1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita
2301081
Sveitarstjóri fór yfir minnnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda síðan í desember.
2.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun
2206041
Endurskoðun á samþykktum Rangárþings ytra. Seinni umræða.
Endurskoðaðar samþykktir fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra eru lagðar fram til seinni umræðu.
Fulltrúar D-lista óskuðu eftir því að grein 47 liður 8 um hverfisráð yrði borin upp sérstaklega og var það samþykkt.
Endurskoðaðar samþykktir bornar upp til samþykktar utan greinar 47 lið 8.
Samþykkt samhljóða.
Greidd voru atkvæði um grein 47 lið 8 um hverfisráð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (EVG, MHG, ESS, ÞDÞ). Þrír sitja hjá (IPG, EÞI,ÞS)
JGV og IPG tóku til máls.
Bókun fulltrúa D-lista vegna greinar 47.8 í tillögu að endurskoðuðum samþykktum Rangárþings ytra.
Fulltrúar D-lista telja að hverfisráð í sveitarfélaginu muni ekki gagnast til þess að auka íbúasamráð eða lýðræði í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið var stofnað árið 2002 og átta árum áður höfðu Holtahreppur og Landmannahreppur verið sameinaðir. Núverandi sveitarfélagaskipan hefur því verið í gildi í 20 ár í sveitarfélagi sem telur tæplega 1.900 íbúa.
Nú stendur til að koma á fót hverfisráði í hverju þessu gömlu sveitarfélaga sem verði ráðgefandi við sveitarstjórn. Íbúafjöldi sveitarfélagsins kallar ekki á hverfisráð, og nánd í svo litlu samfélagi er það mikil að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn eiga að geta haft fulla yfirsýn yfir málefni alls sveitarfélagsins. Að mati fulltrúa D lista mun skipan ráðanna á grundvelli eldri eininga einnig auka hættu á togstreitu á milli þeirra.
Fulltrúar D-lista telja að ráðin muni ekki falla vel að stjórnskipulagi sveitarfélagsins og að þau yfir höfuð muni ekki gagnast vel. Samkvæmt tillögu meirihluta er ekki er ætlunin að hverfisráð hafi fjármagn til ráðstöfunar, heimild til ákvörðunar í neinu máli né að greidd verði þóknun fyrir störf þeirra.
Sé það vilji Á-lista að fá fleiri íbúa að stjórnsýslu sveitarfélagsins mætti gera það eftir öðrum leiðum, t.d. með því að auka íbúasamráð og íbúalýðræði með reglubundnum íbúafundum, t.d. á þeim svæðum sem hverfisráðin eiga að ná yfir og eins með íbúakosningum um einstaka mál sem sveitarstjórn telur þörf á ef vilji er til að kalla íbúa sveitarfélagsins til aukins samráðs.
IPG, EÞI, ÞS.
Fulltrúar D-lista óskuðu eftir því að grein 47 liður 8 um hverfisráð yrði borin upp sérstaklega og var það samþykkt.
Endurskoðaðar samþykktir bornar upp til samþykktar utan greinar 47 lið 8.
Samþykkt samhljóða.
Greidd voru atkvæði um grein 47 lið 8 um hverfisráð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (EVG, MHG, ESS, ÞDÞ). Þrír sitja hjá (IPG, EÞI,ÞS)
JGV og IPG tóku til máls.
Bókun fulltrúa D-lista vegna greinar 47.8 í tillögu að endurskoðuðum samþykktum Rangárþings ytra.
Fulltrúar D-lista telja að hverfisráð í sveitarfélaginu muni ekki gagnast til þess að auka íbúasamráð eða lýðræði í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið var stofnað árið 2002 og átta árum áður höfðu Holtahreppur og Landmannahreppur verið sameinaðir. Núverandi sveitarfélagaskipan hefur því verið í gildi í 20 ár í sveitarfélagi sem telur tæplega 1.900 íbúa.
Nú stendur til að koma á fót hverfisráði í hverju þessu gömlu sveitarfélaga sem verði ráðgefandi við sveitarstjórn. Íbúafjöldi sveitarfélagsins kallar ekki á hverfisráð, og nánd í svo litlu samfélagi er það mikil að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn eiga að geta haft fulla yfirsýn yfir málefni alls sveitarfélagsins. Að mati fulltrúa D lista mun skipan ráðanna á grundvelli eldri eininga einnig auka hættu á togstreitu á milli þeirra.
Fulltrúar D-lista telja að ráðin muni ekki falla vel að stjórnskipulagi sveitarfélagsins og að þau yfir höfuð muni ekki gagnast vel. Samkvæmt tillögu meirihluta er ekki er ætlunin að hverfisráð hafi fjármagn til ráðstöfunar, heimild til ákvörðunar í neinu máli né að greidd verði þóknun fyrir störf þeirra.
Sé það vilji Á-lista að fá fleiri íbúa að stjórnsýslu sveitarfélagsins mætti gera það eftir öðrum leiðum, t.d. með því að auka íbúasamráð og íbúalýðræði með reglubundnum íbúafundum, t.d. á þeim svæðum sem hverfisráðin eiga að ná yfir og eins með íbúakosningum um einstaka mál sem sveitarstjórn telur þörf á ef vilji er til að kalla íbúa sveitarfélagsins til aukins samráðs.
IPG, EÞI, ÞS.
3.Endurfjármögnun láns
2301029
Lánasjóður Sveitarfélaga. Endurfjármögnun á láni vegna Byggðasafnsins á Skógum.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Byggðasafnsins í Skógum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 75.500.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.
150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins í Skógum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing ytra selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing ytra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Jóni G. Valgeirsyni sveitarstjóra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldra láni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.
150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafnsins í Skógum til að breyta ekki ákvæði samþykkta Byggðasafnsins í Skógum sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Rangárþing ytra selji eignarhlut í Byggðasafninu í Skógum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Rangárþing ytra sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Jóni G. Valgeirsyni sveitarstjóra, kt. 060568-4809, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
4.Íþróttafélög í Rangárvallasýslu
2301050
Erindi frá Rangárþingi eystra um að taka samtal við íþrótta-, knattspyrnu- og ungmennafélög í Rangárvallarsýslu um kosti og galla við mögulega sameiningu.
Lagt til að taka undir afgreiðslu sveitarstjórnar Rangárþings eystra og lýsir sveitarstjórn yfir áhuga sínum að vera hluti af samtali með þessum félögum í Rangárvallarsýslu.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
5.Heimgreiðslur
1907069
Breytingar á reglum um heimgreiðslur.
Lagðar fram breytingar á reglum um heimgreiðslur í Rangárþingi ytra til barna á aldrinum 12-24 mánaða sem ekki sækja leikskóla sveitarfélagsins. Lagt til að heimgreiðslur hækki í kr. 87.000 frá og með 1. mars nk. og þær greiðslur taki verðlagsbreytingum árlega eftir það og miðist við áramót.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Fjallskil á sýslumörkum
2301071
Erindi frá Skaftárhreppi um fjallskil á sýslumörkum.
Lagt til að vísa erindinu til umfjöllunar í fjallskilanefnd Rangárvallarafréttar og hvetja til aukinnar samvinnu og samráðs fjallskiladeilda.
IPG og MHG tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
IPG og MHG tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
7.Ósk um styrk vegna fasteignagjalda 2023
2301073
Beiðni Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna um um lækkun fasteignagjalda af fasteign félagsins að Ketilstöðum.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2023.
Lagt til um að samþykkja beiðni um styrk skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til um að samþykkja beiðni um styrk skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
8.Endurnýjun samnings
2301022
Fyrir liggur nýr samningur við Flugbjörgunarsveitina á Hellu.
Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.
Sveitarstjórn þakkar Flugbjörgunarsveitinni á Hellu fyrir gott og mikilvægt framlag til samfélagsins í gegnum tíðina, ekki síst öflugt ungmennastarf.
JGV tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar Flugbjörgunarsveitinni á Hellu fyrir gott og mikilvægt framlag til samfélagsins í gegnum tíðina, ekki síst öflugt ungmennastarf.
JGV tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
9.Lóð undir hálendismiðstöð í Hrauneyjum
2301004
Lóðaleigusamningur vegna Hálendismiðstöðvarinnar í Hrauneyjum.
Lagður fram lóðaleigusamningur milli Hálendisins ehf og sveitarfélagsins um lóð undir Hálendismiðstöð í Hrauneyjum, landnúmer 179274.
Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.
JGV og IPG tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja samninginn og fela sveitarstjóra að undirrita hann.
JGV og IPG tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
10.Kauptilboð - Helluvað 1
1903022
Kauptilboð í 8,7 ha land undir íþróttasvæði úr landi Helluvaðs.
Lagt fram undirritað kauptilboð í 8,7 ha land undir íþróttasvæði úr landi Helluvaðs en sveitarstjóra var falið að undirrita það með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar eftir að málið var tekið fyrir á byggðarráðsfundi 25. janúar s.l. Lagt til að sveitarstjórn samþykki fyrirvaran í kauptilboðinu.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur að tilboðinu hefur verið hafnað. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða möguleika á að hefja eignarnámsferil vegna þessarar landspildu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur að tilboðinu hefur verið hafnað. Lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða möguleika á að hefja eignarnámsferil vegna þessarar landspildu.
Samþykkt samhljóða.
11.Landmannalaugar, Mat á umhverfisáhrifum.
1705027
Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum, dagsett í febrúar 2023, unnin af Landmótun en framkvæmdaraðili er Rangárþing ytra í samstarfi við Umhverfisstofnun. Framkvæmdin var háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018. Umhverfismatsskýrslan sem fjallar um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu í Landmannalaugum og á svæðinu við Námshraun, fór til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í desember 2022. Afgreiðsla Skipulagsstofnunar barst með minnisblaði 9. janúar sl. Lögð er fram lokaskýrsla þar sem búið er að taka tillit til allra fram kominna athugasemda og ábendinga Skipulagsstofnunar.
Tekið fyrir erindi Rangárþings ytra um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum en fyrir liggur matsskýrsla, ásamt viðaukum, vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum, dagsett febrúar 2023.
Lagt til að samþykkja umhverfismatsskýrsluna og fela skipulagsfulltrúa að senda skýrsluna til Skipulagsstofnunar til kynningar og athugunar sbr. 23. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 16. grein reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja umhverfismatsskýrsluna og fela skipulagsfulltrúa að senda skýrsluna til Skipulagsstofnunar til kynningar og athugunar sbr. 23. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 16. grein reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Samþykkt samhljóða.
12.Beiðni um fjármagn til sérverkefnis -Setrið
2302002
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
13.Auðkúla. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar
2301036
Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Birnu Berndsen fyrir hönd Auðkúlu Hellu ehf, kt. 690420-0820 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "C" í gestahúsi félagsins matshluta 02 á lóð Auðkúlu í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 17.1.2023.
Lagt til að sveitarfélagið geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við beiðni um rekstarleyfi í gestahúsi í matshluta 02 á lóð Auðkúlu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Byggðarráð Rangárþings ytra - 9
2212003F
Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
15.Oddi bs - 7
2212002F
-
Oddi bs - 7 Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir þeim álitaefnum sem uppi eru varðandi málefnið. Skólarnir hafa skoðað ýmsar útfærslur sem hafa bæði kosti og galla og eru tilbúnir í viðræður hvernig best sé að þjónusta börn.
Stjórn þakkar fyrir góða yfirferð og telur að þörf sé á að rýna þetta mál betur og æskilegt að skipaður verði vinnuhópur um verkefnið. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þangað til að afstaða heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar og hreppsnefndar Ásahrepps liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða. -
Oddi bs - 7 Skólastjórnendur grunnskólanna telja að fræðsla sem þessi geti nýst í skólastarfinu. Bókun fundar Lagt til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um kostnað og með hvaða hætti samtökin geti komið að þessu máli og leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.
Samþykkt samhljóða.
16.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9
2301002F
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Samhliða verði unnið að breytingum á gildandi deiliskipulagi þar sem lagðar verði áherslur á göngu- og reiðleiðir. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform um afgreiðslutíma Byggingar- og skipulagsfulltrúa og starfsmanna hans. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Nefndin þakkar fyrir innsend erindi íbúa. Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:
1.
Sett verði hraðahindrun á Eyjasand við Breiðöldu.
2.
Sett verði gangbraut frá gangstétt við Heiðvang yfir að gangstétt við Þingskála.
3.
Kannað verði meðal íbúa í Heiðvangi og Freyvangi hvort og með hvaða hætti íbúar vilja auka umferðaröryggi í götunum.
4.
Farið verði í gerð hverfisskipulags á Hellu þar sem ekki liggur nú þegar fyrir deiliskipulag og inni í þeirri vinnu verði gerð tillaga um að fjarlægja grassvæði að hluta eða öllu leyti í Heiðvangi.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að reglugerðin verði samþykkt og auglýsing verði birt í B-deild stjórnartíðinda svo hún öðlist gildistöku Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að auki gerir nefndin ekki athugasemdir við fyrirhugað heiti lóðarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á texta í skilmálum og samantekt í greinargerð fyrir umrætt svæði í aðalskipulagi. Nefndin telur að umrædd breyting sé til þess fallin að um málsmeðferð verði farið eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem tillagan er í fullu samræmi við meginstefnu aðalskipulagsins, ekki sé um breytingu á landnotkun að ræða, ekki sé um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða og breytingin hefur ekki áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur enga þörf til grenndarkynningar þar sem allir hlutaðeigandi aðilar á svæðinu hafa staðfest samþykki sitt á áformum umsækjanda með árituðum yfirlýsingum þess efnis. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Lagt fram til kynningar. Farið var yfir möguleika til uppbyggingar á svæðinu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar í samræmi við fram lagða lýsingu. Lýsing verði kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem núverandi verslunar- og þjónustusvæði VÞ19 verði stækkað á kostnað opins svæðis OP4.
Nefndin telur að umrædd breyting sé til þess fallin að um málsmeðferð verði farið eins og um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem tillagan er í fullu samræmi við meginstefnu aðalskipulagsins, ekki sé um stórfellda breytingu á landnotkun að ræða, ekki sé um verulega aukningu á byggingarmagni að ræða og breytingin hefur ekki áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. - 16.18 2301052 Borg og Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi. Sameiginleg lýsingSkipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. - 16.19 2301054 Skógrækt. Breyting á aðalskipulagi þar sem landnotkun verði breytt úr landbúnaðarnotum í skógræktar- og landgræðslusvæði.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 9 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
17.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 21
2212005F
Lagt fram til kynningar.
18.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands
2301064
Fundargerð 224. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
19.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn
2301078
Fundargerðir 49. og 50. stjórnarfundar Bergrisans.
Lagt fram til kynningar.
20.Stjórnarfundir 2023 - Arnardrangur
2301026
Fundargerðir 2. og 3. stjórnarfunda Arnardrangs hses
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerðir stjórnar 2023
2301063
Fundargerð 591. fundar stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar.
22.Fundargerðir stjórnar 2023
2301060
Fundargerð 917. og 918 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
23.XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
2301072
Lagt fram til kynningar.
24.Aðalfundur Veiðifélags Ytri-Rangár og vesturbakka Hólsár 2023
2301061
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Oddviti leggur til í upphafi fundar að mál nr. 12 á dagskrá fundarins verði tekið fyrir í lok fundar þar sem um er að ræða trúnaðarmál. Samþykkt af hálfu fundarmanna.