvarðist nú 100.000 kr og sé bundið vísitölu byggingarkostnaðar eins og hún er 1. janúar ár hvert.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 1

1706041

Viðauki 1 - vegna gatnagerðar og útisvæða á Hellu
Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð kr. 15 milljónir sem skiptist svo: Viðbótar fjárfesting í gatnagerð kr. 40 milljónir en á móti þeirri fjárfestingu koma gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 40 milljónir. Fjárfesting í geymslusvæði kr. 5 milljónir. Fjárfesting í yfirbyggingu gáma við Eyjasand kr. 5 milljónir. Fjárfesting í opnum svæðum og leikvöllum kr. 5 milljónir. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé kr. 4 milljónir og skammtímaláni kr. 11 milljónir.

Samþykkt samhljóða.

7.Borgarbraut 4, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1703026

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Sunnevu Jörundsdóttur fyrir hönd Lyngheiðar ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II í íbúðarhúsi félagsins að Borgarbraut 4, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II í íbúðarhúsi Lyngheiðar ehf að Borgarbraut 4 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.
Haraldur Eiríksson vék af fundi og Sólrún Helga Guðmundsdóttir tók við fundarstjórn. Ágúst Sigurðsson tók sæti sem varamaður.

8.Álftavatn. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II

1706022

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Stjörnunætur ehf, kt. 601211-0680, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund "C", í gistiskála fyrirtækisins við Álftavatn á Rangárvallaafrétti, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II C í gistiskála í rekstri Stjörnunætur ehf við Álftavatn á Rangárvallaafrétti.

Samþykkt samhljóða.
Haraldur Eiríksson kom inn á fundinn og tók aftur við fundarstjórn.

9.Austvaðsholt 1B og Austvaðsholt 2, staðfesting á markalínu

1706052

Landeigendur að Austvaðsholti 1B og Austvaðsholti 2 óska eftir samþykki sveitarstjórnar á meðfylgjandi uppdrætti þar sem markalína milli jarðanna er sýnd og staðfest af eigendum.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við staðfestingu eigenda jarðanna Austvaðsholt 1B og Austvaðsholt 2 á markalínu milli jarðanna skv. framlögðum uppdrætti.

Samþykkt samhljóða.

10.Aðalfundur 2017 - Sorpstöð Rangárvallasýslu

1706038

Fundargerð frá 22062017 ásamt ársreikningi og ársskýrslu 2016.
Lagt fram til kynningar.

11.Samráðsfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

1706040

Fundargerð frá 22062017. Taka þarf til afgreiðslu ákvörðun um fyrirkomulag sorphirðu.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra staðfesti tillögu frá samráðsfundi sveitarstjórnanna í Rangárvallasýslu um fyrirkomulag sorphirðu í sýslunni. Sorpstöð Rangárvallasýsu mun nú, þegar gildandi samningur við sorphirðuverktaka rennur út, sjá alfarið sjálf um alla sorphirðuna. Sveitarfélagið Rangáþing ytra samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í þessu fyrirkomulagi og ábyrgjast nauðsynlega lántöku vegna verkefnisins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

12.Aðalfundur 2017 - Brunavarnir Rangárvallasýslu bs

1706039

Fundargerð frá 22062017 ásamt ársreikningi og ársskýrslu 2016.
Lagt fram til kynningar.

13.9.aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

1706036

Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2016
Lagt fram til kynningar.

14.Félags- og skólaþjónusta - 26 fundur

1706045

Fundargerð frá 21062017
Lagt fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 45 fundur

1706046

Fundargerð frá 21062017
Lagt fram til kynningar.

16.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Upplýsingar um framgang verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

18.Langekra - samstarf

1706044

Hugmynd að samstarfsverkefni með Landgræðslunni ofl.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?