37. fundur 12. ágúst 2021 kl. 16:00 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Björk Grétarsdóttir oddviti
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Hjalti Tómasson varaoddviti
 • Steindór Tómasson aðalmaður
 • Yngvi Harðarson aðalmaður
 • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
 • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndi bætast liður 11. Landmannalaugar - framkvæmdaleyfi til endurbóta á göngustíg og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Þá lagði oddviti til að liður 4 Oddi bs - 42, yrði tekinn fyrir í lok dagskrár og var það einnig samþykkt samhljóða. Áður en gengið var til dagskrár fór sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 217

2106006F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 217 Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá í kjölfar hækkana hjá þjónustuaðila. Samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt að stefnt skuli að upptöku klippikortakerfis til fasteignaeigenda í Rangárvallasýslu frá og með næstu áramótum. Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn staðfesti bókun stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs og samþykki breytingu á gjaldskrá fyrir sitt leyti. Jafnframt styður sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir sitt leyti að tekið verði upp klippikortakerfi fyrir fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu frá og með næstu áramótum.

  Samþykkt með 4 atkvæðum (BG, HE,HT,ÁS), 3 sitja hjá (ST,JH,YH).

  Bókun Á lista.
  Fulltrúar Á-lista kunna illa við að auka álögur á íbúa með hækkun gjaldskrár án þess að það sé gert að vel athuguðu máli og með góðum rökstuðningi. Rekstrarkostnaður Sorpstöðvarinnar virðist nú þegar vera í hærra lagi miðað við rekstrarkostnað hjá öðrum sveitarfélögum og vilja fulltrúar Á-lista leggja sitt af mörkum til að leita annarra leiða til að hagræða í rekstri Sorpstöðvarinnar til dæmis með átaki í flokkun sorps. Á-listi á ekki fulltrúa í stjórn Sorpstöðvarinnar og hafði því ekki aðkomu að ákvörðun um gjaldskrárhækkun eða forsendum hennar.

  Steindór Tómasson
  Yngvi Harðarson
  Jóhanna Hlöðversdóttir

2.Umhverfisnefnd - 11

2107002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 19

2107001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Oddi bs - 42

2107010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
 • Oddi bs - 42 Stjórn byggðasamlagsins Odda bs sem rekur m.a. Grunnskólann á Hellu staðfestir að vinnu skv. umbótaáætlun í kjölfar ytra mats skólans árið 2017 er lokið.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti bókun stjórnar Odda bs fyrir sitt leyti. Jafnframt lýsir sveitarstjórn Rangárþings ytra yfir ánægju með framkvæmd ytra matsins en niðurstöður þess hafa verið ákveðið leiðarljós undanfarin ár og hafa verið mjög gagnlegar við að bæta skólastarfið.

  Samþykkt samhljóða.
 • Oddi bs - 42 Fært í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Fært í trúnaðarmálabók.
 • Oddi bs - 42 Fært í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Fært í trúnaðarmálabók.
 • Oddi bs - 42 Fært í trúnaðarmálabók. Bókun fundar Fært í trúnaðarmálabók.

5.Atvinnu- og nýsköpunarstefna

2105022

Til staðfestingar
Sveitarstjórn ítrekar þakkir fyrir þá góðu vinnu sem liggur að baki stefnunni sem nú hefur legið frammi frá því í vor á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar og athugasemda fyrir íbúa. Lagt er til að sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti Atvinnu- og nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Bókun Á-lista
Fulltrúar Á-lista lýsa yfir ánægju með nýja Atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Úthlutunarreglur sveitarfélagsins til dæmis hvað varðar atvinnulóðir eru skýrar, en eins og með aðrar reglur er mikilvægt að þar til bærir aðilar í stjórnsýslunni fylgi þeim eftir. Úthlutaðar lóðir eiga ekki að standa óbyggðar langt umfram tilskilinn tímaramma til framkvæmda og hamla þar með uppbyggingaráformum annara.

Steindór Tómasson
Yngvi Harðarson
Jóhanna Hlöðversdóttir

6.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

1411106

Uppfærsla í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum frá 13. júní 2021.
Lagt er til að samþykktir um stjórn sveitarfélagsins verði uppfærðar í samræmi við síðustu breytingar á sveitarstjórnarlögum frá 13. júní 2021. Byggðarráð verði falið að leggja fram breytingartillögu til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjallaland. Breyting á deiliskipulagi

2103076

Eigandi Leirubakka, lands undir frístundasvæðinu Fjallalandi, hefur óskað eftir að gerðar verði breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir Fjallaland dags. 1.2.2006. Bætt verði við tveimur lóðum nr. 59 og 61 í framhaldi af núverandi lóðum á svæðinu. Nýju lóðirnar fylgja þeim skilmálum sem gilda um sambærilegar lóðir í gildandi skipulagi. Áform umsækjanda hafa verið grenndarkynnt og var frestur fyrst gefinn til 11. júní en framlengdur að ósk aðila til 25. júní. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum í gegnum Landslög lögfræðistofu.
Afgreiðslu frestað á síðasta fundi byggðarráðs að beiðni umsækjanda sem óskaði eftir að leggja fram frekari gögn.
Umsækjandi hefur lagt fram frekari gögn með umsókn sinni. Lagt er til að vísa umsókninni ásamt hinum nýjum gögnum til endurmats og frekari skoðunar hjá Skipulags- og umferðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

8.Girðing á landamörkum í Safamýri

2108006

Ábúendur í Bala í Þykkvabæ hyggjast girða af spildur sínar í Safamýri árið 2022 og óska eftir samþykki sveitarfélagsins.
Tekið er vel í erindið. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að taka saman upplýsingar um málið, m.a. varðandi áætlaðan kostnað sveitarfélagsins vegna þátttöku í uppsetningu girðinganna og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs til frekari ákvarðanatöku.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Niðurstaða verðkönnunar vegna Kjarröldu.
Eitt tilboð barst í gatnagerð við Kjarröldu, frá Þjótanda ehf. Sveitarstjóra falið að leita samninga við tilboðsgjafa og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2021

2102027

Staða óbyggðra atvinnulóða.
Fyrirspurn varðandi úthlutun og stöðu atvinnulóða í Rangárþingi ytra.

Óskað er eftir sundurliðun á stöðu óbyggðra atvinnulóða eftir landnúmerum skv. meðfylgjandi lista. Óskað er eftir að tilgreint sé; hvort lóðin sé laus eða henni hafi verið úthlutað, ef henni hefur verið úthlutað þá sé tilgreint hver sé lóðarhafi. Ef lóð hefur verið úthlutað þá sé tilgreint hvernig sú úthlutun fór fram og hvenær. Að lokum sé tilgreint hvenær framkvæmdir áttu að hefjast á viðkomandi atvinnulóð samkvæmt innsendri framkvæmdaáætlun.

Greinargerð:
Engin atvinnulóð er laus til úthlutunar á Hellu og hefur sú staða verið uppi mánuðum og árum saman eftir atvikum. Fulltrúar Á-lista lýsa yfir áhyggjum af þeirri stöðu og vilja bæta úr með því að hefja vinnu við að greina stöðu á óbyggðum lóðum sem hafa hlotið úthlutun, með það að markmiði að hvetja þá sem hafa fengið úthlutun til að hefja framkvæmdir í samræmi við framkvæmdaáætlun sem fylgdi upphaflegri umsókn. Ef lóðarhafar hafa ekki hug á að framkvæma á lóðunum þá skuli þeim skilað aftur til baka, þær auglýstar með áberandi hætti lausar til umsóknar.

Lagt er til að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

11.Landmannalaugar. Framkvæmdaleyfi til endurbóta á göngustíg

2108015

Umhverfisstofnun óskar eftir framkvæmdaleyfi til að breyta legu göngustígar uppá Suðurnámur í Landmannalaugum ásamt uppgræðslu á núverandi stíg
Sveitarstjórn telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Litli Klofi C2. Breyting á heiti

2106068

Eigendur Litla Klofa C2 óska eftir að breyta heiti lands síns í Skýjaborgir. Umsókn send 28.6.2021.
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við heitið Skýjaborgir.

Samþykkt samhljóða.

13.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Birkivellir

2108008

Til afgreiðslu
Lagt er til að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við heitið Birkivelli.

Samþykkt samhljóða.

14.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Fundargerð nr. 10
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Félagsmálanefnd - 89 fundur

2107018

Fundargerð frá 24062021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Rangárhöllin ehf - aðalfundur 2021

17.Rangárbakkar ehf - aðalfundur 2021

18.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmiss skjöl og tilkynningar tengt COVID
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?