-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né áformuð heiti.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti en vill árétta að leita þarf samþykkis allra eigenda Oddatorfunnar þar sem um óskipta sameign er að ræða. Jafnframt gerir nefndin ekki athugasemdir við áformað heiti á nýrri spildu.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er göngu- reið- og reiðhjólaleið á umræddu svæði.
Niðurstaða nefndarinnar er að göngu-, reið- og reiðhjólaleið yfir þjórsá á umræddum stað sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir og telur að með þessari framkvæmd séu mótvægisaðgerðir í fullu samræmi við áherslur um hreinsun á þessum stað.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra.
Niðurstaða nefndarinnar er jafnframt að framkvæmd við göngustíg á umræddum stað sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi svo áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Nefndin telur að staðsetning umræddrar lóðar sé vel til þess fallin að bætast við þær lóðir sem þegar hafa verið samþykktar til sams konar breytinga, þar sem lóðin er í jaðri skipulagssvæðisins.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd telur að umrædd breyting sé ekki þess eðlis að hún hafi áhrif á aðra en eiganda og sveitarfélagið. Því er það mat nefndarinnar að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar þegar samþykki um áformuð landskipti á umræddri lóð liggja fyrir. Nefndin telur að áformin samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Landmannahelli. Þar sem óskir hafa komið fram frá fleiri aðilum á svæðinu um breytingar skuli kallað eftir samvinnu annarra rekstraraðila á svæðinu og gerð heildarbreyting.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis og verða þar með umluktar frístundalóðum. Jafnframt er fjarlægð frá næsta héraðsvegi meiri en ákvæði aðalskipulagsins bera með sér, en þar segir að föst búseta skuli að jafnaði ekki heimiluð fjær stofn-, tengi- eða héraðsvegum en 2 km.
Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagnsnefnd telur að ekki séu nægar forsendur fyrir því að gera breytingu á landnotkun á lóðum innan skilgreindra frístundasvæða ef þær liggja ekki að jaðri viðkomandi svæðis og verða þar með umluktar frístundalóðum. Jafnframt er fjarlægð frá næsta héraðsvegi meiri en ákvæði aðalskipulagsins bera með sér, en þar segir að föst búseta skuli að jafnaði ekki heimiluð fjær stofn-, tengi- eða héraðsvegum en 2 km.
Nefndin getur því ekki fallist á ósk umsækjanda.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 19.2.2009. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar búið er að taka tillit til athugasemda Minjastofnunar.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar búið er að taka tillit til athugasemda Minjastofnunar.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við viðkomandi breytingar og tillögur að nýjum leiðum og leggur til að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á aðalskipulagi þar sem viðkomandi leiðir verða settar inn og skilgreindar.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar búið er að taka tillit til athugasemda Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd fjallaði um allar framkomnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og rökstuðningur settur við viðeigandi greinar í greinargerð skipulagstillögunnar. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin leggur áherslu á að hún telur sig hafa lagt fram rökstutt álit sitt við öllum framkomnum athugasemdum Skipulagsstofnunar og ef afgreiðsla fundarins í dag dugar ekki til að afla samþykkis stofnunarinnar til auglýsingar á tillögunni skuli tillagan auglýst skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem athugasemdir Skipulagsstofnunar verða jafnframt auglýstar samhliða.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu á breytingu aðalskipulagsins.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 28
Skipulagsnefnd tekur undir álit Skipulagsstofnunar um að eðlilegast væri að allar umræddar og samliggjandi lóðir innan frístundasvæðis F1 verði skipulagðar sem ein heild. Þar sem allar lóðirnar eru í eigu mismunandi aðila og alls ekki víst að áform sumra feli í sér uppbyggingu á þeim í náinni framtíð telur nefndin að forsendur liggi ekki fyrir að svo stöddu að lagt verði fram heildarskipulag. Því er það mat nefndarinnar að áform um heildarskipulag fyrir umrætt svæði sé ekki tímabært að svo stöddu.
Nefndin vill því ítreka ósk sína til ráðuneytis um að undanþága verði veitt fyrir viðkomandi lóð varðandi fjarlægð frá aðliggjandi lóðamörkum ásamt því að undanþága verði einnig veitt frá grein 5.3.2.5. vegna fjarlægðar frá vegi.
Bókun fundar
Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.