19. fundur 07. desember 2023 kl. 08:30 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fagurhóll. Landskipti tveggja lóða

2311018

Eigendur Fagurhóls L196052 óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, tveimur lóðum í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið sem birt var í B-deild stjórnartíðinda þann 14.10.2014, m.s.br. Önnur lóðin yrði 7.159 m² að stærð og fengi heitið Fagurhóll 2 og Lxxxxxx. Hin lóðin yrði 6.935 m² að stærð og fengi heitið Fagurhóll 3 og Lxxxxxx. Stærð jarðarinnar minnkar sem nemur útskiptum lóðum.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umræddar lóðir séu í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag og gerir því ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum.

2.Reyðarvatn 5 K5. Landskipti

2311054

Landeigandi óskar eftir að skipta úr lóð sinni L164770, lítilli spildu sem sameinast á við L164544 að nýju. Samhliða á að fella niður og sameina lóðir nr. L219683 og L219684 við L164770 Reyðarvatn 5 K5. Sameinuð lóð heldur landeignanúmeri sínu L164770. Gögn frá Landgræðslunni dags. maí 2023. Óskað er eftir að heiti lóðarinnar breytist og verði Austasta Reyðarvatn í samræmi við bæinn sem þarna var fram á 17. öld.

Samhliða landskiptum er óskað eftir að breyting verði gerð á landnotkun þar sem núverandi frístundasvæði verði minnkað sem nemur breytingum á tilteknum lóðum.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á sameinaðri lóð.
Nefndin leggur til að málsaðila verði heimilt að óska eftir að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi þar sem lóðin verði færð úr núverandi frístundasvæði í landbúnaðarsvæði að nýju og leggur jafnframt til að lóðarhafa verði heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 25.10.2007 eða leggja fram nýtt af umræddri lóð ef tilefni er til þess frekar.

3.Lúnansholt IV. Landskipti tveggja lóða og heiti vegar

2309049

Lóðareigendur Lúnansholts IV hafa fengið heimild til að skipta út tveimur lóðum úr jörð sinni. Fyrri lóðin yrði 14.054 m² að stærð, fengi heitið Lúnansholt IV2A og L236441. Seinni lóðin yrði 13.969 m² að stærð, fengi heitið Lúnansholt IV2C og L236442 og er í samræmi við uppdrátt frá Landnotum dags. 9.12.2013. Lóðarhafar hafa óskað eftir að heiti vegar innan svæðisins verði Lúnansvegur. Hann liggi annars vegar að Lúnansholti III L221056 og hins vegar að Lúnansholti IV L221057 og þeim lóðum sem þar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag dags. 7.4.2014.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fyrirhugað heiti falli vel að skilmálum þeirra reglna og leiðbeininga sem gilda um staðföng og gerir því engar athugasemdir við tillögu lóðarhafa.

4.Hólmatjörn. Landskipti Jötunheimar.

2312007

Eigendur Hólmatjarnar óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, 5,5 ha lóð. Lóðin fengi heitið Jötunheimar og Lxxxxxx í samræmi við uppdrátt frá Eflu dags. 24.11.2023. Jörðin Hólmatjörn yrði 48,8 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

5.Aðgerðaráætlun fyrir ungt fólk í dreifbýli

2311020

Meðfylgjandi aðgerðaráætlun er afrakstur vinnu 25 ungmenna á Norðurlöndunum sem komu saman og mynduðu norrænt ungmennaráð. Ræddu þau lykilaðgerðir til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli og auka aðdráttarafl landsbyggðanna fyrir ungt fólk.
Lagt fram til kynningar.

6.Umferðarmál. Staða mála 2023

2310087

Farið yfir stöðu umferðarmála 2023
Farið yfir stöðuna.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir gangstétt norðan við Þingskála sem tengir Heiðvang og Freyvang við skólasvæðið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kalla til ráðgjafa í umferðarmálum til liðsinnis nefndinni við ákvarðanir í umferðaröryggi innan þéttbýlla svæða sveitarfélagsins.

7.Fundaáætlun 2024 -sveitarstjórn, byggðarráð, skipulags- og umf.nefnd

2311067

Fundaplan lagt fram til skoðunar fyrir árið 2024
Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir og samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir sitt leyti.

8.Landsskipulagsstefna 2024-2038. Tillaga

2312002

Lögð er fram tillaga ráðherra um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028 til þingályktunar.
Lagt fram til kynningar

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101

2209008F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 101 er að ræða.
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 101. Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Séruppdrættir yfirfarnir og samþykktir. Hitalagnir, Loftræstilagnir, vatnslagnir, vatnsúðakerfi, fráveita og neysluvatnslagnir teknir til skoðunar og yfirferðar.

    Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Staðfesting frá Vatnsveitu vegna vatnsúðakerfis.
    -Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
    -Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn eldvarnareftirlits sveitarfélagsins. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
    -Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
    -Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að ákvæði kafla 9 í byggingareglugerð um göngulengd flóttaleiða verði uppfyllt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
    -Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
    -Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102

2311007F

Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar eru fyrir á afgreiðslufundum byggingarfulltrúa lagðar fram til kynningar. Um fund nr. 102 er að ræða.
Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 102. Lagt fram til kynningar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Breyting á byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist fyrir öll húsin.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest áframhaldandi ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
    -Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    Athugasemdir við uppdrætti:
    Vantar að sýna reykskynjara í nýbyggingu
    Vantar að sýna gólfniðurföll í votrými nýbyggingu
    Vantar að sýna slökkvitæki
    Vantar að sýna loftræstingu úr lokuðum rýmum.

    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    Eftirfarandi athugasemdir voru gerðar:
    Lengd flóttaleiða stenst ekki kröfur. Vantar flóttaleið úr öðrum endanum.
    Vantar leiðar- og neyðarlýsingu.

    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

    Eftirfarandi athugasemdir voru gerðar:
    Þar sem gluggar eru gólfsíðir skal vera viðurkennt öryggisgler og skal það merkt á uppdrætti
    Skýra þarf betur snið í brunavegg á teikningu KJA3-A-1.002

    -Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
    -Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 102 Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
    -Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
    -Skráningartafla hefur borist.
    -Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
    -Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar

11.Gaddstaðir 50. Deiliskipulag

2311041

Landeigendur óska eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. Áform eru um byggingu vélaskemmu og annarra landbúnaðarmannvirkja í stað eldri útihúsa á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáform samræmast stefnu aðalskipulagsins hvað varðar uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Háteigur Þykkvabæ. Deiliskipulag lóðar.

2311068

Eigendur lóðarinnar Háteigs í Þykkvabæ óska eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag af lóð sinni. Um er að ræða áform um uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa fyrir allt að 25 gesti. Samhliða er óskað eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði færð í Verslunar- og þjónustu. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 29.11.2023. Lýsingin er sameiginleg vegna breytingar á aðalskiplagi og deiliskipulags.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023.

13.Gaddstaðir land (Gaddstaðaey) L196655. Deiliskipulag

2303048

Eigandi Gaddstaðaeyjar hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af uppbyggingu í eyjunni. Um er að ræða byggingu brúar út í eyjuna sem þolir bílaumferð og umferð gangandi fólks. Fyrirhugað er að hafa íbúðabyggð norðan til á eyjunni, fyrir allt að 12 einbýlishús og sunnan til er gert ráð fyrir hóteli með afþreyingu s.s. baðlóni, fyrir allt að 200 gesti. Einnig er möguleiki á útivistarsvæði syðst á eynni. Gert er ráð fyrir að gerð verði breyting á aðalskipulagi þar sem núverandi óbyggðu svæði verði breytt í íbúðarsvæði að hluta og hins vegar í verslunar- og þjónustusvæði. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 26.10.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Engar stefnur eru í aðalskipulagi varðandi landnotkunarflokkinn "óbyggt svæði". Gert verði því ráð fyrir íbúðabyggð norðan til á eyjunni og sunnan til verði gert ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði. Einnig verði möguleiki á útivistarsvæði tengt verslunar- og þjónustusvæðinu syðst á eynni. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í tvær vikur frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023. Samhliða óskar nefndin eftir nánara samtali milli umsækjanda og sveitarfélagsins áður en tillaga verður lögð fram.

14.Bjargshverfi - Deiliskipulag

2311062

Sveitarfélagið hefur unnið að hugmyndavinnu vegna nýs íbúðarhverfis í Bjargshverfi. Gert verði ráð fyrir allt að 100 íbúðareiningum í mismunandi tegundum húsa, einbýlis, par- og raðhúsum. Gerð verði grein fyrir tengingum við aðra vegi og samgöngum innan svæðisins. Tengsl við þéttbýlið austan Ytri-Rangár gerð skil með áformuðum göngubrúm og göngustígum. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Basalt arkitektum dags. 30.11.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða lýsingu og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í tvær vikur frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 13. - 27. desember 2023.

15.Mosar deiliskipulag

2210013

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.10.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Mosar, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að skipta lóðinni upp í 8-15 lóðir undir sumarhús þar sem stærð hverrar lóðar yrði á bilinu 0,4 - 2,0 ha. Aðkoma er af Bjallavegi (nr. 272) og um nýjan aðkomuveg að Mosum. Eftir samráð landeiganda við Vegagerðina mun fyrri aðkomuvegur falla út. Nýi aðkomuvegurinn verður 50 metrum neðar. Lögð er fram uppfærð tillaga frá Eflu dags. 30.11.2023.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á kynningu lýsingar þar sem allar meginforsendur viðkomandi landnotkunarflokks liggja fyrir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Rangárstígur 7 og 8. Ósk um heimild til útleigu gistingar.

2306053

Eigandi Þjótanda ehf. kt: 500901-2410 óskar eftir að gisting til útleigu í flokki II skv. reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2O16 verði heimil i sumarhúsum félagsins við Rangárstíg 7 og 8.

Samhliða er óskað eftir heimild til að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, ef leyfi til gistingar fæst. Áformin hafa verið grenndarkynnt til allra lóðarhafa á svæðinu og bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að grenndarkynning hafi leitt í ljós að ekki séu athugasemdir lóðarhafa á svæðinu við útleigu gistingar í flokki II. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Hungurfit, breyting á deiliskipulagi.

2309051

Fitjamenn ehf hafa lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi frá 21.8.2013. Lóðin Þ3 á að færast suður fyrir aðkomuveginn, frá tjaldsvæðinu, þar sem fyrra svæði telst ekki gott til bygginga vegna vatnssöfnunar. Lóð Þ2 minnkar aðeins en byggingareitur helst óbreyttur. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 29.8.2023. Tillagan var auglýst frá og með 18.10.2023 til og með 30.11.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Umhverfisstofnun, sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Djúpárbakki L165405.Deiliskipulag

2310010

Deiliskipulagið nær til norðurhluta jarðarinnar Djúpárbakka L165405 sem er um 49 hektarar. Deiliskipulagið tiltekur fimm nýja byggingarreiti frístundahúsa á 1700 fermetra landspildu nyrst á jörðinni. Skipulagsgögn frá Landnotum dags. 24.4.2023. Tillagan var auglýst frá og með 18.10.2023 til og með 30.11.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem gerðu engar athugasemdir. Umhverfisstofnun taldi ekki þörf á umsögn.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Veiðivötn. Tjaldvatn. Breyting á deiliskipulagi

2309063

Veiðifélag Landmannaafréttar hefur lagt fram tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi, sem staðfest var í júní 2011. Í gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu þriggja nýrra skála fyrir gesti norðaustan við Hestagíg. Staðsetningin þykir ekki heppileg og eru þeir færðir vestur fyrir Hestagíg. Þá verður bætt við nýjum skála fyrir starfsfólk. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 21.9.2023. Tillagan var auglýst frá og með 18.10.2023 til og með 30.11.2023. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Umhverfisstofnun, sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Gíslholt L165081. Deiliskipulag

2001005

Eigandi Gíslholts hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af nokkrum lóðum úr jörð sinni, Gíslholti. Um eru að ræða lóðir undir íbúðarhús og smávægilega atvinnustarfsemi. Tillagan var endurauglýst fram til 5. október sl. Engar athugasemdir bárust í þeirri auglýsingu.

Í fyrri auglýsingu bárust athugasemdir frá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem búið er að taka tillit til í uppfærðri tillögu sem hér fylgir, dags. 29.5.2020
Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Haukadalur 4N, L205514. Breyting á deiliskipulagi

2304049

Eigandi tveggja lóða úr skipulögðu landi Haukadals, L219700 og L205514, hefur fengið heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið sem samþykkt var 20.3.1996 þar sem bætt verði við einni lóð í eigu umsækjanda og skilgreindar verði byggingarheimildir á henni til samræmis við aðrar lóðir á svæðinu. Deiliskipulag þetta nær aðeins til norður svæðisins og er því uppfærsla á þeim hluta eldra deiliskipulagsins. Breyting deiliskipulagsins tiltekur nýja lóð, með landnúmer 219700, ásamt því að tiltaka tvo nýja byggingareiti innan þeirrar lóðar. Breytingin var grenndarkynnt með bréfi dags. 7. júní 2023og stóð kynning yfir fram til 6. júlí sama ár. Engar athugasemdir bárust. Lögð er fram skipulagstillaga frá Landnotum dags. 24.4.2023.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að grenndarkynning hafi leitt í ljós að lóðarhafar geri engar athugasemdir við að bætt verði við einni lóð. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Litlaland L204654 og L172908. Deiliskipulag

2311058

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita hefur hafið auglýsingarferil á tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlaland í Ásahreppi, þar sem fyrirhugað er að stækka Litlaland lóð úr 7.688 m² í 10.000 m² ásamt því að auka við byggingarheimildir í samræmi við skipulagsgögn frá Eflu dags. 6.10.2023. Jörðin Arnkötlustaðir L165070 ásamt óafmarkaðri lóð úr jörðinni, Arnkötlustaðir lóð L165183, liggja upp að mörkum Litlalands í Ásahreppi.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Litlaland í Ásahreppi en telur æskilegt að gerð verði betri grein fyrir aðkomu að sumarhúsinu á lóðinni Arnkötlustaðir lóð L165183 ef fyrirhugað er að sú aðkoma eigi að vera gegnum annað land en Arnkötlustaði.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?