12. fundur 13. júní 2019 kl. 16:00 - 17:05 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson varaoddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir varamaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við bættist liður 8. Erindi vegna hjólabretta og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Oddi bs - 14

1905012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Oddi bs - 15

1905017F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðarráð Rangárþings ytra - 12

1904013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 12 Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar. Bókun fundar 3.1.3 1905030 Landsmót UMFÍ 50 plús
    Bókun Heilsu- Íþrótta- og tómstundanefndar:
    Nefndin tekur heilshugar undir áskorunina frá Ungmennafélaginu Heklu og hvetur sveitarstjórn til þess að taka jákvætt í erindið. Bókun fundar Fyrir liggur áskorun til sveitarstjórnar frá Ungmennafélaginu Heklu um að senda inn beiðni til stjórnar HSK þess efnis að sótt verði um að halda Landsmót UMFÍ 50 plús árið 2021 á Hellu. Stjórn HSK sendir þá inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins. Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um málið og hefur hvatt sveitarstjórn að taka jákvætt í erindið.

    Bókun Byggðarráðs:
    Byggðarráð tekur jákvætt í þetta mál og tillaga er um að byggðarráð sendi inn beiðni til stjórnar HSK um að sótt verði um, en tímafrestur er stuttur og mikilvægt að tapa ekki af lestinni. Er þetta gert með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 12 Jón Sæmundsson hjá Verkís kynnti niðurstöðu útboðs í viðbyggingu við Íþróttahúsið á Hellu. Þrjú tilboð bárust og uppfylltu tvö þeirra útboðsskilmála. Tré og Straumur ehf 123.088.408 kr og Smíðandi On ehf 189.477.511 kr. Kostnaðaráætlun var 113.182.500 kr.

    Tillaga er um að ganga til samninga við Tré og Straum ehf og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Gert er ráð fyrir að sá hluti framkvæmdarinnar sem fellur á þetta ár rúmist innan fjárhagsáætlunar.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 12 Fulltrúar frá skólaráði Grunnaskólans á Hellu komu til fundar við Byggðarráðið. Rætt var um hvernig best væri að vinna málið áfram og er niðurstaðan sú að leggja til við sveitarstjórn að stofnaður verði sérstakur starfshópur til að greina þarfir grunnskólans til framtíðar litið. Skólastjóri starfi í hópnum og óskað verði eftir því við skólaráð grunnskólans að tilnefna fulltrúa starfsmanna, nemenda og foreldra. Af hálfu sveitarfélagsins verði sömu fulltrúar og eru í starfshóp um leikskóla. Fyrsti fundur verði fyrir 15. júní og formanni byggðaráðs verði falið að kalla hópinn saman.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 12 Tillaga er um að taka tilboði Ríkiskaupa um að vera með í útboði á raforkukaupum nú í sumar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

4.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14

1905009F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við tillögu að breytingum á heitum spildnanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögu að heitum lóðanna. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða..
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd tekur undir með athugasemdum Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar og leggur til að umrætt skilti á þessum stað verði ekki heimilað Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd telur að breyting á frístundanotkun yfir í íbúðanot í aðalskipulagi sé eingöngu æskileg ef umræddar lóðir eru í jaðri á þegar deiliskipulögðum svæðum. Í þessu tilfelli eru 4 lóðir skilgreindar sem frístundalóðir áður en komið er að umræddri lóð og því ekki forsvaranlegt að breyta landnotkun að sinni nema eigendur þeirra lóða sjái sér hag í því samhliða umsækjanda. Að sögn byggingarfulltrúa getur viðkomandi húsnæði á lóð fyrirsyrjanda uppfyllt skilyrði um íbúð ef út í það er farið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd telur rétt að veitt verði stöðuleyfi til eins árs á grundvelli þess að verið er að vinna að gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið. Nefndin telur rétt að stöðuleyfi verði veitt fyrir einstaka hýsi og innheimta gjalda verði í samræmi við það. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Lagt fram til kynningar
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að auglýst tillaga verði í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að framkvæmdir við fráveitu fiskeldis við Galtalæk og Götu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Nefndin leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að framkvæmdir við færslu núverandi vegar í Dómadal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Nefndin leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum.
    Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sem ekki hafa borist. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sem ekki hafa borist. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar jákvæðar umsagnir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Varðandi framkomna athugasemd þá telur skipulagsnefnd sig hafa farið í einu og öllu eftir skipulagslögum í meðferð málsins. Skipulagsfulltrúa verði falið að taka saman feril málsins og senda viðkomandi. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 14 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu. Bókun fundar Tillaga er um að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um samstarf

1905064

Erindi frá Tónkjallaranum.
Tillaga um að hafna erindinu og vísa til þess að sveitarfélagið rekur Tónlistarskóla Rangæinga ásamt með nágrannasveitarfélögum.

Samþykkt samhljóða
Fylgiskjöl:

6.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Samantekt vegna fasteignagjalda
Lögð fram samantekt um fasteignagjöld til kynningar.

Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista þakka greinargóða samantekt og munu fylgja eftir tillögu sinni, frá 11. fundi sveitarstjórnar 9. maí s.l., um lækkun fasteignagjalda í A flokki við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Karl Jónsson

7.Fundaáætlun sveitarstjórnar og byggðaráðs 2019

1905053

Fundaáætlun og sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að sumarleyfi sveitarstjórnar árið 2019 verði frá 14. júní til 31. ágúst. Byggðarráði er veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar. Jafnframt er lögð fram tillaga um að áætlaður byggðarráðsfundur þann 25. júli falli niður og byggðarráði falið að meta hvort boða þurfi til aukafundar á tímabilinu fram til næsta reglubundna fundar ráðsins þann 22. ágúst n.k.

Samþykkt samhljóða

8.Erindi vegna hjólabretta

1906017

Erindi frá Dögg Þrastardóttur
Lagt fram erindi frá Dögg Þrastardóttur varðandi möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir hjólabretti á Hellu. Sveitarstjóra falið að taka saman gögn um kostnað og möguleika í málinu og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Foss, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

1905054

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Lúðvíks Bergmann fyrir hönd Foss travel ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "E" á gististað að Fossi á Rangárvöllum, lóð A, Rangárþingi ytra.

Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Foss travel ehf til gistingar í flokki II, tegund 'E' á gististað að Fossi á Rangárvöllum, lóð A, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

10.Landborgir beiðni um umsögn um rekstrarleyfi

1905058

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Ólafs Á. Þorgeirssonar fyrir hönd Hraunvers ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV, tegund "A" á gististað, Landhótel, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að sveitarstjórn Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Hraunvers ehf til gistingar í flokki IV, tegund 'A' á gististað, Landhótel, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

11.Bergrisinn bs - 6 fundur

12.Aðalfundur 2019 - Háskólafélags Suðurlands

1904026

Fundargerð aðalfundarins.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur 2019

1905045

Fundarboð aðalfundar Landskerfi bókasafna hf.
Lagt fram til kynningar.

14.EFS - aðalfundur 2019

Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?