41. fundur 08. nóvember 2017 kl. 15:00 - 16:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna bætist liður 4. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 14 fundur og liður 10. Saurbær í Holtum - landskipti. Það var samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddiviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 41

1710003F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

2.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119

1710004F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Við skoðun uppdrátta sveitarfélaganna kom í ljós ósamræmi í afmörkun á mörkum sveitarfélaganna beggja. Misræmi er við Ölmóðsey þar sem línur beggja uppdrátta eru ekki eins. Nefndin felur því skipulagsfulltrúa að kalla eftir nánari skýringum. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við tillöguna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á lýsingu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 telur skipulagsnefndin að breyting á vindmyllum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal breytingin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem nefndin telur að skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins í ljósi þess með hvaða hætti uppbyggingu verður háttað.
  Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Unnið er að reglugerð um skilti innan þéttbýlis á Hellu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 119 Skipulagsnefnd samþykkir tillögu landeigenda um að fylla skuli með möl fyrir mynni víkurinnar. Jafnframt skal fyllt með jarðvegi í víkina sjálfa uppfyrir vatnsborð árinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir við landeigendur. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

3.Félags- og skólaþjónusta - 28 fundur

1711007

Fundargerð frá 31102017, taka þarf fyrir liði 3.1,3.2,3.4
3.1 Fjárhagsáætlun Félagsþjónustunnar fyrir árið 2018.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2018 fyrir Félagsþjónustudeild frá stjórn Félags- og skólaþjónustunnar.

Samþykkt samhljóða.

3.2 Fjárhagsáætlun Skólaþjónustunnar fyrir árið 2018.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2018 fyrir Skólaþjónustudeild frá stjórn Félags- og skólaþjónustunnar.

Samþykkt samhljóða.


3.4 Breytt fyrirkomulag að skipulagi félagslegrar heimaþjónustu.
Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki að taka upp, til reynslu, breytt fyrirkomulag að skipulagi félagslegrar heimaþjónustu þannig að starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu verði ráðnir inn til félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu en ekki beint til sveitarfélagsins eins og nú er. Tilgangurinn er að einfalda fyrirkomulagið og gera það skilvirkara.

Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 14

1711002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 14 Tillaga er um að markaðs- og kynningarfulltrúa verði falið að útfæra hugmynd vegna upplýsingamiðstöðvar sem staðsett yrði miðsvæðis á Hellu. Upplýsingamiðstöðin yrði sett upp með það að markmiði að afla upplýsinga um ferðahegðun ferðamanna innan sveitarfélagsins og lengja dvöl þeirra. Miðað er við 3ja mánaða verkefni. Kostnaður við verkefnið er vegna uppsetningar aðstöðu, merkinga og launa fyrir starfsmann.

  Áætlaður heildarkostnaður vegna upplýsingamiðstöðvar er 1.950.000 kr. Óskað er eftir því að tekið verði tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
  Bókun fundar Tillaga er um að vísa málinu til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 14 Nefndin leggur til að samþykkt verði að endurnýja samstarfssamninginn til þriggja ára. Bókun fundar Tillaga er um að staðfesta bókun Atvinnu- og menningarmálanefndar um að endurnýja samstarfssamning við Markaðsstofu Suðurlands til þriggja ára.

  Samþykkt samhljóða.

5.Yfirtaka ríkisins á lífeyrisréttindum vegna hjúkrunarheimila

1711009

Umboð sveitarstjórnar vegna samngingsgerðar.
Sveitarstjórn staðfestir að sveitarfélagið Rangárþing ytra hyggst ganga frá samkomulagi við fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar á Hellu um skiptingu lífeyrisskuldbindinga og veitir Ágústi Sigurðssyni (kt. 311064-4879) sveitarstjóra heimild til að skrifa undir samkomulag þess efnis þegar fyrir liggur mat á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um styrk til HSK 2017

1711001

HSK óskar eftir áframhaldandi stuðningi 280 kr. á íbúa
Tillaga um að styrkja HSK um 160 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða

7.Kauptilboð - Gaddstaðalóðir 41,42

1711004

Kauptilboð í sumarhúsalóðir til staðfestingar
Tillaga er um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

8.Ármót, Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki IV.

1710044

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Guðmundar Þ. Guðmundssonar f.h. Ármót ferðaþjónustu ehf., kt. 420817-1770 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, tegund "C" í gistihúsi forsvarsmanns í Ármóti, landnr. 164471, í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ármót ferðaþjónustu ehf, kt. 420817-1770 fyrir gististað í flokki IV, tegund 'C' í gistihúsi forsvarsmanns í Ármóti, landnr. 164471, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

9.Bergrisinn bs - úttekt á starfi

10.Saurbær í Holtum. Landskipti

1711011

Landeigendur Saurbæjar óska eftir landskiptum úr jörð sinni, landnr. 165155. Skipt verður út tveimur spildum. Annars vegar Saurbær land A, stærð 7.250 m², landnr. 226114 og hins vegar Saurbær land B, stærð 7.250 m², landnr. 226115. Ekki liggur fyrir stærð Saurbæjar í Þjóðskrá. Matshluti 03, íbúðarhús færist yfir á lóðina Saurbær land A eftir landskiptin. Jafnframt færist matshluti 29, Vinnustofa/Gallerí yfir á lóðina Saurbær land B, eftir landskiptin.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

Samþykkt samhljóða.

11.260.stjórnarfundur SOS

1711003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.HES - stjórnarfundur 182

1711008

Fundargerð frá 18102017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 853 fundur

1711002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum

1711006

Heimsókn og kynning Janus Guðlaugsson og Aníta Tryggvadóttir.
Janus Guðlaugsson kynnti átak til fjölþættrar heilsuræktar hjá sveitarfélögum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram með málið.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?