45. fundur 24. mars 2022 kl. 16:00 - 17:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson formaður
 • Hjalti Tómasson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 5 og Haraldur Birgir Haraldsson undir lið 17.

1.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 220

2203002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 18

2203007F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 18 Nefndin leggur til að Skotfélagið Skytturnar hljóti styrk að upphæð 400.000 kr og aðstöðu i húsnæði sveitarfélagsins endurgjaldslaust í samráði við Heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að styrkja Skotfélagið Skytturnar um 400 þúsund kr til uppbyggingar á æskulýðsstarfi félagsins á árinu 2022 og kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál. Jafnframt fái félagið aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins endurgjaldslaust. Vegna þessa er gerð tillaga til sveitarstjórnar um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 23

2203006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Oddi bs - 49

2202004F

Vísað er til umfjöllunar um einstök mál en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 49 Fært í trúnaðarmálabók Bókun fundar Stjórn Odda bs hefur óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir árið 2022 vegna tímabundins stöðugildis stuðningsfulltrúa. Byggðarráð leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: Lagt er til að sveitarfélagið Rangárþing ytra samþykki fyrir sitt leyti viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs að fjárhæð kr. 5.270 þús vegna aukins launakostnaðar stuðningsfulltrúa hjá Heklukoti. Viðaukanum verði mætt með auknum framlögum aðildarsveitarfélaga sem skiptist þannig að framlag Rangárþings ytra eykst um kr. 4.824 þús og framlag Ásahrepps um kr. 446 þús m.v. núverandi skiptihlutfall. Því er jafnframt lagt til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki 2 við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Rangárþings ytra fyrir árið 2022 að upphæð kr 4.824 þús sem færist á fræðslumál (02). Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

  Samþykkt samhljóða.


5.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit um rekstur jan-feb
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlitið.

6.Fjölskylduhátíð á Hellu

2203025

Óskað er eftir styrk að upphæð 50.000 kr vegna fjölskylduhátíðar sem haldin verður á Hellu 21. apríl 2022.
Lagt er til að styrkja verkefnið "Fjölskylduhátíð á Hellu" um 50.000 kr. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2022

2203073

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2022. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

8.Ómsvellir 1-3. Umsókn um lóð

2203048

Bjarki Steinn Jónsson sækir um lóðina nr. 1-3 við Ómsvelli til byggingar á hesthúsi, jafnt sem frístunda og til hestaleigustarfsemi. Umsókn barst 14.3.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er í ágúst 2022 og byggingartími áætlaður 8 mánuðir.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 1-3 við Ómsvelli til Bjarka Steins Jónssonar til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

9.Ómsvellir 4. Umsókn um lóð

2202051

Þyrí Sölva Bjargardóttir óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 4 við Ómsvelli til að byggja á henni hesthús úr steinsteypu sbr. umsókn dags. 27.2.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er vorið 2022 og byggingartími áætlaður 3 ár.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 4 við Ómsvelli til Þyrí Sölva Bjargardóttur til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

10.Ómsvellir 6. Umsókn um lóð

2203084

Bergþóra Jósefsdóttir óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 6 við Ómsvelli til að byggja á henni hesthús úr steinsteypu. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sumar 2022 og áætlaður byggingartími er 3 ár.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 6 við Ómsvelli til Bergþóru Jósepsdóttur til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

11.Vigdísarvellir 2-4. Umsókn um lóð

2203050

Húsaneshestar ehf sækir um lóð nr. 2-4 við Vigdísarvelli til að byggja á henni hesthús. Umsókn barst 15.3.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sumar 2022 og byggingartími áætlaður 1 ár.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 2-4 við Vigdísarvelli til Húsaneshesta ehf til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

12.Vigdísarvellir 6, lóðaúthlutun.

2203077

Gildar umsóknir um Vigdísarvelli 6 og Vigdísarvelli 5 til vara eru tvær.
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan sú að Sigurði Kristni Guðbjörnssyni er úthlutað lóðinni við Vigdísarvelli 6 til að byggja á henni hesthús og Önnu Fíu Finnsdóttur er úthlutað lóðinni við Vigdísarvelli 5 til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

13.Sleipnisflatir 12. Umsókn um lóð

2203070

Fjórir naglar ehf sækir um lóðina nr. 12 við Sleipnisflatir til byggingar á iðnaðarhúsnæði, bæði fyrir eigin starfsemi og til útleigu. Umsókn barst 21.3.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sem fyrst og byggingartími áætlaður 6 mánuðir.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 12 við Sleipnisflatir til Fjórir naglar ehf til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

14.Sleipnisflatir 18. Umsókn um lóð

2203082

Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs óskar eftir að lóðin nr. 18 við Sleipnisflatir verði tekin frá og skilgreind sem framtíðarlóð undir þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Lagt er til að taka frá lóðina nr. 18 við Sleipnisflatir fyrir starfsemi Rekstrar- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra ótímabundið þar til annað verður ákveðið af sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

15.Dynskálar 51. Umsókn um lóð

2203080

Bjarki Steinn Jónsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 51 við Dynskála til að byggja á henni steinsteypt iðnaðarhúsnæði. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er í júní 2022 og áætlaður byggingartími 6 mánuðir.
Lagt er til að úthluta lóðinni nr. 51 við Dynskála til Bjarka Steins Jónssonar til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

16.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins

1611046

Endurnýjun heimildar
Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr sem gildi út árið 2022.

Samþykkt samhljóða

17.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2022

2201023

Vegna 8.3 frá sveitarstjórnarfundi 44.
Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir gögn vegna gatnagerðargjalda og skýrði út þau atriði sem kallað hafði verið eftir skýringum við. Settur verður inn uppfærður listi með skýringum fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

18.Lagning ljósleiðarastrengs frá Þorlákshöfn í Landeyjasand. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2203051

Theódóra Matthíasdóttir hjá Verkís verkfræðistofu fyrir hönd Ljósleiðarans ehf sækir um framkvæmdaleyfi til lagningar ljósleiðara um Þjórsá og Hólsá skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Umsókn barst 15.3.2022.
Lagt er til að sveitarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er starfsemi á umræddu svæði. Umrædd framkvæmd er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt samhljóða.

19.Umsókn um tækifærisleyfi vegna dansleiks KFR

2203034

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna tækifærisleyfis - tímabundins áfengisleyfis á dansleik í Íþróttahúsinu á Hellu 25 mars 2022 á vegum Knattspyrnufélags Rangæinga.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis - tímabundins áfengisleyfis til Knattspyrnufélags Rangæinga vegna dansleiks í Íþróttahúsinu á Hellu 25.3.2022 kl 20:00 til 26.3.2022 kl. 03:00, ábyrgðarmaður Guðmundur Jónasson kt. 030670-4349.

Samþykkt samhljóða.

20.Umsókn um tækifærisleyfi LM 2022

2203032

Sýsllumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Rangárbakka ehf um tækifærisleyfi fyrir Landsmót hestamanna 3-10 júlí 2022.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til Rangárbakka ehf vegna Landsmóts hestamanna á Rangárbökkum við Hellu dagana 3-10 júlí 2022.

Samþykkt samhljóða.

21.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál.
Lagt fram til kynningar.

22.Félagsmálanefnd - 98 fundur

2203035

Fundargerð frá 10032022
Lagt fram til kynningar.

23.Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa - skýrsla frá HÍ

2203031

Ný skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ
Til kynningar.

24.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2022

2203042

Aðalfundarboð.
Til kynningar.

25.Víðerni í víðu samhengi - málþing

2203075

Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð efnir til málþings í Norræna húsinu 25 mars n.k.
Til kynningar

26.Endurskipulagning sýslumannsembætta

2203083

Bréf frá dómsmálaráðherra með kynningu varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?