16. fundur 14. júní 2023 kl. 08:15 - 09:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Viðar M. Þorsteinsson varamaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast við eitt mál, liður 10, næsti fundur sveitarstjórnar.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2301081

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í maí.
Fylgiskjöl:

2.Hvammsvirkjun. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

2212059

Lagt til að málinu verði frestað til næsta aukafundar sveitarstjórnar til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar varðandi ákveðna umhverfisþætti hafa verið að berast.

IPG tók til máls.

Tekið stutt fundarhlé.

Samþykkt samhljóða.

3.Lyngalda. Gatnagerð

2305031

Lögð fram tilboð sem komu fram vegna útboðs í gatnagerð í Lyngöldu á Hellu. Tilboð bárust frá Þjótanda ehf kr. 49.370.693 og Nautás ehf kr.42.839.972. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 43.053.972.

Lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Nautás ehf sé tekið með fyrirvara um að tilboðsgjafi uppfylli skilyrði útboðsskilmála og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

Gatnagerðargjöld vega á móti kostnaði sveitarfélagsins vegna verksins þannig að ekki þarf að gera breytingar á fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

4.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Lögð fram tilboð sem komu fram vegna uppsteypu fyrir 2. áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á Hellu. Tilboð bárust frá Steypustöðinni ehf. kr 419.697.793, Einingaverksmiðjunni ehf. kr. 489.851.474 kr. og BM Vallá ehf. kr. 427.380.378. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 497.426.475.

Lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Steypustöðvarinnar ehf sé tekið með fyrirvara um að tilboðsgjafi uppfylli skilyrði útboðsskilmála og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

Samþykkt samhljóða.

5.Samþykktir fyrir Öldungaráð Rangárvallasýslu 2023

2305023

Lagt er til að samþykkja fyrirliggjandi samþykktir fyrir Öldungaráð Rangárvallasýslu.

Samþykkt samhljóða.

6.Framsal á leyfisveitingum

2306014

„Lögð er fram tillaga um að fela sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu í málum er varða útgáfu tækifærisleyfa, s.s. vegna áfengisleyfa, skemmtanaleyfa, útihátíða o.fl., brennuleyfa, flugeldasýninga, akstursíþróttakeppna og kvikmyndatöku, sbr. heimild í 54 gr. samþykkta sveitarfélagsins. Málin yrðu síðan tekin fyrir sem kynningarmál í byggðarráði eða sveitarstjórn“

IPG og JGV tóku til máls.

Lagt til að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Tillaga D lista um stafræna stjórnsýslu

2303011

Yfirlit um stafræna stjórnsýslu.
Lagt fram til kynningar yfirlit markaðs- og kynningarfulltrúa um stafræna stjórnsýslu sveitarfélagsins.

IPG tók til máls.

Bókun fulltrúa D-lista vegna greinargerðar um stafræna stjórnsýslu
Fulltrúar D-lista þakka fyrir framlagða greinargerð. Hún sýnir að tækifæri eru til staðar til að efla enn frekar stafræna stjórnsýslu. Hvetja fulltrúar D-lista til þess að skoðaðar verði þær leiðir sem ONE-kerfið býður upp á til að efla enn frekar stafræna stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Jafnframt hvetja fulltrúar D-lista til þess að sveitarfélagið taki upp rafrænar undirskriftir m.a. vegna fundargerða.
IPG, EÞI, BG.

8.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf.

2306021

Lagt til að fulltrúi sveitafélagsins á aðalfundi Eignarhaldsfélagi Suðurlands ehf þann 26. júní verði Eggert Valur Guðmundsson og til vara Eydís Þ. Indriðadóttir.

Samþykkt samhljóða.

9.Fundaáætlun 2023 - sveitarstjórn, byggðarráð, skipulags- og umf. nefnd

2212017

Lögð fram tillaga að fresta ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Næsti fundur sveitarstjórnar

2306027

Lagt er til að aukafundur verði haldinn í sveitarstjórn þann 23. júní nk. kl. 8:15 þar sem fjallað verður m.a. um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Þó að um aukafund sé að ræða í sveitarstjórn verður hann sendur út í beinni útsendingu.

Samþykkt samhljóða.

11.Landmannalaugar. Framkvæmdaleyfi til endurbóta á göngubrú yfir Námskvísl

2304074

Umhverfisstofnun óskar eftir framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á brú yfir Námskvísl í Landmannalaugum.
Lagt til að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða sveitarstjórnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um leyfi til skoteldasýningar á Töðugjöldum

2306017

Lögð fram umsókn um leyfi til skoteldasýningar í umsjá Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu 19. ágúst n.k. í tilefni Töðugjalda.
Lagt til að umsóknin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

13.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga til breytinga á lögum um samfélagsvegi.
Til kynningar.

14.Rangá lodge, Rangá veiðihús. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2306012

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Sunnevu Jörundsdóttur fyrir hönd Lyngheiðar ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað félagsins á lóðinni Rangá veiðihús, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 30.5.2023.

Lagt til ekki verði gerðar athugasemdir við umsóknina.

Samþykkt samhljóða.

15.Rangárstígur 8. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2306011

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Steinunnar Birnu Svavarsdóttur fyrir hönd Þjótanda ehf, kt. 500901-2410 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" í frístundahúsi að Rangárstíg 8, L198031 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 5.6.2023.

Lagt til að hafna beiðninni þar sem hún samræmist ekki skipulagi svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

16.Byggðarráð Rangárþings ytra - 14

2304007F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 14 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór sveitarstjóri yfir breytingarnar.

    Viðauki 2 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 8,5 milljónir (10,5 milljónir samanlagt viðauki 1 og 2), aukinni fjárfestingu 8,5 milljónir og hækkun eignarhluta í félögum að fjárhæð kr. 22,5 milljónir. Samtals áhrif til lækkunar á handbæru fé 39,5 milljónir kr. Í viðaukanum er handbært fé í ársbyrjun leiðrétt m.v. niðurstöðu ársreikning og er því handbært fé í A-hluta að hækka 13,2 milljónir kr. og í A og B hluta um 64,9 milljónir kr.

    Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verði samþykktur.

    JGV tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 14 Sveitarstjóri fór yfir viðræður sem hafa átt sér stað milli sveitarfélagins og tilboðsgjafa.

    Byggðarráð leggur til að lóðin Gaddstaðir 49 verði seld til tilboðsgjafa á kr. 1.165.450 með þeim skilyrðum að lóðin verði sameinuð lóðinni Gaddstöðum 48 og göngu-, hjóla- og reiðleiðir yrðu skilgreindar við lóðina. Varðandi óskir tilboðsgjafa um að stækka byggingarreit Gaddstaða 48 lítillega til austurs inn á hina seldu lóð þá tekur byggðarráð jákvætt í þá beiðni.

    Samþykkt með tveim atkvæðum en IPG situr hjá. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi og vinna málið áfram.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga byggðarráðs um sölu á lóðinni Gaddstöðum 49 verði samþykkt.

    IPG tók til máls.

    Bókun fulltrúa D-lista vegna sölu á Gaddstöðum 49
    Fulltrúar D-lista telja að með sölu á lóðinni án auglýsingar sé gengið framhjá þeirri meginreglu að auglýsa eignir sveitarfélagsins og að jafnræðis sé ekki gætt gagnvart íbúum eða öðrum sem gætu séð sér hag í að kaupa lóðina og byggja á henni. Óskað er eftir skriflegum skýringum á því hvers vegna lóðin sé ekki auglýst og boðin öllum almenningi til kaups.
    IPG, EÞI, BG.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum, EVG, MHG, ÞDÞ og VMÞ. EÞI og BG greiða atkvæði á móti og IPG situr hjá.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 14 Lögð fram tilboð sem komu fram vegna útboðs jarðvinnu fyrir 2. áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á Hellu. Tilboð bárust frá Þjótanda ehf kr. 76.407.894, Aðalleið ehf, kr. 93.288.100 og Mjölni vörubílstjórafélagi kr. 83.736.000. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 70.085.980.

    Byggðarráð leggur til að tilboði lægstbjóðanda Þjótanda ehf sé tekið með fyrirvara um að tilboðsgjafi uppfylli skilyrði útboðsskilmála og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að tillaga byggðarráðs verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

17.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 7

2305012F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

18.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 30

2305006F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

19.Oddi bs - 11

2305003F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

20.Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd - 4

2305002F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

21.Umhverfisnefnd - 4

2305008F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

22.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13

2305005F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðin verði áfram í landbúnaðarnotum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tilgreindar leiðréttingar á lóðinni og leggur til að þær verði samþykktar. Lóðirnar verði í frístundanotum í samræmi við deiliskipulag. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að þau verði samþykkt. Lóðin verði áfram í landbúnaðarnotum í samræmi við skipulag. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til kynningar
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er þjónusta á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir hálendisaðstöðu í Landmannalaugum. Gert er ráð fyrir að staðsetning verði sú sama og undanfarin ár. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið að svo stöddu en áskilur sér rétt til að koma að umræðum ef skoðað yrði hvort úthlutun lóða verði færð til afgreiðslu nefndarinnar
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulags- og umferðarnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykki framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, gildandi deiliskipulags, umhverfismats framkvæmdarinnar og framlagðri greinargerð sem unnin er í sameiningu fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing Ytra. Leyfið verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma innan greinargerðar er varðar mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar. Jafnframt er gert ráð fyrir að skipuð verði eftirlitsnefnd í samráði við framkvæmdaaðila og aðra leyfisveitendur. Eftirlitsnefndin mun hafa eftirlit með því að öllum skilyrðum sem framkvæmdinni hafa verið sett sé framfylgt. Eftirlitsnefndin hefur, ásamt skipulagsfulltrúa, eftirlit með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfi og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum skv. 17. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Nefndin mun skila af sér skýrslu um framkvæmd eftirlitsins við lok hvers áfanga framkvæmdarinnar. Sé settum skilyrðum ekki framfylgt, ásigkomulag, frágangi, notkun eða umhverfi framkvæmdar eða eigin eftirlit framkvæmdaaðila ábótavant eða stafi af henni hætta skal eftirlitsnefndin tilkynna framkvæmdaaðila skriflega um og úrbóta krafist. Bókun fundar Málið tekið sérstaklega fyrir í sveitarstjórn.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd hefur fjallað um fram komnar umsagnir. Nefndin telur ekki ástæðu til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar sem ekki hefur verið brugðist við athugasemdum umsagnaraðila. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við fram lagða tillögu.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefndin gerir engar athugasemdir og leggur til að Skipulagsstofnun verði send viðbrögð sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 13 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    IPG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

    Samþykkt samhljóða.

23.1. og 2. fundur öldungaráðs í Rangárvallarsýslu.

24.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerðir 926.,927. og 928. fundar SÍS.
Lagt fram til kynningar.

25.Héraðsnefnd - 3. fundur

2305063

Lagt fram til kynningar.

26.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerðir 56., 57. og 58. fundar stjórnar og ársreikningur 2022.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir 2023 - Stjórn félags- og skólaþjónustu Rangárv.V-Skaft

2304034

Fundargerð 73. fundar stjórnar og aðalfundargerð FSRV.
Lagt fram til kynningar.

28.Stofnun veiðifélags - efra svæði Eystri-Rangár

2305065

Lagt fram til kynningar.

29.Aðalfundarboð Veiðifélags Eystri Rangár og ársreikningur 2022

2306004

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

30.Samráðsfundur með ráðherra - landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks

31.Ársreikningur Lundar 2022, byggingarsjóðs og gjafasjóðs

2306005

Lagt fram til kynningar.

32.Fundarboð á ársfund - Brák íbúðafélag hses

2306016

Lagt fram til kynningar.

33.Orlof húsmæðra. Ársreikningur 2022

2305043

Lagt fram til kynningar.

34.Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Bílflök á einkalóðum og Ársskýrsla 2022

35.Skógræktarfélag Íslands. Betra Ísland - og grænna

2305042

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?