34. fundur 08. mars 2017 kl. 15:00 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins frá síðasta fundi.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 32

1702014F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.

1.2 1702004F - Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 28

Tillaga:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn RY leggja til að yfirlit um hlutafjáraukningu Suðurlandsvegar 1-3 hf. verði lagt fram til kynningar á næsta reglulega fundi byggðaráðs 22. mars 2017.

Yngvi Karl Jónsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Sigdís Oddsdóttir

Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107

1702011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Farið var yfir helstu áhersluatriði. Fundaplan uppfært. Bókun fundar Til kynningar.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Lagt fram til kynningar. Nefndin telur að kynna eigi tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og skuli kynning fara fram með auglýsingu í staðarblaði ásamt að tillaga verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 107 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir áform og tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að framkvæmdin við veglagningu og brúun þverár við Odda sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Umsagnir vegna framkvæmdaleyfis liggja fyrir frá Kirkjuráði og Minjastofnun. Umsögn hefur ekki borist frá Fiskistofu. Jafnframt hafa áformin verið kynnt hagsmunaaðilum á svæðinu, svo sem veiðifélagi og landeigendum og liggja engar athugasemdir fyrir af þeirra hálfu. Framkvæmdin er í fullu samræmi við skilmála aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem veglína er sýnd á uppdrætti og fjallað um veglagninguna í greinargerð. Skipulagsnefnd telur því ekki ástæðu til að grenndarkynna áformin og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar umsögn hefur borist frá Fiskistofu og sveitarstjórn hefur lokið afgreiðslu sinni.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða

3.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108

1703001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu til ráðuneytis þegar undirrituð hefur verið yfirlýsing eiganda Vindáss 165015 um leiðréttingu á mörkum milli aðila. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 3.2 1703017 Húnakot,Landskipti
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Lögð er fram lagfærð tillaga þar sem búið er að taka tillit til athugasemda Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að auglýsa tillöguna að nýju. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar umsagnir hafa borist frá Umhverfisstofnun og Minjastofnun, en Minjastofnun hefur tilkynnt skipulsgsfulltrúa að vegna mikilla snjóalaga hafi ekki verið unnt að meta fyrirhugað framkvæmdasvæði. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Breyting var gerð á aðalskipulagi Rangárþings ytra í nóvember 2011 þar sem skilgreiningu á landnotkun á umræddu svæði var breytt í verslun- og þjónustu. Skipulagsnefnd áréttar að öllum kröfum um kynningu tillögunnar hafi verið gætt í auglýsingarferli hennar. Nefndin taldi ekki ástæðu til frekari kynningar en lögbundnar eru.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 108 Skipulagsnefnd leggur til að hafist verði handa við deiliskipulag á austursvæði í Ölduhverfi III í samræmi við gildandi aðalskipulag. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

4.Húsakynni bs - 14

1702016F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Oddi bs - 12

1702003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 5

1702005F

Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

7.Tónlistarskóli Rangæinga bs -

1702002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umræðufundur Oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu

1703021

Minnispunktar frá 28022017
Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá umræðufundi oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu. Á fundinum var m.a. rætt um hvað gera skuli varðandi áframhald vinnu við greiningu kosta og galla mögulegrar sameiningar.

Bókun sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur skynsamlegt að halda áfram því verki sem búið var að leggja drög að og láta fara fram greiningu á kostum og göllum þess að sameina Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag. Lagt er til að sótt verði um styrk til verksins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og að samráðsnefnd sem búið var að tilnefna fulltrúa í verði falið að undirbúa gagnasöfnun og sviðsmyndagreiningu.

Samþykkt samhljóða.

9.Rangárbakkar 4, Umsókn um lóð, Húgó ehf

1702053

Hlíf Halldórsdóttir fyrir hönd Húgó ehf sækir um lóðina Rangárbakkar 4 til að byggja á henni gistihús.
Tillaga um að úthluta Húgó ehf, kt. 680616-0940, lóðinni að Rangárbökkum 4 á Hellu til að byggja á henni gistihús.

Samþykkt samhljóða.

10.Öldur III, umsókn um lóðir við Skyggnisöldu, Snjóöldu og Sporðöldu.

1703005

Steinn Ólason, kt. 010358-4429 sækir um allar lausar lóðir við Skyggnisöldu, Snjóöldu og Sporðöldu, til að byggja á þeim íbúðir til leigu og sölu á almennum markaði. Lóðirnar eru 10 talsins og er heimilt að byggja frá 20-26 íbúðum ef litið er til núgildandi deiliskipulags fyrir svæðið.
Tillaga um að úthluta Steini Ólasyni, kt. 010358-4429, 10 lóðum við Skyggnisöldu, Snjóöldu og Sporðöldu á Hellu, til að byggja á þeim íbúðir til leigu og sölu á almennum markaði. Heimilt er að byggja á lóðunum 20 til 26 íbúðir skv. deiliskipulagi fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða.

11.Langalda 20, Umsókn um lóð

1703010

Eiríkur Ólafsson kt. 290986-2309 óskar eftir lóðinni Langalda 20 til að byggja á henni einbýlishús.
Tillaga um að úthluta Eiríki Ólafssyni, kt. 290986-2309, lóðinni að Langöldu 20 til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

12.Húsnæðisáætlanir

1612028

Staða mála varðandi gerð húsnæðisáætlunar fyrir Rangárþing ytra.
Lagt fram minnisblað um vinnslu húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Vinnsla áætlunarinnar er komin vel af stað og ætti að geta verið tilbúin innan skamms þegar umbeðnar upplýsingar frá Íbúðalánasjóði og Þjóðskrá hafa borist. Húsnæðisáætlun er grundvöllur þess að unnt verði að óska eftir samvinnu ríkisins í aðkomu að niðurgreiðslum og framlagi til bygginga á íbúðum til útleigu. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og jafnframt að undirbúa mögulega umsókn um stofnframlag frá ríkinu. Byggðarráði verði jafnframt falin fullnaðarákvörðun varðandi frágang húsnæðisáætlunar og slíka umsókn.

Samþykkt samhljóða.

13.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

Félagsmiðstöðin Hellirinn
Tillaga Á-lista
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að félagsmiðstöðin Hellirinn verði færð úr fræðslumálum í æskulýðs- og íþróttamál við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Greinagerð
Félagsmiðstöðvar hafa í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í forvörnum ungmenna og teljum við eðlilegra að þessi starfsemi sé hluti af æskulýðsstarfi sveitarfélagsins frekar en fræðslumálum.

Yngvi Karl Jónsson Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Sigdís Oddsdóttir

Bókun sveitarstjórnar:
Það er staðfest að Félagsmiðstöðin tilheyrir Íþrótta- og æskulýðsmálum (málaflokkur 06) en ekki fræðslumálum og því þarf ekki að gera neinar breytingar gagnvart fjárhagsáætlun næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

14.Til umsagnar 106.mál

1703019

Til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Félags- og skólaþjónusta - 23 fundur

1703014

Fundargerð frá 01032017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Félagsmálanefnd - 41 fundur

1703016

Fundargerð frá 27022017
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

17.2 Reglur og gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti nýjar reglur og gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin, samþykkt og undirrituð.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?