42. fundur 22. nóvember 2017 kl. 15:00 - 17:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Oddi bs - 19

1711004F

Vísað er til umræðu um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 19 Bókun fundar Vísað til undirbúnings fjárhagsáætlunar.
 • Oddi bs - 19 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs. Gjaldskráin er óbreytt frá síðasta ári nema hvað gert er ráð fyrir að gjöld fyrir leikskóla lækki um 1/3 og skóladagheimili sem nemur 1/4.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til undirbúnings fjárhagsáætlunar.
 • Oddi bs - 19 Lögð fram og rædd drög að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 811.280.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 688.184.153 og hlutur Ásahrepps 123.095.847. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2017 sem er 202 grunnskólabörn og 103 leikskólabörn sem eru 138.9 barngildi.

  Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2018 fyrir Odda bs.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til undirbúnings fjárhagsáætlunar.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 120

1711005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 16

1711006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • 3.1 1611023 Snjómokstur
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 16 BJM upplýsti að þrír aðilar tóku þátt í verðkönnuninni en lægsta tilboðið var frá Þjótanda ehf. Gengið verður til samninga við lægstbjóðanda og liggur fyrir uppkast að þríhliða samningi milli Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og Þjótanda ehf. Samgöngu- og fjarskiptanefnd styður að gengið verði frá fyrirliggjandi samningi. Jafnframt leggur nefndin til að þjónustan verði aukin þannig að mokað verði, ef þörf krefur, allt að 3 daga í viku að öllum heimilum í dreifbýli þar sem fólk hefur lögheimili.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Rekstraryfirlit 17112017

1711035

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka október.
Farið yfir rekstur sveitarfélagsins janúar til október 2017.

5.Fjárhagsáætlun 2017 - viðauki 3

1706043

Viðauki 3 - vegna fræðslumála ofl.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2017. Gert er ráð fyrir auknum tekjum að fjárhæð 29,6 milljónir og lækkun á launakostnaði að fjárhæð 20,8 milljónir. Þá er gert ráð fyrir hækkun á eignarhlutum í félögum að fjárhæð 28 milljónir í A-hluta. Þetta er framlag sveitarfélagsins til Vatnsveitu þannig að það nettast út í samstæðunni.

Viðaukinn kallar ekki á auknar fjárheimildir.

Samþykkt samhljóða.

6.Fjárhagsáætlun 2018-2021

1708020

Áætlunin í drögum.
Unnið áfram í drögum að fjárhagsáætlun. Gengið verður frá tillögu til sveitarstjórnar á fundi byggðarráðs 29. nóvember nk.

7.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 44-46

1711032

Kauptilboð til staðfestingar.
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

8.Bændur græða landið - beiðni um styrk

1711024

Landgræðslan fer þess vinsamlega á leit við Rangárþing ytra að BGL og önnur verkefni ársins 2017 hljóti fjárstuðning að upphæð 200.000,-kr.
Tillaga um að styrkja verkefnið Bændur græða landið hjá Landgræðslunni um 200.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

9.Friðland í Þjórsvárverum - beiðni um tilnefningu

1711041

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningu í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn mun ganga frá tilnefningu á fundi 29. nóvember.

10.Styrkbeiðni - Aflið.

1711045

Aflið, samtök gegn kynferðisofbeldi ósak eftir styrk.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Styrkbeiðni - Samanhópurinn.

1711046

Samanhópurinn, félag um forvarnir óskar eftir styrk.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

12.Hugmyndagáttin 2017

1701029

Fyrirspurn varðandi leiktæki.
Í hugmyndagáttina barst ábending um leiktæki. Sveitarstjóra falið að beina erindinu til þjónustumiðstöðvar.

13.Erindi frá hmf Geysi

1710032

Drög að þjónustusamningi.
Lögð fram tillaga að samningi við hmf. Geysi um barna- og unglingastarf. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði staðfestur í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsögn um nafn á landi - Ægissíða 7

1711033

Ævar Svan Sigurðsson óskar eftir að nefna land sitt Ægissíðu 7.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemd við heitið Ægissíða 7.

Samþykkt samhljóða.

15.Snjallsteinshöfði 1. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1711034

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hrafmkels Ópinssonar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, tegund "C" í gistihúsi forsvarsmanns í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hrafnkels Óðinssonar fyrir hönd Vallasunds, kt. 630678-2429 fyrir gistingu í flokki II í íbúðarhúsi að Snjallsteinshöfða 1 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.SASS - greinargerð Orkunýtingarnefndar

17.261.stjórnarfundur SOS

18.Ársþing SASS 2017 - fundargerð.

1708023

Fundargerð frá ársþingi SASS 2017 á Selfossi.
Lagt fram til kynningar.

19.Félagsmálanefnd - 49 fundur

1711047

Fundargerð frá 15112017
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

20.Hvammsvirkjun, deiliskipulag

1411068

Vinnu við deiliskipulag er frestað þar til um mitt ár 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?