41. fundur 25. október 2017 kl. 13:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 2. Oddi bs - 18 fundur, 14. Þrúðvangur 34. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II og 15. Trúnaðarmál. Það var samþykkt. Einnig sat fundinn undir liðum 3,4, og 7 Klara Viðarsdóttir.

1.Framlenging á samstarfssamningi

1710021

Núverandi samningur rennur út um næstu áramót farið er fram á að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur
Lögð fram ósk um að framlengja samningi við Markaðsstofu Suðurlands. Tillaga um að vísa málinu til umsagnar hjá Atvinnu- og menningarmálanefnd.

Samþykkt samhljóða

2.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

Erindi vegna inntaksgjalda.
Tillaga er um að sveitarstjóra verði falið að ræða við hlutaðeigandi í samráði við stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

12.1 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að boðið verði upp á heimakstur barna í Rangárþingi ytra eftir að skipulögðu tómstundastarfi lýkur og einnig verði aukinn opnunartími félagsmiðstöðvarinnar.

Greinargerð
Þar sem boðið er upp á tómstundir barna víða í sveitarfélaginu getur verið erfitt fyrir foreldra að skipuleggja ferðir svo börn geti sótt þær tómstundir sem þau hafa áhuga á. Sveitarfélagið mundi bjóða upp á einn heimakstur þrisvar til fimm sinnum í viku. Æskilegt væri að félamiðstöðin væri t.d. opin frá kl. 15 til 18 alla virka daga, til að bjóða börnum uppá samastað á meðan þau væru ekki í skipulögðu tómstundastarfi.

Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að vísa tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.


12.2 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að gámasvæðið í Þykkvabæ verði opnað.

Greinargerð
Rekstur gámasvæðis við Ásveg hefur staðist væntingar sveitarstjórnar Rangárþings ytra um góða umhirðu og lítinn kostnað eftir að þar var girt og vefmyndavél sett upp. Því er ljóst að uppsetnig á slíku svæði í Þykkvabæ er raunhæfur og álitlegur kostur til að tryggja eðlilegan frágang og urðun á úrgangi sem verður til í sveitarfélaginu. Einnig má benda á að sveitarfélagið hefur selt flestar eignir sínar í Þykkvabæ og því teljum við eðlilegt að leggja fjármagn í þennan málaflokk í Þykkvabæ.

Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að vísa tillögunni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.


12.3 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að gjaldskrá Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra verði tekið til endurskoðunar og birt á vef sveitarfélagsins.

Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að vísa tillögunni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.


12.4 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði vill minna á mikilvægi þess að öll fundargögn sérhvers máls berist með fundarboði og birtist strax með fundargerðum á heimsíðu sveitarfélagins. Einnig að upptökur af sveitarstjórnarfundum verði aðgengilegar strax að fundi loknum á heimsíðu Rangárþings ytra.

Yngvi Karl Jónsson

Byggðarráð tekur undir mikilvægi þessara ábendinga.
Samþykkt samhljóða.


12.5 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að birt verði krækja á heimsíðu Rangárþings ytra af heimasíðu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga á talnaefni sem tengist samanburðarupplýsingum um fjármál sveitarfélaga landsins.

Yngvi Karl Jónsson

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma þessu í kring.

4.Hugmyndagáttin 2017

1701029

Fyrirspurn varðandi plastsöfnun og hugmynd um hundagerði.
Í hugmyndagáttina hafði borist fyrirspurn um flokkun á plasti og hugmynd að hundagerði. Sveitarstjóra falið að upplýsa að til stendur að hefja almenna flokkun á plasti hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu með tilkomu sérstakrar plasttunnu frá og með næsta ári. Tillaga er um að hugmynd um hundagerði verði vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

5.Þrúðvangur 34. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

1707006

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Welcome Apartment ehf., kt. 631110-0100 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, tegund "B" í húsnæði forsvarsmanns við Þrúðvang 34 á Hellu, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Welcome Apartment ehf, kt. 631110-0100 fyrir gististað í flokki II, tegund 'B' í húsnæði forsvarsmanns við Þrúðvang 34 á Hellu, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

6.Trúnaðarmál 25102017

1710037

Fært í trúnaðarmálabók.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 12

1710001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 12 Lagt er til að gjaldskráin haldist óbreytt. Bókun fundar Tillögunni vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 12 - Nefndin telur mikilvægt að haldið verði áfram með hugmyndir varðandi viðbyggingu við íþróttahúsið á Hellu.
  - Nefndin vekur athygli á að samningur við Gym Heilsu rennur út á næsta ári og því þarf að huga að framtíðar fyrirkomulagi líkamsræktar á Hellu. Endurhugsa þarf líkamsræktarrýmið m.t.t. til breyttra áherslna í líkamsþjálfun s.s. cross-fit.
  - Skoða þátttöku í verkefninu "að brúka bekki".
  - Haldið verði áfram að huga að uppbyggingu útivistar- og opinna svæða. Huga þarf sérstaklega að aldurshópnum 55 ára og eldri.
  - Huga þarf að viðhaldi göngustíga innan þorps svo þeir nýtist til heilsueflingar.
  Bókun fundar Tillögunum vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.

8.Oddi bs - 18

1709009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 18 Lögð fram greining á kostnaði við skólaakstur hjá sveitarfélögum á suðurlandi í sambanburði við kostnað hjá Odda bs. Ljóst er að skólabílstjórar Odda bs. hafa dregist nokkuð aftur úr þar sem miðað hefur verið við vísitölu neysluverðs og ekki tekið tillit til launavísitölu eins og flest sveitarfélögin gera. Tillaga er um bjóða skólabílstjórum að frá ágúst 2017 verði breytt yfir í 70% neysluverðsvísitöla með undirvísitölu rekstur bifreiða og 30% launavísitölu og miða við vísitölur frá ágúst 2016. Kostnaðarauki vegna þessarar leiðréttingar er áætlaður 1.3 m. og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017.


  Bókun fundar Til kynningar.
 • Oddi bs - 18 Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Fundað með skólastjórum varðandi rekstur og fjárfestingar næsta árs. Frekari umfjöllun um fjárhagsáætlun frestað til næsta fundar. Bókun fundar Til kynningar.
 • Oddi bs - 18 Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla um kostnað við árshátið og fyrirkomulag á ferðasjóði. Samþykkt að visa erindinu til skólastjóra til úrlausnar í samráði við foreldrafélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn foreldrafélags leikskólans á Laugalandi, sem einnig var tekið undir á aðalfundi foreldrafélags Laugalandsskóla, um öryggismál á bílastæði á Laugalandi.

  Tekið er undir áhyggjur foreldrafélaganna og brýnt að bæta úr öryggismálum við skólana eins og frekast er kostur. Lagt er til að stjórn Odda bs fjalli um málið á næsta fundi sínum og finni lausnir.
  Bókun fundar Til kynningar.

9.Rekstraryfirlit 22102017

1710031

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins jan-sept.
Farið yfir rekstur sveitarfélagsins janúar til september 2017.

10.Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 3

1706043

Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2017, fræðslumál ofl.
Kynnt drög að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017. Afgreiðslu viðaukans til sveitarstjórnar frestað þar til Oddi bs. hefur gengið frá þeim hluta sem snýr að fræðslumálum.

11.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.

1710016

Rangárbakkar ehf biðja um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.
Rangárbakkar ehf óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2016-17. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

12.Kauptilboð - Gaddstaðalóð 32

1710020

Kauptilboð í lóð 32 úr landi Gaddstaða.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

13.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Staða verkefnisins
Farið yfir útkomuspá ársins 2017 og fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Áætlaðir eru vinnufundir byggðarráðs dagana 2. og 3. nóvember. Ráðgert er að fundirnir hefjist kl 8:00 og verða forstöðumenn íþróttamiðstöðvar og þjónustumiðstöðvar boðaðir auk skipulags- og byggingarfulltrúa og markaðs- og kynningarfulltrúa.

14.Umf. Hekla - framtíðarsýn í aðstöðumálum

1710019

Minnisblað frá fundi fulltrúa Umf. Heklu með sveitarstjórn.
8.1 Tómstundastarf skólabarna eftir að formlegu skólastarfi lýkur.
Umf. Hekla mun sjá um skipulagt tómstundastarf skólabarna fram að áramótum foreldrum að kostnaðarlausu. Kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður 320.000 kr. og rúmast innan fjárhagsáætlunar. Vilji er til þess að sama fyrirkomulag verði viðhaft á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.


8.2 Vinna við framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar.
Áhugi er fyrir því að setja af stað vinnu til að móta framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og um samvinnu íþróttafélaganna. Lagt er til að helstu íþróttafélög í sveitarfélaginu leggi til fulltrúa í slíka vinnu undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar. Nefnd voru ungmenna- og íþróttafélögin, KFR, Geysir og Golfklúbburinn. Nota mætti svipað fyrirkomulag við þessa vinnu og gert var í málefnum ferðaþjónustunnar þar sem haldnir voru opnir hugmyndafundir og síðan unnið úr hugmyndum milli funda þar sem starfsmenn sveitarfélagsins komu að málum. Samþykkt að vísa málinu til Íþrótta- og tómstundarnefndar til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

15.Erindi frá hmf Geysi

1710032

Ósk um styrk vegna peysukaupa og mögulegan þjónustusamning.
Tekið fyrir erindi frá hmf. Geysi í tveimur liðum:

9.1 Æskulýðsnefnd Geysis áætlar að útbúa peysur og jakka vegna LM. Erindið er hvort sveitarfélagið vilji setja einkennismerki sitt á þessa búninga. Tillaga um að þiggja það og styrkja verkefnið um 100.000 kr. Samþykkt samhljóða (færist á 0589 aðrir styrkir).

9.2 Þjónustusamningur.
Hmf. Geysir óskar eftir því að gera þjónustusamning við sveitarfélagið í svipuðum anda og önnur íþróttafélög hafa gert. Tillaga um að fela sveitarstjóra að vinna að málinu og leggja tillögur fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?