Sveitarstjórn Rangárþings ytra

9. fundur 14. mars 2019 kl. 16:00 - 18:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
 • Hugrún Pétursdóttir varamaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Karl Jónsson varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Í fjarveru oddvita, sem er í leyfi, og varaoddvita, sem hafði boðað forföll, setti fund Haraldur Eiríksson sem elstur er þeirra sem lengst hafa setið í sveitarstjórn. Hann lagði til að tekinn yrði fyrir liður 1. á boðaðri dagskrá og var það samþykkt.

1.Kosning annars varaoddvita

1903019

Kosning annars varaoddvita tímabundið á meðan á leyfi oddvita stendur.
Tillaga var lögð fram um að Haraldur Eiríksson verði annar varaoddviti tímabundið á meðan að oddviti er í leyfi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (HE,HFG,HP,ÁS), þrír sátu hjá (MHG,ST,YKJ).

Fulltrúar Á-lista sitja hjá þar sem ekki liggur formlega ljóst fyrir hvort oddviti sveitarfélagsins sé í leyfi.
Haraldur Eiríksson tók formlega við fundarstjórn og lagði til að við bættist liður 20. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands - tilnefning fulltrúa og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Að svo búnu gaf hann sveitarstjóra orðið sem fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins. Var síðan gengið til áframhaldandi dagskrár.

2.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 1

1902019F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 3

1902020F

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggðarráð Rangárþings ytra - 8

1902006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 8 Lögð fram tillaga að endurskoðuðum samstarfssamningi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu. Samningurinn er til fjögurra ára og gerir ráð fyrir að heildarstyrkur til sveitarinnar nemi 2.000.000 kr árlega.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 8 Lögð fram tillaga að samstarfssamningi við Golfklúbbinn Hellu. Samningurinn er til fjögurra ára og gerir ráð fyrir heildarstyrkur til klúbbsins nemi 700.000 kr árlega.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

5.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11

1902002F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögur að heitum á lóðum. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögur að heitum á lóðum. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur ekki þörf á kynningu lýsingar þar sem áform séu í samræmi við stefnu aðalskipulagsins. Nefndin leggur áherslu á að aðkoma að byggingum verði sameiginleg með aðkomu að Svínhaga SH-19 og Svínhaga II og leggur jafnframt áherslu á að staðsetning bygginga verði utan við skilgreind fjarlægðarmörk frá Selsundslæk, eins og þau eru tilgreind í skipulagsreglugerð. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að lýsing verði kynnt nærliggjandi landeigendum í Beindalsholti 1 og Beindalsholti 2, ásamt landeiganda Marteinstungu, þar sem lóð Veitna er innan jarðarinnar, vegna hugmynda um breytta aðkomu frá Landvegi. Núverandi aðkoma hefur ekki fengið staðfestingu í skipulagi þar sem staðsetning hennar fellur ekki undir fjarlægðarmörk skv. veghönnunarreglum Vegagerðarinnar. Lýsing skal vera til kynningar í a.m.k. tvær vikur frá auglýsingu hennar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd hefur fjallað um erindið og telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Nefndin samþykkir því tillöguna og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Að mati nefndarinnar er gerð fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem tilkynningin gefur tilefni til. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd fjallaði um fram komnar athugasemdir. Varðandi aðkomuna að lóðunum þá telur nefndin að núverandi aðkoma frá Landvegi, sem þegar hefur hlotið samþykki, verði nýtt til aðkomu að svæðinu. Innbyrðis tengingar verði þó gerðar í fullu samráði landeigenda.
  Umhverfisstofnun telur að svæðið falli undir skilgreiningu á náttúruvernd þar sem það er á nútímahrauni. Það er mat stofnunarinnar að ekki sé sýnt fram á nægileg rök sem réttlætir röskun á umræddu verndarsvæði sem tillagan nái til.

  Skipulagsnefnd fellst ekki á að umrætt svæði sé skilgreint sem verndarsvæði. Í fyrsta lagi er um afar raskað svæði að ræða. Uppgræðsla og varnir gegn vindrofi hefur verið alsráðandi á svæðinu um árabil og er því ekkert orðið sjáanlegt af hrauni því sem nefnt er í bréfi Umhverfisstofnunar á tilteknum svæðum sem skipulögð hafa verið. Eldhraunið sem vitnað er til er ekki sjáanlegt nema á nyrsta hluta svæðisins, þar sem ekki eru ráðgerðar byggingar, og því síður að fyrir liggi skipulagsáform um það. Við jaðar hraunsins að sunnanverðu, nokkuð austan við umrætt svæði, eru þegar skipulagðar margar lóðir og sumar þeirra þegar byggðar.

  Skipulagsnefnd telur að búið sé að uppfæra tillöguna skv. ofangreindum athugasemdum og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur óskað eftir því að afgreiðslu málsins verði frestað á meðan frekari gagna er aflað. Tillaga um að sveitarstjórn fresti afgreiðslu málsins.

  Samþykkt samhljóða
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 11 Skipulagsnefnd telur að umfang breytinga hafi aukist töluvert frá því sem lagt var upp með í byrjun og leggur til að tillagan verði kynnt lóðarhöfum á svæðinu. Gert verði ráð fyrir íbúafundi þar sem farið verði yfir skipulagsmál svæðisins og framtíðaráform. Lagt er til að fulltrúum Skógræktarfélags Rangæinga verði einnig boðið að sitja fundinn. Tillaga er að fundurinn verði haldinn laugardaginn 6. apríl klukkan 10:00. Skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa fundinn. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða

6.Oddi bs - 9

1903002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 4

1903001F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 4 Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga hafa sent aðildarsveitarfélögum sínum bréf með spurningum varðandi forgagnsverkefni í samgöngumálum 2019-2028. Skammur tími er gefinn til að svara og Samgöngu- og fjarskiptanefnd hefur fengið spurningarnar til umfjöllunar til að undirbyggja svör sveitarstjórnar. Tillögur Samgöngu- og fjarskiptanefndar að svörum eru eftirfarandi:

  1. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?
  Tillaga að svari: Fyrsta forgangsverkefni er að klæða 80 km af malartengivegum með bundnu slitlagi innan sveitarfélagsins. Í öðru lagi er mikilvæg hringtenging í gegnum Þykkvabæ um Sandhólaferjuveg. Í þriðja lagi er heilsársferðamannavegur að Skjólkvíum við Heklu af Landvegi.

  2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?
  Tillaga að svari: Í fyrsta lagi er aukið viðhald á heimreiðum innan sveitarfélagsins. Í öðru lagi er viðhald hinna gríðarlega fjölförnu Fjallabaksleiða syðri og nyrðri. Í þriðja lagi er lögð áhersla á viðhald og umferðaröryggi á Þjóðvegi 1 s.s. að- og fráreinar við fjölfarna tengivegi og hringtorg við Hellu.

  3. Ef horft er á Suðurland sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarsjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?
  Tillaga að svari: Miðað við núverandi leið um Suðurland þá eru mikilvægast að fá nýja brú yfir Ölfusá og að lágmarki 2 plús 1 veg úr Reykjavík og austur. Sú samgönguframkvæmd sem myndi hins vegar bylta samgöngum um Suðurland til langrar framtíðar væri að halda áfram með Suðurstrandarveg.

  4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
  Tillaga að svari: Áður en tekin er afstaða til málsins þyrftu forsendur að liggja skýrar fyrir.

  5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
  Tillaga að svari: Mikilvægt að boðið sé upp á tryggar og öruggar almenningssamgöngur um Suðurland.

  6. Annað sem sveitarstjórn vill koma á framfæri við samgöngunefnd SASS?
  Tillaga að svari: Að stofnvegakerfið verði tekið til endurskoðunar og að Landvegur og Þykkvabæjarvegur verði gerðir að stofnvegum. Einnig leggur nefndin til að yfirvöld skoði hvort nýta megi svipaða aðferðafræði og gert var í "Ísland ljóstengt" verkefninu og reyndist vel til að flýta framkvæmdum og gera þær hagkvæmari.
  Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti tillögur Samgöngu- og fjarskiptanefndar að svörum við spurningum Samgöngunefndar SASS með þeim viðbótum að með svari við spurningu 1 fylgi bókun frá 8. fundi sveitarstjórnar um útfærslu og að við 5 svar bætist að almenningssamgöngur séu á hóflegu verði. Sveitarstjóra falið að koma niðurstöðunni á framfæri við nefndina.

  Samþykkt samhljóða.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 4 Lögð var fram til kynningar verklokaskýrsla ljósleiðaraverkefnis sveitarfélagsins. Einnig var lögð fram til kynningar og umræðu endurskoðuð gjaldskrá Rangárljóss. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt. Bókun fundar Vísað er til liðar 11 varðandi afgreiðslu á tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá Rangárljóss.

8.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 1

1903003F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Ungmennaráð Rangárþings ytra - 2

1903004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar því að stefnt er að því að halda Ungmennaþing líkt og gert var 2017 og heppnaðist frábærlega.

10.Húsnæðisáætlanir

1902010

Endurskoðuð húsnæðisáætlun Rangárþings ytra.
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða.

11.Gjaldskrá 2019 - Rangárljós

1903015

Endurskoðuð gjaldskrá fyrir Rangárljós.
Lögð fram tillaga að endurskoðaðari gjaldskrá fyrir Rangárljós. Samgöngu- og fjarskiptanefnd hefur tekið gjaldskránna til skoðunar og leggur til að hún verði samþykkt. Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki gjaldskránna.

Samþykkt samhljóða.

12.Guðrúnartún - gatnagerð

1902030

Niðurstaða verðkönnunar.
Gerð var verðkönnun meðal jarðvinnuverktaka í Rangárþingi í 1. áfanga gatnagerðar við Guðrúnartún á Hellu. Tillaga um að fela byggðarráði að fara yfir niðurstöðuna og verkefnið í heild sinni og leggja fram tillögur um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

13.Kolefnisjöfnun Rangárþings ytra

1903018

Útreikningar á kolefnisspori og endurheimtarverkefni.
Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta frá fundi með Landgræðslustjóra og starfsfólki Landgræðslunnar þann 27. febrúar sl. um mögulegt samstarf í umhverfismálum, einkum er snúa að kolefnisspori sveitarfélagsins og möguleikum til þess að minnka það og jafna út. Niðurstaða fundarins var sú að miklir möguleikar væru til samstarfs en fyrsta skrefið væri að láta reikna út kolefnissporið af til þess bærum aðilum. Einnig var rætt um annað mögulegt verkefni sem snýr að uppgræðslu á landi sveitarfélagsins á Strönd í samstarfi við Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Þar gætu verið möguleikar að nýta moltu nú þegar hafist verður handa við að safna lífrænum úrgangi í sýslunni. Sveitarstjóri hefur í kjölfar fundarins kannað hvað það myndi kosta að reikna út og meta kolefnisspor sveitarfélagins. Kostnaður fer eftir útfærslu en reikna má með 30-50 klst vinnu sérfræðings við slíkt verk. Þess ber að geta að SASS hefur hrundið af stað verkefni um að meta kolefnisspor Suðurlands en ekki er ljóst hvenær því verki mun ljúka. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að útfæra verkefni um útreikning á kolefnisspori vegna starfsemi sveitarfélagsins og leggja verkefnaáætlun fyrir næsta fund byggðarráðs til staðfestingar.

Einnig er lögð fram tillaga um að leita eftir samstarfi Landgræðslunnar, sveitarfélagsins og Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs um uppgræðsluverkefni á Strönd.
Samþykkt samhljóða.

14.Endurskoðun skipurits Rangárþings ytra

1501008

Uppfært skipurit sveitarfélagsins
Lagt fram uppfært skipurit sveitarfélagsins. Tillaga um að staðfesta það og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

15.Trúnaðarmál 28022019

1902029

Fært í trúnaðarmálabók.

16.Umsókn um lóð vestan við Stracta hótel.

1903025

Mosfell fasteign ehf óskar eftir lóð vestan Stracta hótels.
Mosfell fasteign ehf óskar eftir lóð á óskipulögðu svæði vestan Stracta hótels á Hellu. Byggðarráði falið að kalla forsvarsmenn Mosfells ehf á sinn fund og leggja fram tillögu um afgreiðslu málsins á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

17.Umsókn um lóð undir 4 raðhús ætluð til skammtímaleigu

1902043

Room ehf óskar eftir lóðum.
Room ehf óskar eftir lóðum um 4 raðhús ætluð til skammtímaleigu. Kanna þarf hvort skipulag gefi færi á húsnæði af þessum toga á Hellu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram tillögu um fullnaðarafgreiðslu málsins á næsta byggðarráðsfundi.

Samþykkt samhljóða.

18.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Varðandi heimgreiðslur, Suðurlandsveg 1-3 hf, Lund og ritstjórnarstefnu.
18.1 Tillaga um hækkun heimgreiðslna:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjón Rangárþings ytra leggja til að heimgreiðslur, skv. reglum sveitarfélagsins, verði hækkaðar í kr. 80.000 á mánuði.

Greinargerð:
Rangárþing ytra hefur greitt heimgreiðslur síðan í febrúar 2015 og hefur mánaðarleg upphæð þeirra verið óbreytt frá upphafi. Verulegar niðurgreiðslur eru í dag á leikskólarýmum í sveitarfélaginu, eða ríflega 85% af raunkostnaði. Með því að hækka heimgreiðslur er komið til móts við þá foreldra sem hafa mögulega önnur úrræði, til að mynda dagvist með álíka niðurgreiðslu og tíðkast á leikskólum, þannig að staða þeirra verði því sem næst sambærileg og að hafa barn á leikskóla sveitarfélagsins.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

Tillagan lögð fram en afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um umfang heimgreiðslna og mögulegan heildarkostnað af slíkri hækkun og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund til kynningar og umræðu.

Samþykkt samhljóða.

18.2 Fyrirspurn um Suðurlandsveg 1-3 hf.
Hvað eru margir fermetrar lausir til útleigu í Suðurlandsvegi 1-3 hf? Er eitthvað að frétta af framtíð matvöruverslunar í húsinu?

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra falið að leita eftir upplýsingum um þessi mál og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

18.3 Fyrirspurn um Lund:
Hver er staðan á fjármögnun á innbúskaupum í nýbyggingu við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund?

Sveitarstjóra falið að leita eftir upplýsingum um þessi mál og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.

18.4 Ritstjórastefna miðla sveitarfélagsins:
Á sveitarstjórnarfundi 14. febrúar s.l. lögðu fulltrúar Á-lista fram tillögu um að móta ritstjórnarstefnu fyrir miðla sveitarfélagsins og var samþykkt samhljóða að beina málinu til Atvinnu-, menningar- og jafnréttismálanefndar til úrvinnslu og frekari tillögugerðar. Sú nefnd fundaði 28. febrúar, s.l. og var þetta mál ekki á dagskrá þess fundar. Óska fulltrúar Á-lista eftir því að þetta mál verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Svar sveitarstjóra: Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni nefndarinnar þá er áætlað að fjalla um ritstjórnarstefnu á næsta fundi Atvinnu-, menningar- og jafnréttismálanefndar.

19.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið - tilnefning fulltrúa

1903030

SASS óskar eftir tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa og eins kjörins til vara í vinnuhóp.
Tillaga er um að tilnefna Helgu Fjólu Guðnadóttur og Steindór Tómasson sem aðalmenn og Harald Eiríksson sem varamann í vinnuhóp um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið.

Samþykkt samhljóða.

20.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands - tilnefning fulltrúa

1903035

SASS óskar eftir að tilnefndir verði fjórir fulltrúar, tveir kjörnir og tveir aðrir úr sveitarfélaginu.
Tillaga er um að tilnefna Harald Eiríksson og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur sem kjörna fulltrúa. Það var samþykkt samhljóða og HE og MHG falið að koma sér saman um tvo til viðbótar til staðfestingar á næsta fundi byggðarráðs.
YKJ fór af fundi.

21.Til umsagnar 90. mál

1903016

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Lagt fram til kynningar.

22.Til umsagnar 86.mál

1903008

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.


Lagt fram til kynningar.

23.Breyting á heiti lands - Móholt.

1903001

Óskað er umsagnar varðandi að Hrafntóftir 1 verði nefndar Móholt.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að landspilda úr Hrafntóftum 1 með landnúmer L205150 verði nefnt Móholt.

Samþykkt samhljóða.

24.Kot lóð, L173467. Breyting á heiti

1901003

Óskað er umsagnar varðandi að breyta heiti lóðarinnar í Ljónakot.
Tillaga er um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við að landspildan Kot lóð með landnúmer L173467 verði nefnd Ljónakot.

Samþykkt samhljóða.

25.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 868 fundur

1903027

Fundargerð frá 22022019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Leikskólinn Heklukot - ný deild

1811035

Upplýsingar um stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar minnisblað varðandi stöðu mála við undirbúning nýrrar leikskóladeildar við Heklukot.

27.Kauptilboð - Helluvað 1

1903022

Sveitarfélagið gerði tilboð í Helluvað 1 og viðbrögð eigenda liggja fyrir.
Sveitarfélagið leitaði eftir því við eigendur Helluvaðs 1 að kaupa af þeim land. Eigendur tóku jákvætt í þá málaleitan og óskuðu eftir tilboði í jörðina og íbúðarhús. Þann 28. febrúar s.l. lagði sveitarfélagið fram tilboð í jörðina Helluvað 1 sem er tæplega 50 ha. Tilboðinu var hafnað.

28.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2019

1903028

Landsþingið verður haldið 29. mars 2019.
Upplýsingabréf varðandi þingið lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?