87. fundur 09. nóvember 2015 kl. 09:00 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Har. Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Unhóll 1a, landskipti 2 lóðir

1511008

Landeigendur Unhóls 1a, landnr. 165433, óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna áforma um landskipti. Stofnaðar verði lóðirnar Unhóll 1a, lóð D, landnr. 223698, stærð 22,5 ha og Unhóll 1a, lóð E, landnr. 223699, stærð 6,4 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

2.Strútslaug, deiliskipulag

1303018

Ferðafélagið Útivist hefur fengið heimild til deiliskipulagsgerðar á svæðinu við Strútslaug í Hólmsárbotnum að Fjallabaki. Sóst verður eftir að reisa 30-40 m² skála á svæðinu með salernis- og búningsaðstöðu. Einnig verður umhverfi við laugina bætt og göngustígur lagður á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að þar sem svæðið liggur á mörkum tveggja sveitarfélaga, Skaftárhrepps og Rangárþings ytra, þurfi sveitarstjórn Skaftárhrepps einnig að fjalla um erindið. Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé minniháttar og ekki þess eðlis að hún kalli á mat á umhverfisáhrifum, en er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á náttúruminjum af völdum vatnavaxta. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Múli í Landsveit, deiliskipulag

1508040

Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Múla í Landsveit. Gert er ráð fyrir 7 lóðum innan 13 ha svæðis. Íbúðarhús sem tilheyrir jörðinni Múla er innan svæðis. Tillagan var auglýst frá 16. september til 28. október. Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þar sem bent er á að sýna þurfi afmörkun vatnsverndar við vatnsból.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við framkominni athugasemd og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
Fylgiskjöl:

4.Ársel úr landi Neðra-Sels, Deiliskipulag

1306007

Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði úr jörðinni Árseli, sem er 53 ha, skipt út úr jörðinni Neðra Seli í Holtum. Tillagan var auglýst frá 16. september til 28. október. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Nefndin telur að þar sem umsögn frá Umhverfisstofnun hefur ekki borist í umsagnarferli tillögunnar skuli farið eftir fyrri umsögn þeirra frá fyrra ferli, þar sem ekki voru gerðar neinar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

5.Búrfellsvirkjun deiliskipulag

1506041

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Óskað er umsagnar Rangárþings ytra fyrir 4. desember nk.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu.

6.Landsnet, Sprengisandslína MÁU, matsáætlum

1411001

Landsnet hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna umhverfismats fyrir Sprengisandslínu. Skýrslan er lögð fram til umsagnar skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til að skilyrt verði að samhliða matsáætlun fyrir Sprengisandslínu, verði einnig lögð fram matsáætlun vegna umhverfismats um varanlega veglagningu um Sprengisand.

7.Beindalsholt, deiliskipulag

1511001

Landeigandi að Beindalsholti landnr. 194943, óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja 1,8 ha svæði úr landi sínu. Gert verði ráð fyrir fimm byggingareitum og verða tveir af þeim fyrir útihús og skemmur. Einn verði fyrir núverandi íbúðarhús og síðustu tveir fyrir smáhýsi/gestahús, allt að átta á öðrum og fjórum á hinum.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Rangárstígur 8, byggingarleyfi

1510059

Jóhannes Hinriksson fyrir hönd lóðarhafa við Rangárstíg 8, Olaf Harald Furre, óskar eftir leyfi til að rífa og fjarlægja núverandi 24,7 m² sumarhús, (mhl. 01) og setja nýtt 102 m² sumarhús í staðinn.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Rangárstíg og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

9.Kaldárholt - Ketilstaðir Framkvæmdaleyfi fyrir sverun hitaveitulagnar

1511002

Veitur ohf óska eftir framkvæmdaleyfi til lagningar á hitaveitulögn frá kaldárholti að ketilstöðum skv. meðfylgjandi umsókn og tilheyrandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir í samræmi við 13. gr skipulagslaga nr. 123/2010, að veita framkvæmdaleyfi til Veitna ohf fyrir sverun á hitaveitulögn.

Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?