18. fundur 11. nóvember 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1 og 2. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7

1510012

Fundargerð frá 041115
Fundargerðin lögð fram til kynningar

2.Ársfundur UST og náttúruverndarnefnda

3.Hluthafafundur Suðurlandsvegur 1-3 ehf

1511027

Fundarboð
Lagt fram til kynnningar

4.Bygging leiguíbúða

1511024

Fundarboð
Tillaga um að skoða málið frekar og sveitarstjóra falið að sækja boðaðan fund fyrir hönd sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða

5.Samtök orkusveitarfélaga - 22 stjórnarfundur

1511035

Fundargerð frá 27102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

6.Lundur - stjórnarfundur 16

1511034

Fundargerð frá 02112015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

7.Lundur - stjórnarfundur 15

1511037

Fundargerð frá 28092015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

8.SASS - 499 stjórn

1511032

Fundargerð frá 28102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

9.Vatnsveita 36. fundur stjórnar

1511031

Fundargerð frá 03112015
Fundargerð lögð fram til kynningar

10.Vatnsveita 35. fundur stjórnar

11.Samband Ísl. Sveitarf. - 831. fundur

1511014

Fundargerð frá 30102015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

12.Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga - 144

1511029

Fundargerð frá 04112015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

13.Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 87

1510006

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

14.Vinnuhópur um framtíðarskipulag Landmannalauga - 1

1510010

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar

15.Hálendisnefnd - 1

1510011

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest

16.Fjárhagsáætlun 2016-2019

1511020

Fyrri umræða
Lögð fram og kynnt tillaga byggðarráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2016-2019.

Fjárhagsáætluninni vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember n.k.



Samþykkt samhljóða





17.Byggðarráð Rangárþings ytra - 16

1511003

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

18.Byggðarráð Rangárþings ytra - 15

1510004

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 15 Gerð er tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015 um viðbótarfjármagn til fjárfestingar að upphæð kr. 31.500.000. Á móti þessum kostnaðarauka kemur sala á eignarhlut Rangárþings ytra í Þykkvabæjar hf., sala á fasteigninni Þrúðvangi 36a og sala á landspildu úr Skinnum 1,4 ha. Samanlagt söluverðmæti er kr. 38.150.000. Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Niðurstaða byggðarráðs:
    Gerð er tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015 um viðbótarfjármagn til fjárfestingar að upphæð kr. 31.500.000. Á móti þessum kostnaðarauka kemur sala á eignarhlut Rangárþings ytra í Þykkvabæjar hf., sala á fasteigninni Þrúðvangi 36a og sala á landspildu úr Skinnum 1,4 ha. Samanlagt söluverðmæti er kr. 38.150.000. Viðauki þessi kallar ekki á auknar fjárheimildir.

    Tillaga um að samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015.

    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 15 Tillaga um að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að þessu sinni.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Niðurstaða byggðarráðs:
    Tillaga um að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að þessu sinni.

    Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu byggðarráðs

19.Beindalsholt, umsögn vegna rekstrarleyfis

1511006

Beiðni Sigurðar Borgþórs Magnússonar um rekstrarleyfi til heimagistingar í flokki I í íbúðarhúsi sínu í Beindalsholti, landnr. 194943.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.



Samþykkt samhljóða

20.Strútur, umsögn vegna rekstrarleyfis

1511004

Beiðni Ferðafélagsins Útivistar ehf um endurnýjun rekstrarleyfis til gistingar í flokki II í gistiskála við Strút, landnr. 194941.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.



Samþykkt samhljóða

21.Dalakofi í Reykjadölum, umsögn vegna rekstrarleyfis

1511005

Beiðni Ferðafélagsins Útivistar ehf um endurnýjun rekstrarleyfis til gistingar í flokki II í gistiskála við Dalakofa í Reykjadölum, landnr. 164853.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.



Samþykkt samhljóða

22.Umsögn til Sýslumanns um endurnýjun rekstrarleyfis - Íþróttamiðstöðin

1511022

Íþróttamiðstöðin Hellu
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.



Samþykkt samhljóða

23.Erindi til sveitarstjórnar - Sandfell

1511026

Götulýsing ofl.
Tillaga um að vísa málinu til fjárhagsáætlunar 2016



Samþykkt samhljóða

24.Ósk um styrk á móti húsaleigu

1511023

Hestamannafélögin óska eftir styrk á móti húsaleigu í til að halda Skötuveislu til styrktar Rangárbökkum.
Tillaga um að leigja aðstandendum salinn á sömu kjörum og tíðkast hefur fyrir uppákomur af svipuðum menningarlegum toga.



Samþykkt samhljóða

25.Umsókn um styrk til HSK 2016

1511028

Ósk um fjárstuðning við sambandið árið 2016.
Tillaga um að vísa málinu til Íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.



Samþykkt samhljóða

26.Þjónustusamningur við KFR - endurnýjun

1511033

Drög að endurnýjuðum samningi til næstu ára.
Tillaga um að vísa málinu til Íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.



Samþykkt samhljóða

27.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Endurskoðuð útgáfa lögð fram til fyrri umræðu
Endurskoðuð útgáfa af samþykktum fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra lögð fram og kynnt. Lagt er til að samþykktirnar verði teknar til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 9. desember n.k.



Samþykkt samhljóða

28.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Rammasamkomulag og samþykktir fyrir byggðasamlög - fyrri umræða
Tillögur að rammasamkomulagi og samþykktir fyrir Odda bs. lagðar fram til fyrri umræðu. Tillögur að endurskoðuðum samþykktum fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs og Húsakynni bs lagðar fram og vísað til afgreiðslu á aukaaðalfundi í viðkomandi byggðasamlagi.



Rammasamkomulagið og samþykktirnar fyrir öll þrjú byggðasamlögin verða síðan tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember n.k.



Samþykkt samhljóða





Tillaga Á-lista:

Fulltrúar Á-lista leggja til að sveitastjóra verði falið að afla upplýsinga um útreikninga á mismunandi útfærslum deilda og uppgjöri milli sveitarfélaganna Rangárþins ytra og Ásahrepps vegna fyrirhugaðs byggðarsamlags um fræðslumál, Odda bs., og leggja fyrir næsta reglulega fund byggðarráðs.



Greinagerð:



Þar sem um verulega breytingu á rekstrarformi fræðslumála í Rangárþingi ytra yrði að ræða, telja fulltrúar Á-lista gríðarlega mikilvægt að fyrir liggi nákvæmur útreikningur á kostnaðarskiptingu milli sveitarfélagsins og Ásahrepps áður en ákveðið er að ganga til samninga um þennan málaflokk.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir



Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða

29.Tillögur að gjaldskrám 2016

1510051

Fyrri umræða
Tillögum að gjaldskrám og álagningarprósentum vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Gjaldskrár og álagningarprósentur verða teknar til formlegrar afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember n.k.



Samþykkt samhljóða





Tillaga Á-lista við drög að gjaldskrám:



Fulltrúar Á-lista leggja til að veitt verði 4 tíma gjaldfrjáls vistun fyrir næstyngsta árgang í leikskólum sveitarfélagsins. Þetta er eitt af stefnumálum Á-listans og óskum við eftir að verði tekið tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2016.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir





Tillögunni vísað til seinni umræðu



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?