15. fundur 08. júlí 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
 • Steindór Tómasson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til þá breytingu á dagskrá að við bætist liður 16. Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk - gögn og staða mála. Það var samþykkt. Áður en gengið var til dagskrár greindu oddviti og sveitarstjóri frá nokkrum atriðum úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Markaðs- og kynningarmál

1505023

Ráðning markaðs- og kynningarfulltrúa, auglýsing og kostnaður (viðauki 2 - 2015)
Tillaga er um að auglýsa eftir markaðs- og kynningarfulltrúa skv. þeim drögum sem liggja fyrir með þeim breytingum að um sé að ræða nýtt 100% starf frá og með næsta hausti eftir nánara samkomulagi. Ráðið verði í starfið tímabundið til eins árs til að byrja með og staðan þá endurmetin. Jafnframt verði samþykktur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð 2.5 milljónir til að standa straum af kostnaði við hið nýja starf. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Samþykkt samhljóða

2.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Samningur milli Rangárþings ytra og Ásahrepps um samstarf í ljósleiðaramálum
Drög að samkomulagi milli Rangárþings ytra og Ásahrepps um samvinnu í uppbyggingu ljósleiðarakerfis liggur fyrir í 8 liðum. Með samkomulaginu næst mjög mikill sparnaður fyrir bæði sveitarfélögin, á þeim svæðum sem liggja saman, samanborið við ef kerfin eru byggð upp óháð hvort öðru. Samkomulagið má virkja í þrepum eftir því sem ljósleiðaravæðingunni vindur fram í Rangárþingi ytra en meginforsenda er að tengja strax á þessu ári saman megin-tengistöðvar sveitarfélagannna á Hellu og Laugalandi. Kostnaður við þennan nauðsynlega lið samkomulagsins er áætlaður um 8 m. króna á þessu ári. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag eftir lögfræðilegan yfirlestur. Jafnframt er tillaga um að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2015. Fjárfestingu að fjárhæð 8.000 þús. kr. verði mætt með lækkun á handbæru fé og eignasölu.Samþykkt samhljóða

3.Fundaáætlun og sumarleyfi sveitarstjórnar

1506016

Umboð til byggðarráðs um fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2015 verði frá 9. júlí til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 29. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 19. ágúst n.k.Samþykkt samhljóða

4.Tillaga frá Á-lista um akstur sveitarstjóra

1411033

Fulltrúar Á-lista leggja til að sveitarstjóri Rangárþings ytra skili inn akstursdagbók fyrir mánaðarlegum greiddum akstursstyrk.Greinargerð:

Samkvæmt ráðningarsamningi sveitarstjóra fær hann greiddan aksturstyrk fyrir 2.000 km akstri á mánuði og teljum við nauðsynlegt að hann skili framvegis mánaðarlegri akstursdagbók til að fá yfirsýn yfir hvort aksturstyrkur endurspegli raunverulegan akstur. Æskilegt væri að akstursstyrkur sveitarstjóra yrði afnuminn og eftir atvikum felldur inn í laun sveitarstjóra þar sem ekki tíðkast að greiða starfsfólki sveitarfélagsins akstursstyrk t.d. til að koma sér til og frá vinnu.Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

Steindór Tómasson

Sveitarstjórn felur oddvita og oddvita Á-listans að fara yfir og endurskoða aksturskjör sveitarstjóra og leggja fram endurskoðaða tillögu fyrir sveitarstjórn á reglulegum fundi sveitarstjórnar í nóvember.Samþykkt samhljóða

5.Endurnýjun samnings um Menningarhús

1507009

Fyrir liggja drög að endurnýjuðum samningi Rangárþings og Ásahrepps við Oddasókn um rekstur Menningarhúss á Hellu. Lagt er til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.Samþykkt samhljóða

6.Framlenging á fyrirgreiðslu vegna Suðurlandsvegar 1-3

1507012

Fyrir liggur beiðni frá stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf að að framlengja þá heimild sem sveitarfélagið veitti þann 22.7.2014 sem gildi þá til 1. júlí 2016. Um er að ræða möguleika á láni, allt að 5 m., milli mánuða til að brúa fyrirsjáanlegar sveiflur í útgjöldum. Heimildin var ónotuð um síðustu mánaðamót. Tillaga um að framlengja heimildina til 1. júli 2016.Samþykkt með 4 atkvæðum, þrír sitja hjá (MHG,SO,ST)Fulltrúar Á-lista telja eðlilegt að báðir hluthafar komi að fjármögnun daglegs reksturs Suðurlandsvegar 1-3 ehf. en ekki er gert ráð fyrir því í beiðni hlutafélagsins.Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

Steindór Tómasson

7.Olís, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1506042

Olíuverslun Íslands óskar eftir breytingu á rekstrarleyfi sínu vegna breytingar á verslun sinni við Þrúðvang á Hellu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfinu.Samþykkt samhljóða

8.Byggðarráð Rangárþings ytra - 12

1506006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 12 Tillaga um að ganga að tilboði frá Halldóru Hafsteinsdóttur og Markúsi Ársælssyni í 1,4 ha landsspildu úr landi Skinna í Þykkvabæ.

  Samþykkt samhljóða
  Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði frá Halldóru Hafsteinsdóttur og Markúsi Ársælssyni í 1,4 ha landsspildu úr landi Skinna í Þykkvabæ.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu byggðarráðs

9.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 15

1506009

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest

10.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83

1506004

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun lóðanna. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirhugaða stækkun lóðanna.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti Vegagerðar ríkisins. Bókun fundar Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti Vegagerðar ríkisins.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Fiskistofu og Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár, þar sem afgreiðsla málsins er fordæmisgefandi. Bókun fundar Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Fiskistofu og Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár, þar sem afgreiðsla málsins er fordæmisgefandi.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að lóðamörk að vestanverðu verði samsíða lóðamörkum að austanverðu, þar sem þau eru breiðust. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeirri breytingu að lóðamörk að vestanverðu verði samsíða lóðamörkum að austanverðu, þar sem þau eru breiðust.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Þar sem mikil breyting hefur orðið á eignarhaldi lóða innan svæðisins frá fyrra ferli skipulagsins er rétt að öllum eigendum verði send tillagan til skoðunar við upphaf auglýsingar.
  Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Þar sem mikil breyting hefur orðið á eignarhaldi lóða innan svæðisins frá fyrra ferli skipulagsins er rétt að öllum eigendum verði send tillagan til skoðunar við upphaf auglýsingar.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Nefndin leggur til að tillögur Umhverfisstofnunar verði teknar til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Skipulagsnefndar og Hálendisnefndar Rangárþings ytra. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að tillögur Umhverfisstofnunar verði teknar til umfjöllunar á sameiginlegum fundi Skipulagsnefndar og Hálendisnefndar Rangárþings ytra.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar en leggur áherslu á að formenn samgöngu- og fjarskiptanefndar og fjallskilanefnda Landmannaafréttar og Rangárvallaafréttar verði einnig boðaðir til fundar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við tilsvarandi breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins samhliða gerð deiliskipulagsins. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði byggingarleyfi með fyrirvara um að hafist verði handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við tilsvarandi breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins samhliða gerð deiliskipulagsins.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar
 • Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 83 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Bókun fundar Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

  Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

11.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 14

1506010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.HES - stjórnarfundur 165

1507013

Fundargerð 29052015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Stjórn þjónustusvæðis fyrir fatlaða - 13 fundur

1507011

Fundargerð 09062015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Skipulagsmál vindmyllur - kynnisferð

1503030

Skýrsla um kynnisferð til Skotlands
Skýrslan lögð fram til kynningar og send skipulagsnefnd til upplýsingar.

Tillaga Á-lista:

Fulltrúar Á-lista leggja til að myndaður verði starfshópur til að móta heildstæða stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum fyrir sveitarfélagið og liggi skipan hans fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar. Hópurinn skili tillögum sínum til sveitarstjórnar fyrir árslok 2015.Greinargerð:

Nýting auðlinda er mikilvægt og stórt mál og kallar á alhliða stefnumótun í rekstri sveitarfélagsins. Auðlindir sveitarfélagsins eru m.a. heitt og kalt vatn, jarðgufa, vatnsafl, ósnortin náttúra, víðerni, hreint loft, dýralíf á landi og í vatni, vindur, menning og jarðefni.Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir

Steindór Tómasson

Fyrir liggur að í haust þarf að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra og er tillögunni vísað til þeirrar vinnu.Samþykkt samhljóða

15.Yfirlit um sumarhús um landið

1507010

Skýrslan lögð fram til kynningar

16.Hvammsvirkjun færð í nýtingarflokk - gögn og staða mála

1507015

Gögn frá fundi oddvita og sveitarstjóra Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps með fulltrúum Landsvirkjunar á Hellu 8.7.2015
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?