38. fundur 22. júlí 2021 kl. 09:00 - 10:10 í Zoom fjarfundi
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 2. Hálendisnefnd, liður 7. Ölduhverfi - gatnagerð og liður 8. Hugmyndagáttin og ábendingar 2021 og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41

2106003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Ekki liggur fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Svæðið sem um ræðir er á skilgreindu Afþreyingar- og ferðamannasvæði, merkt AF17 í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn vinni sjálf að gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði. Úthlutanir á lóðum í Grashaga verði því í samræmi við reglur þ.a.l. þegar að úthlutun kemur. Erindi umsækjanda frestað. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir við áformin eins og þau eru lögð fram. Nefndin telur ekki þörf á að umræddur slóði verði skilgreindur sérstaklega í aðalskipulagi og leggur til að umræddur slóði verði frekar skilgreindur í samræmi við reglugerð um vegi í náttúru Íslands nr. 260/2018. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna áforma um viðbótarlóðir við núverandi íbúðasvæði ÍB8.
    Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir hluta úr jörð sinni. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda.

    Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd leggur til að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi svo áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Nefndin telur að staðsetning umræddra lóða sé vel til þess fallin að bætast við þær lóðir sem þegar hafa verið samþykktar til sams konar breytinga. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að gildandi deiliskipulag verði uppfært þessu til samræmis. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd telur svæðið ekki það ákjósanlegasta til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði en leggst ekki gegn áformum umsækjanda ef samkomulag liggur fyrir á milli umsækjanda, Vegagerðarinnar og annarra nærliggjandi landeigenda um tengingu að lóðinni frá Þykkvabæjarvegi. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur farið yfir fram komnar ábendingar og athugasemdir og þakkar þeim sem tjáðu sig um lýsinguna. Nefndin vill árétta að hér er um sameiginlega lýsingu að ræða fyrir öll svæðin sem áform eru um breytingar á í aðalskipulaginu. Nefndin leggur til að umræddum breytingum verði fram haldið en þeim skipt upp og fyrirhugaðar tillögur miðist við einstök mál eins og kostur er. Verði því tekið tillit til fram kominna athugasemda og ábendinga við gerð einstaka tillagna. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnistökusvæði E123 bætt í greinargerð. Það er niðurstaða nefndarinnar að umrædd áform um efnistöku séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að bætt verði við lóðum 19 og 23 og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar ábendingar við lýsinguna og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra í tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir nærliggjandi lóðarhafa. Í ljósi innihalds þeirra athugasemda telur nefndin ekki forsvaranlegt að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi og hafnar því erindi umsækjanda.

    Bókun fundar Umsækjandi hefur óskað eftir að leggja fram frekari gögn og að afgreiðslu verði frestað. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta fundar sveitarstjórnar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd gerir ekki ahugasemdir við framlögð gögn en ítrekar ósk sína um samráð við samræmingu á mörkum sveitarfélaganna. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað þar sem ekki liggja fyrir uppfærð gögn að teknu tilliti til athugasemda Umhverfisstofnunar. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 41 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu. Bókun fundar Lagt er til að byggðarráð staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Hálendisnefnd - 5

2107004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Hálendisnefnd - 5 Hálendisnefnd leggst gegn því að rallaður verði leggur fjögur (Valagjá-Áfangagil) vegna fjölda sauðfjár á þessu svæði. Nefndin heimilar fyrir sitt leyti akstur eftir öðrum leiðum sem falla undir sveitarfélagið. Nefndin getur ekki fyrir sitt leyti heimilað akstur eftir vegum sem eru á forræði Vegagerðarinnar en það eru vegir sem hafa vegnúmer s.s. F225. Umsækjanda ber að afla þess leyfis og senda afrit til sveitarfélagsins. Umsækjandi þarf einnig að leggja fram umsagnir annarra leyfisveitenda, svo sem Landsvirkjunar og Landsnets, sem veghaldara á gömlu virkjanavegunum.

    Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi:
    1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
    2. Keppnishaldari hafi fullt samráð við þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Landmannahelli, Áfangagili og aðra.
    3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
    4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni og allar merkingar og rusl fjarlægt.
    5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

    Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn:
    1. Setji verklagsreglur vegna umsókna um akstursíþróttakeppnir með það að markmiði að einfalda umsóknarferlið og úrvinnslu.
    2. Íhugi gjaldtöku í formi tryggingagjalds sem umsækjandi leggi fram. Það verði endurgreitt að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni sem og að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins vegna afgreiðslu og eftirlits.
    Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Hálendisnefndar og felur nefndinni að vinna að útfærslu sérstakra verklagsreglna varðandi rallýmál almennt og leggja fyrir nóvemberfund sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Hálendisnefnd - 5 Nefndin gerir ekki athugasemdir við kvikmyndatökur á umræddu svæði. Nefndin leggur til að svæðið verði tekið út að tökum loknum og tekið verði gjald fyrir útlögðum kostnaði af hálfu sveitarfélagsins. Bókun fundar Tillaga er um að byggðarráð staðfesti bókun Hálendisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

3.Sandalda 12. Umsókn um lóð

2107027

Viðar Jónsson fyrir hönd félagsins Hvítmaga ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 12 við Sandöldu til að byggja á henni einbýlihsús úr timbri sbr. umsókn dags. 7.7.2021.
Tillaga er um að úthluta Viðari Jónssyni fyrir hönd félagsins Hvítmaga ehf lóð nr. 12 við Sandöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús úr timbri.

Samþykkt samhljóða.

4.Langalda 26. Umsókn um lóð

2107031

Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 26 við Langöldu til að byggja á henni einbýlihsús úr timbri sbr. umsókn dags. 19.7.2021
Tillaga er um að úthluta Hafsteini Auðunni Hafsteinssyni lóð nr. 26 við Langöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús úr timbri.

Samþykkt samhljóða.

5.Bjálmholt land. Breyting á heiti í Beindalur.

2107007

Eigandi Bjálmholts lands L216674, óskar eftir að heiti landsins verði Beindalur. Nafnið vísar til örnefna á svæðinu.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemdir við að Bjálmholt land L216674 beri heitið Beindalur.

Samþykkt samhljóða.

6.Framsal lóðarleigusamnings Laufafelli

2107026

Neyðarlínan ohf óskar samþykkis vegna framsals á lóðarleigusamningi lóðar við Laufafell á Rangárvallaafrétti til Öryggisfjarskipta ehf.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemdir við framsal á lóðarleigusamningi lóðar við Laufafell frá Neyðarlínunni ohf til Öryggisfjarskipta ehf.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Verðkönnun vegna Kjarröldu
Lögð fram áætlun um gatnagerð í Kjarröldu. Tillaga um að gera verðkönnun meðal jarðvinnuverktaka í Rangárvallasýslu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.Hugmyndagáttin og ábendingar 2021

2101011

Upplýsingar varðandi sumarleyfi
Borist hafði fyrirspurn um hvenær sveitarstjóri væri í sumarleyfi. Sumarleyfi sveitarstjóra er nokkuð óreglulegt en upplýsingar má fá hjá afgreiðslu sveitarfélagsins.

9.Hótel VOS. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til veitinga í flokki II- A

2107012

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Norður Nýjabæjar ehf um rekstrarleyfi til veitingareksturs í flokki II-A í húsi félagsins að Norður Nýjabæ í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Norður Nýjabæjar ehf til veitingareksturs í flokki II-A í húsnæði félagsins að Norður Nýjabæ í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

10.Rangárbakkar 6 og 8b

2107029

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Arnars Freys Ólafssonar fyrir hönd Árhúsa um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Árhúsa ehf fyrir gistingu í flokki IV, tegund A, á gististað á Rangárbakka 6 og 8b á Hellu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

11.Þrúðvangur 6. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

2107030

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Arnars Freys Ólafssonar fyrir hönd Hótels Hellu um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað að Þrúðvangi 6 á Hellu.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hótel Hellu ehf fyrir gistingu í flokki IV, tegund A, á gististað að Þrúðvangi 6 á Hellu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

12.Flugeldasýning Töðugjöld 2021

2107028

Vegna leyfis.
Sveitarfélagið Rangárþing ytra sem landeigandi og umsagnaraðili veitir hér með leyfi og jákvæða umsögn vegna árlegrar skoteldasýningar Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu í tengslum við íbúahátíðina Töðugjöld sem fram fer dagana 13-15 ágúst n.k. Skoteldasýningin verður þann 14 ágúst 2021 kl. 23:00-23:15 og fer fram eins og mörg undangengin ár við norðurenda íþróttavallar á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

13.Fræðslunetið ársskýrsla og ársreikningur 2020

Fundargerðin yfirlesin og staðfest í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?