32. fundur 11. mars 2021 kl. 16:00 - 17:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarfólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væri við fundarboð. Fulltrúar Á-lista lögðu fram eftirfarandi bókanir:

Bókun Á-lista við fundarboð:
Fulltrúar Á-lista óskuðu eftir að innsend erindi frá Á-lista yrðu stofnuð sem mál í One system fundarkerfinu og hver fyrirspurn fengi sér málsnúmer. Þannig er auðveldara að fylgja málum eftir og stjórnsýslan verður skilvirkari og gegnsærri. Fulltrúar Á-lista hafa ítrekað beðið um að mál séu sett með þessum hætti á dagskrá funda en án árangurs.

Bókun Á-lista vegna staðfundar:
Fulltrúar Á-lista lögðu til fyrir þennan sveitarstjórnarfund að honum yrði streymt beint líkt og verið hefur s.l. mánuði vegna Covid-19. Fundur sveitarstjórnar er haldinn sem staðfundur í litlu rými og ekki hægt að tryggja fjarlægðarmörk milli mögulegra fundargesta með tilliti til sóttvarnareglna. Tugir manna hafa fylgst með beinum útsendingum síðustu funda sem sýnir að íbúar hafa svo sannarlega áhuga á að fylgjast með sveitarstjórnarmálum, enda mun einfaldara í alla staði að tengjast beinu streymi frá fundi í okkar víðfema sveitarfélagi heldur en að mæta á staðfund. Það er búið að leggja ljósleiðara um allt sveitarfélagið og býður sú fjárfesting upp á mikla möguleika, meðal annars til að senda út beint frá sveitarstjórnarfundum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson


Bókun D-lista: Það hefur verið ætlunin um langt skeið, m.a. í ágætum samræðum við Á-lista, að halda staðarfund sveitarstjórnar um leið og það væri hægt. Að vel athuguðu máli var talið óhætt að gera það núna en ýtrustu sóttvarnarreglna er að sjálfsögðu gætt. Fjarfundir nefnda og ráða sveitarfélagsins hafa hins vegar heppnast mjög vel og verða vonandi nýttir í ríkum mæli á vegum sveitarfélagsins í framtíðinni til hagsbóta fyrir alla. Gera má ráð fyrir að samþykktum sveitarfélaga verði innan tíðar almennt breytt í takt við nýja tíma hvað þetta varðar.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eíríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Byggðarráð Rangárþings ytra - 32

2102008F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 32 Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar á gatnahönnun í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum. Gerð var verðkönnun meðal 5 ráðgjafa. Gögn voru send út þann 12.02.2021 og var tilboðstími til 22.02.2021. Tvö tilboð bárust, frá Verkfræðistofunni Eflu hf og Hnit verkfræðistofu hf. Hagstæðrara tilboðið var frá Hnit hf að upphæð 5.624.859 kr. án vsk. Stefnt er á að hönnun hverfisins og vinnslu útboðsgagna fyrir vestari hluta þess verði lokið seinnipartinn í maí n.k. Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu í júní. Gera þarf þá kröfu í útboðsgögnum að aðgengi verði að reiðhöll, reiðvöllum og úthlutuðum lóðum á framkvæmdatíma.

  Lagt er til að samið verði við verkfræðistofuna Hnit hf sem var lægstbjóðandi. Kostnaður færist á gatnagerð og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 32 Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar á gatnahönnun fyrir síðasta hluta Ölduhverfis. Gerð var verðkönnun meðal 5 ráðgjafa. Gögn voru send út þann 12.02.2021 og var tilboðstími til 22.02.2021. Tvö tilboð bárust, frá Verkfræðistofunni Eflu hf og Hnit verkfræðistofu hf. Hagstæðrara tilboðið var frá Eflu að upphæð 4.516.308 kr. án vsk. Stefnt er á að hönnun hverfisins verði tilbúin í byrjun júní og útboðsgögn fyrir eina íbúðarhúsagötu verði tilbúin í lok júní . Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu síðsumars (júlí/ágúst).

  Lagt er til að samið verði við verkfræðistofuna Eflu hf sem var lægstbjóðandi. Kostnaður færist á gatnagerð og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 32 Lögð fram tillaga að endurskoðuðum samningi við hmf. Geysi um barna- og unglingastarf. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði staðfestur í sveitarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Rangárþings ytra - 32 21.1 Starf iðjuþjálfa á Suðurlandi

  Tillaga er um að byggðarráð staðfesti fyrir sitt leyti að gerður verði nýr samstarfssamningur um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi á þeim forsendum sem fram koma í framlögðum gögnum enda sé ekki um að ræða aukin fjárframlög til málaflokksins frá því sem fjárhagsáætlanir 2021 gera ráð fyrir.

  Samþykkt samhljóða og fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

  Samþykkt samhljóða.

2.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 12

2102010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 36

2101009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar 22022021

2103023

Fundargerð frá 22022021
Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða

5.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 14

2103001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36

2102011F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram komna ósk um breytingu á heiti umræddra lóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á útskiptri spildu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á útskiptum lóðum. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gera tillögu að nauðsynlegri breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur réttast að breyting á þakgerð verði einnig skilgreind á lóð 3 sem valkvædd. Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða þar sem hún hefur engin áhrif á aðra en umsækjanda annars vegar og sveitarfélagið hins vegar. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefndin leggur til að áform umsækjanda skuli grenndarkynnt áður en af afgreiðslu verður.

  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd frestar erindinu þar til gögn um eignarhald liggur fyrir. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd leggur til að athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagsins skuli jafnframt teljast til athugasemda við auglýsingu skipulagsins nema ný berist frá sama aðila á auglýsingatíma skipulagsins. Viðkomandi aðilum sem athugasemdir gerðu skal tilkynnt um það. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Leitað verði umsagna helstu samráðs- og umsagnaraðila sem tilteknir eru innan greinargerðar deiliskipulagsins. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði nauðsynleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem viðkomandi svæði verði gert að íþróttasvæði. Samhliða verði unnið deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gert verði ráð fyrir svæði undir akstur vélhjóla ásamt svæði fyrir litboltavelli. Jafnframt verði gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þjónustubyggingar á svæðinu. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd leggur til að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna framkominnar kæru. Jafnframt verði óskað eftir framlengdum fresti til andsvara. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 36 Skipulagsnefnd leggur til að leitað verði álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna framkominnar kæru. Jafnframt verði óskað eftir framlengdum fresti til andsvara. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun Skipulags- og umferðarnefndar.

  Samþykkt samhljóða.

7.Leynir, mat á umhverfisáhrifum

2001032

Erindi frá Magma lögmenn um frestun gildistöku deiliskipulags.
Erindi frá Magma lögmönnum varðandi frestun á gildistöku deiliskipulags barst þann 29 janúar 2021. Á þeim tímapunkti hafði deiliskipulagið þá þegar tekið gildi. Leitað var til lögmanns sveitarfélagsins með hvernig ætti að bregðast við. Lögmaður sveitarfélagsins taldi ekki rétt að aðhafast í málinu. Tengsl deiliskipulagsins við matskyldu framkvæmdanna í Leyni voru ekki talin hafa áhrif. Rétt er þó að taka fram, að á meðan ekki liggur fyrir endurskoðað álit skipulagsstofnunar um matskyldu, hafa ekki verið gefin út nein leyfi til framkvæmda í Leyni. Lagt er til að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu í samræmi við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Bókun Á-lista:
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra gera athugasemd við að þetta erindi, sem móttekið var 29. janúar, hafi ekki verið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 11. febrúar s.l. Góð stjórnsýsla felur í sér að erindi séu tekin fyrir eins fljótt og kostur er en dagi ekki uppi eða gleymist eins og virðist vera í þessu tilfelli.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

Bókun D-lista
Þetta mál eins og önnur sem berast sveitarstjórn eru lögð fyrir fund svo fljótt sem verða má. Í þessu tilfelli þurfti að kalla eftir leiðbeiningum frá lögfræðingum sveitarfélagsins og í samráði við þá kemur málið nú fyrir þennan fund og málavextir eru eins og fram kemur hér áður í bókun sveitarstjórnar.

Björk Grétarsdóttir
Haraldur Eiríksson
Hjalti Tómasson
Ágúst Sigurðsson

8.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Tillaga um átaksverkefni til afgreiðslu
Lögð fram tillaga um átaksverkefni tímabilið 2021-2022 til að flýta uppbyggingu í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum en eldra hverfi er víkjandi skv. skipulagi. Átaksverkefnið gengur út á að húseigendur í eldra hverfi geti gert sérstakan samning við sveitarfélagið um flutning í nýtt hverfi. Sveitarfélagið kaupir þá eldra hús og er miðað við 50.000 kr á fm og seljandi skuldbindur sig til að leggja fjármunina í nýtt hús í hinu nýja hverfi. Helmingur upphæðarinnar er greiddur við undirritun samnings og afgangurinn þegar sökkull á nýju húsi hefur verið kláraður. Einnig er hægt að semja án þess að byggja á nýjum stað en þá eru eingöngu greiddur 25.000 kr per fm. Heildarkostnaður sveitarfélagsins við verkefnið fer eftir þátttöku. Átakið verður auglýst vel og kynnt á fundi með hesthúseigendum á næstunni ásamt nánari upplýsingum um umsóknarferlið. Byggðarráði verður falið að undirbúa verkefnið fyrir fjárhagsáætlun og eftir atvikum viðauka við fjárhagsáætlun þegar betur liggur fyrir með þátttöku í verkefninu.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

9.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Ákvörðun varðandi auglýsingu
Lagt er til að fela sveitarstjóra að fullvinna tillögu að auglýsingu í samræmi við fyrirliggjandi drög og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

10.Fyrirspurn varðandi íþrótta- og æskulýðsmál

2103013

Fyrirspurn frá Ástþóri Jóni Ragnheiðarsyni.
Lagðar fram fyrirspurnir í þremur liðum.

Lagt er til að svara fyrirspurnunum með eftirfarandi hætti:

10.1 Kemur það til greina að ykkar mati að koma á fót frístundastyrkjum í sveitarfélaginu?
Svar sveitarstjórnar: Það kemur vissulega til greina og hefur verið rætt en hingað til hefur áherslan verið lögð á að styðja beint við þau félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu.

10.2 Hefur sveitarfélagið áform um að bjóða upp á aðstöðu sem gerir skóla- og íþróttahópum kost á að geta þjálfað og fengið kennslu í styrktarþjálfun?
Svar sveitarstjórnar: Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um sérstakar aðgerðir í þá veru umfram þá aðstöðu sem þegar er til staðar í okkar ágætu íþróttaaðstöðu á Hellu, Laugalandi og Þykkvabæ.

10.3 Er von á því að íþróttavöllurinn á Hellu komist í boðlegt ástand á næstunni undir keppni- og æfingar í íþróttum?
Svar sveitarstjórnar: Það er ríkur vilji til þess að hafa alla aðstöðu til íþróttaiðkunar í góðu standi. Fyrir vorið verður að venju haft samráð við íþróttafélögin sem nýta aðstöðuna, um hvað megi betur fara í núverandi aðstöðu og því hrint í framkvæmd í samræmi við fjárheimildir.

Samþykkt samhljóða


Bókun Á-lista:
10.1 Fulltrúar Á-lista vilja skoða möguleika á að koma á fót frístundastyrkjum í sveitarfélaginu til viðbótar við núverandi styrki til íþróttafélaga.

10.2 Fulltrúar Á-lista lýstu yfir áhyggjum sínum varðandi verð og aðstöðu fyrir ungmenni, á 18. fundi sveitarstjórnar þann 9. janúar 2020, er meirihluti sveitarstjórnar samþykkti að semja við núverandi rekstraraðila líkamsræktarstöðvar. Með nýjum rekstaraðila er aðstaða til styrktarþjálfunar ungmenna á Hellu og á Laugalandi afar bágborin nema gegn tiltölulega háu gjaldi, miðað við það sem verið hafði áður. Sveitarfélagið þarf að sjálfsögðu að kanna mögulegar leiðir til að kaupa búnað til að styðja við unga afreksíþróttamenn í sveitarfélaginu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson

11.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Fyrirspurnir um samning um rekstur matvöruverslunar á Hellu; samning um rekstur líkamsræktarstöðvar á Hellu; stöðu yfirdráttarláns byggingarsjóðs Lundar; fasteignagjöld ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra; gæðamál innsendra erinda; Hólsárós.
11.1 Samningur um rekstur matvöruverslunar á Hellu - fyrirspurn.
Hvernig verður verðlagseftirliti háttað?

11.2 Samningur um rekstur líkamsræktarstöðvar á Hellu - fyrirspurn og ósk um upplýsingar.
a) Hversu margir viðskiptavinir eru við World Class á Hellu?
b) Hversu margar heimsóknir hafa verið hvern mánuð hingað til?
c) Hafa starfsskyldur starfsfólks íþróttamiðstöðvar gagnvart World Class breyst eða aukist umfram samning vegna Covid19 og hefur leigutaki greitt fulla leigu á þessum tíma samkvæmt sama samningi? Óskum eftir sundurliðuðu yfirliti um leigugreiðslur til upplýsinga.

11.3 Staða yfirdráttarláns byggingarsjóðs Lundar - fyrirspurn.
a) Hver er staða yfirdráttar og hver er upphafsdagur yfirdráttarlánsins?
b) Hver er mánaðarlegur vaxtakostnaður miðað við fulla nýtingu
yfirdráttarheimildarinnar?
c) Hefur rekstrarfé Lundar verið notað til að greiða niður vaxtakostnað yfirdráttarláns byggingarsjóðs?

11.4 Fasteignagjöld ferðaþjónustuaðila í Rangárþingi ytra - fyrirspurn. Hver er staðan á innheimtu fasteignagjalda hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem fengu greiðslufrest vegna heimsfaraldurs?

11.5 Gæðamál innsendra erinda - fyrirspurn.
a) Er einhver rammi (innra gæðaeftirlit) varðandi tímann sem líður frá móttöku erinda og þangað til þau koma fyrir sveitarstjórn/byggðaráð?

11.6 Hólsárós - fyrirspurn og ósk um upplýsingar.
a)Óskum eftir upplýsingum um aðgerðir og kostnað sveitarfélagsins við að opna stíflu í Hólsárós.
b)Hefur verið athugað hvort hægt sé að sækja um styrk í þessar aðgerðir og eins í fyrirbyggjandi aðgerðir?

Sveitarstjóra falið að taka saman svör við fyrirspurnunum og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

12.Silfurbrekka. Umsókn um lögbýli

2103005

Eigendur Silfurbrekku L226586 sækja um lögbýli á landi sínu skv. meðfylgjandi gögnum málsins.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á landinu Silfurbrekku, L226586.

Samþykkt samhljóða.

13.Laugar fiskeldi. Rekstrarleyfi MAST

2102049

Rekstrarleyfi vegna fiskeldis að Laugum. Veiðifélag Eystri Rangár óskar eftir því að sveitarstjórn Rangárþings ytra gefi út formlega yfirlýsingu þess efnis að fallið sé frá kröfu um mat á umhverfisáhrifum, sbr. heimild í reglugerð nr. 660/2015.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfis fyrir fiskeldi að Laugum og telur ekki þörf á málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem ekki eru gerðar breytingar á áður veittum heimildum til stöðvarinnar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (MHG).

14.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál; Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál; Frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Til kynningar

15.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 895 fundur

2103015

Fundargerð.
Til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 85 fundur

2103022

Fundargerð
Til kynningar.

17.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Fundargerðir 4 og 5.
Til kynningar.

18.Samtök orkusveitarfélaga - 44 stjórnarfundur

2103026

Fundargerð
Til kynningar.

19.SASS - 567 stjórn

2103027

Fundargerð
Til kynningar.

20.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis
Til kynningar.

21.Áhrif nýrra jafnréttislaga

2103014

Frá Jafnréttisstofu og Sambandi Ísl. Sveitarfélaga.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?