31. fundur 14. desember 2016 kl. 15:00 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaoddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir liðum 19-28 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri. Áður en gengið var til dagskrár fóru oddviti og sveitarstjóri yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins.

1.Ungmennaráð - 1

1612006

Sveitarstjórn óskar nýju Ungmennaráði Rangárþings ytra farsældar í sínum mikilvægu störfum og væntir mikils af starfi þess til heilla fyrir sveitarfélagið okkar.



Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

2.Ungmennaráð - 2

1612007

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

3.Ungmennaráð - 3

1612008

Tillaga um að staðfesta fundargerðina. Jafnframt vill sveitarstjórn bjóða ungmennaráði til fundar með sveitarstjórn við fyrstu hentugleika.



Samþykkt samhljóða.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 9

1611011

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

5.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 13

1611010

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

6.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 102

1611012

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 103

1611013

Tillaga um að staðfesta fundargerðina.



Samþykkt samhljóða.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104

1611014

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi afmörkun vatnsverndar ef fyrirhugað er að nýta vatnsbólið frekar en gert er í dag. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Við nánari skoðun skipulagsfulltrúa hefur komið í ljós misræmi í afmörkun sveitarfélagamarka á umræddu skipulagssvæði. Mörk sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Rangárþings eystra ber ekki saman á uppdráttum aðalskipulaga beggja sveitarfélaga. Nefndin telur þó ekki ástæðu til að fresta umræddri breytingu á landnotkun, þar sem umfang breytingarinnar er langt innan marka þess að nákvæm afmörkun verði gerð á uppdrætti og að væntanleg breyting á mörkum sveitarfélaganna muni ekki hafa nein áhrif á áformaða landnotkun. Nefndin vill þó árétta að ekki verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir viðkomandi svæði fyrr en að loknu samráðsferli um mörk sveitarfélaganna tveggja.
    Nefndin leggur því til að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu verði send Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Nefndin leggur til að sveitarstjórn og skipulagsnefnd fundi með fulltrúum Veritas lögmanna þar sem farið verði yfir sjónarmið umbjóðenda þeirra. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 er það niðurstaða nefndarinnar að áformuð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þegar afgreiðsla Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Búið er að minnka verulega umfang framkvæmdaáforma og fella niður síðari áfanga í fyrri tillögu. Því telur nefndin að búið sé að lagfæra tillöguna að teknu tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar og telur ekki nauðsynlegt að tillagan verði auglýst að nýju. Skipulagsnefnd áréttar að fyrirhuguð vegtenging að austanverðu skuli einnig nýtast til aðkomu að svæðinu austan lóðarinnar.
    Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda endanlega tillögu til Skipulagsstofnunar.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin vekur jafnframt athygli á því að hún telur ekki ástæðu til þess, að þessu sinni, að fella umrætt svæði inní í gildandi deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gildandi deiliskipulag síðan 1987 tekur á mjög ólíkum atriðum bæði hvað varðar stærðir lóða og byggingarmagn. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fram lagða tillögu. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd leggur til að ekki verði veitt fleiri stöðuleyfi í Landmannalaugum en verið hafa undanfarin ár meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd leggur til að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 þar sem umræddar tvær lóðir umsækjanda verði breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði að nýju. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir umrætt svæði. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd samþykkir fram lagðar staðsetningar á skiltum til eins árs. Nefndin áréttar að skiltin verði höfð utan veghelgunarsvæðis og verði sett upp í fullu samráði við landeigendur.
    Nefndin leggur til að mótuð verði stefna um auglýsingaskilti innan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til aukins byggingarmagns á lóðinni og samþykkir því áform umsækjanda um allt að 35 m² viðbótarhús skv. meðfylgjandi gögnum. Nefndin áréttar að leitað skuli eftir umsögn forsætisráðuneytis um áformin áður en leyfi verður gefið út. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 104 Skipulagsnefnd telur að ekki sé verið að víkja um of frá skilmálum gildandi deiliskipulags og samþykkir því að veita umsækjanda leyfi til byggingar á allt að 35 m² geymslu á lóð sinni, með þeim skilyrðum að útlit og form verði ekki frábrugðið því sem þegar er byggt á lóðinni. Jafnframt þurfi skriflegt samþykki lóðarhafa á svæðinu að liggja fyrir. Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun skipulags- og umferðarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.

9.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 182

1611051

Fundargerð frá 26102016, liðir 1. Rekstraráætlun Sorpstöðvarinnar fyrir 2017 og 2. Samþykktir fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs til staðfestingar.
9.1 Rekstraráætlun Sorpstöðvarinnar fyrir 2017

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs 2017.



Samþykkt samhljóða.



9.2 Samþykktir fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti endurskoðaðar samþykktir fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.



Samþykkt samhljóða.

10.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 183

1612021

Fundargerð frá 08122016, liður 1. Gjaldskrá sorphirðu í Rangárþingi 2017 til staðfestingar.
10.1 Gjaldskrá sorphirðu í Rangárþingi 2017.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti samræmda gjaldskrá fyrir sorphirðu í Rangárþingi 2017. Sveitarstjórn leggur til við stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu að orðalagi verði breytt í samræmi við núgildandi gjaldskrá Rangárþings ytra.



Samþykkt samhljóða.

11.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 50

1611050

Fundargerð frá 26102016, liður 2. Fjárhagsáætlun 2017 til samþykktar.
11.2 Fjárhagsáætlun 2017.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti rekstraráætlun fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs 2017.



Samþykkt samhljóða.

12.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 51

1612024

Fundargerð frá 08122016, liður 2. Nýjar samþykktir fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. til staðfestingar.
12.2 Nýjar samþykktir

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti endurskoðaðar samþykktir fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.



Samþykkt samhljóða

13.Lundur - stjórnarfundur 29

1612023

Fundargerð frá 01122016, liður 2. Fjárbeiðni til sveitarfélaga.
13.2 Fjárbeiðni til sveitarfélaga.

Stjórn Lundar hefur óskað eftir því að sveitarfélögin sem standa að hjúkrunarheimilinu geri ráð fyrir fjármunum í áætlunum sínum til að ljúka lóðaframkvæmdum við Lund á næstu þremur árum.



Bókun sveitarstjórnar:

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Rangárþings ytra, sem liggur fyrir fundinum til samþykktar, er gert ráð fyrir að ráðstafa 50 m. króna til verkefna við Lund á næstu árum.



Samþykkt samhljóða.



14.Oddi bs - 10

1612003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Húsakynni bs - 13

1612005

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 13 Rætt var um hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins í Þóristungum en komið er að gagngeru viðhaldi. Lögð var fram kostnaðaráætlun að fjárhæð um 15 m til viðhalds hússins. Tillaga lögð fram um að bjóða húsið til kaups í því ástandi sem það er og með þeim skilyrðum að fjallmenn hafi gjaldfrían aðgang að húsinu í fjallferðum.

    Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum (IPG,YKJ), einn sat hjá (KÖ).
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti bókun stjórnar Húsakynna bs.

    Samþykkt samhljóða.

16.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 47

1612004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Byggðarráð Rangárþings ytra - 30

1611015

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 30 Tillaga er um að byggðarráð staðfesti lánaramma Arion banka gagnvart heimild sveitarfélagsins til 14.11.2017 að upphæð að hámarki 95 mkr.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

18.Héraðsnefnd - 6 fundur

1612025

Fundargerð frá 01122016, liðir 2. Fjárhagsáætlanir 2017 fyrir Tónlistarskóla Rangæinga og Héraðsnefnd og 3. Tónlistarskóli Rangæinga - breytt í byggðasamlag.
18.2 Fjárhagsáætlanir 2017

Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlanir 2017 fyrir Tónlistarskóla Rangæinga og Héraðsnefnd Rangæinga.



Samþykkt samhljóða.





18.3 Tónlistarskóli Rangæinga - breytt í byggðasamlag.

Tillaga er um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti að stofna byggðasamlagið Tónlistarskóla Rangæinga bs samkvæmt fyrirliggjandi samþykktum þar um. Jafnframt er tillaga um að skipa Ágúst Sigurðsson sem aðalfulltrúa og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur sem varafulltrúa í stjórn byggðasamlagsins.



Samþykkt samhljóða.

19.Rekstraráætlun 2017 - Húsakynni bs

1611008

Rekstraráætlun Húsakynna bs fyrir 2017 lögð fram til samþykktar.
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi rekstraráætlun fyrir Húsakynni bs 2017.



Samþykkt samhljóða.

20.Rekstraráætlun 2017 - Suðurlandsvegur 1-3 hf.

1610041

Rekstraráætlun Suðurlandsvegar hf. lögð fram til samþykktar.
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi rekstraráætlun 2017 fyrir Suðurlandsveg 1-3 hf.



Samþykkt samhljóða.

21.Gjaldskrá Vatnsveitu 2017

1612006

Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs 2017.
Tillaga um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.



Samþykkt samhljóða.

22.Rekstraráætlun Vatnsveitu bs 2017

1609057

Rekstraráætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2017 lögð fram til samþykktar.
Tillaga um að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti rekstraráætlun Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. 2017.



Samþykkt samhljóða.

23.Tillögur að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2017

1611053

Gildir frá og með 1. janúar 2017



1. Útsvar; 14,52%.



2. Fasteignaskattur;

A - 0,39% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og

jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir

ásamt lóðarréttindum.

B - 1,32% af fasteignamati: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar,

heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

C - 1,65% af fasteignamati: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði,

fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.



3. Lóðarleiga; 1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað

leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.



4. Vatnsgjald; skv. sérstakri gjaldskrá.



5. Aukavatnsgjald skv. sérstakri gjaldskrá.



6. Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.



7. Holræsagjald á Hellu; 0,25% af fasteignamati húss og tilh. lóðar.



8. Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.



9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.

Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 9 eru 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9 2017. Þar sem fasteignagjöld verða

samtals kr. 35.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi; 1/5 2017. Einnig gefst aðilum kostur á að greiða

fasteignagjöldin í einu lagi og skal gjalddagi vera eigi síðar en 1/6 2017. Eindagi er síðasti virki dagur í sama

mánuði og gjalddagi.

Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur

afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.



10. Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.



11. Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá. Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.

Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.



Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á heimasíðu sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.

24.Tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega 2017

1611054

Tillaga að reglum um afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017
Lögð fram tillaga að reglum um afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2017.



Samþykkt samhljóða.

25.Skólagjaldskrár 2017

1612003

Gjaldskrá fyrir Odda bs 2017
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Odda bs 2017.



Samþykkt samhljóða.

26.Rekstraráætlun 2017 - Oddi bs.

1610048

Fjárhagsáætlun Odda bs 2017.
Tillaga um að sveitarstjórn staðfesti fyrir sitt leyti rekstráætlun fyrir Odda bs 2017.



Samþykkt samhljóða.

27.Tillögur að öðrum gjaldskrám í Rangárþingi ytra fyrir árið 2017

1611052

Tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamannvirki, fráveitu og hunda- og kattahald.
27.1 Gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki 2017



Samþykkt samhljóða.





27.2 Gjaldskrá fyrir fráveitu 2017



Samþykkt samhljóða.





27.3 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2017



Samþykkt samhljóða.



28.Fjárhagsáætlun 2017-2020

1610065

Seinni umræða
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2017 nema alls 1.694 m. kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.483 m. kr. og þar af reiknaðar afskriftir 89,9 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 90,2 m. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um kr. 120,8 m. kr.



Veltufé frá rekstri er 247 m.kr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 193,3 m. kr. og afborgun lána 137,6 m. kr. Áætluð langtíma lántaka er 90 m. kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2017 alls 1.602 m. kr og eigið fé 1.585 m. kr.



Framlegðarhlutfall 2017 er áætlað 17,8%



Veltufjárhlutfall 2017 er áætlað 0,89



Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 401 m. kr.



Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 93,8% á árinu 2017 og skuldahlutfallið í 94,6%.



Fjárhagsáætlun áranna 2017-2020 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða



Bókun fulltrúa Á-lista:



Fulltrúar Á-lista fagna uppgangi í rekstri Rangárþings ytra og ánægjulegt að sjá að sveitarfélagið geti staðið ár eftir ár fyrir stórum verkefnum s.s. viðbyggingu við Lund, Oddabrú sem og lagningu ljósleiðara í dreifbýli.



Eftir að hafa setið marga fundi við undirbúning fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra fyrir árið 2017 samþykkja fulltúar Á-lista áætlunina þrátt fyrir að ýmsar ábendingar sem þeir komu með fram á þessum fundum hafi ekki skilað sér í lokaútgáfu fjárhagsáætlunar 2017.



Þykir okkur það miður og óskum eftir betra samstarfi við næstu fjárhagsáætlunargerð. Einnig þarf fjárhagsáætlunarvinna í öllum samstarfsverkefnum við önnur sveitarfélög að fara fyrr af stað svo fulltrúar sveitarfélaganna hafi kost á að eiga öflugri skoðanaskipti um áherslur í þeim verkefnum.



Yngvi Karl Jónsson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sigdís Oddsdóttir



Bókun fulltrúa D-lista:

Fulltrúar D-lista vilja þakka fyrir mjög gott samstarf innan sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar sem og við önnur mikilvæg verkefni á árinu. Tekið er undir ábendingar um að flýta áætlunavinnu samstarfsverkefna sem frekast er kostur og að finna leiðir til að bæta verklag því ávallt má gera betur í þessum efnum.



Þorgils Torfi Jónsson

Sólrún Helga Guðmundsdóttir

Haraldur Eiríksson

Ágúst Sigurðssson



Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög gott starf við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar. Jafnframt vill sveitarstjórn nota tækifærið og þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf á árinu með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.

29.Fundaáætlun sveitarstjórnar 2017

1611055

Tillögur að föstum fundadögum sveitarstjórnar og byggðarráðs fyrir árið 2017.
Lögð fram tillaga að fundaáætlun sveitarstjórnar, byggðarráðs og skipulags- og umferðarnefndar fyrir árið 2017.



Samþykkt samhljóða

30.Hungurfit Þ3, Umsókn um lóð

1610068

Fitjamenn ehf sækja um lóðina Hungurfit Þ3 í Hungurfitjum á Rangárvallaafrétti, landnr. 224283.
Tillaga um að úthluta Fitjamönnum lóðinni Hungurfit Þ3 með fyrirvara um samþykki forsætisráðuneytis þar sem lóðin er innan þjóðlendu.



Samþykkt samhljóða.

31.Sauðfjárveikivarnir

1611064

Ályktun frá stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu um heyflutninga yfir varnarlínu.
Tillaga að bókun sveitarstjórnar:



Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur undir áhyggjur félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu vegna heyflutninga yfir línur sauðfjárveikivarna og felur sveitarstjóra að óska eftir skriflegum skýringum frá MAST sem gefur leyfi fyrir slíkum flutningum. Óskað er eftir að svar berist fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.

32.Landgræðslan - Bændur græða landið

1611058

Beiðni um styrk til verkefnisins vegna 2016
Tillaga um að styrkja verkefni Landgræðslunnar "Bændur græða landið" í Rangárþingi ytra árið 2016 um 200.000 kr. Kostnaður færist á umhverfismál.



Samþykkt samhljóða.

33.Frá kennurum við Tónlistarskóla Rangæinga

1612022

Opið bréf vegna kjaramála
Lagt fram opið bréf frá kennurum við Tónlistarskóla Rangæinga vegna kjaramála.



Tillaga að bókun sveitarstjórnar:

Um leið og ástæða er til að fagna því að kjarasamningur grunnskólakennara við sveitarfélögin er í höfn þá er mikilvægt að samningar takist einnig við aðrar kennarastéttir sem fyrir sveitarfélögin starfa. Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur því brýnt að lending náist sem allra fyrst í kjaraviðræður tónlistarkennara við sveitarfélögin.



Samþykkt samhljóða.

34.Ályktun frá skólaráði Grunnskólans á Hellu

1612035

Ályktun skólaráðs varðandi lýsingu á gönguleiðum við skóla.
Lögð fram ályktun skólaráðs Grunnskólans á Hellu varðandi lýsingu á gönguleiðum við skólann og mikla bílaumferð á álagstímum.



Tillaga um að fela sveitarstjóra að sjá til þess að bætt verði úr lýsingu við skólann eins og kostur er. Jafnframt verði skipulags- og umferðarnefnd falið að finna leiðir til að bæta fyrirkomulag umferðar við skólann m.a. að meta hvort hluti lausnar gæti verið að breyta götunni við skólann í s.k. vistgötu og skila tillögum eigi síðar en á þarnæsta fund sveitarstjórnar í febrúar n.k.



Samþykkt samhljóða.

35.Ályktun vegna löggæslumála á Suðurlandi

1612032

Tillaga að ályktun vegna skertra fjárframlaga til löggæslumála skv. frumvarpi til fjárlaga næsta árs.
Tillaga að bókun sveitarstjórnar:



Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir vonbrigðum með að skv. fjárlögum ársins 2017 sé lögð niður fjárframlög til eflingar löggæslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, m.t.t. öryggis íbúa og ferðamanna. Um er að ræða lækkun sem nemur ríflega 10% heildar fjárheimilda lögreglunnar á Suðurlandi eða um kr. 102 milljónir. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er mjög stórt og víðfemt. Þar eru vinsælustu ferðamannastaðir landsins í byggð og óbyggð. Til grundvallar þessara fjárheimilda frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvorutveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda.



Samþykkt samhljóða.

36.Landmannahellir, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

1608012

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hellismanna ehf um endurnýjun á rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í Landmannahelli í Rangárþingi ytra.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu á endurnýjuðu rekstrarleyfi til gistingar í flokki II fyrir Hellismenn ehf í Landmannahelli.



Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá (HE).

37.Litli-Klofi lóð 1, beiðni um umsögn vegna gistingar í flokki II

1612020

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II Litli-Klofi lóð 1 fnr: 234-2697.
Tillaga um að sveitarstjórn geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til gistingar í flokki II fyrir Hörpu Harðardóttur í Litla-Klofa lóð nr. 1.



Samþykkt samhljóða.

38.Húsnæðisáætlanir

1612028

Bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga ofl.
Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga varðandi mikilvægi þess að sveitarfélög setji sér húsnæðisáætlanir.



Tillaga um að fela byggðarráði að undirbúa húsnæðisáætlun fyrir Rangárþing ytra og leggja fyrir sveitarstjórn sem fyrst á nýju ári.



Samþykkt samhljóða.

39.Sérstakur húsnæðisstuðningur

1612027

Drög að reglum frá velferðarráðuneyti
Í samræmi við ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, skulu sveitarfélög setja sér reglur um húsnæðisstuðning m.a. til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili.



Tillaga um að fela byggðarráði að móta slíkar reglur og leggja fyrir sveitarstjórn í febrúar.



Samþykkt samhljóða.

40.SASS - 513 stjórn

1612001

Fundargerð 19102016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

41.SASS - 514 stjórn

1612002

Fundargerð frá 25112016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

42.HES - stjórnarfundur 176

1612026

Fundargerð frá 02122016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

43.Samband Íslenskra Sv.fél. - 844 stjórnarfundur

1611069

Fundargerð frá 25112016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

44.Félagsmálanefnd - 38 fundur

1612034

Fundargerð frá 31102016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

45.Félagsmálanefnd - 39 fundur

1612033

Fundargerð frá 07122016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

46.Oddabrú yfir Þverá

1501024

Auglýst útboð 12.12.2016 - Niðurrekstrarstaurar fyrir brú á Þverá við Odda.
Lagt fram til kynningar.



Tillaga að bókun sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra lýsir yfir mikilli ánægju með að þetta mikilvæga samgönguverkefni, sem heimamenn hafa barist fyrir í áratugi, skuli nú loksins vera komið á framvæmdastig. Það er von og vilji sveitarstjórnar að verkið klárist sem fyrst þannig að að hægt verði að taka þessa miklu samgöngubót og öryggisleið sem fyrst í gagnið.



Samþykkt samhljóða.



Fundargerð yfirlesin, samþykkt og undirrituð.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?