6. fundur 13. desember 2018 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 5

1811003F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leytu staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 5 Lögð fram tillaga að viðauki 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2018.
  Breytingar á fjárfestingarverkefnum í A-hluta (eignasjóði).
  Lundur: Tillaga um að lækka fjárfestingu ársins um 20 milljónir og færa þennan lið á núll. Ástæða þess er að verkefni tengd Lundi og Neslundi hafa frestast. Þessi fjárfesting færist til næstu ára.
  Þrúðvangur 18: Tillaga um að setja 10 milljónir á fjárfestingu til að gera endurbætur og breytingar á húsnæðinu vegna opnunar leikskóladeildar.
  Laugalandsskóli: Tillaga um að lækka fjárheimild á þessum lið um 1,5 milljónir. Fyrir liggur að framkvæmd við körfuboltavöll verður ódýrari en áætlað var.
  Íþróttahús Hellu: Tillaga um að lækka fjárfestingarheimild á þessum lið um 10,1 milljón. Þá eru eftir 10 milljónir á þessum lið. Þetta verkefni hefur tafist og mun að stærstum hluta flytjast á næsta ár.
  Gámavellir: Tillaga um að lækka fjárfestingarheimild á þessum lið um 3,5 milljónir og færa á núll. Sveitarstjórn hefur nú óskað eftir því að Sorpstöð Rangæinga bs. taka yfir umsjón og rekstur gámasvæða og móti stefnu fyrir þessa þjónustu fyrir svæðið í heild. Því frestast þessi fjárfesting þar til að fyrir liggur framtíðar fyrirkomulag þessarar þjónustu.
  Áhrif á A-hluta ef lækkun á fjárfestingu um 25,1 milljón

  Tillögur að breytingum á áætlun í B-hluta.
  Fráveita: Tillaga um að hækka fjárheimild til fjárfestingar í fráveitu um 8,5 milljónir. Ástæðan er sú að koma þarf lögnum að nýjum íbúðum sem eru í byggingu á Hellu í Ölduhverfi.
  Leiguíbúðir: Tillaga að viðauka við fjárfestingu að fjárhæð 94,5 milljónir vegna kaupa á þremur íbúðum við Giljatanga af Húsakynnum bs. Einnig tillaga um lántöku að fjárhæð 88,5 milljónir vegna yfirtöku lána af íbúðunum.
  Húsakynni: Tillaga að viðauka vegna sölu á 4 íbúðum við Giljatanga frá Húsakynnum. Rekstrartekjur hækka um 89 milljónir vegna söluhagnaðar sem nettast út í samstæðu. Eignir lækka um 36,9 milljónir sem er bókfært virði eignanna (söluverð er 126 milljónir). Afborganir lána hækka um 120 milljónir þegar lánin eru færð út úr bókhaldi Húsakynna við sölu eignanna. Lánin flytjast yfir á kaupendur við
  söluna.
  Vatnsveita: Skv. viðauka við fjárhagsáætlun Vatnsveitu er gert ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði að fjárhæð 9,1 milljón vegna óvenju mikilla bilana á árinu. Gert er ráð fyrir lækkun á heimild til fjárfestingar að fjárhæð 21,5 milljónir vegna seinkunar verkefna. Einnig gert ráð fyrir aukinni lántöku að fjárhæð 55 milljónir. En ákveðið var að flýta lántöku vegna næsta árs þannig að hægt væri að taka eitt lán í stað tveggja með stuttu millibili. Reiknað með að þessi lántaka fari fram núna í lok árs 2018.

  Samtals áhrif viðauka í A og B hluta.
  Fjárfesting í A og B hluta hækkar um 56,4 milljónir. Nettó fjármögnun með lántöku eru 23,5 milljónir. Ný lántaka samtals 143,5 milljónir og uppgreiðsla lána samtals 120 milljónir.

  Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. Samtals áhrif þeirra viðauka sem gerðir hafa verið á árinu eru til hækkunar á handbæru fé.

  Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

  Bókun fulltrúa Á-lista:

  Fulltrúi Á-lista í byggðarráði Rangárþings ytra harmar að tillaga Á-lista um gámaplan í Þykkvabæ hafi ekki komist í framkvæmd eins og upprunaleg fjárhagsáætlun ársins 2018 gerði ráð fyrir. Sveitarfélagið hefur biðlað til Sorpstöðvar Rangæinga bs. um umsjón og rekstur gámasvæða í sveitarfélaginu og að móta stefnu fyrir þessa þjónustu á sýsluvísu og vonast undirrituð til að í þeirri vinnu verði tekið tillit til áður samþykktrar tillögu Á-lista.

  Undirrituð vill einnig vekja athygli á að viðauki þessi gerir ráð fyrir 10 milljónum króna til að standsetja húsnæði að Þrúðvangi 18 svo hægt sé að opna þar nýja leikskóladeild. Að auki er gert ráð fyrir 7,5 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2019 í sömu framkvæmd. Húsnæðið var keypt á 26 milljónir króna fyrr á árinu 2018 og því alls áætlaðar 43,5 milljónir króna í nýja bráðabirgðaleikskóladeild á Heklukoti. Telur undirrituð að þessu fjármagni væri betur varið í að flýta framkvæmd við nýja leikskólabyggingu á Hellu.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2018.

  Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Rangárþings ytra - 6

1811011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 6 Stjórn Rangárbakka hefur leitað til sveitarstjórnar Rangárþings ytra með styrk í formi vinnuframlags markaðs- og kynningarfulltrúa til aðstoðar undirbúnings Landsmóts hestamanna 2020 sem haldið verður á Rangárbökkum við Hellu. Tillaga er um að byggðarráð leggi til við sveitarstjórn að verða við beiðninni sem skilgreint væri 25% starf árið 2019.

  Samþykkt með tveimur atkvæðum (HE,HT), einn var á móti (MHG).


  Bókun Á-lista:

  Undirrituð verður að hafna beiðni Rangárbakka ehf. um að sveitarfélagið Rangárþing ytra styrki einkahlutafélagið vegna Landsmóts hestamanna 2020 í formi þess að launþegi Rangárþings ytra vinni 25% af sínu starfi fyrir einkahlutafélagið allt árið 2019. Málið er fordæmalaust.

  Helstu rök mín gegn samþykki þessarar beiðni eru:
  * Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum.
  * Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni.
  * Ekki liggur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið.
  * Ekki liggur fyrir í gögnum hver áætlun tekna og útgjalda er vegna Landsmóts 2020.
  * Full þörf er á 100% starfshlutfalli markaðs- og kynningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu nú sem áður.

  Ég óska þess að Landsmót hestamanna 2020 takist vel en tel eðlilegast að Rangárbakkar ehf. sæki um fjárstuðning til allra eigenda félagsins til að ráða starfskraft við undirbúning landsmótsins. Ég vil tryggja sveitarfélaginu áfram öfluga vinnu markaðs- og kynningarfulltrúa í fullu starfi fyrir sveitarfélagið.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Fulltrúi Á-lista í byggðarráði  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn verði við beiðni Rangárbakka með styrk sem samsvarar 25% vinnuframlagi Markaðs- og kynningarfulltrúa árið 2019. Styrkurinn samsvarar kr. 3.146.250 sem er 25% hlutfall af launum og starfskostnaði skv. fjárhagsáætlun ársins 2019. Ekki er um útgjaldaaukningu að ræða heldur flutning á milli liða innan sama málaflokks.

  Samþykkt með 4 atkvæðum (ÁS,BG,HE,HT), 3 á móti (MHG,ST,YH)

  Bókun D-lista
  Rangárbakkar eru einkahlutafélag sem er um 99% í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga í héraði. Landsmót hestamanna er langstærsti viðburður sem fram fer í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra og reyndar einn stærsti viðburður sem haldinn er hérlendis. Reynslan sýnir að áhrifa viðburðarins gætir verulega hjá þjónustuaðilum á svæðinu auk þess sem bein áhrif eru á þá líflegu atvinnu-, íþrótta-, og menningarstarfsemi sem tengist hestum í héraðinu. Það er útbreidd skoðun að mekka íslenska hestsins á heimsvísu sé í Rangárvallasýslu, hér eru mörg stærstu og öflugustu hrossaræktarbúin og atvinnu- og keppnisfólk fjölmennt í greininni. Þá er æskulýðsstarf í hestamennsku hér um slóðir í algjörum sérflokki eins og dæmin sanna. Við teljum því ljúft og skylt að styðja við bakið á mótshöldurum sem að þessu sinni er okkar heimafólk í sjálfboðavinnu. Rétt er að benda á að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins hefði að sjálfsögðu stutt við þennan viðburð hvort sem er, sem hluta af sínu starfi, rétt eins og aðra viðburði af svipuðum toga. Við teljum þetta gott fordæmi og myndum bregðast við með svipuðum hætti ef leitað væri eftir slíkum stuðningi við aðra sambærilega viðburði sem færu hér fram og hefðu viðlíka jákvæð samfélagsleg áhrif.

  Ágúst Sigurðsson
  Björk Grétarsdóttir
  Haraldur Eiríksson
  Hjalti Tómasson

  Bókun Á-lista:
  Fulltrúar Á lista ítreka bókun frá síðasta fundi byggðaráðs og telja að áfram sé full þörf á 100% starfshlutfalli markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir sveitarfélagið líkt og verið hefur. Ef styrkur er talinn réttlætanlegur þykir okkur eðlilegra að veita hann í formi beinnar peningagreiðslu, mögulega í hlutfalli við eign sveitarfélagsins í Rangárbökkum ehf. Sveitarstjórn á ekki að setja starfsmenn í þá stöðu að lækka starfshlutfall sitt í starfi þar sem verkefni eru ærin fyrir.

  Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson

3.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 2

1811012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4

1811013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 7

1811004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8

1811005F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heldur við nöfn nýrra lóða. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né nafn nýju lóðarinnar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd leggur til að biðskylda verði af öllum götum austan við Langasand, inná Eyjasand. Biðskylda verði einnig af Sandöldu inná Langöldu. Biðskylda verði af Eyjasandi inná Dynskála (Fiskás) austan við Reykjagarð.
  Nefndin telur jafnframt að þar sem svæðið vestan aðkomuvegar meðfram Hróarslæk er að byggjast upp sem íbúðarsvæði, verði sett biðskylda á veginn frá Aldamótaskógi inná aðkomuveginn frá Suðurlandsvegi.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir umrætt skýli en leggur áherslu á að gengið verði frá deiliskipulagi fyrir svæðið sem allra fyrst. Stöðuleyfi verði veitt til eins árs frá útgáfu þess. Staðsetning á fyrirhugaðri lóð undir skýlið verði í samræmi við væntanlegt deiliskipulag. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Nefndin telur rétt að veitt verði heimild til bygginga á tilteknum húsum með fyrirvara um fram lagt deiliskipulag, sem er í vinnslu og sem samhliða bíður staðfestingar á aðalskipulagi. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
  Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur ekki raunhæft að fella nýja breytingu inní endurskoðun á aðalskipulaginu, sem nú er í ferli, og telur réttast að beðið verði eftir gildistöku nýs aðalskipulags.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar byggingar á landbúnaðarsvæðum. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir stofnun lóðarinnar og þegar jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir vegna nýs aðkomuvegar að lóðinni frá Ásvegi. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega þar sem hún hefur engin áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið og víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt hlutaðeigandi aðilum að viðkomandi landamerkjum á svæðinu.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd telur að með veittri undanþágu ráðuneytisins sé búið að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Þar sem tímamörk í skipulagslögum eru liðin leggur nefndin til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • 6.17 1803039 Urðir. Deiliskipulag
  Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd telur að í ljósi framkominna athugasemda skuli afgreiðslu á erindinu frestað þar til niðurstaða liggur fyrir með áliti lögfræðings á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Markarfljót. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Tungnaá. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Hólmsá. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að umsögn Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar inná Árbæjarveginn verði jákvæð. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 8 Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og gert nauðsynlegar breytingar í greinargerð að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga. Nefndin leggur því til að tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

7.Oddi bs - 5

1812002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 5 Samþykktirnar hafa reynst mjög vel þau ár sem þær hafa verið í gildi og er ekki talin þörf á breytingum nema hvað uppfæra þarf greinar 10 og 11 þar sem kveðið er á um endurskoðun og gildistöku. Lagt er til að greinar 10 og 11 verði orðaðar á sama hátt og samþykktir fyrir Húsakynni bs og lagðar fyrir næsta fund sveitarstjórna.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Odda bs og að í endurskoðaðri útgáfu samþykkta Odda bs orðist greinar 10 og 11 svo:

  10. gr. Endurskoðun samþykkta og slit byggðasamlagsins
  Samþykktir þessar skulu endurskoðaðar verði breytingar á verkefnum sem byggðasamlagið skal sinna. Breytingar á samþykktum byggðasamlagsins þarfnast samþykkis sveitarstjórna beggja aðildarsveitarfélaganna á lögmætum sveitarstjórnarfundi.
  Hvort sveitarfélag getur sagt upp aðild að byggðasamlaginu með tveggja ára fyrirvara miðað við áramót. Um úrsögn sveitarfélags úr byggðasamlaginu eða slit þess fer að öðru leyti eftir 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

  11. gr. Gildistaka
  Samþykktir þessar öðlast gildi við staðfestingu innanríkisráðuneytisins.


  Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma endurskoðuðum samþykktum til staðfestingar hjá Innanríkisráðuneyti.
 • Oddi bs - 5 Lagt var fram minnisblað frá fundum fulltrúa stjórnar Odda bs og skólabílstjóra. Niðurstaða viðræðnanna er tillaga um að gerð verði 10% hækkun á taxta eins og þeir eru í dag. Síðan verði taxtar uppreiknaðir skv. vísitölu líkt og áður hefur verið ákveðið og að það verði gert tvisvar á ári þ.e. í upphafi haust- og vorannar.

  Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

  Einnig var lagt fram til kynningar erindi frá skólabílstjórum varðandi akstur á viðburði utan skólatíma og mögulega þátttöku skólabílstjóra í námskeiðum o.þ.h. á vegum skólanna. Sveitarstjórum falið að ræða við skólastjóra og afgreiðslu frestað til næsta fundar Odda bs.
  Bókun fundar Steindór Tómasson vék af fundi.

  Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Odda bs fyrir sitt leyti.

  Samþykkt samhljóða.

  Steindór Tómasson kom aftur til fundar.

8.Héraðsnefnd - 2 fundur

1812014

Fundargerð Héraðsnefndar frá 6. desember 2018
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en sveitarstjórnin staðfestir að öðru leyti fundargerðina fyrir sitt leyti.

8.7 Fjárhagsáætlanir
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun 2019 fyrir Héraðsnefnd Rangæinga og Skógasafn.

Samþykkt samhljóða.

9.Félagsmálanefnd - 61 fundur

1812020

Tillaga um að sveitarstjórn samþykki fundargerðina fyrir sitt leyti þ.m.t. breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára námsmanna.

Samþykkt samhljóða.

10.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2019

1812016

Gildir frá og með 1. janúar 2019

1. Útsvar; 14,52%.

2. Fasteignaskattur;
A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.

3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.

4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.

5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.

6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

7. Holræsagjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.

8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2019. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2019. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2019. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.

10. Hunda- og kattaleyfisgjöld eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.

11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og umferðarnefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði. Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrá Odda bs 2019

1811036

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Odda bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðva 2019

1811040

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöðvar 2019.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2019

1812022

Gjaldskrár fyrir fráveitu og hunda- og kattahald.
13.1 Gjaldskrá fyrir fráveitu 2019
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir fráveitu 2019.

Samþykkt samhljóða.

13.2 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2019
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2019.

Samþykkt samhljóða.

14.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar 2019

1812023

Gjaldskrá um útsölu á vinnu starfsmanna, véla og bifreiða þjónustumiðstöðvar til annarra deilda sveitarfélagsins og til byggðasamlaga á vegum þess.
Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöð 2019.

Samþykkt samhljóða.

15.Gjaldskrár Sorpstöðvarinnar

1811016

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá Sorpstöðvar Rangæinga bs fyrir sorphirðu, sorpeyðingu og sorpmóttöku 2019.

Samþykkt samhljóða.

16.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019

1812017

Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða.

17.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2019

1809009

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

18.Fjárhagsáætlun 2019 - Húsakynni bs

1810055

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir Húsakynni bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

19.Rekstraráætlun 2019 - Oddi bs

1808018

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Odda bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

20.Rekstraráætlun 2019 - Tónlistarskólinn

1812015

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Tónlistarskóla Rangæinga bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

21.Rekstraráætlun Sorpstöð 2019

1810039

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

22.Rekstraráætlun Brunavarna 2019

1810012

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

23.Rekstraráætlun Félags- og skólaþjónustu 2019

1812019

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs 2019.

Samþykkt samhljóða.

24.Rekstraráætlun 2019 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

1811064

Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf 2019.

Samþykkt samhljóða.

25.Fjárhagsáætlun 2019-2022

1808016

Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2019-2022 til seinni umræðu.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2019 nema alls 1.919 m. kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.692 m. kr. og þar af reiknaðar afskriftir 117,6 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 113,8 m. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um kr. 113 m.

Veltufé frá rekstri er 289,8 m.kr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 377 m. kr. og afborgun lána 112,7 m. kr. Ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtíma lán á árinu 2019. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2019 alls 1.774 m. kr og eigið fé 1.954 m. kr.

Framlegðarhlutfall 2019 er áætlað 18,0%

Veltufjárhlutfall 2019 er áætlað 0,85

Eiginfjárhlutfall 2019 er áætlað 0,52

Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 478 m. kr.

Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 73,1% á árinu 2019 og skuldahlutfallið í 92,4%.

Fjárhagsáætlun áranna 2019-2022 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista:

Fulltrúar Á listi telja að margt sé jákvætt í fjárhagsáætlun 2019-2022 og þakka ágætt samstarf við meirihluta við gerð hennar.

Það er ánægjulegt að tillaga Á-lista um gjaldfrjáls grunnskólamötuneyti sé að nokkru leyti tekin inn frá og með næsta skólaári, haustið 2019. Væntum þess að hún verði tekin inn að fullu við gerð næstu fjárhagsáætlunar og að grunnskólamötuneyti verði að fullu gjaldfrjáls 1.janúar 2020.

Tekjur sveitarfélagsins hafa undanfarin ár verið umfram áætlanir en á móti gengur erfiðlega að halda niðri rekstrarkostnaði þess. Því er full ástæða til þess að skoða reksturinn frá öllum hliðum og er verkbókhald, sem væntanlega verður tekið í gagnið um áramót, einn liður í því. Samstarf við gerð fjárhagsáætlunar hefur verið með ágætum þó alltaf sé einhver ágreiningur um einstök mál. Fulltrúar Á lista hafa efasemdir um ágæti húsnæðis á Þrúðvangi 18 og benda á að það húsnæði og breytingar á því kosta sveitarfélagið núþegar um 36 milljónir. Auk þess er áætlað að verja 7,5 milljónum í breytingar á húsnæðinu árið 2019. Við vonum að sú tala standist og að vel gangi að manna nýja leikskóladeild þó svo við hefðum frekar kosið að verja þessu fjármagni í að hraða byggingu nýs leikskóla á Hellu. Gæta þarf aðhalds við þessar breytingar sem og við aðrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, þar sem það heyrir því miður til undantekninga að áætlanir verkefna á vegum sveitarfélagsins standist. Leita þarf allra leiða við að fá sem hagstæðust tilboð í verk og ætti ávallt að leita tilboða og undirbúa verkefni vel áður en hafist er handa.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

26.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Endurskoðun samþykkta Rangárþings ytra - seinni umræða
Tillaga um að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 47 gr. samþykkta fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra:

Í hluta B verði í lið 4 nafni á Íþrótta- og tómstundanefnd breytt í Heilsu- íþrótta-, og tómstundanefnd og liður 7 orðist svo "Umhverfisnefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal hafa erindisbréf um verkefni sín" aðrir liðir færist til í samræmi.

Í hluta C verði í lið 1 sú breyting á texta um Héraðsnefnd Rangæinga að Öldungaráð bætist við sem eitt af verkefnum nefndarinnar og Tónlistarskóli Rangæinga falli út, þar sem hann hefur nú verið gerður að byggðasamlagi. Þá bætist við liður 17. sem orðist svo "Tónlistarskóli Rangæinga bs. Einn aðalmaður og annar til vara. Hlutverk byggðasamlagsins er að annast rekstur tónlistarskóla fyrir hönd sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu. Markmiðið með rekstri skólans er að veita almenna tónlistarfræðslu og stuðla að eflingu söngs og tónlistarstarfs í héraðinu".

Samþykkt samhljóða.


27.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðarráðs 2019

1812018

Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar árið 2019.

Tillagan samþykkt samhljóða

28.Styrkur - Bændur græða landið

1812003

Landgræðslan óskar eftir styrk vegna Bændur græða landið verkefnis.
Tillaga um að styrkja verkefnið Bændur græða landið hjá Landgræðslunni um 200.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

29.Umsókn um áframhaldandi styrk til HSK

1812013

HSK óskar eftir styrk til starfsins fyrir árið 2019
Tillaga um að styrkja HSK um 170 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða

30.Óskað eftir tilnefningum í nefndir

1812021

Héraðsnefnd óskar eftir tilnefningu fulltrúa í Öldungaráð og Náttúru- og gróðurverndarnefnd.
Tillaga er um að tilnefna Sigríði Hannesdóttur sem aðalfulltrúa og Magnús H. Jóhannsson sem varafulltrúa í Öldungaráð og Sigríði Heiðmundsdóttur sem aðalfulltrúa og Yngva Harðarson sem varafulltrúa í Náttúru- og gróðurverndarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

31.Vátryggingamál sveitarfélagsins

1303020

Niðurstöður yfirferðar vátryggingamála og verðkönnunar.
Fyrir liggur verðkönnun í vátryggingar sveitarfélagsins og álit Consello tryggingaráðgjafar á tilboðunum sem bárust frá VÍS, Sjóvá og Tryggingamiðstöðinni. Tillaga um að ganga til samninga við Tryggingamiðstöðina sem skilaði inn hagstæðasta tilboðinu. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða.

32.Til umsagnar 409.mál

1812011

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar á tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.
Lagt fram til kynningar.

33.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - fundur 865

1812006

Fundargerð.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?